Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Page 12
12 Erlent 19. september 2012 Miðvikudagur iPhone 5 vinsæll Yfir tvær milljónir eintaka af snjallsímanum iPhone 5, nýjustu afurð Apple, seldust á fyrsta sól- arhringnum eftir að síminn fór í sölu. Þó svo að magnið sé held- ur meira en forsvarsmenn Apple gerðu ráð fyrir er búist við að hægt verði að afgreiða langflestar pant- anirnar þó einhverjir þurfi að bíða fram í október. Þegar iPhone 4S fór í sölu seldist rúmlega ein millj- ón eintaka fyrsta sólarhringinn. Hlutabréf í Apple hafa hækkað undanfarna daga og á mánudag fóru þau í 698 dollara á hlut, tæp- lega 85 þúsund krónur. Mitt Romney í vanda „Það er erfitt að vera forseti allra Bandaríkjamanna þegar þú hefur þegar afskrifað helming þjóðar- innar á fyrirlitlegan hátt,“ segir Jim Messina, kosningastjóri Baracks Obama Bandaríkjaforseta, um orð sem Mitt Romney, keppinautur Obama og frambjóðandi repúblik- ana í forsetakosningunum, lét falla á fundi á mánudag. Fundur- inn var tekinn upp á myndband án vitneskju Romneys en á mynd- bandinu heyrist Romney segja að 47 prósent Bandaríkjamanna muni kjósa Obama – sama hvað hann geri. Þessir kjósendur séu bótaþegar sem greiði ekki tekju- skatt og skilji ekki stefnu hans varðandi skattalækkanir. Romn- ey sagði á þriðjudag að hann hefði getað orðað þetta betur en dró orð sín þó ekki til baka. Winklevoss- bræður komnir aftur á kreik Tyler og Cameron Winklevoss, sem urðu frægir fyrir lagadeilu sína vegna Facebook, hafa fjár- fest í nýjum samfélagsvef, SumZ- ero, fyrir eina milljón dala, rúmar 120 milljónir króna. Winklevoss- bræður stefndu Mark Zucker- berg, eiganda Facebook, fyrir að hafa stolið hugmyndinni að vefn- um sem nú er einn sá vinsæl- asti í heimi. Zuckerberg féllst á að greiða þeim bætur upp á 65 millj- ónir dala, eða tæpa átta milljarða króna, árið 2008. SumZero.com er aðeins ætl- aður fjárfestum og er vettvangur fyrir þá til að ræða hugmyndir og viðskiptatengd mál. Meðlimir nú eru rúmlega 7.500 talsins. Þetta er fyrsta fjárfesting félags þeirra bræðra, Winklevoss Capital, sem stofnað var eftir að bæturnar voru greiddar. DæmDur til Dauða fyrir að myrða kvalara sinn n Mikilvæg gögn í málinu litu aldrei dagsins ljós T erry Williams, 46 ára fangi á dauðadeild í Philadelphia í Bandaríkjunum, bíður nú niðurstöðu um hvort dauða- dómi hans verði breytt í lífs- tíðarfangelsi. Williams var dæmd- ur til dauða árið 1987 fyrir morðið á Amos Norwood, 56 ára efnafræðingi og sjálfboðaliða í kirkju, en lík hans fannst í kirkjugarði í Philadelphia í júní 1984. Norwood var með stungu- sár, áverka eftir barefli og hafði eld- ur verið borinn að líkinu áður en það fannst. Williams var handtek- inn ásamt æskuvini sínum, Marc Draper, sem vitnaði gegn félaga sín- um gegn því að fá vægari dóm. Eft- ir að Williams var handtekinn fyrir morðið á Norwood var hann einnig ákærður – og síðar sakfelldur – fyrir annað morð. Var misnotaður Þegar saksóknarar börðust fyrir sak- fellingu Williams héldu þeir því fram að félagarnir hefðu ætlað að ræna Norwood. Þeir hefðu ekki þekkt fórnarlamb sitt og að um tilviljunar- kenndan glæp hefði verið að ræða. Nú hafa hins vegar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem verjendur Williams vona að muni gagnast í bar- áttu þeirra fyrir réttlæti. Á þeim tíma sem málið var í gangi fyrir dómstól- um gerði verjandi Williams sig sekan um alvarleg afglöp. Hann lagði ekki fram gögn þess efnis að Norwood hefði misnotað Williams kynferðis- lega í æsku og aðra unga drengi. Þetta gerði það að verkum að kviðdómendur fengu aldrei að heyra þennan vitnisburð Williams; að Norwood hefði greitt honum fyr- ir kynlíf þegar hann var undir lög- aldri, misnotað aðra unga drengi í kirkjunni þar sem