Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 13
Þjóðvegur 1 norðan við Ketilsstaði 13. mars 2010 Þórólfur Helgi Jónasson, f. 2.9.1988 n Þórólfur Helgi ók bifreið eftir þjóðvegi 1 á suðurleið frá Egilsstöðum. Skammt norðan við Ketilsstaði er aflíðandi beygja. Rann- sóknarnefnd umferðar- slysa telur að maðurinn hafi ekið út fyrir malbikið í beygjunni. Greinileg för sáust í vegöxlinni hægra megin við veginn. Talið er að hann hafi reynt að stýra bifreiðinni aftur upp á veginn en misst þá stjórn á henni. Bifreiðin snérist á veginum og fór yfir á öfugan vegarhelming og síðan út af veginum. Bifreiðin lenti af miklu afli í skurði þaðan sem hún fór nokkrar veltur og endaði loks á hvolfi ofan í skurðinum. Þórólfur notaði bílbelti en hann lést vegna höfuðáverka sem hann hlaut þegar bifreiðin valt í skurðinum. Hraðaút- reikningur bendir til að bifreiðinni hafi verið ekið á um og yfir 120 kílómetra hraða á klukkustund. Hringbraut við Mánatorg í Reykjanesbæ 24. apríl 2010 Lena Margrét Hinriksdóttir, f. 8.2.1992 Unnur Lilja Stefánsdóttir, f. 25.8.1991 n Ungur karlmaður ók jeppabifreið norður Hring- braut frá Reykjanesbæ. Í bifreiðinni voru auk bílstjórans þrír farþegar. Allir farþegar bílsins höfðu verið að skemmta sér um nóttina og voru á heimleið undir morgun áleiðis að Garði og Sandgerði. Skammt frá Mánatorgi ók ökumaðurinn utan í ljósastaur, sveigði síðan til vinstri og ók út af veginum. Stúlkurnar tvær sem voru í aftursæti bílsins köstuðust út úr bílnum og hlutu alvarlega áverka. Þær létust innan við sólarhring eftir slysið en hvorug var í bílbelti. Vestfjarðavegur við Litla-Holt 19. júní 2010 Anne Marie Reinholdtsen, f. 14.12.1950 n Anne Marie ók bifhjóli norður Vestfjarðaveg áleiðis að Gilsfirði á sama tíma og jeppabifreið var ekið eftir heimreið frá sveitabæ áleiðis yfir Vestfjarðaveg. Ökumaður bifreiðarinnar sá ekki bifhjólið og ók inn á veginn í veg fyrir það. Anne Marie náði ekki að hindra að árekstur yrði og lenti hjólið á hægri hlið bifreiðarinnar, rétt við afturbrettið. Kastaðist hún því næst af hjólinu, yfir bifreiðina og endaði utan vegar um það bil 9 metra frá árekstrarstað. Anne Marie lést af áverkum sem hún hlaut í slysinu. Hringbraut við Birkimel 21. maí 2009 Árni Ragnar Árnason, f. 7.9.1972 n Maður ók fólksbifreið vestur Hringbraut en hann hugðist aka suður Birkimel og var því á beygjuakrein. Á sama tíma ók Árni Ragnar Árnason bifhjóli austur Hringbraut. Svo virðist sem ökumaður fólks- bifreiðarinnar hafi ekki séð mótorhjólið en hann ók í veg fyrir það. Árni Ragnar reyndi að hemla en féll af hjólinu og hafnaði við hlið fólksbifreiðarinnar. Hann lést vegna áverka sem hann hlaut í slysinu. Áreksturinn var það harður að hjálmurinn sem Árni Ragnar var með kom ekki í veg fyrir alvarlega höfuðáverka. Laugarvatnsvegur við Þóroddsstaði 6. ágúst 2007 Eiríkur Óli Gylfason, f. 6.1.1981 n Eiríkur Óli ók austur Biskupstungnabraut á venjulegum hraða. Við Minni-Borg mættu lög- reglumenn ökumanninum og gáfu honum merki um að stöðva bifreiðina til að athuga ástand hans. Eiríkur Óli virti það að vettugi og jók þess í stað hraðann. Lögreglan missti sjónar á bílnum en sá innan skamms rykmökk í fjarska þegar komið var inn á Laugarvatnsveg. Þar hafði bíllinn endað utan vegar. Á veginum voru 70 metra löng skriðför þar sem bifreiðin fór út af. Vestfjarðavegur við Klukkufell 17. september 2007 Mariusz Polinski, f. 1987 n Mariusz keyrði bíl sínum eftir Vestfjarðavegi seinni- part dags í björtu veðri. Ók hann bílnum nokkuð hratt en vegyfirborðið