Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 8
ríkið tvígreiddi
lögmannsstofu
B
reska lögfræðistofan Ashurst
fékk tvígreiddan reikning í
gegnum fjársýslu- og starfs-
mannakerfi ríkisins. Þetta
staðfestir ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins, Guðmundur
Árnason. „Ég kannast við það.
Það var tvígreiddur reikningur til
Ashurst,“ segir hann.
Lögfræðistofan vinnur fyrir Ís-
land í tengslum við Icesave-málið og
nemur kostnaður við vinnu stofunn-
ar tugum milljóna. Nigel Ward, lög-
fræðingur Ashurst, sem starfaði fyrir
íslenska ríkið, segir í svari við fyrir-
spurn DV að hann geti ekki tjáð sig
um málefni tengd viðskiptavinum.
„Ég er hræddur um að ég geti ekki
tjáð mig um málefni viðskiptavina af
þessum toga.“
Kostnaður upp á milljónir
Reikningurinn sem íslensk stjórn-
völd hafa greitt Ashurst vegna vinnu
stofunnar nemur tugum milljóna
króna. Samkvæmt svari fjármála-
ráðuneytisins við fyrirspurn DV um
kostnaðinn segir að hann hafi numið
tæpri 31 milljón króna. „Tvígreiðslan
átti sér stað 9. febrúar 2011, en upp
komst um mistökin samdægurs,
bæði af innra eftirliti ráðuneytis-
ins og erlenda aðilanum. Var ráðu-
neytinu endurgreiddur kostnaður-
inn þremur virkum dögum síðar,
þann 15. febrúar 2011,“ segir Angan-
týr Einarsson, skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu, í svari við fyrir-
spurn DV.
Þetta er eina tilfellið þar sem
reikningur hefur verið tvígreiddur
í fjármálaráðuneytinu, samkvæmt
Angantý. „Aðeins er vitað um þetta
eina tilvik tvígreiðslu reiknings í fjár-
málaráðuneytinu. Í þessu tilviki bár-
ust frumrit reikninga tvisvar sinnum
með sömu fylgiskjölum,“ segir enn
fremur í svarinu.
Ráðuneytið uppgötvaði
mistökin
Guðmundur segir að mistökin hafi
uppgötvast hjá fjármálaráðuneytinu
við afstemmingu. „Það uppgötvað-
ist samdægurs hjá okkur og var aft-
urkallað,“ segir hann. Reikningurinn
var afturkallaður um leið og málið
komst upp og segir hann að reikn-
ingurinn hafi fengist endurgreiddur.
„Þetta uppgötvaðist við yfirferð hjá
okkur.“
Kastljós greindi frá því í síðustu
viku að tvígreiðslur hafi átt sér stað í
kerfinu en ekki kom fram hver hefði
fengið tvígreiddan reikning. Frétta-
tíminn greindi frá því á föstudag
að grunur léki á að Lee Buchheit,
samningamaður Íslands í Icesave-
deilunni, hafi fengið tvígreitt en Fjár-
sýsla ríkisins hafnaði því í yfirlýsingu
sem send var fjölmiðlum. Í þeirri
yfirlýsingu kom fram að erlendar
greiðslur færu ekki í gegnum kerfið.
Mannleg mistök en ekki kerfið
Stefán Kjærnested varafjársýslu-
stjóri segir að umrædd tvígreiðsla
til Ashurst hafi ekki komið til vegna
galla í kerfinu heldur hafi mannleg
mistök átt sér stað við umsókn um
gjaldeyrismillifærslu hjá Seðlabank-
anum. Greiðslan hafi verið tvíbók-
uð einfaldlega vegna þess að tvisvar
sinnum hafi verið óskað eftir henni.
„Það er sótt tvisvar sinnum um þetta
og þar af leiðandi tvisvar sinnum
millifært út af bankareikningi okkar.
Síðan eftir að þetta átti sér stað tekur
bókhaldið við og bókhaldið þarf að
bóka að greiðslan hafi átt sér stað,“
segir hann um greiðsluna.
Stefán segir að ekki sé heim-
ilt að greiða í erlendri mynt úr kerf-
inu. „Málið er þannig að reiknistofan
hefur ekki heimilað okkur að senda
gjaldeyrisbeiðni í gegnum kerfið.
