Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Qupperneq 23
Úttekt | 23Mánudagur 8. ágúst 2011 sem erfiði og þrátt fyrir að frægðarsól Duran Duran hafi hnigið til viðar undir lok ní­ unda áratugarins hafa böndin sem tengdu Simon og Yasmin árið 1985 reynst traust allt til dagsins í dag. Safn fyrirsætunnar Nú er rétt að árétta að ekki er um einstefnu að ræða; að popparar horfi til tískuheims­ ins í leit að lífsförunaut, því jöfnunni má allt eins snúa við. Gítarleikari Strokes, Albert Hammond yngri, er yngri tón­ listarunnendum eflaust að góðu kunnur en fólk sem kom­ ið er yfir miðjan aldur man sennilega betur eftir föður hans, Albert Hammond, sem átti þó nokkra smelli á áttunda áratug síðust aldar; I’m a Tra­ in, It Never Rains in Southern California og fleiri. Hammond yngri var um skeið í sambandi með fyrirsæt­ unni Agyness Deyn, sem mun vera nokkuð hátt metin á sín­ um starfsvettvangi. Reyndar sagði Agyness skilið við Ham­ mond yngri árið 2009 en hún ætti að vera nokkuð vel skóluð í því þar sem hún hefur í gegn­ um tíðina verið í sambandi við allmarga tónlistarmenn, til dæmis Josh Hubbard í Padd­ ingtons, Miles Kane í Last Sha­ dow Puppets og Alex Green­ wald í Phantom Planet. Eins og málum er háttað nú gætu fyrrverandi kærast­ ar hennar stofnað hljómsveit saman; The Ex’s, Hinir fyrr­ verandi, og hver veit nema fjöldinn gæti nægt til að stofna stórhljómsveit þegar fram líða stundir. Þess má til gamans geta að Albert Hammond yngri er, sem fyrr segir, sonur Alberts Ham­ mond og Claudiu Fernández, argentínskrar fyrrverandi fyrir­ sætu og fegurðardrottningar, og ljóst að hvað varðar foreldra hans þá laðaðist tónlistarmað­ urinn að tískudrottningum – eða öfugt eða bæði. Strandvörðurinn og slæmu strákarnir Næst skal nefna til sögunnar konu að nafni Pamela Ander­ son. Ekki er hægt um vik að ákvarða hvaða flokki hún til­ heyrir, en hún er titluð sem leikkona, fyrirsæta, framleið­ andi og ýmislegt fleira. Frægð hennar byggir öðru fremur á þungavigtarþáttaröðinni Strandvörðum en í henni var hún í burðarhlutverki ásamt David Hasselhoff, leikara af sömu stærðargráðu og henn­ ar. Frægð hennar náði hæstu hæðum þegar myndband með henni og rokkaranum Tommy Lee úr hljómsveitinni Mötley Crüe lak á netið. Pamela og Tommy voru gift árin 1995 til 1998, en hafa átt í erfiðleikum með að segja skilið við hvort annað því í kjölfar skilnaðar Músíkantar og módel þeirra voru þau saman með hléum til ársins 2009. Tommy Lee er ekki það sem gjarna er kallað tengda­ mömmudraumur enda hefur hann orðspor slæma stráksins í heimi rokksins. Næsti eigin­ maður Pamelu var af nokkuð svipuðum toga og vakti mikla athygli. Pamela gekk að eiga rokkarann Kid Rock árið 2006. Samband þeirra hófst árið 2001 eftir að þau kynntust á tónlistarhátíð VH1 og þau trú­ lofuðust árið eftir. Einhverjar vöflur virðast þó hafa verið á því trúlofuninni var slitið síð­ ar. Öllum að óvörum gengu þau í hnapphelduna árið 2006, en Adam var ekki lengi í paradís því þau skildu fimm mánuðum síðar. Módelsafnarinn Í yfirreið af þessum toga væri ófyrirgefanlegt að líta fram hjá rokkaranum Rod Stewart. Um afrek Rods í tónlistinni þarf vart að fjölyrða, en þess utan hafa kvennamál hans oftar en ekki verið milli tannanna á fólki. Í þeim hópi kvenna sem Rod hefur verið í slagtogi með eða kvænst er að finna að minnsta kosti fjórar fyrirsætur, leikkonu og fyrrverandi eigin­ konu leikara. Frá 1971 til 1975 var Rod í sambandi með fyrir­ sætunni Dee Harrington. Við keflinu tók sænska leikkon­ an Britt Ekland, sem var gift leikaranum Peter Sellers á sjö­ unda áratugnum. Samband þeirra varði til 1977. Rod kvæntist fyrsta skipti árið 1979, Alönu Hamilton, fyrrverandi eiginkonu leikar­ ans George Hamilton, og ent­ ist hjónabandið í fimm ár. Þegar þar var komið sögu var Rod farinn að renna hýru auga til fyrirsætunnar Kelly Emberg en sjö árum síðar, 1990, voru glæðurnar í sam­ bandi þeirra aska ein. Við tók fyrirsætan Rachel Hunter og gengu hún og Rod í hjónaband árið 1990, slitu samvistir níu árum síðar og skildu endanlega árið 2006. Rod Stewart var þó ekki lengi utan hnappheldu því hann gekk í hjónaband með Penny Lancaster árið 2007. Penny Lancaster er – merki­ legt nokk – fyrirsæta. Það er vel við hæfi að enda umfjöllun um Rod Stewart á orðum sem hann lét falla með skírskotun til skilnaða sinna: „Í stað þess að kvænast aftur, þá ætla ég að finna konu sem ég kann ekki við og bara gefa henni hús.