Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 17. ágúst 2011 n HS er sjúkdómur sem lýsir sér í kýlamyndun á líkamanum n Katrín Aðalsteinsdóttir og Laeila Jensen Friðriksdóttir þekkja sjúkdóminn af eigin raun n Hafa stofnað samtök Sjúkdómur en ekki óþrifnaður É g fékk að heyra að þetta væru stíflaðir svitakirtlar, inngróin hár eða eitthvað álíka og var sett á endalaus sýklalyf sem ekkert virkuðu,“ segir Laeila Jensen Friðriks- dóttir, varaformaður stjórnar HS-samtakanna, en Laeila hefur barist við HS frá kyn- þroskaaldri og hélt að hún væri ein í þeirri baráttu, þar til hún kynntist Katrínu. „Þá opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hafði alltaf staðið í þeirri trú að ég væri ein í þessu. Allt í einu kom í ljós að ég þekki margar konur sem eiga við sama vandamál að stríða,“ segir hún og bætir við að það skipti gífurlegu máli að geta rætt sjúkdóminn við þá sem hann þekkja. Óttaðist náin kynni Laeila segir sjúkdóminn hafa haft mjög mikil áhrif á líf sitt. „Þessu fylgja miklar kvalir og stundum hef ég ekki getað gengið né setið vegna verkja og ég var alltaf með áhyggjur af því að það væri vond lykt af mér. Eins hafði þetta mjög mikil félagsleg áhrif og lengi vel þorði ég ekki að stofna til nánari kynna við hitt kyn- ið. Nú hef ég verið nánast einkennalaus frá 28. júní og hef fyrir vikið öðlast nýtt líf. Hér áður fyrr lokaði ég mig al- gjörlega af þegar ég fékk slæm kýli og sálarlífið var ekki upp á marga fiska,“ segir Laeila sem á mann og fósturbörn í dag. Ekki óþrifnaður „Ég er einnig gigtarsjúklingur og hef þurft að mæta í sund- leikfimi út af gigtinni. Þeg- ar ég fékk kýli var ekki inni í myndinni að ég færi í sund og í stað þess að segja satt frá sagðist ég bara alltaf vera veik. Skömmin var mikil og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að viðurkenna að ég væri með kýli. Í dag hika ég ekki við það. Ég reyni að nota öll tækifæri sem gefast til að fræða fólk um sjúkdóminn. Við verð- um að tala um þetta, öðruvísi verður fólk ekki upplýst og ég vona bara að fólk sé tilbúið til að hlusta og opna hugann fyrir að þetta er sjúkdómur en ekki tilkomið vegna stíflaðra svitakirtla, inngróinna hára eða óþrifnaðar.“ indiana@dv.is HS hefur lítið verið rannsakað og því eru orsakir sjúkdómsins umdeilar og sérfræðingar oft ósammála. Flestir eru þó sam- mála um neðangreind atriði: n Kynþroska einstaklingur er líklegri til að þróa með sér HS en barn. n Kvenfólk fær frekar HS en karl- menn. n Sjúkdómurinn virðist liggja í erfðum innan fjölskyldna. n Mikil svitamyndun getur valdið því að sjúkdómurinn taki sig upp. n Truflun á starfsemi kynhormóna getur haft áhrif á sjúkdóms- myndun. n Streita getur aukið kýlamyndun. n Stundum er tenging við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Að vera í yfirþyngd gerir ástand verra. Þó er vert að taka fram að ofþyngd er ekki ástæða sjúkdómsins þótt að það að léttast bæti ástandið. HEiMild: www.Hs-saMtokin.is Orsakir Handarkriki Mynd af kýli undir handarkrika íslensks sjúklings með HS. kýli Undir handakrika. nári Hjá Katrínu birtust fyrstu kýlin í nára hennar. Þau stærstu urðu á stærð við litlar melónur. nári og rasskinnar Kýlin birtast gjarnan á nárasvæðinu og í handarkrika. Oft telja læknar að um inngróin hár sé að ræða. kýli á brjósti Myndin er af erlendum HS-sjúklingi. skemmdi brjóstagjöfina Katrín var mjög slæm af kýlum þegar hún gekk með dóttur sína. Brjóstagjöfin gekk líka illa sökum kýla á brjóstum og aðgerða sem Katrín þurfti að gangast undir vegna HS. Myndin er