Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 21
„Þetta er helför“ Erlent 21Miðvikudagur 21. nóvember 2012 n Býr á Gaza en er stödd hér á landi við nám n Óttast um líf fjölskyldu sinnar n Ætlar að snúa aftur til Gaza Og á meðan verið er að drepa okkur þá lýsir Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, yfir stuðningi við hernað Ísraelsmanna á Gaza. Það gerir hann eftir að innanríkisráðherra landsins hefur lýst því yfir að sprengja eigi Gaza aftur í miðaldir. Hann styður „rétt Ísraels til að verja sig“ þótt hann segi betra ef ekki hefði verið gerð innrás. Orð Obama eru dauðadómur. Hann gefur þeim rétt til þess að drepa okkur út frá þeirri forsendu að þeir verji sig. Þeir hafa ekki þennan rétt, því að það eru þeir sem eru innrásarlið. Ekki við.“ Helför Ísraelsmanna Amany segir um helför að ræða. „Þetta er helför. Það er skýrt í mínum huga. Allir studdu gyðinga til betra lífs eftir helförina. Nú styður fólk við þeirra helför. Þetta er ný helför. Það er lygi að hernaðurinn sé vörn. Meðvituð lygi. Það er enda ekkert jafnræði með Palestínumönnum og Ísraelsher. Ekk- ert. Það er ekki hægt að tala um átök og það er ekki hægt að draga úr ábyrgð Ísraelshers og setja hana yfir á Palest- ínubúa. Mér finnst með ólíkindum að heyra Vesturlandabúa ræða það að Palestínubúar hafi kallað yfir sig morðin. Sá málflutningur er með ólík- indum. Kúgunin er skipulögð með ýtrasta hætti. Árásir líka. Við bíðum öll eftir dauða okkar. Sprengjum er varp- að alls staðar, við erum hvergi óhult á Gaza. Ég gæti orðið fyrir sprengju á ferð í bíl um svæðið. Í heimsókn hjá vini. Í búðinni. Heima. Hvar sem er. Allir Palestínubúar búast við dauða sínum á hverri stundu. Það geri ég líka.“ Alla langar heim Í háskólanum stundar Amany nám í kynjafræði og mun lokaverkefni hennar fjalla um pólitíska þátttöku palestínskra kvenna í lausnum deilu- mála og friðaruppbyggingu. Hún hef- ur dvalið hér síðan í ágúst og hefur sett stefnuna á að fara aftur til fjölskyldu sinnar eftir nokkra daga. Þrátt fyrir að S vo virðist sem samstaða ríki á meðal Íslendinga um nauðsyn þess að stöðva blóðbaðið fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hins vegar hafa þingmenn þjóðarinnar ólík viðhorf til Palestínudeilunnar og varð hún tilefni harðra orðaskipta í sérstökum umræðum sem efnt var til á miðvikudaginn. Ummæli vöktu hneykslun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, byrjaði ræðu sína með því að gefa í skyn að Palestínumenn bæru sjálfir nokkra ábyrgð á ófriðinum. „Neistinn sem kveikti í púðurtunnunum kom frá Hamas,“ sagði hann og rifjaði upp að Hamas-samtökin hefðu lýst því yfir að þau vildu þurrka út Ísraels- ríki. Benti Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri-grænna, hon- um á að Hamas hefðu fyrir löngu skipt um stefnu hvað þetta varðar og að í verki væri það stefna Ísraela að þurrka út Palestínu. Athygli vakti einnig að Bjarni mælti gegn því að Íslendingar beittu sér fyrir auknum áhrifum Palestínu á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gættu meðalhófs í aðgerðum sínum. Málflutningur Bjarna vakti mikla hneykslun. Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinn- ar, steig upp í pontu og húðskamm- aði for- manninn. „Innanrík- isráðherra Ísraels- manna hefur lýst því yfir að árás- irnar séu gerðar í þeim tilgangi að sprengja Palestínu aftur á miðaldir. Og hér rís upp formaður Sjálfstæð- isflokksins og biður Ísraels- menn að gæta meðalhófs,“ sagði hann og bætti við: „Bjarni, svona talar maður ekki!