Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 10
Ó vissuástand ríkir í Sam- fylkiginnu gagnvart for- mannsembættinu. Skiptar skoðanir eru á Árna Páli Árnasyni, oddvita flokks- ins í Suðvesturkjördæmi, en hann er sá eini sem tilkynnt hefur form- lega um formannsframboð. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra var lengi vel orðuð við formannsfram- boð en eftir naumt tap gegn Árna í flokksvali Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi virðist sem hennar formannsdraumur sé úti. Nánast er hægt að slá því föstu að enginn frambjóðandi fái jafn góða kosn- ingu og Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi formaður flokksins, fékk þegar hún var kjörin formaður, jafnvel þótt enginn bjóði sig gegn Árna Páli. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona flokksins í Reykjavík, og Oddný G. Harðardóttir, fyrrver- andi fjármálaráðherra, þykja lík- legustu keppinautar Árna Páls um formannsstólinn. Báðar náðu þær góðum árangri í flokksvali flokks- ins hvor í sínu kjördæminu en þær hlutu báðar mestan stuðning flokksmanna til að þiggja sæti á lista, Sigríður Ingibjörg í annað sæti í Reykjavík og Oddný í odd- vitasætið í Suðurkjördæmi. Mátaði formannsbuxurnar fyrir löngu Allt frá því að Árni Páll tapaði varaformannskjöri fyrir Degi B. Eggerts syni, oddvita flokksins í borgarstjórn, hefur hann leynt og ljóst unnið að því að verða næsti leiðtogi flokksins. Hann hefur verið duglegur að rækta gras- rótina í flokknum. Hann hefur því lengi verið að máta formannsbux- urnar, eins og Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra orðaði það á Beinni línu fyrr á árinu. Árni Páll hefur hins vegar ekki flekklausan feril innan flokksins og voru margir flokksfélagar óánægðir með störf hans sem efnahags- og viðskiptaráðherra en Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra skipti honum úr ríkisstjórn þegar sam- eining ráðuneyta lá fyrir dyrum en færði Katrínu, sem er í öðru sæti í sama kjördæmi og Árni Páll, í valdameira ráðuneyti. Þrátt fyrir þetta hefur Árni Páll náð að halda nokkuð góðri stöðu í Kraganum en hann fékk stuðning tæplega 49 pró- senta flokksmanna í flokksvalinu. Lítið þekkt utan flokksins Vinsældir Sigríðar Ingibjargar inn- an flokksins eru talsverðar og er hún einn þeirra frambjóðenda sem virðist njóta hvað mests stuðnings úr flokknum, ef marka má niður- stöður flokksvalsins. Hún hefur setið á þingi frá því í þingkosn- ingunum árið 2009 en þá kom hún ný inn á lista Samfylkingarinnar. Áður en hún settist á lista hafði hún helst vakið athygli fyrir að segja sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands í kjölfar hrunsins og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Sú stað- reynd að hún hafi ekki náð fyrsta sætinu í kjördæminu mun þó vafa- laust flækja málið og líklega letja hana til formannsframboðs. Síðan hún settist á þing hefur hún einna helst vakið athygli innan flokksins þrátt fyrir að hafa leitt fjárlaganefnd þingsins á einum mestu niðurskurðartímum síðari tíma. Það er þó auðvitað svo að flokksmenn kjósa sér formann og verður því að teljast líklegt að staða Sigríðar sé nokkuð sterk ákveði hún að láta reyna á formannsfram- boð. Hún virðist einnig eiga stuðn- ing hjá breiðari hópi Samfylkingar- fólks en Árni Páll þó erfitt sé að sjá hvort myndi standa uppi sem sigur vegari. Össur ríður ekki feitum hesti Lengi hefur því verið gert skóna að Össur færi í formannsframboð fyrir næstu kosningar. Hann var formað- ur flokksins um nokkurra ára skeið eftir að flokkurinn var stofnaður en tapaði svo fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, sem hrökklaðist úr stjórnmálum eftir hrunið og í kjöl- far veikinda. Hann hefur hins vegar sjálfur neitað að ætla í