Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 17. ágúst 2011 Miðvikudagur H raðakstur þarf ekki að vera vandamál ef hann er stundaður á rétt- um vettvangi. Það eru stundaðar mikilsvirtar íþróttir sem ganga út á hraða en menn verða vitanlega að stunda þær inna æfinga- og keppnis- svæðis,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu. „Að vera að þessu í almennri umferð í kringum saklaust fólk er bara tilræði og hreinasta brjálæði.“ Mörg dauðaslys í um- ferðinni má rekja beint til hrað- aksturs á hverju ári. Fjöldi Ís- lendinga er stöðvaður ár hvert af lögreglunni vegna hraðakst- urs og stundum ofsaaksturs. Dregið hefur úr hraðakstri Einar Magnús segir að dregið hafi úr hraðakstri og ofsaakstri. „Úti í umferðinni eru miklu betri ökumenn en voru fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir það er hraðakstur alltof algengur,“ segir hann og bætir við að við- horf þurfi að breytast í samfé- laginu til að draga enn frekar úr hraðakstri. Þetta sé hluti af upp- eldinu og ungt fólk sé stór hluti þeirra sem látast í umferðarslys- um vegna hraðaksturs. „Sautján og átján ára einstaklingar eru bara börn og það eru rannsókn- ir sem sýna það að ákveðin vit- undarþroski varðandi til dæmis dómgreind og ábyrgðartilfinn- ingu er í mörgum tilfellum mjög takmarkaður upp að 24 ára aldri,“ segir Einar. Stærstur hluti undir 30 ára Samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslum rannsóknar- nefndar umferðarslysa kemur fram að á undanförnum fjór- um árum hafa níu einstakling- ar undir þrítugu látist í um- ferðarslysum sem eru bein afleiðing hraðaksturs. Það eru um 53 prósent af öllum þeim sem létust í umferðarslysum sökum hraðaksturs. Hraðakstur eða ofsaakst- ur er meðal þriggja algeng- ustu ástæðna dauðaslysa í um- ferðinni en hinar algengustu ástæðurnar eru ölvunarakstur og að bílbelti voru ekki notuð. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar árið 2006 kemur einnig fram að á árunum 1998–2006 hafi hraðakstur verið algeng- asta orsök dauðaslysa í um- ferðinni. Það sýnir að hrað- akstur hefur verið viðvarandi vandamál á Íslandi og eitt það hættulegasta sem ökumenn stunda í umferðinni. Hraðakstur á götum borgarinnar Þegar blaðamaður fór á stúf- ana og reyndi að hafa upp á íslenskum ökuníðingum og hraðafíklum fundust mynd- bönd á veraldarvefnum þar sem hraðakstur er sýndur í já- kvæðu ljósi. Myndböndin voru tekin upp af íslenskum ung- mennum í ofsaakstri á götum Reykjavíkurborgar. Íbúar mið- borgarinnar sem blaðamaður ræddi við sögðust líka verða varir við kappakstur á götum borgarinnar. Í skýrslum rann- sóknarnefndar umferðarslysa kemur fram að nokkur af bana- slysunum í umferðinni sem rakin eru til ofsaaksturs hafi átt sér stað í kappakstri. „Úti í umferð- inni eru miklu betri ungir ökumenn en fyrir nokkrum árum. Fórnarlömb hraðans n Hraðakstur er ein algengasta orsök banaslysa í umferðinni n Dregið hefur úr hraðakstri á síðustu árum n Kappakstur stundaður á götum Reykjavíkurborgar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Flestir undir þrítugu Á undan- förnum fjórum árum hafa níu ein- staklingar undir 30 ára aldri látist í umferðarslysum sem eru bein afleiðing hraðaksturs. SviðSett MynD Sigtryggur Ari H ann var lífsglaður strákur og skemmti- legur,“ segir Stein- grímur Örn Ingólfs- son, vinur Eyþórs Darra Róbertssonar, um vin sinn. Steingrímur Örn stóð, í samstarfi við aðra vini Eyþórs, fyrir minningarathöfn við slys- staðinn aðfaranótt afmælis- dags Eyþórs. „Hann átti marga vini, eins og sást best í minn- ingarathöfninni.“ Eyþór Darri lést af slysförum eftir bílslys á Geirsgötu. Slysið átti sér stað föstudaginn 12. ágúst en hann lést tveimur dögum síðar eftir að hafa verið haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann var mikill áhugamaður um bíla og allt þeim tengt en sjálfur var hann farþegi í bíln- um þegar slysið átti sér stað. var farþegi í bílnum Slysið er talið hafa átt sér stað vegna ofsaaksturs en Eyþór Darri var farþegi í bílnum. Rannsókn á slysinu stendur þó enn yfir og leitar lögreglan að vitnum. Eyþór hlaut alvarlega höfuðáverka þegar ökumaður bílsins missti stjórn á hon- um með þeim afleiðingum að hann hafnaði á byggingu við gatnamót Geirsgötu og Tryggvagötu. Eyþór Darri hefði orðið átján ára á mánudag. Minningarathöfnin var róleg og falleg og segir Steingrímur að gaman hafi verið að sjá all- an þann fjölda sem mætti til að minnast vinar hans. Fjöldi fólks mætti á minn- ingarathöfn sem skipulögð var á Facebook aðfaranótt mánu- dags. Um 300 manns mættu á athöfnina sem fór fram á slys- staðnum við Geirsgötu. Blóm og kerti hafa verið lögð á gang- stéttina á slysstaðnum og eru margir sem hafa vottað fjöl- skyldunni samúð á netinu. Stöðugur straumur ungs fólks var að slysstaðnum daginn sem hefði verið 18 ára afmælis- dagur Eyþórs Darra. „Vonandi hefur hann það gott þar sem hann er,“ segir Steingrímur um vin sinn. Listrænn og sjálfsöruggur Eyþór Darri vakti athygli í fjöl- miðlum á síðasta ári þegar hann kom fram í Mbl-Sjón- varpi þar sem hann talaði um bolina sem hann framleiddi. Hann hafði aðstöðu í félags- miðstöðinni Þróttheimum en hann var þó útskrifaður úr grunnskóla en hafði ekki hafið nám á framhaldsskólastigi. „Það eru þó nokkuð góð við- brögð,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. „Allt selst alltaf upp.“ Bolirnir og framleiðslan á þeim sýndi glöggt hversu skap- andi Eyþór var en hann hann- aði munstrin sem hann þrykkti á bolina sjálfur. Steingrímur segir að Eyþór hafi farið eigin leiðir og ekki verið feiminn við að vera hann sjálfur. „Hann var mikið fyrir að líta bara út eins og hann vildi, litríkur og algjör töffari. Hann fór sínar eigin leiðir,“ segir Steingrímur sem tekur undir að Eyþór hafi verið skapandi einstaklingur. „Hann fór sínar eigin leiðir“ n eyþór Darri róbertsson lést daginn fyrir 18 ára afmælið sitt n var farþegi í bíl sem var ekið á ofsahraða Lífsglaður Eyþór Darri var lífs- glaður og ekki feiminn við að vera hann sjálfur, segir vinur hans. MynD úr einkASAFni kvöddu vin sinn Stöðugur straumur vina Eyþórs Darra var að slysstaðnum á mánudag, þegar hann hefði orðið 18 ára. MynD Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.