Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 14
14 Bækur 21. nóvember 2012 Miðvikudagur Styðst við goðsögn n Stefán Máni um söguhetjur Hússins M argir rithöfundar leita fanga úr daglegu lífi. Sumir úr eig­ in lífi, eins og Auður Jóns­ dóttir gerir í skáldsögu sinni Ósjálfrátt. Aðrir úr annarra lífi, eins og Ingibjörg Reynisdóttir gerir í bók sinni um Gísla á Uppsölum. Þá er það alkunna að ýmsar þekktustu söguhetjur íslenskra bók­ mennta eiga sér fyrirmyndir í raun­ veruleikanum þótt engum komi til hugar að skáldsagnapersónurnar beri þeim nákvæmt vitni. Stefán Máni notast við fyrirmynd­ ir í nýrri spennusögu sinni Húsið. „Það er vandlifað á litlu landi. Til að forðast vesen er eina leiðin fyrir höfund að láta allar persónur heita Jón og Gunnu eða láta sögurnar gerast í Austurlöndum,“ segir Stef­ án Máni. Í sögu hans koma fyrir tvær söguhetjur sem virðast eiga sér fyrir­ myndir. Mikael Bergmann, blaða­ maður á DV, og ritstjóri blaðsins. „Mikael Bergmann og Mikael Torfason eru til dæmis ekki sami maðurinn, þó að báðir hafi unnið á DV. Mikael Bergmann er mjög væng­ brotinn maður og ber risavaxið nafn erkiengils – ekkert flóknara en það. En ritstjórinn er önnur saga. Hann er nafnlaus aukapersóna og það lá beinast við að styðjast við goðsögn í lifanda lífi frekar en að skapa heilan ritstjóra í mýflugumynd. Ég er mjög ánægður með hlut hins nafnlausa ritstjóra í sögunni og leyfi mér að halda að hin holdi klædda fyrirmynd hugsi mér ekki þegjandi þörfina. En ef svo er þá verð ég bara að kyngja því. Ég er alla vega ekki að níðast á minni máttar,“ segir Stefán Máni. n A ppelsínurnar frá samyrkju­ búinu í Abkasíu sem Hall­ dór Laxness gaf Veru Hertzsch verða súrari í huga lesandans við lestur nýrrar bókar eftir Jón Ólafsson, heimspeking og sagnfræðing. Bókin hefst á tilvitnun í Skáldatíma Laxness frá árinu 1963 þar sem hann seg­ ist hafa gefið Veru appelsínur áður en hann fylgdist með sovésku leyni­ þjónustunni handtaka hana vorið 1938, og endar á því að Jón Ólafsson er staddur á markaði í Moskvu í sam­ tímanum þar sem honum er ráðið frá því að kaupa „gallsúru og grjót­ hörðu“ appelsínurnar frá Abkasíu. Lesandinn lýkur lestrinum með súrt bragð í munni og huga yfir örlög­ um Veru Hertzsch og hálfíslenskrar dóttur hennar. Sýn hans á Halldór Laxness hlýtur að breytast aðeins við lesturinn, sama hversu lítið eða vel hann þekkti sögu þessarar konu áður. Sagan um Veru er útgangspunkt­ urinn í bókinni, Appelsínur frá Abkasíu: Vera Hertzsch, Halldór Lax­ ness og hreinsanirnar miklu: aðal­ atriðið, vinkillinn, sem þó er bund­ inn inn í stærri ramma frásagnar Jóns um Gúlagið og hreinsanirnar miklu í alræðisríki Stalíns á fjórða og fimmta áratugi síðustu aldar. Þar sem bein­ um heimildum um fangabúðavist og líf Veru Hertzsch eftir handtökuna 1938 sleppir – þær eru ekki mjög miklar – notast hann við æviminn­ ingar kvenna sem einnig þurftu að dúsa í Gúlaginu á sömu eða svipuð­ um slóðum og hún sem og opinberar heimildir um fangana og fangelsin sem gerðar voru opinberar eftir fall Sovétríkjanna. Frásögn bókarinn­ ar er því stærri en bara fókusinn á Veru Hertzsch. Sagan er miklu frekar eins konar sögulegt samhengi Veru eftir handtöku hennar þar sem Jón reynir að varpa ljósi á tilveru hennar í fangabúðunum út frá þeim heim­ ildum sem til eru. Bókin er því bæði einsöguleg frá­ sögn, þar sem fókuserað er á Veru sjálfa og aðrar konur sem upplifðu sams konar örlög og hún, og eins stórsöguleg, þar sem Jón leitast við að skýra með heildstæðari hætti hvað leiddi Sovétríki Stalíns út í hreinsanirnar miklu og eins hvernig Gúlagið virkaði. Þessa þræði tvinnar Jón saman af þekkingu, leikni og næmni þannig að úr verður lag­ skipt frásögn. Bókin er í fáum orðum vel heppnuð, eiginlega listilega vel gerð. Jón kann rússnesku og notast við frumheimildir frá Sovétríkjunum sem hann kynnti sér í heimsóknum í skjalasöfn þar í landi, meðal annars um fangabúðir í Mordóvíu og Karelíu þar sem Vera dvaldi . Þá notast hann við mikið magn útgefinna annars stigs heimilda á rússnesku og