Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 12
„Þetta er helför“
12 Erlent 21. nóvember 2012 Miðvikudagur
É
g vil horfast í augu við þig þegar
ég tala við þig,“ segir Amany
El Gharib, þegar blaðamaður
hringir í hana og vill ræða um
ástandið á Gaza. Hún útskýrir
hvers vegna hún vilji hitta blaða-
mann. „Mér finnst ekki auðvelt að
segja frá því hvernig mér líður, þú
verður að hitta mig,“ segir hún. Amany
á heima í Tal el Hawa-hverfinu á Gaza,
þar sem átökin eru einna hörðust.
Hún er stödd hér á landi um skamma
hríð og finnst erfitt að vera fjarri fjöl-
skyldu sinni. Heima á Gaza eru ellefu
ára systir hennar, tveir eldri bræður og
foreldrar. Önnur systkini hennar eru
við nám úti í heimi og því örugg um
sinn.
Getur ekki sofið
„Ég get ekki sofið. Ég get heldur ekki
borðað. Tilveran undarleg. Það er svo
erfitt að vera fjarri ástvinum mínum
af því ég veit hvað þeir eru að ganga í
gegnum einmitt núna,“ segir Amany
þar sem hún hittir blaðamann í Há-
skóla Íslands. Hún er klædd í bleika
kápu og með dökka augnmálningu.
Seinna um daginn ætlar hún að taka
þátt í mótmælum fyrir utan sendiráð
Bandaríkjanna og þá fer hún í svarta
kápu með fögrum útsaumi sem er
hluti af þjóðbúning Palestínumanna.
Það er ys og þys í háskólanum,
íslenskir háskólanemar bera ekki við-
líka byrðar og Amany sem óttast statt
og stöðugt um líf fjölskyldumeðlima,
vina og kunningja. Hún reynir að út-
skýra fyrir blaðamanni að óttinn sé
stöðugur og viðvarandi. Á Gaza lif-
ir fólk í þeim veruleika að líf þeirra
er talið einskis virði og dauðinn
sínálægur.
Líf okkar er einskis virði
„Ég athuga nöfn látinna á hverjum
degi, hef samband við fjölskyldu mína
eins oft og ég get, en óttinn innra
með mér er ekki eitthvað sem kemur
á óvart, hann er stöðugur og viðvar-
andi. Það er erfitt að lýsa tilfinning-
um mínum og ég get ekki ímyndað
mér að Íslendingar skilji tilfinningar
mínar. Þegar ég hringi í mömmu mína
og spyr hana hvernig þau hafi það,
þá segir hún alltaf: „Það er allt í lagi.“
En ég veit að það er ekki allt í lagi. Ég
veit það af því að ég hef verið stödd
þarna í svipuðum aðstæðum fyrir fjór-
um árum. Ég man vel eftir því þegar
amma og afi hringdu og við sögðum:
„Ekki hafa áhyggjur, það er allt í lagi.“
Það gerðum við þótt við hefðum
daginn áður gengið í gegnum kúlna-
hríð og værum heppin að vera á lífi.
Þótt heimili okkar hefði verið jafnað
við jörðu. Við gerðum það til að hlífa
tilfinningum þeirra. Ekkert var í lagi.
Þá eins og nú var verið að slátra fólki
og börnum. Ísraelsmönnum er alveg
sama. Skilaboð þeirra til okkar eru alla
daga þau sömu og þau eru skýr: Þeir
ráða og líf okkar er einskis virði.“
Dugar ekki að flýja
„Þekkir þú sögu Tal el Hawa-hverfis-
ins?“ spyr Amany. Blaðamaður játar
vanþekkingu sína.
Amany segir frá því að fyrir fjórum
árum hafi heimili hennar verið gjör-
eyðilegt í sprengingum og stórskota-
hríð í árás á Gaza sem var kölluð
n Býr á Gaza en er stödd hér á landi við nám n Óttast um líf fjölskyldu sinnar n Ætlar að snúa aftur til Gaza„Ég get ekki
skilið litlu
systur mína eftir
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Læknanemar
drepnir
Loftárásir Ísraela á Gaza- svæðið
í Palestínu halda áfram og fleiri
láta lífið. Á þriðjudag létust tvö
börn í loftárás á Zaitoun- hverfið
í Gaza-borg. 100 sprengjuárásir
voru gerðar aðfaranótt þriðju-
dags og var flugher, herskipum og
stórskotaliði beitt. Sprengjum var
skotið á Íslamska þjóðarbankann,
á heimili forystumanna Palestínu-
manna og skrifstofur erlendra
sjónvarpsstöðva, sem og flótta-
mannabúðirnar. Sprengjum var
varpað á bíla og að minnsta kosti
sex Palestínumenn í tveimur bíl-
um létust í Sabra-hverfinu. Líkin
voru færð á spítala þar sem borin
voru kennsl á þá látnu, þrír þeirra
voru læknanemar. Þrír aðrir særð-
ust illa í árásunum.
