Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Side 2
Kvaddi á af- mælisdaginn 2 Fréttir Milljóna- samningur vegna plasts og pappírs Ríkiskaup hafa gert margra millj- óna króna samning við Papco um kaup á plastpokum og hreinlætis- pappír. Um er að ræða kaup á mörgum tonnum af plastpokum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Papco en þar segir einnig að samningurinn sé mikilvægur fyrir fyrirtækið. Samningurinn sem gerður var er til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Papco hefur séð ríkinu fyrir hreinlætis- pappír síðastliðin fjögur ár. Fjöl- mörg sveitarfélög eru einnig aðilar að samningnum. 900 milljóna gjaldþrot Afskrifa þarf rúmlega níu hundruð milljóna króna skuldir eignarhaldsfélagsins Vestur hafnar ehf. sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Engar eignir fundust í þrotabúi félagsins. Félagið var að stærstum hluta í eigu Páls Her- manns Kolbeinssonar og Bene- dikts Sigurðssonar, samkvæmt síð- asta birta ársreikningi þess. Síðasti ársreikningur félagsins er vegna rekstrarársins 2008 en þar kemur fram að eiginfjárhlutfall félagsins var neikvætt um hundrað og átján prósent í lok þess árs. Samtals var kröfum upp á 912,6 milljónir lýst í þrotabúið. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 en skiptum á því lauk í mars á þessu ári. Ein af þekktustu eignum félagsins var tískuvöruverslunin Sævar Karl. Félagið keypti verslunina af þá- verandi eigendum hennar, Sævari Karli Ólasyni og Erlu Þórarins- dóttur, árið 2007. Skreyta jóla- þorpið Leikskólabörn í Hafnarfirði munu næstkomandi fimmtudag taka sig til og skreyta Jólaþorpið sem árlega er opnað í bænum. Börnin munu skreyta jólatrén sem um- lykja þorpið með fallegu hlutun- um sem þau hafa sjálf útbúið. Þetta er í tíunda skipti sem þorp- ið er reist og hafa leikskólabörn skreytt það frá upphafi. Sam- kvæmt tilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ munu hressir og skemmtilegir jólasveinar taka á móti börnunum og syngja með þeim jólalög. Jólaþorpið verður svo opnað þann 24. nóvember og verður opið á laugar- og sunnu- dögum fram að jólum frá klukkan 13 til 18 og á Þorláksmessu frá klukkan 13 til 22. D avíð Örn Arnarsson lést á líknardeildinni í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, á 32. afmælisdegi sínum. Davíð hafði háð harða baráttu við krabbamein sem hann greindist fyrst með í hálsi árið 2008. Þá fór hann í tvær skurðaðgerð- ir og geislameðferð og talið var að meinið væri á brott. Tveimur árum seinna, árið 2010, hafði meinið tekið sig upp að nýju. Þá hafði það dreift sér og var komið lengra á veg en áður. Davíð hafði í fyrra skiptið farið í lyfjameðferð en ákvað nú að berjast við meinið á sínum eigin forsendum með hollum lifnaðarháttum. Hann neitaði lyfjagjöf að mestu leyti og studdist við lífrænt mataræði. Barðist fram á síðustu stundu Davíð sagði frá baráttu sinni í viðtali við DV í júní á þessu ári. Þar sagðist hann ætla að berjast við krabbann og það gerði hann svo sannarlega fram á síðustu stundu þó að krabbinn hafi á endanum haft betur. „Ég er í baráttu og ætla að ná bata. Og ég trúi að það sé hægt á þennan hátt. Með huga og líkama. Maður hefur séð ótrúlegustu kraftaverk og þessu trúi ég.