Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Side 6
6 Fréttir 19. september 2012 Miðvikudagur S taðan er bara sú að ég verð kominn á götuna á sunnu­ daginn af því að ég fæ ekki þessa fyrirgreiðslu eins og mér var lofað. Ég verð bara henda búslóðinni í ruslið og fá inni á gisti­ skýli eða eitthvað, ég veit ekkert hvert ég á að fara,“ segir Snorri Harðarson sem segir Velferðarsvið Reykjavíkur­ borgar hafa svikið sig um vilyrði fyr­ ir styrk eða láni til fyrirframgreiðslu húsaleigu. Vegna þessa komi hann til með að missa leiguíbúð sem hann tók á leigu í byrjun mánaðarins um næstu mánaðarmót þar sem leigusalinn vill fá þriggja mánaða leigu í tryggingu. Hann segir leigusalann hafna því að hann fái restina af mánuðinum endur­ greidda. „Hún bar fyrir sig kostnaði vegna þrifa en samt er íbúðin í miklu betra standi en þegar ég tók við henni.“ Tölvan eyðilagðist og missti íbúðina „Ég var á skólastyrk hjá borginni og ætlaði að halda því áfram, var á tölvu­ braut í Tækniskólanum, en þá eyði­ lagðist tölvan mín. Það var búið að segja mér það að borgin biði stund­ um upp á einhver lán til þess að bjarga svona hlutum. Ég reyndi að hafa sam­ band við félagsráðgjafann minn sem svaraði mér ekki fyrr en tveimur vikum seinna. Þá var ég búinn að missa svo mikið úr skólavistinni – ég hafði ekk­ ert að gera í náminu með enga tölvu, þannig ég varð að hætta í náminu. Á sama tíma þurfti ég að flytja því ég missti húsnæðið sem ég var í. Ég var búinn að fá vilyrði um að fá þessa fyr­ irframgreiðslu borgaða og þess vegna tók ég íbúðina á leigu, annars hefði ég ekki gert það því ég hafði ekki efni á því,“ segir Snorri. „Bull og vitleysa“ Hann segist stöðugt hafa reynt að fá úrlausn sinna mála hjá Velferðarsviði borgarinnar eftir að hann flutti inn í íbúðina. „Ég var með ráðgjafa sem var búinn að gefa mér vilyrði fyrir því að fá þennan styrk. Þeir eru með reglur um það að maður geti fengið tryggingar af íbúðum greidda. Ég var búinn að fá loforð um að það væri ekkert mál og allt svona. Svo flyt ég inn í íbúðina og allt sem þeir hafa sagt mér virðist vera bull og vitleysa. Ég fæ ekki húsaleigu­ bætur og ekki þennan styrk. Það er alveg sama hvað maður gerir og við hvern maður reynir að tala þá er bara logið og bullað í manni. Ég er búinn að reyna allt í þessum málum. Ég er búinn að fá föður minn, fyrrverandi lögreglumann, með mér í þetta líka en það bulla bara allir í honum og ljúga að honum líka.“ Leigusalinn fengið nóg Að sögn Snorra, verður hann vegna þessa, á götunni á sunnudaginn. Leigu salinn vilji fá fyrirframgreiðsl­ una til þess að hafa einhverja trygg­ ingu. Hann ber leigusalanum ekki vel söguna þrátt fyrir að hafa leigt af honum tvær íbúðir áður. „Hún sýndi mér skilning framan af, og ætlaði að leyfa mér að vera til mánaðamóta en það breyttist,“ segir hann. „Hún er bara búin að missa þolinmæð­ ina og ég verð heimilislaus.“ Hann er afar ósáttur við að fá ekki restina af mánuðinum endurgreidda og seg­ ist hafa tekið við íbúðinni í hrikalegu ástandi. Fyrsti sólarhringurinn hafi bara farið í að þrífa. „Það voru smokk­ ar inn í innstungunum og íbúðin var bara ógeðsleg.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vel­ ferðarsviði Reykjavíkurborgar þá geta starfsmenn ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Hins vegar væri þessi einstaklingur líklega að sækja um lán eða styrk samkvæmt 23. grein. En í henni segir: Styrkur eða lán til fyrir­ framgreiðslu húsaleigu og til trygg­ ingar húsaleigu. Heimilt er að veita þeim sem fengið hafa fjárhagsað­ stoð til framfærslu samkvæmt regl­ um þessum í mánuðinum sem sótt er um og í mánuðinum á undan lán eða styrk til fyrirframgreiðslu húsaleigu. Þinglýstur húsaleigusamningur skal liggja fyrir eða önnur staðfesting um að samningur eigi við rök að styðj­ ast. Miða skal við að leigufjárhæð sé í samræmi við leigu á almennum markaði. Aðstoð á grundvelli þessar­ ar greinar að er hámarki veitt einu sinni á ári. Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um þá sem njóta sérstakra húsaleigu­ bóta. n „Logið og buLLað í manni“ n Snorri segist vera að missa heimili sitt vegna vanefnda borgarinnar „Svo flyt ég inn í íbúðina og allt sem þeir hafa sagt mér virðist vera bull og vitleysa Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ósáttur Snorri er ósáttur við borgina og segist hafa verið svikinn um fyrirgreiðslu vegna íbúðar. Mynd EyþÓr Árnason Vilja rannsaka lífeyrissjóði n nefndin skili skýrslu 1. nóvember 2013 M eirihluti stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar hefur lagt til að Alþingi skipi þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka starfsemi lífeyris­ sjóðanna. Þingmennirnir leggja til að starfsemi sjóðanna verði rann­ sökuð allt frá gildistöku laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða frá 1997 og til ársloka 2011. Rannsóknarnefndin á að varpa ljósi á starfsemi sjóð­ anna varðandi fjárfestingarstefnu, stjórnun, stefnumótun, ákvarðana­ töku, áhættumat, endurskoðun, eft­ irlit, markaðsáhrif, tryggingafræði­ lega stöðu og ábyrgð launagreiðenda á lífeyrisskuldbindingum, þar sem það á við, og loks tengsl við atvinnu­ rekendur, verkalýðshreyfinguna og stjórnmálamenn. Auk þess vilja þingmennirnir meðal annars að rannsóknarnefndin kanni samskipti stjórnar og stjórn­ enda lífeyrissjóðanna við fjármála­ stofnanir og fyrirtæki sem sjóðirnir áttu viðskipti við, gjafir, boðsferðir og fleira á árunum 1997–2011 og hver voru áhrif setningar „neyðarlag­ anna“ á fjárhagslega afkomu sjóð­ anna. Lagt er til að rannsóknarnefndin skili af sér skýrslu til forseta Al­ þingis eigi síðar en 1. nóvember 2013. Þingmennirnir sem mynda meirihluta í nefndinni eru Valgerð­ ur Bjarnadóttir, Álfheiður Inga­ dóttir, Róbert Marshall, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Vigdís Hauksdóttir og Margrét Tryggvadóttir. n adalsteinn@dv.is Mynduðu meirihluta Valgerður er for- maður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Tveir dópaðir í umferðinni Um miðnætti á mánudagskvöld var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Kópavogi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maður­ inn var færður á lögreglustöðina í Kópavogi þar sem sýni voru tek­ in. Ökumaðurinn var látinn laus að því loknu. Um tveimur tímum síðar, aðfaranótt þriðjudags, var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrif­ um áfengis og fíkniefna. Maðurinn var ósáttur við afskiptasemi lög­ reglu og veitti nokkurn mótþróa. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina í Hafnarfirði þar sem sýni voru tekin, en látinn laus úr haldi að því loknu. Loks var tilkynnt um slys á Lamb hagavegi um áttaleytið á þriðju dagsmorgun og að tveir væru slasaðir. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið á kyrrstæða bifreið og voru hinir slösuðu fluttir á bráða­ móttöku Landspítalans í Fossvogi en bifreiðarnar voru fjarlægðar af vettvangi með kranabíl. Aka fram hjá slysum Mannekla hefur orðið til þess að lögreglumenn á Selfossi hafa ítrekað þurft að forgangsraða í störfum sínum. Dæmi eru um að lögreglumenn aki rakleitt fram hjá umferðarslysum vegna annarra alvarlegra slysa á sama tíma. Fram kom í kvöldfréttum Stöðv­ ar 2 að niðurskurður hjá lögreglu­ embættinu á Selfossi væri orðinn svo mikill að á köflum eru einung­ is þrír lögreglumenn á vakt hverju sinni og þar af einn fastur á vakt­ stöð. Það þýðir að einungis tveir lögreglumenn sjá raunverulega um löggæslu á níu þúsund ferkílómetra svæði. Á umráðasvæðinu búa tæp­ lega þrettán þúsund manns fyrir utan þann fjölda sem um svæðið ferðast en það nær að stórum hluta til vinsælla hálendissvæða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.