Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Side 2
2 Fréttir 3. október 2012 Miðvikudagur „Eins og að æpa upp í vindinn“ O rkuveita Reykjavíkur gekk þvert á eigendastefnu fyrir- tækisins þegar hún sótti um rannsóknarleyfi í Skjálfanda- fljóti vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Hrafnabjörg. Þetta segir Sóley Tómasdóttir en hún situr í stjórn Orkuveitunnar og hefur gagnrýnt harkalega hvernig staðið var að þessari umsókn. „Stjórnendur og stjórn Orku- veita Reykjavíkur sem og meirihlutinn í Reykjavík virðast ekki skilja reglurnar um valdmörk og lýðræðislegt umboð,“ segir hún. Það er greinilegt að henni liggur mikið niðri fyrir. Í júní var samþykkt eigendastefna fyrir Orkuveituna en Sóley segir að hún hafi ekki verið virt. „Aðeins örfáum vikum síðar er geng- ið þvert á eigendastefnuna. Mér finnst það vera til marks um að fyrirtækið er á nákvæmlega sömu sjálfstýringu og til dæmis í REI-málinu. Það hefur ekkert gerst sem girðir fyrir það að við lend- um ekki í öðru REI-máli. Þrátt fyrir að við séum búin að samþykkja eigenda- stefnu og búin að fara yfir allt sem hægt er að fara yfir þá er meirihlutinn að taka ákvarðanir allt annars staðar en lýðræðissamfélagið gerir kröfu um.“ Stjórnin óupplýst Sóley var stödd erlendis þegar um- sóknin var send inn. En þegar hún kom heim og sá að það hafði verið gert hringdi hún beint í stjórnarformann- inn og forstjórann og spurði hverju þetta sætti. „Á næsta fundi var okk- ur sagt frá því að þetta félag Hrafna- bjargarvirkjun hefði fengið bréf þann 17. febrúar um að Orkustofnun liti svo á að þeir hefðu fallið frá umsókn- inni vegna þess að þau hefðu ekki fylgt henni eftir. Þeir áttu þá í samskiptum við Orkustofnun sem endaði með því að fimm mánuðum síðar var send inn ný umsókn fyrir rannsóknarleyfinu. Það var gert þremur vikum eftir stjórn- arfund og aðeins örfáum vikum eftir að eigendastefnan er samþykkt, sem felur það í sér að Orkuveita Reykjavík- ur megi ekki fara út fyrir starfssvæði sitt á Suðvesturhorninu nema með samþykki eigenda og það megi ekki heldur fara inn á óröskuð svæði nema með samþykki þeirra. Samt sendir for- stjórinn þetta inn í samráði við stjórn- arformann sem sá enga ástæðu til að fara með þetta fyrir stjórnina. Þeir sögðu að þeir hefðu þannig talið hagsmunum fyrirtækisins best borgið. Það er bara ekki hans að meta það heldur stjórnar og eigenda í mál- um sem eiga að fara fyrir þá. Það er reyndar kveðið á um það í eigenda- stefnunni að ef forstjórinn metur það svo vegna tímaskorts eða annarra ástæðna þurfi hann að taka ákvarð- anir um mál sem annars væri stjórn- ar að taka þá beri honum að upplýsa stjórnina um leið og kostur gefst. En það gerði hann ekki heldur. Við viss- um ekki af umsókninni fyrr en við lás- um um hana í fjölmiðlum.“ Undrast tómlætið Sóley gerði ekki aðeins athugasemd við stjórnarformann og forstjóra Orku- veitunnar heldur tók hún málið upp í borgarstjórn og lét þar bóka eftirfar- andi þann 4. september síðastliðinn: „Borgarfulltrúi Vinstri grænna undr- ast það tómlæti sem meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur sýnt í umræðum dagsins um þær lýðræðis- legu leikreglur sem settar hafa ver- ið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Um- sókn fyrirtækisins um rannsóknarleyfi í Skjálfandafljóti er stórmál, hvort sem litið er til umhverfis eða efnahags og alveg ljóst að ákvörðun um slíkt hefði þurft að bera undir stjórn og eigendur, þó það hafi ekki verið gert. En borgar- fulltrúar meirihlutans láta sér fátt um finnast og taka ekki þátt í umræðum um málið.“ Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu einnig fram bókun um málið en hún var svo hljóð- andi: „Óskað hefur verið eftir því af hálfu stjórnar að forstjóri leggi fram greinargerð um málið þar sem m.a. möguleikar á því losa eignarhlut Orku- veitu Reykjavíkur í Hrafnabjargavirkj- un ehf. verða skoðaðir. Borgarstjórn óskar eftir að fá þessar upplýsingar um leið og þær berast.