var blautt og gekk á með rigningum. Rétt áður en Mariusz kom að afleggjaranum að bænum Klukkufelli varð hann var við bifreið úr gagnstæðri átt. Vegna takmarkaðrar vegsýnar voru ekki nema nokkrir tugir metra á milli bílanna þegar ökumennirnir urðu hvor annars varir. Svo virðist sem Mariusz hafi brugðið við að sjá bifreið koma úr gagnstæðri átt og fór hann að rása til á veginum og endaði á á öfugum vegarhelmingi. Hann náði að forðast árekstur en bifreiðin fór út af veginum öfugum megin rétt eftir að bifreiðarnar tvær mættust. Krýsuvíkurvegur við Bláfjallaaflegjara 15. október 2007 Magnús Jónsson, f. 21.4.1975 n Magnús ók bifhjóli suðaustur Krýsuvíkurveg á miklum hraða en skammt frá Bláfjallaafleggjara ók hann fram úr tveimur flutningabifreiðum. Veg- sýn var takmörkuð og fór Magnús yfir heila línu yfir á rangan vegarhelming. Við framúraksturinn missti hann stjórn á hjólinu, náði ekki beygju og hafnaði utan vegar. Á veginum voru 130 metra skriðför eftir bifhjólið en það endaði 30 metrum fyrir utan veginn. Hraðaútreikningar rannsóknarnefndar umferðarslysa benda til þess að Magnús hafi verið á að minnsta kosti 140 kílómetra hraða á klukkustund. Sæbraut við Kringlumýrarbraut 1. mars 2006 Guðrún Jónsdóttir, f. 4.3.1987 n Guðrún ók mjög hratt austur Sæbraut er hún missti stjórn á bifreið sinni og ók út af veginum. Hún kastaðist út úr bílnum við slysið. Samkvæmt lögregluskýrslu var hún í kappakstri við annan bíl. Kappaksturinn hófst á Sæbraut við Höfðatún. Engin hemlaför voru sjáanleg en skriðför voru á veginum eftir bifreiðina frá því að Guðrún missti stjórn á henni og þar til hún hafði farið yfir umferðareyju á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Elliðavatnsvegur við Kaldárselsveg 6. júní 2006 Hallgrímur Páll Guðmundsson, f. 12.11.1971 n Hallgrímur Páll ók fólks- bifreið suðvestur Elliða- vatnsveg í átt að vega- mótum við Kaldárselsveg. Hallgrímur missti stjórn á bifreiðinni í s-beygju. Við það fór bifreiðin út af veg- inum og utan í stóran stein við hliðarveg. Bifreiðin kastaðist yfir girðingu og endaði á hliðinni á túni. Hallgrímur lést þrátt fyrir að hafa notað bílbelti en farþegi bifreiðarinnar komst lífs af. Sérfræð- ingur sem reiknaði út hraða í slysinu taldi hraða bifreiðarinnar við upphaf beygjunnar hafi verið 116 kílómetrar á klukkustund en hámarkshraði á Elliðavatnsvegi er 50 kílómetrar á klukkustund. Hof í Öræfasveit 2. júlí 2006 Heiðar Þórarinn Jóhannsson, f.15.5.1954 n Heiðar Þórarinn ók mótorhjóli fram úr bifreið sem var ekið á um 90 kílómetra hraða á klukkustund. Heiðar missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann fór að rása á veginum. Hraði hjólsins varð til þess að hann náði ekki stjórn á hjólinu og ók út af veg- inum. Talið er að hliðarvindur hafi einnig haft áhrif á slysið. Heiðar var vel búinn, með öryggishjálm og í viðurkenndum öryggisgalla, en það reyndist ekki nóg. Suðurlandsvegur við Eystri-Rangá 23. júlí 2006 Birkir Hafberg Jónsson, f. 9.4.1980 n Birkir ók á þungu mótor- hjóli austur Suðurlandsveg í björtu og þurru veðri. Nokkur hundruð metrum áður en hann kom að brúnni við Eystri-Rangá ók hann á afturhjólabarðanum einum um stund. Á sama tíma var bifreið ekið í gagnstæða stefnu yfir brúna. Rétt áður en bifhjólið og bifreiðin mættust lenti framhjól mótorhjólsins aftur á veginum og stefndi þá hjólið framan á bifreiðina. Birkir missti stjórn á hjólinu og rásaði mikið á veginum. Hann féll af hjólinu og rann ásamt hjólinu á hitaveiturör fyrir utan veginn. Hjólið kastaðist aðra 