“ Davíð skilur eftir sig eiginkonu, Karenu Björk Guðjónsdóttur, og tvær dætur; Brynju Vigdísi, fimm ára fósturdóttur, og Hrafnkötlu Rún, tíu mánaða. Davíð var afar vinmargur og vin- sæll og meðan á baráttu hans stóð voru haldnir nokkrir fjáröflunarvið- burðir þar sem safnað var fyrir fjöl- skyldu hans en Davíð hafði vegna veikinda sinna ekki getað sinnt fullri vinnu síðan hann greindist fyrst, árið 2008. „Þvílík hetja!“ Fjölmargir minnast Davíðs á Face- book-síðu hans en undanfarna mánuði var hann duglegur að skrifa þar fréttir af líðan sinni og deila visku sinni til fólks og margir eru þakklát- ir fyrir það. Davíð var duglegur með- an á veikindum sínum stóð að minna fólk á að lifa lífinu lifandi og njóta líðandi stundar og brýndi fyrir fólki mikilvægi góðs mataræðis sem hann fylgdi í hvívetna sjálfur. „ Yndislegur drengur dó í gær á 32 ára afmælis- degi sínum – stundum skilur maður ekki tilveruna og tilganginn. Eitt er þó víst að Davíð Örn Arnarsson skil- ur eftir sig margt sem fjölskylda hans, vinir og kunningjar munu geyma að eilífu. Þeir sem stóðu honum næst hafa minningarnar um ljúfan dreng, yndislega manneskju, fallega sál og svo miklu miklu meira. Við hin höf- um fylgst með honum og baráttu hans hér á netinu og reynt að styrkja á einhvern hátt. Það öfugsnúna er þó að það var Davíð sem styrkti okkur. Hann gaf okkur hvatningu, minnti okkur á að vera góð við hvort annað, kenndi okkur að meta heilsufæði, gerði grín þegar manni fannst hann hvað veikastur, kvartaði sjaldan og gleymdi aldrei vinum sínum. Þvílík hetja!,“ segir Facebook-vinur Davíðs um hann. Þvílíkt æðruleysi Það er greinilegt að Davíð hafði áhrif á marga í kringum sig líkt og sést á skrifum vina hans á Face- book-síðu hans. „Takk kæri Dav- íð fyrir að fá mig til að hugsa hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi,“ segir einn vinurinn. „Það var með ólíkindum að tala við hann og hlusta á það sem hann hafði að segja. Þvílíkt æðruleysi sem bjó í einum manni. Hann fékk mann gjarnan til þess að hugsa hlutina aftur og oftar en ekki öðruvísi en áður. Ég var svo heppinn að fá að heimsækja hann á líknardeildina og fara yfir mál sem að voru hon- um og mér hugleikin og verða von- andi einhvern tímann að veruleika öðrum langveikum einstakling- um til góðs,“ skrifar einn þeirra á síðuna. „Ég á eftir að sakna þess að lesa allt það magnaða sem þú hafðir fram að færa … jákvæðnina, kærleikann og allt það æðruleysi sem einkenndi þig. Eins og sjá má þegar ég les kveðjurnar hér á síð- unni þinni þá snertir þú við ófáum með fallegu og svo réttu hugarfari … sem fékk okkur hin til þess að staldra við og hugsa.“ Fjölnismaður af guðs náð Davíð var uppalinn í Grafarvogi og bjó þar alla tíð. Margir Grafarvogs- búar syrgja góðan vin. „Við andlát Davíðs flaug einn af bestu sonum Grafarvogs á braut, Fjölnismaður af Guðs náð. Við skulum halda minningu hans á lofti og vera góð við hvort annað og reynum líka Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Davíð Örn lést á 32 ára afmælinu sínu eftir hetjulega baráttu við krabbamein Hetjuleg barátta Davíð háði hetjulega baráttu við krabbameinið. Hér er er hann ásamt eiginkonu sinni og dætrum. Davíð kvaddi þennan heim síðastliðin laugardag, á 32 ára afmælisdegi sínum. Mynd Gunnar SverriSSon „Takk kæri Davíð fyrir að fá mig til að hugsa hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi. 21. nóvember 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.