Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 22
É g held að stríðið gegn fíkni­ efnum sé tapað,“ sagði Mar­ grét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar, í nýlegri þingumræðu um skipulagða glæpastarfsemi og stöðu lögreglunnar. Ég held að ein ástæðan hljóti að vera sú að ákvarðanir yfirvalda um hvernig verja skuli starfskröftum toll­ gæslunnar virðast ráðast af ofsóknar­ brjálæði og sjúklegum áhyggjum af þeim möguleika að einhver, einhvers staðar á landinu, gæti hugsanlega „grætt“ nokkra hundraðkalla á póst­ sendu dótaríi úr útlenskum smá­ söluhimnaríkjum sem ekki stunda skipulagða okurstarfsemi eins og tíðk­ ast á Íslandi. Aðeins óvinir fá pakka Ég hef búið í Bandaríkjunum yfir 20 ár og hef aldrei vitað aðra eins of­ sóknarherferð og þá sem íslensk toll­ yfirvöld hafa háð síðustu árin. Mað­ ur sendir orðið engum pakka nema verstu óvinum sínum, því maður vill ekki senda fjölskyldu og vini í þá píslargöngu sem fylgir póstsending­ um til landsins. Hér eru dæmi um sendingarnar sem mínum ættingjum hefur verið stefnt upp á Stórhöfða til að gera grein fyrir: Kremáburður í 30 gr áldós, kostar 7 dollara á Amazon. Peysa – (frá íslensku fyrirtæki – ég hefði ekki getað keypt peysuna í Bandaríkjunum) sem ég fékk í jólagjöf og þurfti að senda heim til að fá skipt í aðra stærð. Tollurinn rukkaði gefand­ ann um 6.000 krónur! Lesgleraugu – sem mamma gleymdi þegar hún var í heimsókn hjá mér. Ómerkileg (en krúttleg, þess vegna vildi mamma fá þau aftur) 10 dollara fjöldaframleidd gleraugu. Mömmu var stefnt upp á Höfða í yfir­ heyrslu út af málinu. Hundanammi – (ferfætlingarnir í fjölskyldunni þurfa líka sínar afmælis­ gjafir) þurrkað, sem ekki braut í bága við reglugerð um innflutning gælu­ dýrafóðurs, enda varan, a.m.k. önnur, seld á Íslandi. Gert upptækt, rifið úr gjafapappírnum án nokkurra skýr­ inga. Aumingja Lúsí skildi ekki hvað þessi ljóti leikur – að senda henni rifn­ ar gjafaumbúðir – átti að þýða. Borga af notaðri bók Nú síðast var það bók sem ég hafði keypt notaða á Amazon á 5,96 dollara. Það hvarflaði ekki að mér að senda kvittun með bókinni, enda var hún augljóslega notuð og verðmætið undir 10.000 krónum; um var að ræða „gjöf“ (þó henni hafi ekki verið pakkað inn í gjafapappír) en hvorki „verslunar­ varning“ eða „vörusýnishorn“ en þessir þrír eru einu valmöguleikarnir á tollforminu. Auðvitað hefði ég átt að vita betur, því í næstum hvert einasta sinn sem ég sendi pakka til Íslands er hann rifinn upp, úr honum tætt og gert upptækt eða móttakandanum gert að greiða tolla, sama hvert innihaldið er, nýtt eða notað, eða hvort sendingin virðist 10 eða 1.000 dollara virði. Eins og fyrr segir hef ég búið í Bandaríkjunum í yfir tvo áratugi og ég hef fengið miklu fleiri póstsendingar en ég hef sent. Aldrei hefur mér ver­ ið stefnt til bandarískra tollyfirvalda vegna póstsendinga frá Íslandi – ekki einu sinni til að sækja sendingarnar, því þær eru bornar upp að dyrum hjá manni! Aðeins gjafir „af sérstöku tilefni“ Bandarísk tollyfirvöld hafa ekki held­ ur nokkurn áhuga á því af hvaða tilefni ég fæ póstsendingar, en til Íslendinga má aðeins senda „af sér­ stöku tilefni“ eins og afmælis­, brúð­ kaups­, fermingar­ eða jólagjafir, að verðmæti undir 10 þúsund kr. (brúð­ kaupsgjöf má að vísu vera dýrari, „enda sé að mati tollstjóra um eðli­ lega og hæfilega gjöf að ræða sem flutt er inn eigi síðar en 6 mánuðum frá brúðkaupi.