Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 6
Áfram í forystu LÍÚ þrátt fyrir rannsókn 6 | Fréttir 17. ágúst 2011 Miðvikudagur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum í Múrbúðinni VEGLEG VERKFÆRI DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V 2.990 kr. NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar 4.990 kr. NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar 1.790 kr. Flísasög 800w, sagar 52 cm 19.900kr. M enn eiga að starfa eft- ir settum reglum, hann [Þorsteinn Erlingsson] fær engan afslátt á því þó að hann sé í stjórn LÍÚ,“ segir Adolf Guðmundsson, formað- ur Landssambands íslenskra útvegs- manna, í samtali við DV. Hann segir að ekki hafi verið rætt um það inn- an stjórnar LÍÚ að víkja Þorsteini úr stjórn á meðan meint löndunars- vindl Saltvers er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Menn eigi að fá að njóta vafans þar til niðurstaða fáist í mál. „Við höfum ekki húsbóndavald yfir mönnum, hann var kosinn á aðal- fundi í stjórn félagsins.“ Þorsteinn Erlingsson, eigandi útgerðarfyrirtækisins Saltvers, sat í stjórn, LÍÚ, á sama tíma og meint löndunarsvindl fyrirtækisins á að hafa viðgengist. Fyrrverandi starfs- maður Saltvers hefur sakað fyrirtæk- ið um gróft löndunarsvindl. Málið hefur verið til rannsóknar hjá Fiski- stofu undanfarna mánuði og herma heimildir DV að fyrirtæki Þorsteins beri að greiða Fiskistofu meira en 200 milljónir króna í kjölfar bak- reiknings Fiskistofu. Reynist út- reikningar Fiskistofu réttir er ljóst að meint kvótasvindl Saltvers er eitt það umfangsmesta sem komið hefur ver- ið upp um á Íslandi. Samkvæmt því verður ekki betur séð en að hundr- uðum tonna hafi verið landað fram hjá vigt. DV hefur fjallað um málið undanfarið. Ekki á dagskrá stjórnar Þorsteinn hefur lengi verið í for- ystusveit LÍÚ og er einn aðalmanna í stjórn, en heimildir DV herma að ýmsir innan stjórnar LÍÚ séu ugg- andi yfir málinu. Adolf Guðmunds- son segist aftur á móti ekki kannast við að málið hafi verið rætt sérstak- lega innan stjórnarinnar. „Þessi um- ræða hefur ekki borist mér til eyrna. En ef hann reynist vera sekur, þá hef- ur það eflaust áhrif á stjórnarsetu hans hjá okkur,“ segir Adolf en ítrekar að Þorsteinn muni fá að njóta vafans þangað til lokaniðurstaða er komin í málið. Aðspurður hvort til greina komi að Þorsteini verið vikið úr stjórn LÍÚ á meðan rannsókn Fiskistofu stend- ur yfir segir Adolf að slíkt hafi ekki komið til tals. Hann segist ekki hafa kynnt sér málið sérstaklega þar sem það hafi ekki komið inn á borð LÍÚ. Heimildir DV herma að nokkurr- ar óánægju gæti á meðal ákveðinna stjórnarmanna sem telji málið hið versta fyrir LÍÚ út á við. Sérstaklega nú þegar landssambandið reynir að fylkja almenningi að baki sér í sjáv- arútvegsmálum. Herma heimildir að sumir spyrji sig að því hvort Þorsteini sé stætt á að sitja í stjórn LÍÚ á með- an verið sé að rannsaka hið meinta löndunarsvindl. Fjölskyldufyrirtæki Auk þess að sitja í stjórn LÍU var Þor- steinn stjórnarformaður Reykja- neshafnar á sama tíma og meint löndunarsvindl Saltvers á að hafa viðgengist við höfnina. Þeir aðilar sem DV hefur rætt við og þekkja til málsins eru sammála um að hafi fyrirtæki Þorsteins gerst sekt um löndunarsvindl megi ætla að hann hafi dregið sér fé frá ríkinu með því að borga vísvitandi of lágt aflagjald, á sama tíma og hann bar ábyrgð sem stjórnarformaður Reykjanes- hafnar. Þorsteinn er varaformaður Fiskmarkaðs Suðurnesja og var á meðal stjórnenda þegar Fiskmark- aðurinn keypti fimm prósenta hlut í SpKef af Hitaveitu Suðurnesja fyrir um hálfan milljarð króna árið 2006. Þorsteinn var á sama tíma varafor- maður stjórnar SpKef. Samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækjaskrá er Auður Bjarnadóttir stjórnarformaður í stjórn Saltvers en Þorsteinn Erlingsson er með- stjórnandi, þá er dóttir hans, Erla Þorsteinsdóttir, varamaður í stjórn. Þorsteinn er hundrað prósent eig- andi fyrirtækisins. Þorsteinn fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokk- inn árið 2010 og í kjölfarið tók Einar Magnússon við stjórnarfor- mennsku Reykjaneshafnar. Önnur dóttir Þorsteins, Björk Þorsteins- dóttir, sat í stjórn Reykjaneshafnar og starfaði á sama tíma fyrir Saltver. Í kjölfar athugasemda um mögu- lega hagsmunaárekstra var Björk skyndilega vikið úr stjórn. Einar og Björk eru bæði starfandi bæjar- fulltrúar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ. Eitt fyrirtæki á þremur árum Hjá Fiskistofu hafa fengist þær upplýsingar að ákvörðun í málinu liggi ekki fyrir. Þorsteinn Hilmars- son, starfsmaður Fiskistofu, sagði að um hefði verið að ræða stjórn- sýsluákvarðanir sem færu sínar leiðir og menn gætu í framhald- inu véfengt þær og ennþá væri ekki komin lokaniðurstaða. Hann stað- festi hvorki né neitaði því að eig- anda Saltvers hefði verið gert að greiða fjársektir til stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur stofnunin lagt sér- stakt gjald vegna ólögmæts sjáv- arafla á eitt fyrirtæki í kjölfar bak- reikningsrannsóknar, á síðustu þremur árum. Það var í tilfelli fyrir- tækisins Perlufiskur ehf. Var niður- staðan sú að líta yrði svo á að óút- skýrður mismunur hráefniskaupa og seldra afurða á tímabilinu 1. janúar 2008 til 14. júlí 2009 næmi rúmum 55 tonnum af þorski og rúmum 70 tonnum af steinbít. Að lokum var Perlufiski gert að greiða rúmar 23 milljónir króna vegna ólögmæts sjávarafla. n Formaður LÍU segir ekki á dagskrá að víkja Þorsteini Erlingssyni úr stjórn n Málið talið eitt umfangsmesta kvótasvindl á Íslandi„Heimildir DV herma að nokkurr- ar óánægju gæti á með- al ákveðinna stjórnar- manna sem telji málið hið versta fyrir LÍÚ út á við. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Stoppuðu kannabisræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun á þremur stöðum í Hafnarfirði um helgina. Í tilkynningu frá lögregl- unni segir að nokkrir karlmenn hafi verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við aðgerðirnar en lagt var hald á bæði kannabisplöntur og græðlinga auk ýmiss búnaðar sem fylgir svona starfsemi. Á ein- um staðnum var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu fengnir úr fíkniefna- sölu. Á sunnudag var einnig fram- kvæmd húsleit í Hafnarfirði og þá fundust nokkrir tugir gramma af marijúana. Þá handtók lögreglan þrjá fíkniefnasala í Hafnarfirði á föstudag. Þeir handteknu eru allir um tvítugt. Þremenningarnir við- urkenndu allir að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu. Bítast um formannsstól Tveir hafa boðið sig fram í embætti formanns Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, SUS. Kosið verður í embætt- ið á sambandsþingi SUS í Hveragerði 26.–28. ágúst næstkomandi. Annar er sagnfræðingur og laganemi en hinn er héraðsdómslögmaður. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi, hefur þegar vakið athygli vegna fram- boðsmyndanna sem hann lét smella af sér í tilefni framboðsins. Björn Jón var á sínum tíma á launum hjá Björg- ólfi Guðmundssyni við að skrifa bók um Hafskipsmálið. Sú bók kom út árið 2008 og heitir Hafskip í skotlínu. Björn Jón hefur verið formaður Frjáls- hyggjufélagsins frá árinu 2009 og lýsir sjálfum sér sem miklum frjálshyggju- manni sem vilji berjast gegn aðför vinstristjórnarinnar að þeim gildum sem frjálshuga fólki eru hvað helst hjartfólgin og þá vill hann skapa sátt innan ungliðahreyfingarinnar. Hér- aðsdómslögmaðurinn Davíð Þorláks- son lýsti yfir framboði til formennsku í SUS í byrjun júlí. Hann hlaut hér- aðsdómslögmannsréttindi árið 2009 og hefur setið í stjórn SUS frá árinu 2009 og þar áður árin 2003 til 2005. Auk annarra starfa innan sjálfstæðis- félaga í heimabæ sínum Akureyri og Reykjavík. Situr í stjórn LÍÚ Þorsteinn Erlings- son, eigandi Saltvers, situr í stjórn LÍÚ en heimildir DV herma að ýmsir innan stjórnar LÍÚ séu uggandi yfir málinu. Umfjöllun mánudaginn 15. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.