Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 26
26 Sport 21. nóvember 2012 Miðvikudagur 10 lið sem hafa ekki staðist væntingar n Fornfræg félög sem eru nokkuð frá sínu besta n Liverpool og AC Milan þar á meðal Þ ó svo að deildarkeppnirnar í Evrópuboltanum hafi nokkurn veginn spilast eftir bókinni eru nokkur lið sem valdið hafa vonbrigðum á yfirstandandi leiktíð. Vefritið Bleacher Report tók á dögunum saman lista yfir 10 félög sem valdið hafa stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í vetur. Listinn hér að neðan er unninn upp úr honum en nokkrar breytingar og uppfærslur hafa þó verið gerðar. Á listanum má finna fornfræg félög á borð við Real Madrid, Liverpool, Arsenal og AC Milan, en öll þessi lið eru töluvert frá toppnum í deildarkeppnum sinna landa. 10 Paris St. Germain Franska stórliðið Paris St. Germain eyddi miklum fjármunum, 75 millj- ónum evra, í nýja leikmenn í sum- ar. Þrátt fyrir að vera í toppbaráttu í frönsku deildinni og vera í lykil stöðu í sínum riðli í Meistaradeildinni hef- ur Parísarliðið ekki þótt sannfær- andi. Liðið mætti Rennes á heima- velli um helgina og tapaði óvænt 1–2 og er liðið nú í þriðja sæti deildar- innar. Það er óhætt að segja að margir hafi búist við betra gengi hjá Parísarliðinu en þó ber að hafa í huga að tímabilið er svo að segja ný- hafið og enn tími fyrir framfarir hjá Carlo Ancelotti og félögum. 9 Heerenveen Eftir að hafa endað í fimmta sæti hol- lensku úrvalsdeildarinnar í fyrra hefur Heerenveen byrjað tímabil- ið í Hollandi illa. Í úttekt Bleacher Report er þó tekið fram að einn af fáum ljósum punktum hjá liðinu þetta tímabilið hafi verið fram- ganga Alfreðs Finnbogasonar sem er meðal markahæstu manna deildarinnar. Liðið fékk Marco van Basten til að taka við liðinu fyrir tímabilið en honum hefur ekki tek- ist að stýra liðinu á sigurbraut. Til að setja árangur Heerenveen í sam- hengi má geta þess að eftir fyrstu tólf leikina í fyrra voru þeir með sex mörk í plús. Eftir fyrstu tólf leikina á yfirstandandi leiktíð voru þeir með sex mörk í mínus. Eftir tap um helgina er liðið í 13. sæti deildar- innar. 8 Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur haft það orð á sér að skila Arsenal alltaf í Meistara- deildina. Honum tókst það í fyrra þrátt fyrir að hafa misst sterka leik- menn og þrátt fyrir að hafa byrjað tímabilið illa. Arsenal er ekki í sér- staklega góðum málum í ensku deildinni en vann þó góðan sigur á tíu leikmönnum Tottenham um helgina sem gæti komið liðinu af stað. Þó svo að liðið hafi misst sterka leikmenn undanfarin misseri eru nýju leikmennirnir farnir að sýna sitt rétta andlit og það er eins gott, því krafan hjá stuðningsmönnum er skýr: að liðið skili sér í Meistara- deildina og endi í einu af fjórum efstu sætunum. Eins og staðan er í dag er liðið í 6. sæti ensku deildar- innar. 7 Newcastle United Newcastle endaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var engin ástæða til að ætla annað en að félagið myndi byggja á þeim árangri og standa sig í vetur. Byrjun- in á tímabilinu lofar hins vegar ekki góðu og er liðið fyrir neðan miðja deild, í tólfta sæti, þegar fyrsti þriðj- ungur mótsins er nánast búinn. Þó svo að stuðningsmenn Newcastle hafi ekki búist við að liðið yrði í toppbaráttu í vetur hafa þeir eflaust reiknað með að árangurinn í vetur yrði ekki mikið síðri en í fyrra. Ef það á að takast þarf mikið að breytast enda liðið hægt og bítandi að heltast úr lestinni. 