Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Síða 20
Fantasíur nærri veruleikanum Endurbætt sigurformúla F IFA-leikirnir hafa nú um nokkurra ára skeið verið ókrýndir konungar íþróttaleikjanna og það hefur ekkert breyst með tilkomu FIFA 13. Þó að ávallt séu talsverð- ar breytingar á FIFA-leikjunum milli ára heldur EA Sports áfram að byggja á þeirri sigurformúlu sem birtist í FIFA 12. Þá var varnarleik- urinn tekinn í gegn en nú er spjót- unum meira beint að sóknarleikn- um sem er orðinn raunverulegri en nokkru sinni fyrr. Þó skal tekið fram að varnarleikurinn hefur verið fínpússaður þó hann byggi á sama grunni og í FIFA 12. Í FIFA 13 eru leikmenn ekki haldn- ir þeirri yfirnáttúrulegu getu að geta tekið á móti hvaða sendingu sem er eins og Zidane eða Xavi. Þú getur misst boltann of langt frá þér þegar þú færð erfiða sendingu eða sleppur í gegn. Man einhver þegar Gervinho slapp í gegnum vörn Manchester City á dögunum en missti boltann of langt frá sér? Þannig hlutir gerast líka í FIFA 13. Gervigreindin er líka orðin miklu betri. Þetta birtist til dæmis þegar þú sækir hratt að marki andstæðings- ins. Hér áður fyrr tóku samherjarn- ir fyrirsjáanleg hlaup og möguleik- arnir til að senda leikmenn í gegn voru takmarkaðir. Í FIFA 13 taka leikmenn betur ígrunduð hlaup og leggja jafnvel lykkju á leið sína til að forðast rangstöðu. Þetta gefur manni fleiri valmöguleika og leik- irnir verða opnari fyrir vikið. Það má nefna fleiri smávægilegar nýjungar í leiknum. Til dæmis renna menn sér á boltann þegar hann er á leið út af vellinum eins og leik- menn almennt gera. Þetta gerir upp- lifunina af spiluninni líkari þeirri sem gerist í raun og veru. Leikurinn fylgir líka leikmönnum og liðum eft- ir í rauntíma. Ef Wayne Rooney fer í lægð og hættir að skora er líklegra að hann eigi erfiðar uppdráttar en ella í leiknum. Be A Pro, Ultimate Team og fleiri aukamöguleikar eru á sínum stað en nú er búið að bæta við svoköll- uðum Skill Games. Þar getur þú æft knattrakið, aukaspyrnurnar, fyrir- gjafirnar og skotin og klárað brons-, silfur- og gullstig. FIFA 13 er jafn góður og fót- boltaleikir verða en auðvitað eru alltaf einhverjir þættir sem mætti laga og betrumbæta. Hversu auð- velt er til dæmis að komast inn í innkast og ná boltanum? Litlu gall- arnir gleymast þó fljótt enda er leik- urinn heilt yfir til fyrirmyndar þó breytingin frá FIFA 12 sé ekkert brjál- æðislega mikil. n 20 Menning 3. október 2012 Miðvikudagur Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikur FIFA 13 Fótboltaleikur Tegund leiks: PS3 Betri sóknarleikur Lionel Messi nýtur sín vel í FIFA 13. Hjónaerjur í útvarpinu Útvarpsleikhúsið frumflytur nýtt leikrit eftir Mikael Torfa- son, Harmsögu, sunnudaginn 7. október á Rás 1. Umfjöllunarefnið er hjónaerjur: „Ragnar og Sigrún hafa ver- ið að rífast síðustu daga og muna ekki lengur um hvað. Þau ætla að skilja, eða öllu heldur Sigrún vill skilja en Ragnar tekur það ekki í mál enda hættir hún svo oft við og það er bara svo óþolandi að vita ekki hvar maður hefur konuna sína. Merkir það að hún sé „passi- ve-aggressive“ eða er hún bara geðveik eins og allar konur? Og hvað með þetta endalausa and- lega ofbeldi?“ Tónleikar í Há- skóla Íslands Háskólatónleikar í Háskóla Íslands hefjast í hádeginu í dag, miðviku- daginn 3. október, og verða með reglulegu millibili út skólaárið. Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Ómar Guð- jónsson gítarleikari leika eigin verk, ný og nýleg, á Háskólatorgi. Um er að ræða fyrstu Háskólatón- leika skólaársins. Enginn aðgangs- eyrir og allir velkomnir. Ef lífið væri söngleikur Ef lífið væri söngleikur er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða á föstudaginn kemur í Salnum Kópavogi. Tónleikaröðin samanstendur af fjórum mismunandi tónleikum þar sem farið er breitt í sögu, stíl og tónlistarhefðir söngleikjanna. Á fyrstu tónleikunum, 5. október, taka meðal annarra þátt Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdótt- ir og Orri Huginn Grétarsson. Þau bregða sér til Broadway, West