Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Page 15
Það var í partíiÉg er í opnu
hjónabandi
Fyrsta tattú Fjölnis Geirs Bragasonar var gert með rakvél. – DVEgill Ólafsson segir öll hjónabönd hafa gott af því að loftað sé út. – DV
Egg á Ögmundi
Spurningin
„Vel, af því ég er að upplifa svo
marga nýja hluti.“
Marín Manda Magnúsdóttir
33 ára viðskiptafræðinemi
„Vel, að öllu leyti. Ég er mjög
spenntur fyrir vetrinum eins og
flestir.“
Árni Björn Gestsson
24 ára nemi
„Mjög vel. Ég er að flytja í íbúð
við hliðina á systur minni og er að
hefja nám.“
Júlía Karlsdóttir
22 ára nemi
„Vel, sumarið var gott og því hlýt-
ur veturinn að verða hagstæður
fyrir okkur skíðafólkið.“
Eyjólfur Ingólfsson
31 árs matreiðslumaður
„Bara vel. Skólinn er að byrja og
honum fylgir mikil tilhlökkun.“
Lilja Björk Magnúsdóttir
21 árs nemi
Hvernig leggst
veturinn í þig?
1 Ísland er undarlegur staður Áströlsk fjölmiðlakona lýsti reynslu
sinni af Íslandi í pistli.
2 Fjölnir olli föður sínum vonbrigðum
Fjölnir Geir Bragason ákvað að verða
húðflúrari þvert á vilja föður síns.
3 Köstuðu peningum út um gluggann
Bankaræningjar á flótta undan
lögreglu gripu til sinna ráða.
4 Var efins um Seacrest Julianne Hough óttaðist að kærastinn,
Ryan Seacrest, væri of áhrifamikill og
frægur áður en þau byrjuðu saman.
5 Leita að markaðsvænna nafni á Ísland
Forsvarsmenn Inspired by Iceland leita
út fyrir landsteinana að hentugra nafni
fyrir landið.
6 Komst af sjálfsdáðum úr íbúðinni
Íbúi í Ofanleiti þar sem sprenging varð
komst við illan leik út úr íbúðinni.
7 Öflug sprenging í Ofanleiti Miklar skemmdir urðu á íbúðinni þar
sem sprenging varð á sunnudag.
Mest lesið á DV.is
Þ
að versta sem hent getur Asíu-
búa er að „missa andlitið“.
Abstrakt „andlit“ einstaklings í
þeim heimshluta felur í sér allt í
senn þjóðfélagsstöðu, mannorð, áhrif,
reisn og heiður viðkomandi. „And-
litsmissir“ lítillækkar mann í aug-
um jafningjanna; í Japan til forna var
sjálfsmorð oft álitið geðslegri kostur
en andlitsmissir. Áherslan á að halda
eða bjarga andlitinu vegur oft þyngra
en raunverulegt andlag samskiptanna,
sem oft leiðir til glórulausra málalykta.
Óttinn við ásjónuhrun er líka ís-
lenskt þjóðareinkenni, sem hérlendir
embættismenn og bankastjórnendur
sýndu sérlega vel í kjölfar bankahruns-
ins; einnig hér gat þetta viðhorf af sér
hinar fáránlegustu staðhæfingar sem
brutu í bága við alla heilbrigða skyn-
semi, sem og starfslýsingar þessara
einstaklinga, sem samkvæmt stöðum
sínum báru fortakslausa ábyrgð á því
sem gerðist – eða ekki – undir þeirra
stjórn og fengu vel borgað fyrir þá
meintu ábyrgðarbyrði.
„Ekki langt í hrun ríkisins...“
Að hafa „egg á andlitinu“ þýðir að eitt-
hvað óskaplega vandræðalegt hef-
ur komið fyrir mann, yfirleitt af eigin
völdum. Þetta er staðan sem Ögmund-
ur Jónasson innanríkisráðherra er í
þessa dagana, eftir að hafa brotið jafn-
réttislög við skipan í sýslumannsemb-
ættið á Húsavík.
Ráðherrann sagði fjölmiðlum að
hann teldi sig hafa „rétt til þess að
ræða málið málefnalega og skýra rök-
in“ fyrir þeirri ákvörðun sinni að brjóta
landslög. Þessi yfirlýsing ráðherra í
landi, sem á að heita lýðræðisríki, er
sannarlega óhugnanleg – og það frá
stjórnmálamanni sem allan sinn feril
hefur barist fyrir siðbótum í stjórn-
málum.
