Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 16
16 | Erlent 8. ágúst 2011 Mánudagur
S
jö manns féllu í skotárás sem
gerð var á Badbaado-búðirn-
ar í Mogadishu, höfuðborg
Sómalíu, á föstudag. Vopn-
aðir hermenn réðust inn í
búðirnar í þeim tilgangi að ræna mat
sem útdeila átti til fólks í búðunum.
Alger ringulreið ríkti í kjölfarið og
hófst skotbardagi á milli ránsmanna
og hermanna sem gæta búðanna.
Hungursneyðin er orðin svo al-
varleg að í stað þess að flýja stríðs-
hrjáð svæði, líkt og fólk hefur gert
síðastliðin 20 ár, flýr nú fólk til stríðs-
hrjáðra svæða. Tugþúsundir Sómala
hafa haldið til Mogadishu, til að flýja
hungur. Yfir 21 þúsund manns haf-
ast við í Badbaado-búðunum sem
opnaðar voru 12. júlí síðastliðinn.
Búðirnar eru einungis 400 metra frá
átakalínum al-Shabab, regnhlífar-
samtaka íslamista með tengsl við al-
Kaída, og stuðningsmanna stjórn-
valda í Mogadishu.
Glundroði í Sómalíu
Engin eiginleg stjórn hefur ver-
ið yfir allri Sómalíu síðan í janúar
1991 þegar forsetanum, Mohamed
Siad, var steypt af stóli. Ríkisstjórn
Sómalíu, sem nýtur stuðnings Sam-
einuðu þjóðanna, fer með völd-
in í Mog adishu. Héraðið Puntland
í Norður-Sómalíu nýtur töluverðs
sjálfræðis og þá eru stór svæði í suðri
undir stjórn al-Shabab. Borgara-
styrjöld ríkir í landinu með tilheyr-
andi glundroða sem nú hefur aukist í
kjölfar hungursneyðarinnar þar sem
flóttamenn streyma í allar áttir.
Ástandið er verst á svæðum sem
lúta stjórn al-Shabab. Hjálparstarfs-
menn eru ekki öruggir þar og nánast
ómögulegt er að koma fólki til að-
stoðar. Liðsmenn al-Shabab hafna
því að hungursneyð ríki í landinu og
telja að hjálparstarfsmenn séu út-
sendarar vestrænna ríkja sem vilji
steypa þeim af stóli.
Flókið mál er að semja við sam-
tökin þar sem þau eru í raun einung-
is regnhlífarsamtök og þykja sundur-
leit sem slík. „Al-Shabab er eins og
marghöfða dreki. Ef þú semur við
einn haus þýðir það ekki að annar
hafi lagt blessun sína yfir það,“ sagði
embættismaður ráðherraráðs Evr-
ópusambandsins.
Hindra för flóttamanna
Neyðarástand ríkir einnig í ná-
grannalöndunum Eþíópíu og Ke-
níu þar sem að minnsta kosti 14
manns hafa dáið úr hungri undan-
farna daga. Bæði lönd hafa átt fullt í
fangi með að glíma við hungur eigin
íbúa en löndin þurfa einnig að taka
við tugþúsundum flóttamanna frá
Sómalíu. Í Dadaab-búðunum í Ke-
níu hafast við um 370.000 manns
eða um 0,9 prósent íbúafjölda í Ke-
níu. Til samanburðar eru flótta-
menn á Íslandi um 0,03 prósent
landsmanna. Dadaab-búðirnar eru
í hundrað kílómetra fjarlægð frá
landamærum Keníu og Sómalíu en
talið er að yfir 1.300 Sómalar fari yfir
landamærin dag hvern í von um að
verða sér úti um mat. Landamærun-
um var opinberlega lokað árið 2008
vegna borgarastyrjaldarinnar í Sóm-
alíu en stjórnvöld í Keníu óttuðust að
skæruliðar héldu yfir landamærin.
Bernard Ole Kipury, sem fer með
stjórn Dadaab-búðanna, segir að þar
sem að Kenía sé aðili að alþjóðasátt-
málum geti Kenía ekki vísað hjálpar-
þurfi fólki frá.
Al-Shabab reyna hins vegar að
hindra för flóttamanna til Keníu.
„Þeir sögðu að betra væri að deyja
í móðurlandinu. Þeir vildu að við
bæðum fyrir rigningu,“ sagði Mo-
hammed Abdi, flóttamaður á leið til
Dadaab. „Það er kaldhæðnislegt að
við erum að flýja þrátt fyrir að varan-
legur friður sé þar sem ég bý í Sómal-
íu,“ segir Abdi sem kveðst hafa verið
auðugur maður.
Mun fleiri íbúar glíma við verstu
þurrka í 60 ár
Yfir 30 þúsund börn hafa dáið úr
hungri og 10 milljónir manna eru
við það að svelta. Í Sómalíu þurfa 3,2
milljónir manna, þriðjungur af áætl-
uðum heildarfjölda landsmanna, á
tafarlausri neyðaraðstoð að halda.
Þurrkarnir á horni Afríku eru þeir
verstu í 60 ár. Til viðbótar við þá stað-
reynd hefur orðið gífurleg fólksfjölg-
un á svæðinu. Sem dæmi má nefna
að í Eþópíu bjuggu 31 milljón manns
árið 1973, þegar hungursneyð ríkti
í landinu, en í dag búa þar um 80
milljónir. Þurrkar eru einnig algeng-
ari á svæðinu nú en áður fyrr vegna
loftlagsbreytinga. Fyrir fimmtíu
árum höfðu þurrkarnir komið á tíu
ára fresti en síðan árið 1990 hafa þeir
komið á tveggja til þriggja ára fresti.
