Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 20
Þ etta eru fyrstu tón- leikarnir okkar á Ís- landi í þrjú ár. Ég er búinn að búa úti í Skotlandi í næst- um þrjú ár núna og var að snúa heim,“ segir Benedikt Hermannsson, forsprakki hljómsveitarinnar Benni Hemm Hemm. Bandið ætlar að blása til tónleika á Faktorý í kvöld, miðvikudagskvöld, ásamt Markúsi and The Diversion Sessions sem kemur til með að hita upp fyrir þá. „Við höfum ver- ið að koma hljómsveitinni í gang eftir að ég flutti aftur til landsins,“ segir Benni. „Ég flutti til Skotlands með kon- unni minni meðan hún var að læra.“ Benni sat þó ekki auðum höndum meðan á Skotlandsdvölinni stóð held- ur var öflugur í lagasmíð- um. „Ég var bara að spila og semja eins og vanalega,“ seg- ir hann. Skoskur blær Á tónleikunum hyggst hljóm- sveitin spila bæði ný og göm- ul lög. Benna finnst þó erfitt að skilgreina milli þess nýja og þess gamla. „Ég á nú dá- lítið erfitt með að útskýra hvað er nýtt og gamalt því ég á mikið af lögum á lager. Ég veit aldrei hvað fólki finnst nýtt og hvað ekki,“ segir hann og vill meina að jafnvel verði hægt að heyra skoskan blæ á tónlistinni. „Ég held ég geti nú ekki neitað því. Ég hlust- aði mikið á skoska tónlist og svo spilaði ég með fólki sem spilaði gamla skoska tónlist og maður er svolítið smitað- ur af því.“ Breyttur hljómur Tónleikagestir fá líka að kynnast skoskum tónum. „Það er allavega eitt skoskt þjóðlag sem ég ætla að spila á tónleikunum,“ segir hann. Benni er spenntur fyrir tónleikunum og segir hljóm- sveitina hafa breyst. „Hljóm- sveitin hljómar pínu öðru- vísi núna en fyrir um þremur árum þegar við spiluðum saman síðast. Það er eitthvað mjög skemmtilegt í gangi, ég veit ekki alveg hvað það er. Hún hefur eitthvað breyst á þessum þremur árum og það er mjög gaman að því.“ Húsið verður opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur og ein- ungis er hægt að kaupa miða við dyrnar. viktoria@dv.is 20 | Fókus 17. ágúst 2011 Miðvikudagur Götuhátíð haldin á Haðarstíg Í búarnir ætla að setja upp svuntur og baka og bjóða svo gestum og gangandi upp á kaffi og með því,“ segir Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, íbúi á Haðarstíg í Reykjavík. Íbúar götunnar hafa tekið sig saman og ætla að bjóða til götuhátíð- ar á stígnum á Menningarnótt milli klukkan 14 og 16. „Þetta er voða sæt gata og býður upp á að halda svona götuhátíðir því hún er svo þröng. Haðarstígur er ein af fáum vistgötum í Reykjavík sem þýðir að gangandi vegfarendur hafa forgang fram yfir bílaum- ferð. Við erum að berjast fyrir því núna að það verði lokað fyr- ir bílaumferð allra nema þeirra sem búa í götunni.“ Nágrannahópurinn er mjög samheldinn. „Við erum mjög aktívur nágrannhópur í götu- nni og götunum í kring. Við erum talsvert miklir aktívistar og höfum tekið til dæmis lít- inn garð í fóstur,“ segir hún. Garðurinn hefur fengið nafn- ið Litli garður en þar verður einmitt nýtt listaverk til sýnis. „Við fengum Davíð Örn Hall- dórsson til þess að skreyta einn vegg í Litla garði og verkið verður vígt á Menningarnótt. Ætlunin er svo að þetta verði árlegur viðburður og það verði nýtt verk vígt að ári.“ Fjölmargt verður í boði á hátíðinni. „Það verða óvænt- ar sönguppákomur og með- al annars ætla Bartónar, kór Kaffibarsins, að taka lagið en einn meðlima kórsins er íbúi í götunni. Síðan verðum við búin að skreyta stíginn og sumir ætla að tæma komp- urnar sínar þannig það verður svona markaðsstemning,“ seg- ir Halla Sólveig og ítrekar að allir séu velkomnir á Haðar- stíginn. viktoria@dv.is n Íbúar Haðarstígs í Reykjavík blása til hátíðar á Menningarnótt milli klukkan 14 og 16 Líf og fjör Hátíðin heppnaðist vel í fyrra og búist er við mikilli stemmingu í ár. Ljúfir tónar, myndlist, kaffi og bakk- elsi er meðal þess sem í boði er fyrir gesti og gangandi. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Smitaður af skoskri tónlist n Benni Hemm Hemm heldur tónleika á Íslandi eftir þriggja ára hlé Kominn heim Benni er snúinn aftur heim eftir næstum þriggja ára dvöl í Skotlandi. Hann fagnar því með tónleikum á Faktorý. Mynd SigtRygguR aRi jóHannSSon Hasshausar halda jól Það verður sannkölluð veisla fyrir aðdáendur hasshausanna og hrakfallabálkanna Harolds og Kumars, en jólamyndin í ár verður grínmynd með þeim félögum og kallast: A very Harold and Kumar Christmas. Í myndinni er einn aðalleikara Neil Patrick Harris, sá hinn sami og leikur glaumgosann Barney Stinson í vinsælu gamanþátt- unum How I Met Your Mother, og fjölmargar aðrar stjörnur láta ljós sitt skína. Myndirnar um Harold og Kumar flokkast undir svokallaðar költmyndir enda er söguefnið oftast í súrara lagi. Í myndinni skjóta þeir sjálfan jólasveininn í andlitið, hitta Jesú á næturklúbbi og ýmislegt annað sem má deila um hvort að sé í anda jólanna eða ekki. 3 klassískar í Grasagarði Söngkonurnar Björk Jónsdótt- ir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir ásamt píanistanum Bjarna Þór Jóna- tanssyni halda söngskemmtun í Grasagarðinum í Laugardal, í Kaffi Flóru í kvöld, miðviku- dag klukkan 21. Efnisskráin er blönduð og fjölbreytt þar sem ægir saman sveitarómantík, dillandi völsum, seyðandi álf- konutónlist, gömlum dægur- lögum og óperuflugeldasýn- ingum. Öll hafa þau starfað um árabil við tónlist, kennt í tónlistarskólum og komið fram úti um alla Evrópu. Vilja míní- golf og mat- jurtagarð Íbúahátíð verður haldin á leik- vellinum við Lynghaga í tilefni afmælis Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst. Leikvöllurinn hefur verið fóstraður af íbúum í nágrenninu sem hafa þrifið, málað og séð um viðhald á vellinum síðustu árin. Nú ætla þeir enn að huga að vellinum og hafa dreift hugmyndalista um Vesturbæinn. Á meðal hug- mynda eru mínígolfvöllur og matjurtagarður svo ljóst er að þessir velunnarar leikvallarins eru stórhuga. Sitthvað verður um að vera á leikvellinum en dagskráin hefst klukkan 13.30. Felix Bergsson mætir á svæðið og skemmtir og léttar veitingar verða í boði fyrir gesti og gangandi. Velunnarar leikvallarins bjóða allt áhuga- fólk um bætta ásýnd velkomið. 62 glæpasögur bárust í Gaddakylfuna Þ ann 21. september næst- komandi verða kynnt úr- slit í glæpasagnakeppn- inni Gaddakylfunni. Hið íslenska glæpafélag hélt keppnina fyrst í samvinnu við Grand Rokk árið 2004, þá í sam- starfi við útgáfufélagið Birt- íng. Í ár gekk DV til samstarfs við Glæpafélagið og handsal- aði samning við foringja Hins íslenska glæpasagnafélags, Ei- rík Brynjólfsson, um að höndla þessa vígalegu kylfu. Í ár bárust 62 glæpasögur sér- legum glæpafulltrúa DV. Dóm- nefnd skipuð fulltrúum DV og Hins íslenska glæpafélags voru afhentar sögurnar og er hún nú að störfum við að velja þær bestu. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar. Höfund- ur bestu sögunnar fær auk þess Gaddakylfuna, sem listakonan Kogga hannar. Þá verða verð- launasögurnar þrjár birtar í sérútgáfu með DV. Sigurvegari Gaddakylfunnar í fyrra var Hall- dór E. Högurður með sögu sína Innan fjölskyldunnar. Valur Grettisson varð í öðru sæti með söguna Æskuástina og í þriðja sæti Steingrímur Teague með Fjórðu nóttina og Halldór E. Högurður með Einkastæði. Halldór Högurður hinn sig- ursæli fer með formennsku í dómnefnd Gaddakylfunnar í ár og í dómnefndinni sitja að auki Lilja Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson glæpa- sagnahöfundar, Kristjana Guð- brandsdóttir blaðamaður DV og Lilja Skaftadóttir einn eig- enda DV. Foringi Hins íslenska glæpa- félags, Eiríkur, segir þýðingu keppninnar vera mikla. „Nú er verið að gefa út 25 íslenskar glæpasmásögur í Þýskalandi, 15 þeirra eru úr Gaddakylf- unni. Keppnin er alþýðleg og margir sem taka þátt í þessari keppni eru að skrifa opinber- lega í fyrsta skipti. Þetta er því stórt skref fyrir höfunda sem ætla sér stærri hluti. Það skiptir máli fyrir höfunda að koma frá sér efninu og Gaddakylfan er rétti vettvangurinn til þess.“ gaddakylfan 2010 Verðlaunahafar í Gaddakylfunni 2010 ásamt Rögnu Árnadóttur, þáverandi dóms- og mannréttindaráðherra, sem afhenti verðlaunin. Mynd ingóLfuR júLÍuSSon n úrslit gaddakylfunnar 2011 verða kynnt þann 21. september næstkomandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.