“) En ef maður gefur ekki jólagjafir? Fæstir gifta sig margoft á ævinni svo ekki sendir maður margar brúðkaups­ gjafir. Og aðeins eina (eða enga) ferm­ ingargjöf. Þá eru bara afmælisgjafir eftir. Ein gjöf á ári er sem sagt leyfileg. Og það er eins gott að viðtakandinn mæti með skilríki svo tollstjóri geti gengið úr skugga um að hann eigi ekki afmæli í apríl ef pakkinn kemur í nóvember. Blandarar og hundamatur Ríkisendurskoðun segist í skýrslu sinni, Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna, telja „að gera þurfi tilteknar ráðstafanir til að herða eftirlit með öðrum flutningsleið­ um en póstflutningum. Allur póstur til landsins fer um Póstmiðstöðina á Stórhöfða. Þar eru nú 6 stöðugildi tollvarða.“ Sex tollverðir fylgjast með öllum pósti til landsins! Hvað skyldi hafa farið mikill tími í að rífa upp þennan bókarræfil, sem kostaði 5,96 dollara eða um 760 kr., svo hægt væri að rukka viðtakandann um 800 kall? Það er ekki að furða að „ stríðið gegn fíkniefnum sé tapað.“ Toll­ stjóri er upptekinn við að reikna út verðmæti blandara og brauðrista og stemma af brúðkaupsdagsetningar og tollverðirnir eru að leita að hundamat frá mér. Sandkorn Í byrjun vikunnar hafði lögreglu­ maður samband til þess að lýsa áhyggjum sínum af mynd­ birtingu með frétt. Vissulega höfðu myndirnar fréttagildi sagði hann en bætti því við að þær ættu þó ekkert erindi til almennings og bað um að þær yrðu fjarlægð­ ar til þess að verja viðkvæmar sálir. Myndirnar vöktu sannarlega óhug, þær voru ljótar, líkt og atburður­ inn sjálfur. Þess vegna var varað við þeim í undirfyrirsögn, svo fólk gæti ákveðið hvort það vildi berja þær augum eða ekki. Myndirnar voru af börnum frá Palestínu, börnum í al Dalou­fjöl­ skyldunni, börnum sem dóu þegar eldflaug lenti á húsinu þeirra, sprengdi það í loft upp og drap alla sem heima sátu. Þau voru tólf sem dóu í árásinni, fimm konur og þrír menn. Síðan hafa verið sagðar frétt­ ir af fjölskyldunni og erfitt er að átta sig á því hvað er satt og logið, í sumum útgáfum rak fjölskyldufaðir­ inn matvöruverslun en í öðrum var hann starfsmaður Hamas­samtak­ anna, í sumum útgáfum dó hann með börnunum en í öðrum var hann að heiman þegar þau voru sprengd í loft upp. Það skipti máli hver sagði söguna. En myndirn­ ar af líkum barnanna þar sem þau lágu saman á spítalanum, af ætt­ ingja sem grét sálir þeirra saklausu, af Palestínumönnum sem báru þau á höndum sér niður götuna og til grafar sögðu sína sögu. Myndirnar fóru eins og eld­ ur í sinu um Arabaríkin á sunnu­ daginn og um allan heim. Þær voru jafnvel taldar þess megnugar að breyta hugmyndum fólks um átökin á Gaza og aðgerðir Ísraels­ manna. Palestínu menn vonuðust til þess að ef fólk sæi þær myndi það kannski skilja að þrátt fyrir að það sé gömul saga og ný að fólk sé myrt með voðaverkum í átökum þessara þjóða þá megum við ekki standa að­ gerðarlaus hjá og leyfa fréttunum að fara inn um annað og út um hitt, að fólk myndi kannski staldra við og spyrja: „Hvað getur maður eigin­ lega sagt? … eða gert?“ líkt og að­ stoðarmaður íslenska forsætisráð­ herrans gerði. Vonir voru bundnar við að hryllingurinn yrði jafnvel til þess að auka þrýsting á Arabaríkin, Evrópu og umfram allt Bandaríkin, að þjóðir heimsins krefðust aðgerða og stöðvuðu árásir Ísraela áður en þeim tækist ætlunarverk sitt, að sprengja Gaza aftur í miðaldir. Það er jú verið að sprengja upp heim­ ili saklausra borgara og drepa börn. Og það jú, gert í skjóli Vesturlanda, með stuðningi Bandaríkjaforseta. Myndirnar af börnunum sem létust í sprengjuárásinni á sunnu­ daginn vöktu óhug allra sem á horfðu. Kannski snertu þær ein­ hverja strengi og vöktu einhverja til vitundar, breyttu viðhorfum og hvöttu til aðgerða. Eflaust deila þó margir sjónarmiði lögreglumanns­ ins, telja myndirnar of ljótar til þess að eiga erindi til almennings, of sársaukafullar og truflandi fyrir sálarlífið. Jafnvel þótt þeir hafi val um að lesa fréttina og geti lokað á hana aftur um leið og