Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 3
Kvaddi á af- mælisdaginn Þ að verður stjórnarfundur næstkomandi miðvikudag [í dag, innsk. blm.] þar sem framkvæmdastjóri sjóðsins mun væntanlega upplýsa stjórnina um þetta mál,“ segir Þor- björn Guðmundsson, stjórnarfor- maður Sameinaða lífeyrissjóðsins. DV sendi honum fyrirspurn vegna umfjöllunar sem DV birti á mánudaginn um að Sameinaði líf- eyrissjóðurinn hefði veitt hjónunum Sævari Jónssyni, eiganda skartgripa- og úraverslunarinnar Leonard, og Helgu Daníelsdóttur um 100 millj- óna króna íbúðalán eftir banka- hrunið. Hvorugt þeirra er sjóðsfélagi í Sameinaða lífeyrissjóðnum svo vit- að sé til og ólíklegt þykir að þau hafi farið í gegnum greiðslumat. Þess skal getið að Ólafur Haukur Jónsson, skrifstofustjóri og staðgengill fram- kvæmdastjóra Sameinaða lífeyris- sjóðsins, er eldri bróðir Sævars. Titringur í sjóðnum Samkvæmt heimildum DV hefur umfjöllunin um lánveitinguna valdið nokkrum titringi innan Sam- einaða lífeyrissjóðsins. Samkvæmt svari frá stjórnarformanni sjóðsins verður Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins gert að svara fyrir þessa lánveitingu í dag. „Ég vil taka það fram að allar lánveitingar til sjóðsfélaga fara fram á ábyrgð framkvæmdastjóra. Einstakar lán- veitingar koma aldrei inn á borð stjórnar enda væri það ekki eðlilegt. Ég vísa þessu máli alfarið til hans til að svara fyrir það,“ sagði Þorbjörn enn fremur í svari við fyrirspurn DV um það hvort stjórn Sameinaða líf- eyrissjóðsins myndi óska eftir skýr- ingum á umræddu 100 milljóna króna láni eða óska eftir rannsókn á því. Sævar persónulega gjaldþrota Sameinaði lífeyrissjóðurinn lánaði hjónunum Sævari Jónssyni og Helgu Daníelsdóttur rúmlega 100 milljón- ir króna út á 500 fermetra glæsihýsi við Mosprýði 10 eftir íslenska banka- hrunið. Á þeim tíma voru hjónin í verulegum fjárhagsvandræðum en sem kunnugt er var Sævar persónu- lega lýstur gjaldþrota árið 2009. Ólafur Haukur, eldri bróðir Sæv- ars, sagðist í samtali við DV á mánu- daginn hvergi hafa komið nærri lánveitingum til bróður síns. Fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Kristján Örn Sigurðsson, tók í sama streng og sagði hjónin ekki hafa fengið lán í gegnum fjölskyldutengsl. Kristján Örn gat þó ekki staðfest að hjónin væru félagar í sjóðnum né hvort þau hefðu farið í gegnum greiðslumat áður en lánin voru veitt. Lánin eru í dag á nafni Helgu þar sem Sævar er persónulega gjaldþrota. Strangar reglur um greiðslumat Afar strangar reglur eru fyrir sjóð- félaga þegar kemur að lánveitingum. Þegar slík lán eru veitt þurfa umsækj- endur að fara í gegnum greiðslumat og þurfa að hafa verið félagar í sjóðn- um í að minnsta kosti sex mánuði áður en lánið er veitt. Efast má um að hjónin hafi, á þeim tíma sem lánin voru veitt, staðist greiðslumat miðað við fjárhagsstöðu sína – afborgun af 100 milljóna króna íbúðaláni er um 600 þúsund krónur á mánuði. „Ég bara man ekki hvort þau fóru í gegnum greiðslumat eða ekki. Það er náttúrulega mjög margt búið að breytast síðan þessi lán voru veitt. Núna eru menn orðnir strangari á greiðslumati. Í gegnum tíðina þá hafa menn, eins og bankakerfið gerði, horft fyrst og fremst á stöðu tryggingarinnar sem var á bak við lánin. Við horfum alltaf mest á þær tryggingar sem eru bak við lánin. Eftir hrun hafa menn verið að taka alla svona verkferla til endurskoðun- ar. Allavega, grunnforsendan er þessi að sjóðurinn hefur ekki tapað krónu á þessu og veðstaðan er bara mjög sterk miðað við verðmæti hússins í dag,“ sagði Kristján Örn í viðtali við DV á mánudaginn. n Fréttir 3Miðvikudagur 21. nóvember 2012 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Þarf að svara fyrir lánið Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sam- einaða lífeyrissjóðsins, þarf að svara fyrir 100 milljóna