Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vilja semja um tannlæknakostnað barna n Stefnt að fullri niðurgreiðslu í ársbyrjun 2018 S júkratryggingum Íslands hefur verið veitt heimild til að ganga til samningaviðræðna við tann­ lækna með það að markmiði að tannlækningar fyrir börn verði niður­ greiddar að fullu. Þetta var samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag að tillögu Guð­ bjarts Hannessonar velferðarráðherra. Ríkisstjórnin vill að niðurgreiðslan nái yfir allan kostnaðinn í ársbyrjun 2018 og að unnið verði að málinu í áföngum. Tillagan sem Guðbjartur lagði til byggir á vinnu starfshóps sem ráðherr­ ann skipaði í sumar en meðal verk­ efna hópsins var að finna tillögur að tímabundnum lausnum vegna tann­ lækninga barna auk þess að finna til­ lögur að fyrirkomulagi sem leysa ætti vandann til framtíðar. Í júlí síðastliðn­ um breyttist gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands í takt við tillögur starfshóps­ ins sem leiddi til þess að hlutfall raun­ kostnaðar var hækkað í rúm 62 pró­ sent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Tillögur hópsins miða að því að samið verði við tannlækna um fasta gjaldskrá fyrir öll börn. Í fyrsta áfanga samninganna á að stefna að því að greitt verði að fullu fyrir almenna tannlæknaþjónustu 12–17 ára barna og þriggja ára barna, að undanskildu komugjaldi, og að á hverju ári verði bætt við árgöngum þar til öll börn njóti niðurgreiðslna að fullu í samræmi við nýtt kerfi, samkvæmt tilkynningunni. Í starfshópnum áttu sæti fulltrú­ ar velferðarráðuneytisins, Sjúkra­ trygginga Íslands, Tannlæknafélags Íslands, Háskóla Íslands, embættis landlæknis og heilsugæslunnar. n 21. nóvember 2012 Miðvikudagur Vilborg Anna lögð af stað Vilborg Arna Gissurardóttir hóf á mánudag göngu sína á suðurpólinn en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarð­ ar taki um 50 daga. Vilborg hefur síðustu daga dvalið í tjaldbúðum ALE (Antarctic Logistics and Ex­ peditions) í Union Glacier en þaðan fara flestir leiðangrar á suðurpólinn. Frá Union Glacier var Vilborgu flogið til Hercules Inlet, þar sem hún hóf gönguna. Vilborg var brött í lok fyrsta göngudags en hún bloggar um upphaf göngunnar á heima­ síðu sinni lifsspor.is: „Sólóleik­ ar Suðurskautsins hófust í dag. Mér var flogið á upphafsstað í morgun og ég var klár kl. hálf 1 að byrja gönguna. Þurfti að ganga yfir nokkrar snjópakkaðar sprungur […] Nú er kósýstund í tjaldinu en það gustar aðeins úti. Gekk 6,3 km í dag í góðu veðri.“ Í tilkynningu kemur fram að gangan sé farin í þágu Lífs, styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans, en hægt er að heita á hana í síma 908­1500 og dragast þá 1.500 krónur frá símreikningnum. Einnig er það hægt með frjálsum framlögum á heimasíðunni lifsspor.is. Vilborg nýtur stuðnings við leiðangurinn frá ALE og verður hún í sambandi við tjaldbúðirn­ ar að minnsta kosti einu sinni á sólarhring meðan á ferð hennar um suðurpólinn stendur. Áætlað er að ferð Vilborgar frá Hercues Inlet á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga og að á hverjum degi gangi hún um 22 kílómetra að meðaltali. Hún mun draga á eftir sér tvo sleða með nauðsynlegum búnaði til fararinnar sem vegur í byrjun um 100 kíló. Kannabisræktun í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ um helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað fannst á annan tug kannabis­ plantna. Karlmaður á fertugs­ aldri, húsráðandi á staðnum, var yfirheyrður í þágu rannsóknar­ innar og viðurkenndi hann að­ ild sína að málinu að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Lögreglan minnir á fíkni­ efnasímann 800­5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni­ efnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í barátt­ unni við fíkniefnavandann. Heimild til viðræðna Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér að Sjúkratryggingum verði heimilað að ganga til samningaviðræðna við tannlækna. Mynd PHotoS G uðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, hefur