End, flytja verk úr Kabarett, Vesalingun- um, Fiðlaranum á þakinu og fleiri verkum. Við flygilinn situr píanó- leikarinn Kjartan Valdemarsson. Þ ýska lista- og kvikmynda- gerðarkonan Ulrike Ottin- ger sýnir valdar ljósmyndir í anddyri Norræna hússins á meðan Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík stendur yfir. Á hátíðinni verður mynd henn- ar, Unter Schnee, sýnd og Ulrike er komin til landsins af því tilefni. „Mikið er fallegt hér,“ segir Ulrike þar sem hún kemur til fundar við blaðamenn í Norræna húsinu. Hún er aðdáandi verka finnska arkitekts- ins Alvars Alto og finnst gaman að því að ljósmyndasýning sé sett upp einmitt í þessu húsi. „Reykjavík er ung borg,“ segir hún. Eins og Berlín,“ bætir hún við hugsi þar sem hún horfir út um gluggann á Vatnsmýrina og miðborgina með bros á vör. Efnið leiðir Þetta er fyrsta heimsókn Ulrike til landsins. Hún er klædd í gráa og þægilega buxnadragt og hefur kom- ið sólgleraugum haganlega fyrir í vestinu. Ulrike er listamaður sem hefur lagt lag sitt við fjölda listgreina en þekktu- st er hún fyrir kvikmyndir sínar. Hún segist aðspurð ekki upptekin af form- inu heldur leyfi efniviðnum að leiða sig áfram í leit að aðferðum. „Til að byrja með hafði ég einfaldlega áhuga á ljósum, litum og formum. Ég bjó og starfaði sem listamaður í París á sjö- unda áratugnum og byrjaði að mála. Ég skrifaði fyrsta kvikmyndahandritið mitt í París og sneri aftur heim og leik- stýrði myndinni Laocoon & Sons með hinni yndislegu Tabeu Blumenschein í einu aðalhlutverka.“ Fær ekki fjármagn Ulrike hefur í fyrri myndum sín- um lagt mikla áherslu á sérstakar, sterkar og litríkar kvenpersónur í mörgum mynda sinna. Í Freak Or- lando skiptir söguhetjan um kyn, í mynd um Jóhönnu af Örk er sögu- sviðið Mongólía, í Madame X fara um litríkir kvensjóræningjar og í mynd sinni Dorian Gray in the Mirr- or of the Yellow Press er Dorian leik- inn af ofurfyrirsætu sjötta áratugar- ins, Veruschku von Lehndorf. Hún segir leikarann eða leikkonuna sjálfa oft vera mikilvægan innblástur. „Ég leitaði lengi að Dorian Gray. Þegar ég hitti Veruschku á leiklistar hátíð í Avignon þá sá ég strax að þar var rétti leikarinn kominn. Hún var með eins- taka líkamstjáningu og með mikla hæfileika á sviði. Ég ákvað því að nota hana.“ Ulrike hóf vinnu við myndina Blood Countess árið 2009, en myndin fjallar um blóðþyrsta greifynju, og vildi Ulrike fá Tildu Swinton í aðal- hlutverkið. Það er miður að enn hafi ekki fengist fjármagn í hana. „Ég er miður mín yfir því, algjör martröð og verkefnið er stopp, það fæst ekki í það fjármagn.“ Heillaðist af Asíu Í seinni tíð hefur Ottinger gert fjölda heimildamynda í Asíu og á ljós- myndasýningu í Norræna húsinu ber að líta myndir úr ferðalögum henn- ar. Hún segist hafa heillast í barn- æsku af ævintýrabókum um þess- ar slóðir. „Síðan í æsku hef ég verið heilluð af Mongólíu, Indlandi og Austurlöndum. Ég átti barnabækur sem voru heillandi, faðir minn átti vin sem fór í leiðangra á þessar slóð- ir og skrifaði barnabækur um ævin- týrin. Þær átti ég og í raun voru þær einstakar heimildir um þessi svæði. Eitthvað sem heillar í æsku heillar alla ævi,“ segir Ulrike. „Einu sinni fórum við faðir minn í heimsókn til þessa ævintýramanns. Þar fékk ég að sjá kistu, svipaða þeim sem hirðingjar fara með í ferðalög. Hann opnaði kistuna og sýndi mér alla hlutina og ég var hugfangin,“ bætir hún við. „Ég fæ innblástur úr raunveruleik- anum. Menning fólks er svo litrík og ævintýraleg, skáldskapur og fantasíur eru hreint út sagt afar nálægt raun- veruleikanum og ég held að ég hafi alltaf leitt hugann að þeirri staðreynd þegar ég vinn að list minni.“ n kristjana@dv.is n Ulrike Ottinger, fræg lista- og kvikmyndagerðarkona er stödd hér á landi„Ég er miður mín yfir því, algjör martröð og verk efnið er stopp Fær innblástur frá konum Veruschka von Lehndorf í hlutverki Dorians Gray. Ulrike Ottinger í Norræna húsinu Listakonan fjölhæfa Ulrike hitti blaðamenn og ræddi um list sína. MyNd sigTryggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.