hann starfaði og Williams sótti og að Williams hefði einnig verið fórnarlamb annarra kynferðisbrotamanna. Williams var 18 ára og þriggja mánaða þegar hann var dæmdur til dauða og vakti málið mikla athygli á sínum tíma. Williams þótti efnilegur í amerískum ruðn- ingi, var vel liðinn meðal jafnaldra sinna og stóð sig vel í námi. Aftaka fyrirhuguð 3. október Sem fyrr segir var Norwood handtek- inn og sakfelldur fyrir annað morð – á manni sem var þekktur kynferðis- brotamaður. Sá var stunginn til bana í íbúð sinni, en í íbúðinni fannst mikið magn kynferðislegra ljós- mynda af ungum drengjum. Verj- endur Norwoods komu fyrir dóm í Philadelphia síðastliðinn föstudag þar sem þeir fengu leyfi til að leggja nýju gögnin fram. Dómari frestaði ekki fyrirhugaðri aftöku Williams, sem verður að óbreyttu tekinn af lífi þann 3. október næstkomandi, en gögnin verða lögð fram í næstu viku og mun dómari í kjölfarið taka ákvörðun um hvort dauðadómnum verður breytt í lífstíðarfangelsi eins og verjendur Williams krefjast. Sagan sem aldrei var sögð Í næstu viku þegar málið verður tek- ið fyrir hjá dómstólum mun Draper, félagi Williams sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi, bera vitni í málinu. Hann hefur þegar skilað greinargerð til lögmanna Williams þar sem at- burðunum kvöldið örlagaríka er lýst. Hann segir að hann og Williams hafi kvöld eitt í júní 1984 þegar Norwood keyrði upp að þeim í bifreið. Þeir fóru inn í bifreiðina og ók Norwood sem leið lá að kirkjugarði. „Norwood var mjög viðkunnanlegur,“ segir Draper í greinargerðinni. Þegar í kirkju- garðinn var komið fóru Williams og Norwood afsíðis, að sögn Drapers. „Eftir smátíma kom Williams að bílnum og sagði mér að koma með sér. Hann var mjög reiður, öskraði og réðst á Norwood með felgujárni. Hann hrópaði að honum: „Svo þú ert hrifinn af strákum, svo þú ert hrifinn af strákum!“ Þá segir Draper í greinargerð sinni að saksóknar- ar hafi þrýst mjög á sig að segja ekki frá kynferðisbrotum Norwoods gegn Williams. Snertir viðkvæma strengi Mamie Norwood, ekkja Amos Norwood, hefur biðlað til dóm- ara og saksóknara um að Williams verði sýnd miskunn. Saksóknarar halda hins vegar kröfum sínum til streitu um að Williams fái að gjalda með lífi sínu fyrir misgjörðir sínar. Í umfjöllun The Huffington Post um málið kemur fram að mál Williams nú hafi snert strengi í Pennsyl- vaníu þar sem fjölmörg kynferðis- brotamál manna í ábyrgðarstöð- um hafi komið upp undanfarin misseri. Hafa kirkjunnar menn og menntastofnanir verið gagnrýndar fyrir að þagga niður kynferðisbrota- mál. Í júlí var yfirprestur kaþólsku kirkjunnar í Philadelphia dæmdur í þriggja til sex ára fangelsi fyrir að leyfa presti í kirkjunni að umgang- ast börn. Þetta gerði hann þrátt fyrir að vita að viðkomandi prestur væri kynferðisbrotamaður. Og í júní síð- astliðnum var Jerry Sandusky, fyrr- verandi þjálfari Penn State-háskól- ans, sakfelldur fyrir að misnota börn um árabil. „Ef eitthvert ríki Banda- ríkjanna þekkir hvað kynferðisbrot geta gert fólki þá er það Pennsyl- vania. Og þetta er maðurinn sem á taka af lífi,“ segir Marc Bookman, framkvæmdastjóri Atlantic Center for Capital Representation, samtaka sem berjast gegn dauðarefsingum í Bandaríkjunum. n „Svo þú ert hrifinn af strákum, svo þú ert hrifinn af strákum! Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Dauðadæmdur Williams verður tekinn af lífi þann 3. október – að því gefnu að dómari hafni beiðni verjenda hans. Gegn dauðarefsingum Marc Bookman hefur beitt sér í máli Williams. Hann er framkvæmdastjóri samtaka sem berjast gegn dauðarefsingum. Gefst ekki upp Þó að líkurnar á að dómnum verði breytt séu litlar ætlar Williams að berjast áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.