Heldur er þetta raunverulega gert
þannig að fjármálaráðuneytið útbýr
gjaldeyrisumsókn á gamaldags, hefð-
bundinn hátt. Hún er send til okkar á
pappír og sá pappír er svo lagður inn
í Seðlabankann og óskað eftir gjald-
eyrismillifærslu. Það er svo millifært
út af okkar reikningi í Seðlabankan-
um,“ segir Stefán um hvernig erlend-
ar greiðslur á borð við greiðsluna til
Ashurst eru framkvæmdar. „Mistök-
in liggja í því að pappírinn fór tvisvar
sinnum inn í Seðlabankann. Það eina
sem kerfið gerir er að skrá það, að
þegar menn eru búnir að vinna að
þessu ferli algjörlega fyrir utan kerfið
þarf að bóka færsluna.“
Ekki einsdæmi
Eins og áður segir er málið eins-
dæmi hjá fjármálaráðuneytinu. „Ég
veit ekki um fleiri mál en ég hef ekki
endilega bestu yfirsýnina á það,“ seg-
ir Guðmundur ráðuneytisstjóri. Þrátt
fyrir það hafa álíka mál komið upp
annars staðar í ríkiskerfinu.
Stefán hjá Fjársýslunni segir mál-
ið ekki einsdæmi þegar litið er yfir
allar stofnanir ríkisins en segir þó
að aðeins einu sinni hafi komið upp
að kerfið sjálft klikki með þeim hætti
að um tvígreiðslu verði að ræða.
Ekki fengust upplýsingar um hvaða
greiðslu Stefán vísaði til né hversu
há hún var. Stefán sagði þó að sú
greiðsla hefði verið endurgreidd inn-
an við viku eftir að hún var fram-
kvæmd. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Breska lögfræðistofan Ashurst fékk tvígreiddan reikning „Þetta uppgötvað-
ist við yfirferð hjá
okkur.
Tvígreiðslur Gunnar H. Hall fjársýslustjóri sagði í samtali við DV að ekki væri hægt að
framkvæmda greiðslur til útlanda í gegnum kerfið. Slíkar greiðslur væru færðar inn í kerfið
eftirá.
8 Fréttir 3. október 2012 Miðvikudagur
Rann til í
bleytu
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
á þriðjudag Landspítalann skaða-
bótaskyldan vegna líkamstjóns
rúmlega fertugrar kona sem rann
til í bleytu á gangi spítalans. Kon-
an hlaut af völdum fallsins sam-
fallsbrot um miðbik brjósthryggj-
ar auk þess sem tveir hryggjarliðir
féllu saman. Skömmu áður en
konan rann hafði skúringavél ver-
ið ekið um ganginn og skilið eftir
sig tauma. Erindið var sent ríkis-
lögmanni til afgreiðslu sem hafn-
aði skaðabótakröfu stefnanda ári
síðar. Ríkislögmaður vísaði til þess
að konan hefði séð starfsmenn
við ræstingu og því hefði hún mátt
gera sér grein fyrir því að gólfið
væri blautt. Enn fremur að hún
hefði líka mátt vita að gólfið hafi
alltaf verið skúrað á þeim tíma
sem stefnandi átti erindi á deild
11-B. Landspítalanum var gert að
greiða konunni 800 þúsund krón-
ur í málskostnað.
Fullt úr úr
dyrum hjá
Europris
Fullt var út úr dyrum í Europris
á Granda þegar ljósmyndara DV
bar að garði síðdegis á þriðjudag.
Rýmingarsala hófst um morgun-
inn en öllum starfsmönnum
Europris á Íslandi hefur verið sagt
upp störfum. Rekstri allra versl-
ananna verður hætt á Íslandi að
lokinni rýmingarsölu. 46 manns
missa vinnuna í kjölfar þessara
breytinga. Eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd var margt um
manninn og margir notfærðu sér
tilboðin. Nokkrar biðraðir höfðu
myndast og fólk mátti því bíða
lengi í röðum.
Þrjár verslanir eru í rekstri á
Íslandi en nýverið var verslun
Europris á Korputorgi lokað.