Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 24
24 | Sport 8. ágúst 2011 Mánudagur Breski hnefaleikakappinn Ricky Hat- ton lagði öll spilin á borðið í við- tali við sunnudagsútgáfu Daily Star um helgina. Þar sagði hann frá því hversu langt hann sökk í ruglinu. Eins og margir muna birti götublað- ið The Sun frægar myndir af honum þar sem hann var vel við skál með nefið á bólakafi í haug af kókaíni. Hatton lenti í miklum vítahring eftir að hafa tapað illa fyrir Manny Pac- quiao. „Ég átti mjög erfitt með mig eftir að hafa tapað gegn Manny í tveimur lotum. Ég hef alltaf verið stoltur box- ari og að tapa svona illa var vand- ræðalegt. Það rotaði mig alveg. Ég tók mér smá frí eftir þann bardaga og ætlaði mér að koma aftur. En ég var svo langt niðri að hlutir sem voru auðveldir áður voru orðnir erfiðir. Að koma mér af stað út að hlaupa og grenna mig var mér ofviða,“ segir Hatton. Á þessum tíma drakk Hatton mjög mikið og þegar eiturlyfjaneyslan hófst einnig náði Hatton sínum lægsta punkti í lífinu. „Ég hef alltaf elskað að drekka. En það er samt það versta sem mað- ur getur gert þegar maður er orðinn þunglyndur eins og ég var. Svo ofan á allt fór ég að neyta eiturlyfja til að knýja drykkjuna áfram. Ég vissi ekk- ert hvað ég var að gera,“ segir Hatton sem hótaði sjálfsvígum ótt og títt. „Mér leið svo illa að ég öskraði á Jennifer kærustuna mína að ég ætl- aði að drepa mig. Ég meinti það ef- laust þá. En allt breyttist einn daginn þegar hún yfirgaf mig í nokkra daga og fór til móður sinnar. Hún hafði stutt mig í einu og öllu en allt í einu var hún farin. Þá vissi ég að ég varð að taka mig á.“ Hatton segist hafa það betra í dag. „Ég á von á barni, á frábæra kærustu og barn og ætla að fara að taka þjálf- araréttindin. Ég er búin að rota mína djöfla og þó mín verði ekki minnst sem besta breska boxarans frá upp- hafi verð ég alltaf sá vinsælasti,“ segir Ricky Hatton. tomas@dv.is Erfitt tap Hatton tapaði illa gegn Manny Pacquiao og fór að drekka mikið. H&N-MyNd REutERs Ricky Hatton íhugaði sjálfsvíg þegar ruglið var hvað mest: „Búinn að rota djöflana mína“ Eftir fjörutíu og fimm mínút- ur af fótbolta á Wembley í leik Eng- landsmeistara Manchester United og bikarmeistara Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn var aðeins eitt í umræðunni: Voru meist- ararnir að kaupa óhæfan markvörð, David De Gea, á ríflega sautján millj- ónir punda? Það virtist sem sú væri raunin þótt United væri betri aðilinn voru meistararnir tveimur mörkum undir í hálfleik. Joleon Lescott skor- aði fyrst með skalla en De Gea leit vægast sagt illa út þar. Fór ekki út í boltann og var sestur á rassinn áður en Lescott kom við knöttinn. Seinna markið var sérstaklega vont þar sem hann sá þrumuskot Edins Dzeko alla leið en það hafnaði samt í ramman- um, ekki einu sinni úti við stöng. Það var De Gea til happs að hann þurfti ekki að koma mikið meira við bolt- ann. Endurkoma Manchester United hefur lagt það í vana sinn undir stjórn Ferguson að lenda oft undir með tveimur til þremur mörkum en koma til baka þegar mest á reynir. Það gerðu meist- ararnir á sunnudaginn en Fergu- son gerði þrjár breytingar í hálfleik. Hann hvíldi miðverðina Ferdinand og Vidic og setti hinn unga Tom Cle- verley inn á fyrir Carrick. Þetta virt- ist kveikja í United-liðinu, sérstak- lega innkoma Cleverley, því ekki voru liðnar fimmtán mínútur þeg- ar Smalling og Nani voru búnir að jafna fyrir United. Þeir rauðklæddu réðu lögum og lofum á vellinum og þurfti De Gea til allrar hamingju að- eins að verja eitt skot í seinni hálfleik sem hann gerði þó vel. Sigurmark- ið var æði skrautlegt en það skor- aði Nani eftir mikil mistök Vincents Kompany. Slapp Nani einn inn frá miðju og átti ekki í vandræðum með að tryggja United sigurinn, 3–2, eftir enn eina endurkomuna. stjórinn stoltur „Leikmenn mínir eiga heiður skil- ið, þeir héldu haus,“ sagði Sir Alex Ferguson við Sky Sports eftir sigur- inn. Þó De Gea fái eflaust orð í eyra frá gamla manninum í vikunni varði hann sinn mann aðspurður um mörkin tvö sem Spánverjinn ungi fékk á sig. „Það er erfitt að segja hvort hann hafi átti að gera betur í seinna markinu,“ var það eina sem hann sagði. City-menn voru mjög grimm- ir í leiknum og flugu nokkrar harðar tæklingar. „Við erum með mjög góð- an hóp. Okkar strákar hafa hugrekki til að halda boltanum og hræðast ekki grófar tæklingar,“ sagði Fergu- son. Meistararnir hefja leik í ensku úr- valsdeildinni á sunnudaginn á úti- velli gegn WBA á meðan Manches- ter City mætir nýliðum Swansea á mánudaginn