Fjögurra manna fjölskylda
var drepin í árás í Beit Lahiya og
táningsbræður voru drepnir í
Rafah. Einn féll þegar ráðist var
að fjölmiðlum. Þegar blaðið fór í
prentun höfðu 19 Palestínumenn
látist þann daginn. Palestínumenn
skutu flugskeyti yfir landamærin.
Það lenti í ólífulundi við þorpið
Jabaa. Engan sakaði.
Hvattir til að
yfirgefa heimilin
Egyptar vinna að því að koma
á vopnahlé á milli Ísraela og
Palestínumanna og friðarumleit-
anir eiga sér stað í Kaíró. Á
þriðjudag töldu þeir að árásun-
um myndi linna síðar þann dag
en Ísraelsmenn héldu upptekn-
um hætti og hvöttu íbúa til þess
að yfirgefa heimili sín. Miðum
var dreift yfir Gaza-borg þar sem
íbúar voru hvattir til að forða sér
inn í miðja borg.
Þjóðernis-
hreinsanir
Fleiri þjóðir reyndu að að beita
sér til þess að koma á vopnahléi.
Sendinefnd á vegum Arababanda-
lagsins kom til Gaza til að sýna
samstöðu með íbúum á svæðinu.
Forsætisráðherra Tyrklands, Recep
Tayyip Erdogan, kallaði árásirnar
á íbúa Gasa þjóðernishreinsanir
Ísraela, sagði að þeir virtu að
vettugi friðarumleitanir og brytu al-
þjóðalög. Þá gagnrýndi hann Sam-
einuðu þjóðirnar fyrir aðgerðaleysi
en framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Ban Ki-moon, ræddi
við leiðtoga Arababandalagsins,
Nabil al-Arabi og forsætisráðherra
Egyptalands, Hisham Kandil, áður
en hann hélt til Ísraels til þess að
knýja á um vopnahlé. Utanríkis-
ráðherra Þýskalands fór einnig
til Ísraels til að reyna að stöðva
sprengjuárásirnar.
A
nas T. Madhoun er
palestínskur fréttamað-
ur á Sama News Agency
og býr í Gaza-borg. Hann
segir að ástandið þar
versni með hverjum deginum og
hefur áhyggjur af aðstæðunum.
„Hljóðin af sprengjum sem falla
óma og heilu hverfin eru sprengd
í loft upp. Aðstæður versna með
hverjum deginum og jarðarfar-
ir fara fram á hverju horni,“ segir
Anas. „Ég hef það fínt en hver veit
hvað gerist á morgun. Við skulum
vona að þetta verði ekki verra. Nú
þegar hafa yfir 126 látist í árásun-
um,“ en árásirnar hafa staðið yfir í
viku.
Sprengjum er varpað víðsvegar
á Gaza, meðal annars í hverfinu
hans. Ein þeirra féll ansi nálægt.
