Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Blaðsíða 19
Bækur 19Miðvikudagur 21. nóvember 2012 Ísköld og nístandi fegurð S trandir er fimmta ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Höggstaður (2007) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og þau verðlaun hlaut Gerður fyrir bókina Blóðhófnir (2010), sem jafnframt var tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Ljóðin í Ströndum hafa yfirbragð kulda og nístandi fegurðar en á stöku stað bregður fyrir hlýju og húmor. Sum ljóðanna eru svo áhrifa- rík að þau vekja með lesandanum sanna angist og undirstrikar áhrifa- mátturinn sérstöðu Gerðar sem ljóð- skálds. Dæmi um þetta er ljóðabálk- urinn Skautaferð í lok bókarinnar. Þar er dregin upp lifandi og ógnvekjandi mynd af sársaukafullri ást þar sem ljóðmælandi skautar ofan á ísnum á hárbeittum skautunum af krafti. Und- ir ísnum dregst með henni skuggi ást- manns hennar. Glerháll ísinn skilur þau að. Margt má lesa úr ljóðinu sem kemur til skila áhrifamikilli hugmynd í fáum en vel hugsuðum orðum. Allir hafa upplifað ást sem meiðir. Gerður Kristný er líkleg til að vekja upp ástríðu fyrir ljóðalestri meðal ungs fólks með bókum sínum. Hún er einkar lagin við að orða hugsun sína svo hún nái að smjúga að hjarta hvers lesanda. Það er listin. Strandir er slík bók. Hún smýgur að hjartanu. n Á hverju ári í nóvember rennur upp sá tími að nýr Call of Duty-leikur (COD) lítur dagsins ljós. Að þessu sinni er röð- in komin að Black Ops 2 (BO2) og óhætt að segja að hans hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég eyddi fleiri vikum í Black Ops 1 og enn fleiri vikum í Modern Warfare 3 enda er ég grjótharður aðdáandi þessara leikja. Án þess að fara of djúpt í söguþráðinn gerist BO2 að mestu í framtíðinni, árið 2025, og segir frá baráttu við illmenni úti um allan heim. Einspilun leiksins (e. campaign) er virkilega flott og getur þú nú tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á gang leiksins. Þá er hægt að velja sér vopn til að taka með í bardaga rétt eins og hægt er í fjölspiluninni. Zombie-mode snýr aftur og er stærra og flottara en nokkru sinni. Ferskar nýjungar Eins og áður snýst allt um netspilunina og þar hefur nokkrum ferskum breytingum verið bætt við. Í stað killstreak-kerf- isins er nú komið score- streak-kerfi sem er virki- lega góð nýjung. Þeir sem eru tilbúnir að fórna sér til að vinna leik- inn – og safna stigum í millitíðinni – græða á þessari nýjung á kostn- að þeirra sem einblína eingöngu á að ná að drepa sem flesta. Borðin (e. maps) í netspilun- inni eru fjórtán talsins og eru nokkuð fjölbreytt og flest eru ágætlega úr garði gerð. Þau eru þó kaótískari en í MW3 til dæmis þar sem yfir- leitt voru einn til tveir miðpunkt- ar þar sem alltaf var hægt að stóla á að óvinir væru. Í Black Ops 2 eru bardagarnir oft á víð og dreif sem gerir það að verkum að maður þarf að íhuga vandlega hvað mað- ur gerir. Óvinir geta komið úr öll- um áttum sem gerir það að verk- um að leikirnir eru oft hægari en gengur og gerist, til dæmis í MW3. Enn sem komið er er ég hrifnari af borðunum í MW3 en Black Ops 2 en það er kannski af því að ég kunni 100% á þau. Í MW3 voru líka færri felustaðir þar sem óvinir gátu setið fyrir manni og skotið mann í bak- ið. Vopnin í Black Ops 2 eru fjöl- breytt og skemmtileg og þetta nýja create-a-class-kerfi, þar sem maður getur valið 10 hluti í leikina, er virkilega vel heppnað. Ef þú vilt sleppa að hafa aukabyssu getur þú gert það. Þetta hefur nýst mér vel enda drepst ég yfirleitt áður en ég get tekið upp aukabyssuna. Ótímabær dauðsföll En eins og á við um svo margt annað er Black Ops 2 ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Því miður hafa fjölmargir sem spila leikinn á PS3, ég þar á meðal, lent í vand- ræðum í netspiluninni síðan leik- urinn kom út. Tölvan frýs í tíma og ótíma og leikirnir „lagga“ oft og tíð- um talsvert. Þetta hefur, að ég held, valdið ótímabærum dauðsföllum í tíma og ótíma. Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé snillingur í COD- leikjunum. Ég er ekki hálfdrætting- ur á við marga af þeim Íslendingum sem ég mæti á hverju kvöldi en í Black Ops 1 og MW3 tókst mér þó oftast að vinna 50/50 bardaga. Í Black Ops 2 tapa ég nánast öllum þeim bardögum þrátt fyrir að vera með topptengingu. Óvinirnir ná að drepa mig áður en ég kem auga á þá. Ég er ekki sá eini sem lendi í þessu og hafa margir kvartað und- an þessu sama á spjallsíðum. Það er vonandi að Treyarch takist að laga vandamálið sem fyrst og treysti ég því að það verði gert. Þegar allt kemur til alls er Black Ops 2 þokkalega vel heppnaður leikur, ef vandamálin sem ég taldi upp að framan eru undanskilin. Netspilunin er nokkuð góð en ekki frábær og litast það meðal annars af vandamálunum sem ég og margir aðrir hafa staðið frammi fyrir. Það er von mín að BO2 muni vinna á og fara í sögubækurnar sem einn sá besti í COD-seríunni. Eins og stað- an er í dag er eitthvað sem segir mér þó að raunin verði önnur. n Call of Duty: Black Ops 2 Tegund: Fyrstu persónu skotleikur Spilast á: Xbox, PC, PS3 og fleiri Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikir Black Ops 2 Fjölmargar góðar nýjungar er að finna í Black Ops 2. Því miður hafa vandamálin við að spila leikinn á netinu verið fyrirferðarmikil. Ferskur blær en of mörg vandamál Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Strandir Höfundur: Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning 83 blaðsíður Ástríða Gerður Kristný er líkleg til að vekja upp ástríðu fyrir ljóðalestri meðal ungs fólks með bókum sínum. Hún er einkar lagin við að orða hugsun sína svo hún nái að smjúga að hjarta hvers lesanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.