ensku. Benjamín Eiríksson hagfræðingur og Halldór Laxness eru lykilmenn í frásögninni í bók Jóns; Vera elur Benjamín dóttur sem er kornabarn við handtökuna sem Halldór vinur hans verður vitni að í heimsókn sinni til Sovétríkjanna. Sakir Veru eru engar ef marka má bók Jóns; hún var þýsk kona sem búsett hafði verið í Sovétríkjunum um árabil, gift pólskum Gyðingi sem með lang­ sóttum hætti hafði verið bendlaður við samsæri gegn ríkisvaldinu, líkt og svo mörg önnur saklaus fórnarlömb þeirra pólitísku hreinsana sem áttu sér stað í Sovétríkjunum á þessum árum. Jón rekur það að í hreinsunun­ um miklu hafi jafnvel verið nóg að vera útlendingur til að vera tortryggi­ leg í augum ríkisvaldsins enda voru fjöldahandtökur á Þjóðverjum liður í þeim. Heimkominn árið 1938 segir Jón að Halldór hafi skrifað „eina litrík­ ustu áróðursbók sem skrifuð hefur verið“ um Sovétríki Stalíns, Gerska ævintýrið, en hann þegir um hand­ tökuna á Veru þar til í Skáldatíma og grimm örlög hennar – dauði úr húð­ kröm árið 1943 eftir fimm ára betr­ unarvist í Gúlaginu – urðu ekki kunn fyrr en seinna. Halldór var á þessum tíma sannfærður kommúnisti sem sá Sovétríkin í útópísku ljósi sem hann hefur ekki viljað deyfa með því að tala um þetta óþægilega mál. Jón segir Halldór alla tíð hafa verið fanga „hins opinbera áróðurs“ frá Sovét­ stjórninni. Örlög litlu dóttur Veru, líkt og Jón rekur í bókinni, eru enn ókunn þó Halldór hafi svo seint sem árið 1963 sagt að hugsanlega væri hún orðin „mikil og glæsileg Sovét­ kona“. Jafnvel þá, tíu árum eftir and­ lát Stalíns, var Halldór ekki tilbúinn að gefa „glansmyndina“ af Sovétríkj­ unum upp á bátinn. Jón dregur þá ályktun að vegna þessarar slæmu minningar um handtöku Veru og dóttur hennar hafi uppljóstrunin í Skáldatíma verið eins konar „lífsnauðsyn“ fyrir hann: „sköpun sem miðaði að því að gera lífið heilt á nýjan leik“. Með frásögn­ inni af Veru opinberaði Halldór hins vegar leyndarmál Benjamíns vinar síns: Hann hafði eignast stúlku með Veru í Sovétríkjunum. Þó Halldór og Benjamín hefðu örugglega ekki getað gert neitt til að bjarga Veru og dótturinni frá handtöku árið 1938 þá er samt einhver vafi fyrir hendi í huga lesandans við lok bókarinnar. Hvað ef …? Þögn Halldórs öll þessi ár segir svo meira en mörg orð, og þögn Benjamíns einnig yfir ástkon­ unni og dótturinni. Halldór vildi al­ veg örugglega ekki sýna Sovét ríkin í neikvæðu ljósi og Benjamín eign­ aðist konu og börn á Íslandi eft­ ir áralanga veru í útlöndum. Svo er spurning hvort sektar kenndin hafi nagað Halldór og látið hann þurfa að varpa sögunni um Veru af sér í Skáldatíma; sá vafi hvort hann hefði getað gert eitthvað meira fyrir hana en að gefa henni appelsínurnar frá Abkasíu. Hið súra eftirbragð sem þessi óvissa skilur eftir sig í bókarlok hverf­ ur ekki þó afar fátt bendi til þess. Súrleikinn er afleiðing af því sögu­ lega, lagskipta samhengi sem Jón býr til í bókinni með þessum íslensku persónum og marg­ þættum heimildum. Þó afdrif Veru Hertzsch séu ekki nýmæli segir Jón þessa sögu í nýju og mjög ítarlegu samhengi sem dýpkar sögu hennar til muna. Jón sleppir því yfirleitt að draga of miklar og afdráttar lausar ályktanir í bókinni en skilur lesand­ ann þess í stað eftir með margar spurningar sem leiða af þeim stað­ reyndum sem hann styðst við. Spurningarnar fylgja lesandanum áfram eftir að hann lokar bókinni: Mikið rosalega finnur hann til með Veru og dóttur hennar litlu, eina Ís­ lendingnum sem hýstur var og týndist í Gúlagi Stalíns. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur Appelsínur frá Abkasíu Höfundur: Jón Ólafsson Útgefandi: Forlagið 430 blaðsíður Súrar appelsínur Margskipt frásögn Jón Ólafsson hefur sent frá sér listilega vel gerða bók með margskiptri frásögn um Veru Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu í Sovétríkjunum. Hann sést hér blaða í hluta þeirra heimilda sem hann notaði í bókinni. Mynd Sigtryggur ari Húsið Mikael Bergmann og Mikael Torfason eru ekki sami maðurinn, segir Stefán Máni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.