af erlendum sjúklingi. Ekki óþrifnaður Margir sjúklingar með HS hafa fengið að heyra að kýlin séu tilkomin vegna óþrifnaðar. Katrín segir ekki skemmtilegt að fá slíkt framan í sig. Sjúkdómurinn Lokaði sig algjörlega af að fræða almenning og fag- fólk og til að láta þá sem þjást vita að þeir eru ekki einir. „Það kom mér á óvart hversu margir höfðu strax samband þar sem ég hafði ekkert auglýst. Þessum sjúkdómi fylgir mikil skömm og spéhræðsla. Ég gat ekki farið í sund í mörg ár og fer helst ekki enn þá í dag. Ég er með mjög mikla öramyndun þar sem kýl- in voru og hef alltaf á tilfinning- unni að fólk sé að glápa á mig. Þetta hefur haft mikil áhrif á allt í lífinu en sem betur fer á ég góðan kærasta sem hefur tekið þessu vel. Ef maður elskar ein- hvern horfir maður fram hjá svona löguðu.“ Efið meðganga Árið 2007 varð Katrín ófrísk. Hún segir ástandið hafa versnað mikið á meðgöng- unni og að hún hafi verið látin á sterk sýklalyf sem hún telur hafa haft slæm áhrif á fóstrið. „Dóttir mín er með mjög veikt ónæmiskerfi auk þess sem hana vantar nánast allan gler- ung á tennurnar. Brjóstagjöfin gekk líka illa bæði vegna þess að ég var mjög slæm af kýlum undir brjóstunum og undir handakrika og svo varð ég að fara í uppskurð til að láta fjar- lægja kýli þegar stelpan var tveggja mánaða og þar með var brjóstagjöfinni sjálfhætt.“ Katrín segir lækna telja að um einhvers konar sjálfsof- næmissjúkdóm sé að ræða og einnig að hann gangi í erfðir. „Það er aðallega þess vegna sem ég ákvað að stofna þessi samtök – svo að dóttir mín hafi einhvern stað til að leita á ef hún fær þennan sjúkdóm. Kýlin koma ekki fram fyrr en um kynþroskaaldur og við vitum ekkert fyrr en þá,“ seg- ir hún. Katrín viðurkennir að hún óttist að fyrra ástand taki sig upp aftur. of gott til að vera satt „Lengi vel vildi ég ekki gera mér of miklar vonir af ótta við að detta aftur í sama farið. Mig langaði ekki þangað aftur. Ég hafði enga trú á Remicade í byrjun enda var ég búin að prófa allt og alltaf orðið fyrir vonbrigðum. Eftir tvær lyfja- gjafir voru kýlin nánast horfin og ég var hrædd um að þetta væri of gott til að vera satt. Nú hef ég verið nánast einkenna- laus í tvö ár og trúi þessu allt- af betur og betur. Núna fæ ég lyf á átta vikna fresti og held þessu þannig niðri. Lyfið er ónæmisbælandi svo ég fæ meiri sýkingar fyrir vikið og verð oftar lasin en það er ekk- ert á við það sem ég hef þurft að þola,“ segir hún og bætir við að greiningunni hafi fylgt mikill léttir. „Alveg gífurleg- ur léttir. Þetta er allt annað líf. Það er svo gott að vita að þetta er ekki eitthvað verra þótt þetta sé slæmt. HS er skárra en margt annað. Það er hægt að lifa með HS,“ seg- ir Katrín sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþon- inu. Hægt er að lesa meira um HS-samtökin á vefsíðunni hs-samtokin.is. n laeila Jensen Friðriksdóttir berst við Hs„Eins hafði þetta mjög mikil félagsleg áhrif og lengi vel þorði ég ekki að stofna til nánari kynna við hitt kynið. opin um sjúkdóminn í dag Laeila segir nýjan heim hafa opnast fyrir henni þegar hún kynntist Katrínu og HS-samtökunum. Nú notar hún hvert tækifæri til að fræða fólk um sjúkdóminn. Endalaus tilraunastarfsemi Katrín fór að fá lítil kýli á nára- svæðið þegar hún náði kynþroska- aldri. Þegar hún varð 18 ára leitaði hún til lækna sem allir klóruðu sér í hausnum yfir ástandi hennar. Mynd gunnar gunnarsson n katrín hefur verið nánast einkennalaus í tvö ár n sjúkdómurinn versnaði á meðgöngu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.