Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 20
20 | Fókus 8. ágúst 2011 Mánudagur Chili Peppers í beinni Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers verður í beinni út- sendingu í Sambíóunum í lok ágúst. Nánar tiltekið 30. ágúst klukkan 19.00. Útsendingin er frá útgáfutónleikum sveitar- innar en þeir eru að senda frá sér sína fyrstu plötu í fimm ár. Sú nefnist I’m With You en hún verður spiluð í heild sinni á tónleikunum ásamt völdum eldri slögurum. Aðeins er um þessa einu tónleika að ræða en þeir fara fram í Köln í Þýskalandi og verða sendir út í háskerpu. Hægt er að kaupa miða á sambio.is. Fuglar á toppnum Íslenskur fuglavísir eftir Jó- hann Óla Hilmarsson situr á toppi metsölulista bóka- verslana fyrir vikuna 17. til 30. júlí. Bókin er endurútgefin og endurbætt og hafa bæst um 40 nýjar fuglategundir í bókina frá fyrri útgáfum. Í bókinni er ítarlega fjallað um alla varp- fugla á Íslandi og aðra fugla sem venja komur sínar hing- að. Bókin hefur að geyma um 700 ljósmyndir af fuglum og eggjum auk varp- og vetrarút- breiðslukorta. Bókin er sögð henta sem greinarhandbók, jafnt fyrir vana fuglaskoðara sem og óvana áhugamenn. Bókmenntaborgin Reykjavík n Reykjavík valin bókmenntaborg UNESCO Þ etta þýðir það að við erum búin að fá við- urkenningu Unesco á því að Reykjavík sé menningarborg og hafi mikilvægu hlutverki að gegna og verðmætum að miðla alþjóðlega, sérstaklega á vettvangi bókmennta og orðsins lista. Svo þýðir þetta náttúrlega að við munum leggja ríkari áherslu á orðs- ins listir í Reykjavík en við höfum áður gert. Það verður gert með ýmsum hætti,“ seg- ir Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur- borgar, aðspurð hvaða þýð- ingu það hafi fyrir Reykja- vík að vera valin ein af bókmenntaborgum UNESCO. Hún segir þetta vera mik- inn heiður fyrir borgina. Í út- nefningunni segir meðal annars að Reykjavík státi af framúrskarandi bókmennta- hefð í formi ómetanlegra mið- aldabókmennta sem varð- veittar séu í borginni og eru þar sérstaklega nefndar Ís- lendingasögurnar, Eddukvæði og Íslendingabók. Svanhildur segir mikla undirbúningsvinnu liggja að baki umsókninni. „Það er orðið vel á annað ár sem við höfum verið að vinna að þessu og umsóknin er um 130 blaðsíður. Þar þurftum við að kortleggja bókmennta- arf, bókmenntalífið, útgáfu, menntun og það sem snýr að skólastarfi og svo fram- vegis. Einnig þurftum við auðvitað að gera grein fyr- ir því hver okkar framtíðar- sýn væri og hvað við hefðum fram að færa í alþjóðasam- starfi skapandi borga. Í bréf- inu frá UNESCO segir að þeir hafi líka horft til þess hvað ís- lenski bókmenntaarfurinn er ríkur hér og hvað hann skipt- ir miklu máli í alþjóðlegu og bókmenntalegu samhengi.“ viktoria@dv.is Leggja áherslu á orðsins listir Í tilefni þess að Reykjavík hefur verið valin ein af bókmenntaborgum UNESCO verður lögð ríkari áhersla á orðsins listir. Blómstrandi Bogomil Hátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hvergerði um næstu helgi. Þar verður ýmislegt á dagskrá, svo sem tónleikar með Bogomil Font og Hákörl- unum á Hótel Náttúru. Tón- leikarnir eru föstudaginn 12. ágúst klukkan 22. Þennan sama daga fara fram Berg- þórutónleikar klukkan 21 í Hveragerðiskirkju. Þar verður leikið valið efni úr söngvasafni Bergþóru Árnadóttur. Á laug- ardag er svo blómadansleikur á Hótel Örk þar sem Á móti sól leikur fyrir dansi. L andsbankinn hefur ver- ið styrktaraðili Menn- ingarnætur frá upphafi og þeirra styrkur felst í því að styrkja þátt- takendur beint. Þessir styrkir eru hugsaðir svona sem minni hvatningarstyrkir. Þeir fara beint í umgjörð viðburðanna,“ segir Auður Rán Þorgeirsdóttir annar verkefnastjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu sem sér um skipulagningu Menningar- nætur. Viðburðurinn er hald- inn í sextánda sinn þann 20. ágúst næstkomandi með viða- mikilli dagskrá. Hún segir styrkina koma að góðum notum fyrir ýmsa listamenn. „Við viljum styðja sem flesta til að framkvæma sína viðburði. Þetta eru ekki háar upphæðir en það skiptir oft máli fyrir fólk að geta sótt í þennan sjóð og sótt um.