“ Verður aldrei sátt „Þetta er eins og æpa upp í vindinn,“ segir Sóley. „Ég rakti málið eins vel og ég gat og spurði borgarfulltrúa í ein- lægni hvort þeim hafi ekki verið alvara þegar þeir samþykktu eigendastefn- una. Jón Gnarr var sá eini sem tók til máls, ræddi í örfáar mínútur um gildi þess að hafa eigendastefnu en svar- aði ekki efnislega fyrir málið. Svo lagði meirihlutinn fram þessar undarlegu bókun í lok fundar. Það er ekki borg- arstjórnar að biðja um upplýsingar um mál sem borgarstjórn á að taka ákvörðun um,“ segir hún ákveðið. „Orkuveitunni er stýrt á þremur mis- munandi sviðum, sumt getur forstjóri ákveðið, annað þarf stjórnin að ákveða og enn annað þurfa eigendurn- ir að ákveða. Þá þarf það að fara fyr- ir borgarráð í öllum eigendasveitar- félögunum, Akranesi, Borgarbyggð og Reykjavík. „Það verður aldrei sátt um Orku- veituna og henni verður aldrei faglega stýrt ef við ætlum ekki að virða leik- reglurnar í kringum hana. n Sóley Tómasdóttir ósátt við vinnubrögð Orkuveitu varðandi endurnýjun rannsóknarleyfis Borgarstjórinn Sóley sakar meirihlutann um fálæti gagnvart málinu. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkur kannaðist ekki við málið þegar DV óskaði eftir viðbrögðum og benti á upplýs- ingafulltrúa Orkuveitunnar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Orkuveitan Sótti um endurnýjun á rannsóknarleyfi án samþykkis og vitundar stjórnar og eigenda, en það er brot á eigendastefnu sem sett var í sumar. Sóley Tómasdóttir segir að leikreglum varðandi Orkuveituna sé ekki fylgt. Auglýsa eftir dómara Innanríkisráðuneytið hefur aug- lýst eftir umsókn um embætti hæstaréttardómara. Umsóknar- frestur er til 22. október næstkom- andi. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að umsækjend- ur þurfi að gefa upp netfang. „Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að um- sækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur,“ segir í auglýs- ingunni sem send var fjölmiðlum á þriðjudag. Dómari verður skip- aður í embætti frá og með 1. des- ember næstkomandi og til og með 31. desember árið 2014. Þeir sem hafa hug á að sækja um embættið, og uppfylla hæfniskröfur, geta sótt um hjá ráðuneytinu og í gegnum netfangið postur@irr.is. Hafnarfjörður opinberar gögn Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að aðgengi að gögnum sem lögð eru fram á fundum í ráðum og nefndum hjá bænum verði öll- um opið. Í framhaldi af ákvörðun- inni munu fundargerðir bæjarins ekki aðeins innihalda upplýsingar um hvaða mál voru á dagskrá og hvernig þau voru afgreidd heldur líka greiða leið að upplýsingum sem lagðar eru fram með formleg- um hætti á fundunum. Með þessu er ætlað að skýra betur ákvarðanir viðkomandi nefnda og ráða í eins- tökum málum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Greiða máls- kostnað Pálma Þrotabú Fons ehf. er gert að greiða eignarhaldsfélagi Pálma Haralds- sonar, Feng, 2,3 milljónir króna í málskostnað auk virðisaukaskatts, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þrotabú Fons fór fram á að rift yrði með dómi sölu á öll- um hlutum Fons hf. í Astreus Ltd. til Fengs fyrir 50 þúsund sterl- ingspund í febrúar árið 2009 og fór þrotabúið fram á skaðabætur frá félaginu. Fór þrotabúið fram á að fá endurgreiddar tæplega sautján milljónir sterlingspunda, sem nema um 3,3 milljörðum íslenskra króna.  Í greingerð dómkvaddra mats- manna kom þó fram að verðmatið var allt annað en það sem þrotabú Fons fór fram á og ákvað því dóm- ari að verða við kröfu matsmanna um að málið yrði fellt niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.