Þá endast þurrkarnir líka lengur.
Hefði verið hægt að koma í veg
fyrir hörmungarástand
Segja má að hungursneyðin sé að
miklu leyti manngerður vandi þó
rót vandans sé skortur á regni (að
vísu er hægt að deila um hvort sá
skortur sé tilkominn vegna loft-
lagsbreytinga af manna völdum).
Styrjöldin í Sómalíu hefur
óneitanlega ýtt verulega undir
hungursneyðina. „Stríð drepa ekki
margt fólk á beinan hátt. Hins veg-
ar geta þau drepið milljónir með
því að gera þær berskjaldaðar fyr-
ir vandamálum sem auðveldlega
ætti að vera hægt að leysa,“ segir
Simon Levine sem starfar við þró-
unaraðstoð.
Vandinn er langt frá því að vera
nýr af nálinni. Árið 2008 varaði
embættismaður Sameinuðu þjóð-
anna við því að einn af hverjum
sex íbúa Sómalíu ætti á hættu á að
svelta. Viðbrögð voru hins vegar af
skornum skammti og ekki hjálpaði
til að Sómalía var skilgreint sem
eitt af höfuðvígjum hryðjuverka-
manna í stríðinu gegn hryðjuverk-
um.
John Vidal, pistlahöfundur
Guard ian, bendir á að hægt hefði
verið að forðast þennan harmleik
með því að veita 46,5 milljörðum
króna í langtímaþróunarverkefni
en nú sé fénu veitt í neyðaraðstoð.
Segir Afríku geta fætt heiminn
Kanayo Nwanze, foreti Alþjóða-
sjóðs um þróun landbúnaðar, seg-
ir vandann að miklu leyti fólginn
í vanrækslu við landbúnað. Hann
gekk svo langt að halda því fram að
Afríka gæti fætt allan heiminn. Það
gerði hann á neyðarfundi sjóðsins
í Róm þar sem ástandið í Austur-
Afríku var rætt. Máli sínu til stuðn-
ings tók hann Gansu-hérað í Kína
sem dæmi. Héraðið hefur oft og
tíðum þurft að glíma við þurrka
sem feli í sér að ekki sé hægt að
veita vatni til ræktunar og tölu-
verða jarðvegseyðingu. Þrátt fyr-
ir það heldur Nwanze því fram að
bændum hafi tekist að framfleyta
sjálfum sér og auka við tekjur sín-
ar. „Ég hitti bónda sem fór úr því
að þéna 2 dollara á dag árið 2006
í að þéna 35 dollara á dag í fyrra,“
hélt Nwanze fram. Hann segir vel-
gengnina fólgna í stefnu stjórn-
valda sem fjárfesti í sveitunum
svo unnt sé að halda ræktun áfram
með betri tækni. Hins vegar hafi
landbúnaður verið vanræktur í
Afríku samhliða aukinni iðnvæð-
ingu og nú þurfi Afríka að horfast
í augu við það. Á einum áratug fór
stuðningur alþjóðasamfélagsins
við landbúnað í Afríku úr 2,3 billj-
ónum króna niður í 349 milljarða
króna. Árið 2009 hafði þó stuðn-
ingurinn hækkað upp í rúmlega
eina billjón króna. Nwanse segir
að hægt sé að nýta mun fleiri land-
svæði í Afríku undir landbúnað án
þess að skaða umhverfið verulega
og tækifærin séu fyrir hendi.
Velta fyrir sér næstu þurrkum
Talið er að hungursneyðin muni
vara að minnsta kosti fram í des-
ember á þessu ári. Landbúnaðar-
sjóðurinn er nú þegar farið að vekja
athygli á þurrkum sem munu eiga
sér stað einhvern tímann á tíma-
bilinu 2015 til 2017. Á heimasíðu
sjóðsins er spurt hvort þá verði færri
flóttamenn gangandi færri kíló-
metra til að fá nauðsynlega hjálp.
Hvort nóg verði af vatni og nægur
matur verði fyrir þá sem nú þjást af
hungri. Svarið við spurningunum
sé falið í viðbrögðum alþjóðasam-
félagsins og skulbindingum þeirra
þegar vel árar.
Hungur rekur fólk til
stríðshrjáðra svæða
Farast úr hungri Tugþúsundir
barna deyja í hungursneyð sem
hægt hefði verið að forðast.
n Sómalar flýja til átakasvæða í von um mat n Tugþúsundir barna hafa dáið úr hungri
n Velta fyrir sér viðbrögðum Alþjóðasamfélagsins þegar næstu þurrkar munu skella á „Al-Shabab er eins
og marghöfða
dreki. Ef þú semur við
einn haus þýðir það ekki
að annar hafi lagt bless-
un sína yfir það.
Björn Reynir Halldórsson
blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is
Hvað þýðir
hungursneyð?
n Til þess að skilgreina hungursneyð
opinberlega á ákveðnu svæði þarf að
uppfylla eftirfarandi atriði:
n Yfir 30 prósent barna þjáist af mikilli
vannæringu
n Tveir fullorðnir eða fjögur börn, af
hverjum tíu þúsund einstaklingum, deyi
dag hvern úr hungri
n Íbúar hafi aðgang að mat sem nemi
minna en 2.100 kílókalóríum á dag