króna lánveitingu til Sævars Jónssonar og Helgu Dan- íelsdóttur á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins í dag. Ábyrgð hjá framkvæmdastjóra Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, segir ábyrgð á 100 milljóna króna íbúðaláni til Sævars Jónssonar og Helgu Daníelsdóttur liggja hjá Kristjáni Erni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. „Allar lánveitingar til sjóðfélaga fara fram á ábyrgð framkvæmdastjóra Hjónin Þau Helga og Sævar fengu eftir hrun 100 milljóna króna lán hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum til byggingar glæsilegs einbýlishúss í Garðabæ. Stuttu seinna var Sævar úrskurðaður gjaldþrota en allar hans eignir hafa verið færðar yfir á eiginkonu hans. „Þvílíkt æðruleysi sem bjó í einum manni. n Davíð Örn lést á 32 ára afmælinu sínu eftir hetjulega baráttu við krabbamein að láta það sem skiptir máli vera í forgangi í okkar lífi, annað get- ur beðið,“ segir einn þeirra á Face- book-síðu Davíðs. „Hvíldu í friði þú mikli meistari, þú ert tákn um jákvæðni og styrk og er það aðdáunarvert hvernig þú stóðst þig og tókst á veikindunum,“ segir annar vinur. n Þeir sem vilja styrkja stelpurnar hans Davíðs; eiginkonu hans og dætur, er bent á að hægt er að leggja inn á reikning: 0544-05-402441 - kennitala 111177-4819. N1 segir 19 starfs­ mönnum upp Nítján starfsmönnum hefur ver- ið sagt upp hjá olíufélaginu N1. Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að ástæðu uppsagnanna megi rekja til þess að hluti rekstrar- ins verði settur í dótturfélag sem beri nafnið Bílanaust. Skemmst er að minnast þess að árið 2007 sameinuðust Bílanaust og Olíu- félagið ESSO undir nafni N1. Í til- kynningu frá því í apríl 2007 sagði að viðskiptavinir myndu þegar í stað finna fyrir miklum ávinn- ingi vegna sameiningarinnar og að þjónustan yrði betri og öflugri. Samruninn væri í þágu viðskipta- vinanna. Nú hefur dæminu verið snúið við en markmiðið er þó, sam- kvæmt tilkynningunni í dag, það sama; „að efla þjónustu við við- skiptavini N1 á öllum sviðum.“ Uppskiptingin muni þýða að hægt verði að uppfylla betur þarfir við- skiptavina, eins og það er orðað. Með hagræðingu í rekstri muni hann styrkjast til frambúðar. „Auðvitað er alltaf erfitt að þurfa að segja upp starfsfólki, en með þessum aðgerðum teljum við að hægt sé að snúa rekstri Bílanausts til betri vegar,“ er haft eftir Egg- ert Benedikt Guðmundssyni, for- stjóra N1. Það verða sérverslanir með varahluti, aukahluti í bíla og rekstrarvörur sem færðar verða í dótturfélagið Bílanaust og verður það rekið sem sjálfstæð eining. Þingmannsefni setur upp reiknivél Lögmaðurinn Sigríður Ásthildur Andersen, sem sækist eftir 3.– 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur sett upp reikni- vélina Vasareikninn á heimasíðu sinni. Með þessari reiknivél eiga menn að geta séð hvað þeir fá í vasann þegar þeir bæta við sig aukavinnu, að sögn Sigríðar. „Vinnandi fólk getur lent í því að auka ráðstöfunartekjur sínar aðeins um 2.500 krónur við það að selja út vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur. Hinar 7.500 krónurnar fara í virðisaukaskatt, tryggingagjald, iðgjöld í sameignarsjóð, tekjuskatt og bótaskerðingu. Þetta óæski- lega samspil skatta- og bótakerfa hefur stundum verið nefnt jaðar- áhrif,“ skrifar Sigríður sem seg- ir hjúskapar stöðu, tekjur, eignir, skuldir, vaxtagjöld og fjölskyldu- stærð geta haft áhrif á þessi dæmi. „Það er búið að tengja marga þætti saman sem flækir kerfið gríðarlega. Auk þess sem hér er tekið með í reikninginn eru af- borganir námslána tekjutengdar, svo dæmið getur litið jafnvel enn verr út.“ Slóðin á reiknivélina er sigridurandersen.is/vasareiknir. gERT aÐ ÚTsKÝRa lániÐ Til sævaRs n Lífeyrissjóður lánaði Sævari og Helgu 100 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.