6 Tottenham Miðað við þá fjármuni sem Tottenham hef- ur eytt í leikmenn á undanförnum árum er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu að liðið nái sæti í Meistara- deildinni. Tottenham hefur ekki ver- ið sannfærandi í vetur og á stjórinn, Andre Villas-Boas, enn eftir að sann- færa stuðningsmenn um að hann sé rétti maðurinn í brúna. Liðið missti einn sinn besta mann, Luka Modric, fyrir tímabilið auk Rafaels van der Vaart, en fékk í staðinn Moussa Dembele, Jan Verthongen, Gylfa Sigurðsson og Clint Demps- ey. Meðalmennskan hefur verið ein- kennandi hjá Tottenham í vetur en liðið sýndi það þó og sannaði að það er hörkulið eins og 3–2 sigur þeirra á Old Trafford bar með sér. 5 Real Madrid Rétt eins og himinninn er blár er það ský- laus krafa allra sem koma að Real Madrid að liðið skili titli í hús á hverri leiktíð. Real Madrid byrjaði tímabilið illa og situr sem fastast í þriðja sætinu eftir leiki helgarinn- ar á Spáni. Og til að bæta gráu ofan á svart eru erkifjendurnir Atletico Madrid og Barcelona fyrir ofan í deildinni. Þá er Real Madrid í öðru sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni og ekki öruggt um sæti í 16 liða úr- slitum. Það er útilokað að liðið sé á þeim stað í dag sem forsvarsmenn þess ætluðu sér. Ef einhver getur komið liðum á rétta braut er það Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, en þolinmæðin hjá stjórn Real Mad- rid hefur aldrei verið mjög mikil. 4 Roma Þó að fáir hafi búist við því að Roma blandaði sér í baráttuna um titilinn í Serie A von- uðust stuðningsmenn liðsins þó eftir betra gengi. Liðið rétt missti af sæti í Evrópudeildinni í fyrra en fékk nokkra sterka leikmenn fyrir tímabilið sem áttu að fleyta liðinu í toppbaráttuna. Það sem af er tímabili er liðið þó í nákvæmlega sama fari og í fyrra og virðist ekki líklegt til stórræða. Það er synd því Roma er fornfrægt félag með nokkra frábæra leikmenn innanborðs eins og Francesco Totti, Daniel De Rossi, Maarten Stekelenburg, Pablo Os- valdo og Simone Perrotta. 3 Montpellier Montpellier kom mörgum á óvart í fyrra þegar liðið vann frönsku deildina eftir magnaða baráttu við Paris St. Germain. Það sem af er tímabili hef- ur liðið þó verið í miklu basli og fyr- ir neðan miðja deild. Liðið missti einn besta leikmann deildarinnar, Olivier Giroud, í fyrra til Arsenal. Þó að fáir hafi búist við því að liðið endurtæki leikinn í vetur og ynni titilinn bjuggust fleiri við því að liðið blandaði sér í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni. Miðað við spila- mennsku liðsins á tímabilinu er úti- lokað að það gerist í nánustu fram- tíð. 2 Liverpool Það hefur mikið verið rætt og ritað um gengi Liverpool á tímabilinu og flestir sammála því að liðið hafi engan veg- inn staðið undir væntingum. Miklar breytingar hafa orðið á leikmanna- hópi félagsins á undanförnum árum og í stað sterkra leikmanna sem hafa horfið á braut hafa leikmenn komið sem eru einfaldlega ekki nógu góðir. Liverpool situr um miðja deild og virðist ekki líklegt til afreka í vetur. Liðið hefur þó verið að klifra upp töfluna í deildinni í undanförnum leikjum og er nú í 11. sæti. Þá hefur liðið leikmann sem getur unnið leiki á eigin spýtur, Luis Suarez, en liðið þarf þó sterkari leikmenn við hlið hans. 1 AC Milan Það kemur fáum á óvart að ítalska stórveldið AC Milan skuli verma efsta sæti listans. Milan-liðið endaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra en vegna fjárhags vandræða þurfti liðið að selja tvo af sínum bestu mönn- um, Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva, sem fóru til Paris St. Germain í Frakklandi. Þrátt fyrir þetta töldu margir að brotthvarf þeirra myndi ekki hafa jafn mikil áhrif og raun ber vitni og liðið myndi berjast um efstu sæti deildarinnar. Líklegra er þó að Milan verði í miðjumoði í vetur enda nú þegar komið 17 stigum á eftir toppliði Juventus. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.