Það sem A finnst „málefnalegt“
þykir B argasta firra. En þess vegna
höfum við lög. „Þar sem lögin lúta
öðru valdi og sjálf skortir vald, er að
mínu mati ekki langt í hrun ríkisins,“
sagði Plató, „en ef lögin eru húsbóndi
ríkisstjórnarinnar og hún þeirra
þræll, lofar ástandið góðu og menn
munu njóta allra guðanna gæða.“
Neyðarréttarsjónarmið geta í
ákveðnum tilvikum réttlætt aðgerðir
andstæðar lögum, eins og t.d. í kjöl-
far bankahrunsins, þegar stjórnvöld
hefðu átt að hirða „eignir“ þeirra sem
með fjársvikum lögðu landið í rúst og
spilltu orðspori þess í samfélagi þjóð-
anna um ókomna áratugi, þ.e., þegar
það er nauðsynlegt vegna aðstæðna
í þjóðfélaginu. Persónulegar skoðan-
ir ráðherra, sama hversu „málefna-
legar,“ réttlæta hins vegar ekki lög-
brot.
Ekkert er verra en afsökunar-
beiðni
Nógu slæmt var að gagnrýnendur
vildu ekkert um „rök“ ráðherrans
heyra, en það sem honum virtist þykja
verst var að „… málflutningurinn
[gekk] út á að reyna að koma manni
niður á hnén, afsakandi.“
La-dí-da. Fátt hugnast íslenskum
stjórnmálamönnum verr en að þurfa
að biðjast afsökunar eða viðurkenna
eigin mistök. Ekki ein einasta þeirra
tólf hræðna úr ríkisstjórn og yfirstjórn-
um fjármálastofnana ríkisins töldu sig
bera nokkra ábyrgð á bankahruninu
eða atburðum í aðdraganda þess; fyr-
ir rannsóknarnefnd Alþingis vísuðu
þau öll því á bug að hafa gert mistök
eða gerst sek um vanrækslu þó ábyrgð
þeirra væri í raun, samkvæmt starfslýs-
ingum þeirra, hlutlæg.
Hvers vegna er svona erfitt að
segja fyrirgefðu? Að viðurkenna
að maður hafi gert mistök, klúðr-
að djobbinu, ekki staðið sig eins vel
og maður átti að gera? Lét ginnast
af þrjótum og þorpurum, freistast
af fíflum og frathænsnum. Hvað er
málið?
Ein synd kallar á aðra
Tilgangur játningar, eins af sjö sakra-
mentum kaþólsku kirkjunnar, er að
sætta samband skriftabarnsins við
Guð. Þegar við syndgum, neitum við
okkur um „náð Guðs“ og okkur reynist
þá auðveldara að syndga enn meira.
Eina leiðin úr þessum vítahring er að
viðurkenna syndir okkar, iðrast þeirra,
biðjast fyrirgefningar og bæta fyrir þær.
Þannig öðlumst við náð – sálarró, frið
– og styrk til að forðast nýjar synda-
gjörðir.
Þetta ferli er auðvitað ekki einka-
eign kaþólikka eða kristinna, held-
ur höfðar til mannlegrar samvisku og
sómatilfinninga; tilgangurinn er að
sætta samband okkar við okkur sjálf
og aðra.
„Sorry Seems To Be The Hardest
Word“
Með öðrum orðum: Þegar við ger-
um rangt verðum við að biðjast fyr-
irgefningar. Fyrirgefningin „lækn-
ar“ samband okkar við þá sem við
skuldum hana og veitir okkur og þeim
sálarró og frið og, jafnvel enn mikil-
vægara, getur forðað okkur frá áfram-
haldandi misgjörðum – því ein syndin
býður annarri heim. Allir vinna, ekki
satt? Ónei. Eins og Elton söng: „Sorry
Seems To Be The Hardest Word.“
„Andlegur þroskavöxtur einstak-
lings er í beinu hlutfalli við vandræða-
legheitin sem hann þolir.“* Hvort ber
vott um meiri þroska, reisn, heiður og
hugrekki – að viðurkenna mistök sín
og biðjast afsökunar eða að þræta fyrir
þau eins og snúið roð í hundskjafti og
telja sig „halda andlitinu“?
*Haft eftir bandaríska uppfinninga-
manninum Douglas Engelbart (fann
upp tölvumúsina).
Flottur í tauinu Þessi ágæti herramaður skar sig örlítið úr í hópi gangandi vegfarenda þegar ljósmyndari átti leið fram hjá Hótel Borg á dögunun. Óhætt er að segja að hann hafi
verið með útlitið á tæru og býsna flottur í tauinu. Mynd jgMyndin
Umræða 15Mánudagur 17. september 2012
Kjallari
Íris Erlingsdóttir
„Neyðar-
réttar-
sjónarmið geta
í ákveðnum til-
vikum réttlætt
aðgerðir and-
stæðar lögum
Þetta er alveg
perfect drengur
Ásdís Rán er að deita fyrirsætu og fótboltamann. – DV