Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 17. ágúst 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Lítill hagvöxtur í Þýskalandi Hagvöxtur í Þýskalandi á öðrum árs- fjórðungi, frá byrjun apríl til loka júní, var aðeins 0,1 prósent, sam- kvæmt tölum sem þýska hagstofan sendi frá sér á þriðjudag. Þetta er mun minni hagvöxtur en spár gerðu ráð fyrir. Hagvaxtartölur fyrir evrusvæðið voru einnig birtar á þriðjudag, en samkvæmt þeim nam hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi 0,2 prósentum. Á fyrsta ársfjórðungi var hagvöxtur- inn 0,8 prósent. Tölurnar eru birtar aðeins nokkr- um dögum fyrir fund Angelu Mer- kel, kanslara Þýskalands, og Nicho- las Sarkozy Frakklandsforseta vegna fjármálakrísunnar á evrusvæðinu. Munkur kveikti í sér Tíbetskur munkur framdi sjálfs- víg í suðvesturhluta Kína á mánu- dag með því að hella yfir sig bensíni og kveikja í sér. „Við Tíbetar viljum frelsi, lengi lifi Dalai Lama. Leyfið honum að snúa aftur til Tíbets,“ er meðal þess sem munkurinn, Tsew- ang Borbu, hrópaði áður en hann kveikti í sér. Munkurinn hafði aðsetur í klaustri í Tawu í vesturhluta Sichu- an-héraðs í Kína sem er skammt frá landamærunum að Tíbet. Fjölmarg- ir Tíbetar búa á svæðinu og vilja þeir að Tíbet og Tawu sameinist í eitt ríki. Tíbet er sem kunnugt er undir kín- verskum yfirráðum. S taða Muammars Gaddafi, einræðisherra Líbíu, þyk- ir hafa versnað til muna nú þegar uppreisnarmenn nálg- ast höfuðborgina Trípolí óð- fluga. Ekki bætir úr skák að innan- ríkisráðherrann virðist nú hafa flúið land en hann lenti í Kaíró ásamt fjöl- skyldu sinni án þess að sendiráð Líb- íu vissi nokkuð. Hersveitir hliðhollar Gaddafi beittu svokölluðum Scud-eldflaug- um í fyrsta sinn gegn uppreisnar- mönnum á sunnudaginn. Bandarísk stjórnvöld greindu frá því. Eldflaug- arnar voru þróaðar í Sovétríkjun- um og voru meðal annars notaðar í Persaflóastríðinu. Þær þykja afar öfl- ugar og geta flogið allt að 800 kíló- metra. Eldflauginni var skotið frá Sirta, fæðingarbæ Gaddafis, og beint að Brega, sem lýtur stjórn uppreisnar- manna. Hún lenti hins vegar í eyði- mörk og olli engum skaða. Notkun flauganna þykir benda til örvænting- ar í röðum Gaddafis en talið er að yfir hundrað slíkar eldflaugar megi finna í vopnabúri hans og hann sé tilbúinn að beita þeim á eigin borgara. Búa sig undir að ná Trípolí „Af hverju ættum við að ræða við Gaddafi? Við höfum náð vendipunkt- inum núna og hann mun örugglega falla eftir nokkrar vikur,“ sagði tals- maður Líbíska þjóðarráðsins í Lond- on. Uppreisnarmenn eru nú komnir til bæjarins Zawiah sem er tæpum fimmtíu kílómetrum frá Trípolí. Uppreisnarmenn segjast hafa næst- um því allan bæinn á sínu valdi. Ein- ungis olíuhreinsistöðin sé í höndum hersveita Gaddafis og geymi þar síð- ustu olíubirgðir stjórnarinnar. Stjórn Gaddafis er undir miklum þrýstingi og geta uppreisnarmenn í Misrata nú loks leyft sér að slaka að- eins á. Það eina sem heldur aftur af þeim núna er ótti við að verða fyrir árásum Nató af slysni. Líbíska þjóðarráðið er farið að búa sig undir að taka Trípolí yfir. Í yfirlýsingu sem ráðið sendi frá sér á mánudag var því beint til fólks að gæta öryggis í Trípólí, kvöldið sem stjórn Gaddafis myndi falla. Mikil- vægt væri að gæta öryggis við sjúkra- hús og skóla svo dæmi séu tekin. Segja hersveitir Gaddafis nota pallbíla Sama bjartsýni virðist nú ríkja í hin- um vestræna heimi. Vestrænir emb- ættismenn eru farnir að búa sig und- ir blóðuga lokabaráttu Gaddafis og er talið að hún gæti jafnvel farið fram í Sirta. Bretar halda því fram að loft- árásir til fjögurra mánaða hafi skilað sér í því að hersveitir Gaddafis séu nú ófærar um að hefja árásir. Yfir sjö þúsund loftárásir hafa verið gerðar á Líbíu og segja Bretar að hersveitir Gaddafis notist við pallbíla í hernaði sínum. Bandaríkjamenn eru að sama skapi farnir að hrósa sigri. „Það er að koma smátt og smátt í ljós að dagar Gaddafis eru taldir,“ sagði Jay Car- ney, talsmaður Hvíta hússins. Gaddafi ekki af baki dottinn Benjamin Barber, sérfræðingur í málefnum Líbíu, er þó ekki jafn bjartsýnn. „Framtíð margra stórra ættbálka og hópa veltur á að Gad- dafi haldi völdum,“ segir Barber. Hann segir enga sérstaka ástæðu til væntinga nema komist verði að sam- komulagi. Lítill vilji virðist hins veg- ar vera til þess af hálfu uppreisnar- manna og vestrænna ríkja. Þá er Gaddafi enn jafn kokhraust- ur í máli sínu. „Nýlenduveldið bíð- ur endaloka sinna og rotturnar líka,“ sagði Gaddafi í ávarpi til stuðnings- manna og beindi tilmælum til þeirra að losa Líbíu við landráðamenn. „Blóð píslarvottanna er eldsneyti fyrir bardaga,“ sagði Gaddafi í ákalli sínu. Gaddafi er oft sagður hafa ver- ið tilbúinn til að víkja en lítið bendir til þess að eitthvað sé til í þeim sögu- sögnum. Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is Líbía Gaddafi hvergi banginn Uppreisnarmenn vænta þess að geta steypt Gaddafi af stóli bráðlega en hann situr sem fastast og berst til síðasta blóðdropa. Mynd reuTerS n uppreisnarmenn nálgast Trípolí n Vestræn ríki búast við blóðugri lokabaráttu n Gaddafi brýnir fyrir stuðningsmönnum að losa Líbíu við landráðamenn Síðasta hálmstrá einræðisherrans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.