eftir viku. n Manchester united vann samfélagsskjöldinn n Lenti tveimur mörkum undir gegn City n Nani – hetjan með mark í uppbótartíma n david de Gea veldur áhyggjum í markinu Enn ein endurkoman Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Fleiri titlar í safnið Manchester United vann Samfélagsskjöldinn. H&N-MyNd REutERs Toppliðið í Vesturbænum Þrettánda umferðin í Pepsi-deild kvenna hefst á þriðjudagskvöldið með fjórum leikjum. Topplið Stjörn- unnar heldur í Vesturbæ- inn og mætir KR sem er í áttunda sæti en Stjarnan hefur fimm stiga for- skot á Val eftir sigur á Hlíðarendastúlkum í síðustu um- ferð. Einnig mætast á þriðjudaginn nýliðar Þróttar og ÍBV á Valbjarnar- velli, Þór/KA tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals og Grinda- vík verður í heimsókn hjá Blikum í Kópavogi. Það kom loks að því að Andre Villas- Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, fengi sér leikmann. Chelsea er nú að landa belgíska undrabarninu Romelu Lu- kaku frá Anderlecht en kaupverðið er talið nema um 20 milljónum punda. Lukaku er það sem kallast á góðri ís- lensku undrabarn og hann stendur al- gjörlega undir nafni. Ellefu dögum eftir sextán ára af- mæli sitt spilaði Lukaku sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht. Árið eftir var hann orðinn fastamaður í liðinu og endaði sem markahæsti leikmaður belgísku úrvalsdeildarinnar aðeins sautján ára. Tímabilin 2009/2010 og 2010/2011 spilaði Lukaku 95 leiki fyrir Anderlecht í öllum keppnum og skoraði 39 mörk, enn nokkuð frá því að vera orðinn tví- tugur. Hann hefur nú þegar spilað tíu landsleiki fyrir Belga og skorað í þeim tvö mörk. Eins og með svo marga leik- menn sem ættaðir eru frá Afríku hafa ekki allir trúað því að Lukaku sé jafn- ungur og raun ber vitni. Líkamsburð- ir hans eru allt að óeðlilegir fyrir svo ungan dreng. Sjálfur hann ekkert spáð í hvað aðrir segja og einbeitir sér að því að skora mörk. Lukaku er hvergi banginn við að bætast í hóp stórstirna Chelsea og veit að hann getur fljótlega komið sér í lið- ið. „Algjörlega. Ef ég er að spila með betri leikmönnum verð ég að bæta mig fljótt. Ég veit að ég fer ekki að byrja fyrsta leik en hjá betra liði ætti ég að verða betri líka. Ætli ég þurfi ekki eitt tímabil til að aðlagast boltanum alveg á Englandi. Það er samt nóg af leikjum þannig að ég mun alltaf fá eitthvað að spila,“ segir Romelu Lukaku. tomas@dv.is Romelu Lukaku gengur í raðir Chelsea: Algjört undrabarn á Brúna Aðeins átján ára Romelu Lukaku hefur nær drottnað yfir belgísku deildinni undanfarin ár. H&N-MyNd REutERs Úrslit Pepsi-deildin ÍBV - Valur 1-1 1-0 Ian Jeffs (20´) 1-1 Jón Vilhelm Ákason (‘77) Stjarnan - Þór 5-1 1-0 Garðar Jóhannsson (‘3) 1-1 David Disztl (‘12) 2-1 Jesper Jensen (‘38) 3-1 Halldór Orri Björnsson (‘48) 4-1 Garðar Jóhannsson (‘56) 5-1 Garðar Jóhannsson (‘89) Rautt spjald: Baldvin Sturluson, Stjörnunni (‘44) Grindavík - Breiðablik 1-1 0 - 1 Kristinn Jónsson (́ 11) 1 - 1 Scott Ramsay (́ 58) KR - Víkingur 3-2 1-0 Baldur Sigurðsson (́ 23) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (́ 24) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (́ 51) 2-2 Helgi Sigurðsson (76) 3-2 Kjartan Henry Finnbogason. Rautt spjald: Guðmundur Reynir Gunnarsson (́ 33) Fram - Fylkir 0-0 FH - Keflavík 1-0 1-0 Atli Viðar Björnsson (80) Rautt spjald: Adam Larsson (Keflavík) (́ 6) Staðan 1 KR 12 9 3 0 28:9 30 2 ÍBV 13 8 2 3 20:11 26 3 FH 14 7 4 3 28:18 25 4 Valur 14 7 4 3 20:11 25 5 Stjarnan 14 6 4 4 28:22 22 6 Fylkir 14 5 4 5 21:24 19 7 Keflavík 13 5 2 6 17:18 17 8 Þór 14 5 2 7 21:28 17 9 Breiðablik 14 4 4 6 21:26 16 10 Grindavík 14 3 4 7 17:28 13 11 Víkingur R. 14 1 5 8 12:25 8 12 Fram 14 1 4 9 7:20 7 SAMFÉLAGSSKJÖLDURINN Man. United - Man. City 3-2 0-1 Joleon Lescott (38.), 0-2 Edin Dzeko (45.+1), 1-2 Chris Smalling (52.), 2-2 Nani (58.), 3-2 Nani (90.+4). CHAMPIONSHIP-DEILDIN Coventry - Leicester 0-1 Brighton - Doncaster 2-1 Bristol City - Ipswich 0-3 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í stöðu miðvarðar hjá Ipswich. Bunrley - Watford 2-2 Derby - Birmingham 2-1 Middlesbrough - Portsmouth 2-2 Hermann Hreiðarsson lék fyrstu 64 mínúturnar fyrir Portsmouth og nældi sér í gult spjald. Nott. Forest - Barnsley 0-0 Peterborough - Crystal Palace 2-1 Reading - Millwall 2-2 Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Reading í leiknum. Southampton - Leeds 3-1 West Ham - Cardiff 0-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með sínu nýja liði, Cardiff.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.