Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 16
16 Bækur 21. nóvember 2012 Miðvikudagur Grunnur ungur Erlendur R an nsóknarlögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er án nokkurs vafa ein dáðasta sögupersóna íslenskra nú­ tímabókmennta og margir hafa eflaust beðið í ofvæni eftir nýrri bók frá skapara hans, Arnaldi Ind­ riðasyni, nú fyrir jólin. Arnaldur skildi nefnilega aðdáendur Erlends eftir í lausu lofti í síðustu bók um rann­ sóknarlögreglumanninn sem kom út fyrir jólin 2010 og ber heitið Furðu­ strandir. Í lok þeirrar bókar var Er­ lendur nær dauða en lífi á æsku­ slóðum sínum og þyrstir marga væntanlega í að vita hver örlög hans verða. Þeirri spurningu verður þó ekki svarað í Reykjavíkurnóttum, því þar förum við aftur í tímann og fylgjumst með Erlendi leysa sitt fyrsta sakamál innan lögreglunnar. Um er að ræða óútskýrt andlát útigangsmanns sem hann hafði haft kynni af og er því mik­ ið í mun að komast til botns í málinu. Við fáum að kynnast Erlendi sem ungum manni, tæplega þrí­ tugum, að stíga sín fyrstu skref sem lögreglumaður. Hann er ekki ólík­ ur eldri útgáfunni af sjálfum sér sem við þekkjum úr fyrri bókum Arnaldar. Sérlundaður, ómannblendinn og hrjúfur, en þó ekki eins bitur. Það virð­ ist ágerast með árunum. Í Reykjavíkurnóttum fær Arnaldur gullið tækifæri til að gefa Erlendi meiri dýpt og lesendum jafnframt betri sýn inn í hugarheim hans og skilning á aðstæðum. Honum tekst hins vegar ekki nógu vel til. Persónusköpunin er frekar grunn og sögupersónurnar skilja ekki mikið eftir sig í huga les­ andans þegar bókin er lögð til hliðar. Það er eins og lesandanum sé haldið í ákveðinni fjarlægð. Þrátt fyrir gallana er Reykjavíkur­ nætur ágætis lesning. Bókin er auð­ lesin og heldur lesandanum vel, þrátt fyrir að vera ekki nema í meðallagi spennandi. Lýsingar á hinum marg­ víslegu störfum götulögreglunnar, aðstæðum útigangsfólks og hinum vanþróuðu undirheimum Reykjavík­ ur, líkt og þeir voru á þessum tíma, bæta að einhverju leyti upp grunna persónusköpun, þó þær mættu vera áhrifameiri. Reykjavíkurnætur er langt frá því að vera besta verk Arnaldar en þó er vel hægt að mæla með henni sem af­ þreyingarefni. Sérstaklega fyrir þá sem hafa fylgt Erlendi í gegnum árin. Nú er hins vegar mál til komið að Arn­ aldur fari að svara spurningunni sem alla þyrstir í svarið við: hvað verður um Erlend? n Svipmyndir án samhengis Þ að var tilhlökkunarefni að lesa ævisögu Ellyjar Vil­ hjálms. Hún var ein besta dægurlagasöngkona Íslands og líf hennar hefur verið sveipað dulúð. Hún bjó að undur­ samlegri rödd sem heillaði flestalla Íslendinga. Um árabil var hún skærasta stjarna Íslands. Einn besti fróðleiksmoli bókarinnar er að Elly smyglaði inn í landið apanum sem seinna gladdi þúsundir Íslendinga í Eden í Hveragerði. Nokkru eftir að hún stóð á hápunkti ferils síns féll tjaldið. Hin dáða Elly hætti að syngja og gerðist virðuleg húsmóðir í Foss­ vogi. Þá hafði hún gengið í hjóna­ band með hljómsveitarstjóranum og útgefandanum Svavari Gests. Hann skildi við eiginkonu sína til fjölmargra ára og þau Elly gengu í hjónaband sem varð hennar þriðja. Sagan skilgreinir engan veginn ástæður þess að Elly hvarf af sviðinu eins og raun ber vitni. Sagan er gloppótt og fer úr einu í annað. Fæst­ um spurningum um hina dáðu söng­ konu er svarað. Efniviðurinn virðist hafa verið rýr. Þess vegna fær mað­ ur á tilfinninguna að alls konar útúr­ dúrar séu fyrst og fremst til að fylla upp í plássið. Draugasaga í fyrsta kaflanum hefur til dæmis engan sér­ stakan tilgang. Sagan heitir Stokks­ eyrardraugurinn og varpar engu ljósi á sögupersónuna eða hennar fólk. Einnig má benda á uppskrift að kjúklingarétti sem Máni, sonur Ellyj­ ar, hefur sérhæft sig í. Að birta upp­ skriftina þjónar nákvæmlega engum tilgangi. Margt í bókinni einkennist af agaleysi í skrifunum. Það má aug­ ljóst teljast að þar skortir ritstjórn. Margir fróðleiksmolar eru í bók­ inni um líf og feril Ellyjar. Þar er því lýst þegar Svavar, sem var umsvifa­ mesti hljómplötuútgefandi lands­ ins, missti fótanna í viðskiptum. Þau urðu að selja einbýlishúsið í Foss­ vogi og flytja í fjölbýlishús. Skilja má af frásögninni að Svavar hafi ver­ ið niðurbrotinn en Elly sýnt mikinn styrk í erfiðleikunum. Allt ber þó að sama brunni. Það vantar dýpri greiningu á persónunni. Höfund­ inum tekst ekki að færa lesandann nær Elly. Sá grunur er ágengur að ættingjar og samferðamenn söng­ konunnar hafi ekki opnað sig um líf hennar. Elly dó úr krabbameini 16. nóvember 1995. Dauði hennar var Svavari gríðarlegt áfall og segir í bókinni að svo hafi virst sem lífs­ neisti hans hefði slokknað. Sjálfur lifði hann aðeins í 10 mánuði eftir að Elly dó. Það kemur fram á blaðsíðu 171 í bókinni að eftir útför Ellyjar hafi synir hennar viljað forvitnast um líf hennar og leitað að bréfum, mynd­ um og úrklippum sem þeir vissu að móðir þeirra hafði átt. En þeir gripu í tómt. „Þetta var allt horfið, líka fínu kjólarnir hennar og spari­ skórnir,“ segir í bókinni. Höfund­ urinn, Margrét Blöndal, lýsir því á öðrum stað að illa hafi gengið að ná utan um sögu söngkonunn­ ar og á tímabili hefði hún íhugað að gefast upp við skrásetninguna. Líklega hefði hún átt að bíða með útgáfu bókarinnar og reyna að ná betur utan um lífshlaup Ellyjar. Lesandinn er litlu nær um líf stór­ stjörnunnar eftir að hafa lesið bók­ ina. Og kannski var það vilji hennar að fá að eiga einkalíf sitt í friði um alla eilífð. Í janúar árið 1995 söng Elly í síðasta sinn opinberlega. Þá var hún að styrkja Súðvíkinga í raun­ um þeirra eftir snjóflóðið ægilega sem grandaði fjölda manns. Það er til dæmis um lélegan yfirlestur að í myndatexta segir að Elly hafi vott­ að „Súðfirðingum samúð sína“. Ævisagan um Elly er langt frá því að standa undir þeim titli að eiga að lýsa lífshlaupi. Þetta eru svip­ myndir af söngkonunni en vantar samhengið. Saga sem hefði getað orðið stórkostleg er vonbrigði. Hún fær tvær stjörnur. n Elly - Ævisaga Ellyjar Vilhjálms Höfundur: Margrét Blöndal Útgefandi: Sena 205 blaðsíður Reynir Traustason rt@dv.is Bækur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Bækur Reykjavíkurnætur Höfundur: Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell 285 blaðsíður Meistaraverk komið út Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan er komin út í íslenskri þýð­ ingu Arnars Matthíassonar. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Dav­ ids Bowie, Fashion. Ís­ lenski titill­ inn er hins vegar sóttur í smiðju Spil­ verks þjóð­ anna. Bókin hefur farið sigurför um heiminn. Hún fékk National Book Critics Circle­verðlaunin árið 2010 og hin virtu Pulitzer­verðlaun árið 2011, auk þess sem hún hefur hlotið fjölmargar aðrar viðurkenn­ ingar í Bandaríkjunum. Söguþráðurinn er litríkur: Sasha er stelsjúk og gengur til sál­ fræðings. Bennie borðar gull og lætur sig dreyma um sín yngri ár – þegar hann þráði Alice sem þráði Scotty sem þráði Jocelyn sem stakk af með miðaldra plötufram­ leiðanda. Enginn þráði Rheu sem þráði Bennie. Hvert þeirra fær sinn kafla í þessari bráðskemmtilegu skáld­ sögu sem kemur víða við, San Francisco, New York, Los Angeles, safarí í Afríku og listasöfn og fá­ tækrahverfi í Napólí. En hver sem við erum og hvert sem við förum þá er nútíminn ævinlega óttaleg trunta. Í Times Magazine var bókinni lýst sem nýju meistaraverki amerískra bókmennta. Katrín Jakobsdóttir mennta­ og menningarmálaráðherra veitti Hannesi Péturssyni Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir árið 2012 en athöfnin fór fram á degi íslenskrar tungu í Grunnskóla Álftaness. Hannes Pétursson fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1931 og var því aðeins 24 ára þegar hann kvaddi sér hljóðs með Kvæðabók sinni sem út kom 1955. Hannes hefur ávallt verið ljóðinu trúr og ljóðabækur hans hafa jafnan vakið mikla og verðskuldaða athygli. Hannes hlýtur verðlaun Jónasar Jafnoki Stephens King „Æsispennandi tryllir,“ segir gagn­ rýnandi The Times um bók Yrsu, Ég man þig, og ráðleggur fólki að lesa ekki bók hennar í myrkri. Bókin var útnefnd ein af tíu bestu glæpa­og spennusögum vetrarins í Bretlandi og gagnrýn­ andi Guardian fór einnig lofsam­ legum orðum um hana. Í blaðinu Independent var Yrsa sögð jafnoki Stephens King. Fyrir helgi kom út nýr sjálf­ stæður tryllir eftir Yrsu, Kuldi, sem sver sig í ætt við Ég man þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.