formanns- slag en stjórnmálaskýrendur hafa ítrekað leitt að því líkur að Össur muni láta til leiðast og sé í raun bú- inn að leggja drög að formanns- framboði um nokkurt skeið. Össur ríður þó ekki feitum hesti frá flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar sigraði hann Sig- ríði Ingibjörgu naumlega í barátt- unni um fyrsta sætið. Össur, sem var eini ráðherra flokksins í valinu í Reykjavík, fékk ekki stuðning nema tæplega 39 prósenta félaga til að leiða listann og ekki nema 71,5 prósenta stuðning til að taka eitt- hvert sæti á listanum, það er ellefu prósentustigum minni stuðningur en var við hans helsta keppinaut, Sigríði Ingibjörgu. Óþekkt stærð innan flokksins Oddný verður líka að teljast líkleg- ur kandídat í formannsslaginn eftir að hún bar sigurorð af Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi við- skiptaráðherra og oddvita flokks- ins í Suðurkjördæmi. Hann hélt fast utan um fyrsta sætið í próf- kjöri flokksins fyrir síðustu þing- kosningar þrátt fyrir að hafa verið ráðherra bankamála í sjálfu banka- hruninu haustið 2008. Oddný sigr- aði hins vegar með yfirburðum í flokksvalinu um síðastliðna helgi og fékk stuðning 65 prósenta flokksfélaga til að leiða listann í kjördæminu, með 22 prósentustig- um meiri stuðning en Björgvin. Þrátt fyrir þetta er erfitt að gera sér grein fyrir hversu mikinn stuðn- ing Oddný býr við innan flokks- ins til að taka að sér leiðtogahlut- verk á landsvísu. Hún þótti standa sig nokkuð vel í stóli fjármálaráð- herra þegar hún leysti Katrínu af í barneignarorlofi. Oddný þykir hafa unnið sér inn mikið traust á meðal flokksmanna þó að margir þekki hana ekki nógu vel til að fylkja sér á bak við hana í formannsslag. Guðbjartur enn í annarri baráttu Sama má í raun segja um Guðbjart Hannesson velferðarráðherra. Enn er ekki komið í ljóst hvort hann á stuðning til að leiða lista Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Hann var kjörinn á þing fyrst í síðustu kosn- ingum og hefur síðan þurft að vera andlit ýmissa óvinsælla verkefna. Niðurskurður í heilbrigðiskerf- inu og vandræðagangur í kringum launahækkun Björns Zoëga, for- stjóra Landspítalans, fyrr á ár- inu mun án efa verða Guðbjarti til trafala, bæði í flokksvalinu og í hugsanlegu formannskjöri. Hann þykir þó vera samvinnufús maður og á sína dyggu stuðningsmenn innan flokksins. Þó að ekki sé ljóst hver, ef ein- hver, muni berjast við Árna Pál um formannsstólinn er ljóst að ný kynslóð Samfylkingarmanna er að koma upp. Magnús Orri Schram, sem fékk mikinn stuðning í flokksvalinu, er til að mynda strax farinn að leggja drög að frama inn- an flokksins. Þá má líka ekki af- skrifa bæði Oddnýju og Sigríði Ingibjörgu sem framtíðarleiðtoga ákveði þær að fara ekki gegn Árna Páli núna. Fari þau fram þriðja kjörtímabilið árið 2017 má gera ráð fyrir að þau muni öll eiga stuðning til að leiða flokkinn. n 10 Fréttir 21. nóvember 2012 Miðvikudagur n Tvær konur þykja líklegustu andstæðingar Árna n Nóg af framtíðarleiðtogum Virðist berjast einn um formannsstólinn Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Nartaði í hælana Sigríður Ingibjörg komst nálægt því að sigra Össur í flokksvali Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Flokksfélagar sem DV ræddi við voru sammála um að hún væri einna líklegust til að geta tekið Árna Pál í formannsslag. MyNd EyþÓr árNasoN Eini frambjóðandinn Árni Páll er sá eini sem hefur boðið sig fram til embættis formanns í Samfylk- ingunni. Ekki eru allir á eitt sáttir við það og er Árni Páll ekki öruggur um að hljóta kosningu fái hann sterkan mótframbjóðanda. Hann á þó dygga stuðningsmenn í flokknum sem munu berjast fyrir sinn mann. MyNd EyþÓr árNasoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.