“ Tók Árni Þór í sama streng. Hins vegar kom Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, formanni sínum til varnar og sagði að sér þætti ekki æskilegt að látið væri að því liggja að þing- menn skorti þekkingu á mál- efnum Palest- ínu. Hægfara þjóðarmorð Össur Skarp- héðinsson, utanríkisráð- herra Íslands, hefur tekið einarða af- stöðu með Palestínumönnum á alþjóðavettvangi. Í ræðu sinni á þinginu benti hann á að Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, hefðu lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við tillögu um að Palestína yrði tekin í hóp þeirra sem sitja á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Háværar raddir hafa kallað eftir því að Ísland slíti stjórnmálasambandinu við Ísraels- ríki. Össur er mótfallinn því og sagði að fráleitt væri af Íslandi að gera það eitt og sér. „Það verður að gera það með einhverjum hætti í samráði og samfylgd annarra ríkja,“ sagði hann. Þá kom fram í ræðu utanríkis- ráðherra að enginn af þeim for- ystumönnum Palestínu sem hann hefði rætt við teldi rétt að Ísland sliti stjórnmálasambandinu við Ísrael. Þór Saari og Guðmundur Stein- grímsson fóru hörðum orðum um árásir Ísraelshers í ræðum sínum. Kallaði Þór Saari aðgerðirnar „hæg- fara þjóðarmorð á Palestínumönn- um“ og Guðmundur fullyrti að Ísraelsríki væri „reist á ofbeldi“ og hernaðinn yrði að stöðva. johannp@dv.is Ósammála um Palestínudeiluna hún viti að það geti kostað hana líf- ið. „Mörgum finnst erfitt að skilja að ég vilji snúa heim. En hvernig myndi þér líða? Ég get ekki skilið litlu systur mína eftir. Mamma og pabbi eru feg- in að ég er hér,“ segir hún og brosir. Hún hefur fengið boð um að vera hér um jólin. „Amal Tamimi bauð mér að vera með sér og fjölskyldu sinni um jólin. En mig langar heim. Alla langar heim, sjáðu til. Heima er þar sem fjöl- skyldan er og ég veit ekki hvort ég gæti þolað að vera fjarri þeim.“ Lúxus að geta hugsað Það er skrýtið að vera hér,“ segir Amany hugsi. „En gott. Hér er engin ógn. Friður og velsæld. Ég er svo vön því að hugsa um og vera upptekin af grunnþörfum. Svo sem því að vera á lífi, eiga vatn, rafmagn. Það er skrýt- ið að vera ekki í þeim þankagangi. Svo mikill lúxus að eiga allan þennan tíma til að hugsa um aðra hluti. Eins og námið. Þegar ég var úti, þá hugsaði ég stundum með mér: Hvers vegna er ég eiginlega í mastersnámi. Hvers vegna öll þessi fyrirhöfn, þegar lífið endar svo snögglega? En ég kann ekki annað en að halda áfram.“ Hrærð Amany fór og mótmælti fyrir utan bandaríska sendiráðið. Hún klæddi sig í svörtu handsaumuðu kápuna og tók með sér myndir af látnum börnum. Þær límdi hún á spjöld. Hún tók sér stöðu beint fyrir utan sendiráðið og þar stóð hún og fylgdist með Íslendingum streyma að. „Ég get ekki lýst því hvað ég er hrærð,“ sagði hún þegar hún sá hversu margir komu til mótmælanna. „Þið eruð einstök. Ég held að ég hafi aldrei heimsótt vinalegri þjóð.“ n 133 látnir Á þeim sjö dögum sem árásirnar á Gaza hafa staðið yfir hafa 133 Palestínumenn dáið. Samkvæmt dr. Ashraf Al Quedra, talsmanni heilbrigðisráðuneytisins í Palestínu voru þeirra á meðal tólf konur, fimmtán öldungar og 31 barn. Fimmtán börn voru undir fimm ára aldri. Alls hafa um 900 særst í árásunum, þar af 350 börn og 111 þeirra eru undir fimm ára aldri. Auk þess hafa 190 konur særst í árásunum og 78 menn á aldrinum 60–70 ára. Þrír Ísraelsmenn létust síðasta fimmtudag. Fjarri fjölskyldunni Amany El Gharib á fjölskyldu á Gaza þar sem átökin eru hvað hörðust. Hún er stödd hér á landi við nám og óttast um fjölskyldu sína. Mynd sigtryggUr Ari Eldar loga Slökkviliðsmenn reyna að slökkva elda í verksmiðju sem varð fyrir loftárás. Blóð bróður Ungur drengur lítur á blóð- sletturnar úr bróður sínum á veggnum. Í rústunum Drengur passar upp á dúkkuna þegar hann gengur yfir rústir heimilis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.