verið kærður til sérstaks sak­ sóknara fyrir meint um­ boðssvik og mútuþægni vegna viðskipta einkahlutafélagsins Bog­ mannsins ehf. við Landsbanka Íslands árið 2003. Þetta herma traustar heimildir DV. Kæran var lögð fram á þriðjudaginn, þann 20. nóvember. Kærandinn er Gunnar Ander­ sen, fyrrverandi forstjóri Fjármála­ eftirlitsins, sem nú sætir ákæru vegna meintra lögbrota í starfi. Ríkis saksóknari hefur ákært Guð­ laug fyrir að hafa aflað gagna um við­ skipti Bogmannsins ehf. við Lands­ bankann í gegnum fyrrverandi samstarfsmann sinn í Landsbanka Íslands. Gunnar lét af störfum sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins í byrjun þessa árs í kjölfar fjölmiðlaumfjöll­ unar um störf hans fyrir aflands­ félög Landsbanka Íslands. Í mars síðastliðinn hélt Gunnar því fram í samtali við Fréttablaðið að Guð­ laugur Þór Þórðarson hefði lekið gögnum um störf hans í Kastljós Ríkissjónvarpsins. DV hafði samband við Guðjón Ólaf Jónsson, lögmann Gunnars Andersen, sem skrifaði kæruna samkvæmt heimildum DV, en hann neitaði að tjá sig við blaðið. Gunnar vildi sömuleiðis ekki tjá sig um mál­ ið þegar blaðið náði tali af honum. Ágústa og Sigurjón kærð líka Kæra Gunnars beinist einnig að eiginkonu Guðlaugs Þórs, Ágústu Johnson, og bankastjóra Lands­ bankans, Sigurjóni Þorvaldi Árna­ syni, samkvæmt öruggum heim­ ildum DV. Ágústa er kærð af því að hún var annar eigandi og fram­ kvæmdastjóri Bogmannsins ehf. og stjórnarmaður í félaginu. Sigurjón er kærður vegna starfa sinna fyrir Landsbankann. Inntakið í kærunni snýr senni­ lega að því að viðskiptin á milli Bog­ mannsins og Landsbankans hafi ekki verið gerð á eðlilegum, við­ skiptalegum forsendum heldur hafi verið um eins konar sýndargjörning að ræða sem rannsaka þurfi sem lög­ brot. Í þessu felst að viðskiptin hafi verið skipulögð til að koma fjármun­ um frá Landsbankanum til Guð­ laugs Þórs í gegnum Bogmanninn. Sagðist ekkert hafa grætt Líkt og DV greindi frá í febrúar síð­ astliðinn fékk Bogmaðurinn ehf. 33 milljónir króna frá Landsbanka Ís­ lands í júní 2003 vegna sölu á um­ boði fyrir tryggingamiðlun sviss­ neska tryggingafélagsins Swiss Life. Umboðið hafði áður verið í eigu Búnaðarbankans þar sem Guð­ laugur Þór starfaði ásamt Sigurjóni Árnasyni. Millifærslan frá Lands­ bankanum til eignarhaldsfélags Guðlaugs Þórs var framkvæmd þann 13. júní 2003. Bogmaðurinn var stofnaður þann 11. júní 2003, samkvæmt samþykktum félagsins frá þeim degi, og virðist því hafa ver­ ið komið á laggirnar gagngert til að taka við greiðslunni frá Landsbank­ anum. Tilgangur félagsins er sagður vera auglýsingamiðlun. Guðlaugur hafði sest á Alþingi mánuði áður, í maí 2003. Í samtali við DV í febrúar sagðist Guðlaugur Þór aðspurður hafa keypt Swiss Life­umboðið með skammtímaláni frá Búnaðarbank­ anum. „Ég man það ekki alveg en ég held að ég hafi fengið skammtíma­ lán, væntanlega frá Búnaðarbank­ anum. Það leið mjög skammur tími frá því ég keypti umboðið þar til ég seldi það þannig að vaxtagjöldin hafa ekki verið mjög mikil.“ Hann segist hafa selt umboðið til Landsbankans á nokkurn veginn kostnaðarverði. „Þetta er væntan­ lega einn versti díll sem nokkur maður hefur gert,“ sagði Guðlaugur og bætti því við að söluverðið hafi rétt dugað til að greiða lánið til baka til Búnaðarbankans og fyrir útlögð­ um kostnaði. Guðlaugur Þór sagðist því ekki hafa grætt mikið persónu­ lega á viðskiptunum, einungis nokkur hundruð þúsund krónur. Gunnar Andersen telur málið hins vegar tortryggilegt og vill að það verði rannsakað. n n Ágústa og Sigurjón líka kærð n Varðar meint umboðssvik og mútuþægni Guðlaugur Þór kærður til sérstaks saksóknara Kærður á þriðju- daginn Guðlaugur Þór Þórðarson var kærður til embættis sérstaks sak- sóknara á þriðjudaginn út af máli Bogmannsins. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Í mars síðast­ liðinn hélt Gunnar því fram í samtali við Frétta­ blaðið að Guðlaugur Þór Þórðarson hefði lekið gögnum um störf hans í Kastljós Ríkisútvarpsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.