“ Bowie og Iman Um hjónaband tónlistar­ stjörnunnar Davids Bowie og fyrirsætunnar Iman er ekki margt að segja. Þau gengu í hjónaband árið 1992 og litlum sögum fer af einkalífi þeirra. Bowie er eitt stærsta nafn rokksögunnar og áhrif hans á hana verða seint fullmetin. Iman er tískumódel og hefur einnig drepið fæti inn í veröld leiklistarinnar, meðal annars í myndinni No Way Out með Kevin Costner og í bandarísku sjónvarpsþáttunum Miami Vice. Iman hefur einnig getið sér gott orðspor vegna starfa sinna að mannúðarmálum. Veltandi steinar safna ekki mosa Næstan skal nefna til sög­ unnar tónlistarmann af sömu stærðargráðu og Bowie, eilífðarrokkarann Mick Jagger, en hann og Bowie sameinuðu krafta sína í laginu Dancing in the Street árið 1985, því mikla tískuári, og bar myndbandið með lag­ inu þess skýr merki, en nóg um það. Mick Jagger er ekki eftir­ bátur kollega síns Rods Stew­ art með tilliti til sambanda við fyrirsætur. Þrátt fyrir að hafa aðeins kvænst í tvígang hefur hann verið orðaður við fjölda fagurra fljóða sem hafa átt það sammerkt að hafa unnið fyrirsætustörf. Reyndar voru þær kon­ ur sem hann lét svo lítið að kvænast báðar fyrirsætur. Þar ber fyrsta að nefna Bi­ öncu De Macias sem hann kvæntist 1971. Hún er nú um stundir ötull talsmaður sam­ félags­ og mannréttindamála en var á árum áður leikkona og fyrirsæta. Seinni kona Jaggers var ofurfyrirsætan Jerry Hall sem kastaði sambandi sínu og popparans Bryans Ferry, úr Roxy Music, fyrir róða vegna Jaggers. Mick og Jerry létu gefa sig saman að hindúasið í Indónesíu árið 1990. Síðar sá Mick Jagger ástæðu til að bera brigður á lögmæti at­ hafnarinnar og hjónabandið var ógilt árið 1999. Á meðal þeirra kvenna sem hafa verið í sambandi við Mick Jagger má nefna Chrissie Shrimpton, Anitu Pallenberg, Cörlu Bruni, Sophie Dahl og Luciönu Gimenez, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið fyrirsætur á einum eða öðrum tímapunkti. Núna er Mick Jagger í sambandi með fyrirsætunni L’Wren Scott, en reyndar ku fyrirsætustörf hennar hafa vikið að einhverju leyti fyrir hönnunarstörfum að undanförnu. Þess má til gamans geta að Georgia May Jagger, dóttir Micks, og Django James, sonur Daves Stewart úr Eurythmics, eiga í sambandi. Bítilssonur og fyrrverandi Bítlar Afsprengi Johns Lennon og Yoko Ono, Sean Lennon, er Íslendingum að góðu kunnur. Sean er engin und­ antekning frá því sem að framan hefur verið til um­ fjöllunar. Sean er nú í sam­ bandi við bandarísku fyrir­ sætuna Charlotte Kemp Muhl sem hóf störf sem slík þrettán ára að aldri og varð sextán ára yngsta fyrirsæt­ an sem hafði prýtt forsíðu breska tímaritsins Harper’s and Queen. Charlotte hefur unnið að tónlistartengdum verkefnum með Sean, með­ al annars í hljómsveitinni The Ghost of a Saber Tooth Tiger. Einnig stofnaði hún með honum útgáfufyrirtæk­ ið Chimera. Félagi föður Seans, Paul McCartney, hefur einnig leitað í raðir fyrirsætna því hann var í hjónabandi með Heather Mills, fyrrverandi – reyndar – fyrirsætu. Ringo Starr, trymbill Bítlanna, kvæntist leikkonunni og fyrirsætunni Barböru Bach 1981 og hefur það hjóna­ band haldið allar götur síð­ an. George Harrison, gítar­ leikari Bítlanna, kvæntist fyrirsætunni Pattie Boyd árið 1966, þau skildu 1967 og skömmu síðar fyllti önn­ ur rokkstjarna, Eric Clapton, skarð George. Af framansögðu má ætla að heimar tónlistar og tísku skarist meira en fólk kann að gera sér grein fyrir og hafa þekktir einstaklingar í röð­ um beggja löngum haft mik­ il áhrif á þá sem standa utan heima tónlistar og tísku. Mick Jagger og Jerry Hall Jerry var seinni kona Jaggers, en hjónaband þeirra var ógilt. Síungur tónlistarmaður með Rachel Hunter Rod Stewart hefur vart leitað út fyrir raðir fyrirsæta í leit að kvonfangi. „ Í stað þess að kvænast aftur ætla ég að finna konu sem ég kann ekki við og bara gefa henni hús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.