„Í þrjú hundruð metra fjarlægð frá
húsinu mínu. Ég sá hvernig eldur-
inn braust út. Aðstæður versna
með hverri mínútu. Þú ert hvergi
öruggur á Gaza,“ sagði hann í sam-
tali við blaðamann og bætti við:
„Húsið mitt er eins og farsími, það
titrar í hvert sinn sem sprengja
fellur … Guð bjargi sálum okkar.“
Hann segir að það sé elds-
neytisskortur á Gaza, rafmagn-
ið hafi verið tekið af á ákveðnum
svæðum og „fólkið lifir í myrkri,“
segir hann. „Á spítölum er skortur
á nauðsynjum og ástandið er
einnig mjög slæmt hvað varðar
skort á eldsneyti og margvíslegum
matvörum,“ segir hann og bætir
því við að það sé skortur á hveiti,
sykri og mjólk. Vatnsbirgðirnar
séu líka takmarkaðar og nú þegar
sé „vatnið eins og sjór.“
Þá segir hann að það sé erfitt að
sofa við þessar aðstæður og spyr
„hver getur sofið undir loftárás-
um? Þetta er sorglegt.“
Að lokum segir hann að blaða-
menn á Gaza séu staðráðnir í
að halda áfram að segja fréttir af
ástandinu þar þrátt fyrir árásir
gegn þeim. „Ég verð að sinna starfi
mínu og segja sannleikann,“ segir
Anas. ingibjorg@dv.is
„Operation Cast Lead“ af Ísraelsstjórn,
eða „kúlnaregn“ og að í Tal el Hawa
hafi hörðustu árásirnar verið gerðar,
12 almennir borgarar, þeirra á með-
al börn, létu lífið og um tugur Ham-
as-liða. „Heimili okkar var jafnað við
jörðu. Konum og börnum var leyft að
fara í Rauða krossinn en þangað geng-
um við í kúlnaregni. Það er ekki hægt
að lýsa reynslu sem þessari. Þetta var
martröð. Slík skýli eru víða í hverf-
inu,“ segir Amany um skýli Rauða
krossins. „Þau eru þar af nauðsyn. Við
gistum þar í eina nótt og fórum síðan
til vandamanna. En seinna, þegar það
róaðist þá snerum við aftur og búum
nú á svipuðum slóðum,“ segir hún og
útskýrir að þótt óttinn sé viðvarandi,
þá dugi ekki að flýja. Það dugi ekki að
flýja á nokkurn hátt. Ekki með því að
flytja sig um set og ekki með því að
vera í afneitun eða þöggun.
Myndbirtingarnar nauðsyn
Hún ræðir um myndbirtingar sem hafa
verið af myrtum börnum. Amany birti
myndir af fórnarlömbum árásanna í
kjallara Háskóla Íslands og fékk mikil
viðbrögð. Einhverjir hafa orðið til þess
að gagnrýna myndbirtingar af slíku
tagi. „Ísraelsmenn eru með víðtækan
áróður og njóta stuðnings Bandaríkj-
anna við að breiða hann út. En mynd-
irnar og myndböndin tala sínu máli.
Myndirnar geta bjargað lífi annarra
barna. Þær eru ákall um hjálp,“ segir
hún og ítrekar að myndbirtingarnar
séu þeim mikilvægar.
„Ísraelsmenn refsa fyrir að
birta myndir eða myndbönd af
morðunum,“ segir hún og minnist
þess þegar Ísraelsmenn óku yfir
Rachel Corrie á skriðdreka. Til séu
myndir af morðinu en þrátt fyrir það
hafi þeir neitað ábyrgð. „Dauði Rachel
og eftirleikurinn leiddi fram lygar og
áróður. Ísraelsmenn vita að þeir eru
að missa stjórn yfir aðstæðum. Þess
vegna halda Vesturlandabúar, sem
styðja málstað okkar, myndunum á
lofti. Þeir gera það fyrir okkur, sem
getum það ekki. Ég veit ekki hvernig
fólki líður þegar það horfir á mynd-
irnar. Tekur það eigin tilfinningar fram
yfir ástandið? Ég spyr mig að því. En
ég veit hvernig mér líður. Til þessa, nú
þegar ég er hér og tala við þig þá, hafa
90 verið myrtir á Gaza, 13 þeirra eru
börn. Um 800 slasaðir.“
Dauðadómur Obama
Þrátt fyrir að Palestínumenn njóti víð-
tæks stuðnings á Íslandi segir Amany
heiminn hljóðan. „Hann er það. Hann
er hljóður. Stundum finnst mér eins
og fólk sé að bíða. Eftir því að dráp-
unum linni. Svo sé það búið. Þang-
að til næst. Ég horfi á myndirnar af
börnunum og hugsa með mér: Hvar
eru mannréttindasamtökin? Hvar eru
Sameinuðu þjóðirnar? Heil fjölskylda
var myrt. Fjórir bræður og móðir
þeirra. Af hverju?
Húsið hristist
eins og farsími
n Palestínskur fréttamaður lýsir ástandinu á Gaza
Bjarga því sem eftir er Palestínumenn hlaða eigum sínum á hestvagn eftir að sprengju
var varpað á heimili þeirra í borginni á sunnudaginn.
„Þú ert hvergi
öruggur