“ Um 60 umsóknir bárust og 50 fengu styrki á bilinu 50– 200 þúsund krónur hver. „Það voru fleiri umsóknir í ár en hafa verið. Þetta er valið af stjórn Menningarnætur.“ Hún segir nokkur skilyrði fyrir því að fólk fái styrk. „Allir viðburðir verða að vera ókeyp- is og þeir verða að sýna fjöl- breytni og höfða til sem flestra.“ Auður segir atriðin sem fengu styrk vera af fjölbreytt- um toga. Allt frá heimilisleg- um garðtónleikum til minni listahátíða. Styrkir voru veittir í flokkunum tónlist, leiðsögn og fræðslu, leiklist, fjöllistavið- burðum, gakktu í bæinn, dans, myndlist, ljósmyndun og fleira. viktoria@dv.is Styrkir veittir til menningarviðburða n Menningarnæturpottur Landsbankans veitti 50 styrki til atriða á Menningarnótt Mikið líf á Menningarnótt Það er jafnan mikið um að vera á menningarnótt og margir sem koma að viðburð- inum. 50 atriði fengu styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans í ár. W ill Rodman er vís- indamaður sem leitar að lækn- ingu við Alzhei- mer-sjúkdómn- um með því að gera tilraunir á simpönsum. Eftir hræði- legt óhapp neyðist hann til að taka að sér eitt afsprengi til- rauna sinna, óvenjugáfaðan simpansa unga. Leikstjórinn Rupert Wyatt á að baki eina aðra mynd í fullri lengd, en þetta verð- ur að teljast frumraun hans í Hollywood. Handritshöfundar myndarinnar hafa ekki beint verið iðnir við kolann undan- farin ár, því að síðasta mynd þeirra var The Relic frá árinu 1997. Það kemur í raun og veru ekki á óvart því handritið virkar eins og það hafi legið og safnað ryki í mörg ár. Persónurnar eru illa skrif- aðar, flestar mjög flatar og of- ureinfaldar eins og til dæm- is yfirmaður Rodmans. John Lithgow er allra skástur, en frammistaða James Franco er flöt og líflaus og lítur hann út fyrir að nenna þessu ekki. Verstur er Tom Felton (Draco úr Harry Potter) sem gengur nærri því að eyðileggja myndina, en persóna hans er ýkt upp úr öllu valdi og bein- línis óþolandi, af allt öðrum ástæðum en til var ætlast. Kjánahrollurinn nær hámarki þegar Felton mælir tvo af þekktustu frösum Apaplánetu- myndanna og fer langt með að eyðileggja þá. Aparnir eru tölvugerðir í þessari tilraun, en ekki menn í búningum eins og í gamla daga. Það virkar heilt yfir nokk- uð vel en brellurnar eru langt frá því að vera eins frábærar og haldið hefur verið fram. Sum atriði virka hálfköruð, sérstak- lega þar sem aðalpersónan Sesar kemur við sögu. Andy Serkis stendur sig þó vel og eru hreyfingar hans og líkamstján- ing raunveruleg. Margir af hin- um öpunum líta samt vel út, t.d. Koba, hálfblindi apinn af rannsóknastofunni. Gömlu myndirnar um Apaplánetuna virkuðu vegna þess að það var greinilegt að þær áttu ekki að vera tekn- ar mjög alvarlega. Þær voru á vissan hátt hallærislegar en höfðu mikinn sjarma og sterka karaktera. Það vantar allt slíkt í þessa mynd. Við það bland- ast síðan illa skrifaðar línur og vandræðaleg samtöl sem bein- línis fá mann til að halda fyrir eyrun. Rise of the Planet of the Apes Leikstjóri: Rupert Wyatt Handrit: Rick Jaffa, Amanda Silver. Leikarar: Andy Serkis, James Franco, John Lithgow, Freida Pinto, Brian Cox, Tom Felton. 105 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson Upprisa apanna James Franco og Freida Pinto Frammistaða Fran- cos er líflaus og leit hann út fyrir að nenna þessu ekki. Sesar Andy Serkis stendur sig vel þó svo að tölvuteikningin hafi ekki alltaf heppnast vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.