þeir vilja. Jafnvel þótt þeir þyrftu aðeins að að horfa á myndirnar í eitt augnablik til þess að átta sig á eðli þeirra. Jafn­ vel þótt þeir gætu síðan leitt hugann að öðru og haldið áfram með sína daglegu rútínu, í friði frá sprengju­ árásum þessa heims. Þeir hafa val sem íbúarnir á Gaza hafa ekki. Þeir þurfa að lifa við loftárásirnar, í hús­ um sem hristast þegar sprengjurnar falla og missa svefn af ótta við hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það krefst hugrekkis að segja sannleikann en það krefst líka hug­ rekkis að opna huga sinn og hlusta, hvað þá að bregðast við. Það er alltaf eitthvað sem við getum gert. Við getum gengið fram fyrir skjöldu og sýnt í verki að við erum ekki þjóð sem horfir í hina áttina þegar börn þessa heims eru myrt. Börn sem eiga sér enga undan­ komuleið. Börn sem þrá ekkert heit­ ar en að fá að lifa í friði og leika sér, örugg í faðmi foreldra sinna, alveg eins og börnin á Íslandi. Börn sem skilja ekki einu sinni ógnina sem að þeim steðjar en deyja samt. Klækir Sigríðar n Össur Skarphéðinsson utan­ ríkisráðherra slapp naum­ lega við að verða undir í herferð Sig­ ríðar Ingi­ bjargar Inga­ dóttur til að ná efsta sæti Samfylkingar í Reykjavík. Það var ekki fyrr en á seinustu metrum baráttunnar að stuðnings­ mönnum Össurar varð ljóst að Sigríður Inga og félagar hennar lögðu að sínu fólki að sniðganga gamla formann­ inn. Og þá fór allt í gang og varnarsigur vannst. Eft­ ir stendur að Sigríður Inga hefur stimplað sig rækilega inn í formannsslaginn. Sonurinn á Eir n Framkvæmdastjóri eigna­ umsýslu á hjúkrunarheim­ ilinu Eir er Sveinn Magnús­ son. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann er sonur núverandi stjórn­ arformanns, Magnúsar L. Sveinssonar. Sjálfsagt hefur Magnús hvergi komið nærri ráðningu sonarins, sem á sínum tíma var talinn líkleg­ ur arftaki Vilhjálms H. Vil­ hjálmssonar sem forstjóri Eir. Sveinn situr enn í sömu stöðu en faðir hans komst í þær álnir að færast úr því að vera óbreyttur stjórnar­ maður í að verða stjórnar­ formaður. Össur segir nei n Talsvert hefur verið um það rætt að Össur Skarphéðins­ son ætti að gefa kost á sér, öðru sinni, til að gegna formennsku í Samfylk­ ingunni. Sjálf­ ur hefur hann aldrei léð máls á slíku og sagt þann tíma að baki. Hann ítrekaði síðan í Bítinu á Bylgjunni á mánudag að hann teldi tíma kominn á tvöföld kynslóðaskipti. Sam­ kvæmt því hefur hann endan­ lega blásið af allar vanga­ veltur um að hann bjóði sig fram til formennsku. Hjörleifur sár n Andstaðan innan VG við aðildarumsókn að Evrópu­ sambandinu er í rénum ef marka má kosninga­ bækling sem 12 fram­ bjóðendur sendu inn á hvert heimili í Reykjavík. Hjörleifur Guttormsson, fyrr­ verandi ráðherra Alþýðu­ bandalagsins, bendir á þetta í grein á Smugunni sem ber yfirskriftina „Aumt er að sjá í einni lest“. „Ekki einn einasti frambjóðandi, karl eða kona, dregur fram í þessum bæk­ lingi andstöðu við aðild Ís­ lands að Evrópusambandinu sem eitt af baráttumálum sín­ um. Nafn Evrópusambands­ ins ber raunar hvergi á góma hjá því VG­fólki sem hér býð­ ur sig fram til þings,“ skrifar Hjörleifur. Ég er sennilega úlnliðsbrotin Þetta var alveg fáránlegt Eygló Harðardóttir þingkona féll í stiga. – DV Halldór Helgason snjóbrettakappi vann 1,3 milljónir í rúllettu. – DV Börnin sem deyja „Það er jú ver- ið að sprengja upp heimili saklausra borgara og drepa börn. Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Kjallari Íris Erlingsdóttir Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 21. nóvember 2012 Miðvikudagur Ofsóknaræði tollyfirvalda „Sex tollverð- ir fylgjast með öllum pósti til landsins!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.