44 metra frá rörinu og lenti í ánni. Hjálmurinn losnaði af höfði hans þegar hann rakst á rörið og fannst brotinn hinum megin brúarinnar. Birkir lést samstundis af völdum áverka sinna. Að mati sér- fræðings var hraði mótorhjólsins líklegasti um 168 kílómetrar á klukkustund. Garðskagavegur 16. ágúst 2006 Jóhann Fannar Ingibjörnsson, f. 17.6.1972 Guðmundur Adam Ómarsson, f. 11.10.1984 n Ökumaður fólksbifreiðar ók suður Garðskagaveg í átt að Sandgerði á allt of miklum hraða. Vegna ógætilegs aksturs rásaði bifreið hans út á malarvegöxl. Ökumað- urinn brást við með því að rykkja bifreiðinni aftur inn á veginn en við það endaði hann á röngum vegarhelmingi. Endaði það með að ökumaðurinn ók framan á sendibifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Samkvæmt hraðaút- reikningum var ökumaður fólksbifreiðarinnar á 128 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaður sendibifreiðarinnar og farþegi sem var í bílnum létust vegna áverka sem þeir hlutu. Borgarfjarðarvegur Eystri við Fossgerði 28. ágúst 2006 Unnur Bettý Guðmundsdóttir, f. 5.9.1987 n Ökumenn tveggja fólks- bifreiða fóru í kappakstur í norðurátt frá Egilsstöðum að Eiðum. Báðir óku þeir mjög greitt og skiptust á að taka fram úr hvor öðrum. Fólksbifreið og gámaflutningabifreið komu úr gagnstæðri átt á sama augnabliki og bílunum var ekið samsíða. Annar öku- maðurinn náði að sveigja yfir á réttan vegarhelm- ing fram fyrir hinn kappakstursökumanninn sem þá tók beygju í veg fyrir gámabifreiðina. Unnur Bettý Guðmundsdóttir, sem ók í veg fyrir flutningabílinn, hlaut alvarlega áverka og lést samstundis. Fréttir | 13Miðvikudagur 17. ágúst 2011 Fórnarlömb hraðans Hraðakstur hefur undanfarin ár verið meðal þriggja helstu ástæðna fyrir banaslysum í umferðinni. Hinar algengustu ástæðurnar eru ölvunarakstur og að bílbelti voru ekki notuð. Til hraðaksturs telst allur akstur yfir löglegum hámarkshraða. Ofsaakstur er síðan þegar ökumenn keyra meira en helmingi hraðar en leyfður hámarkshraði er. DV hefur tekið saman öll banaslys í umferðinni sem talin eru bein afleiðing hraðaksturs frá árinu 2006.Létust vegna hraðaksturs H ún var yndisleg stelpa og yndislegur vinur. Þú finnur ekki mann- eskju með stærra hjarta en það sem Guðrún hafði,“ segir Jónína Bríet Jónsdóttir um systur sína, Guðrúnu Jónsdóttur, sem lést aðeins átján ára gömul í bílslysi eftir að hafa verið í kappakstri á Sæbrautinni árið 2006. Guðrún var ekki í bílbelti þegar hún og ökumaður annars bíls hófu kappakstur á Sæbraut við Höfðatún. Guðrún ók mjög hratt austur Sæbraut á hægri ak- rein en missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún braut niður tvo ljósa- staura og hafnaði á þeim þriðja. Þar sem hún var ekki í bílbelti kastaðist hún út úr bílnum, en talið er að hún hefði mögulega getað lifað slysið af hefði hún verið í belti. Aðkoman að slysinu var ljót og fengu vitni sem komu að slysstað áfallahjálp. Aðeins eitt líf Jónína Bríet segir slysið hafa haft mikil áhrif á fjölskyld- una, sem enn syrgir Guð- rúnu sárt. Þegar fimm ár voru liðin frá andláti Guð- rúnar skrifaði Jónína Bríet grein í Morgunblaðið þar sem segir meðal annars: „Við eigum bara eitt líf og stundum hugsum við að það geti ekkert drepið okkur og það muni ekkert henda mig. Það er bara ekki rétt, en ég hugsaði samt svona. Stóra systir mín gerði það líka en þegar hún dó var hún aðeins 18 ára gömul. Hún hugsaði eins og flestir gera, svona nokkuð kemur ekki fyrir mig. Þú getur alveg sloppið, þú lendir í umferðarslysi og ekkert kemur fyrir þig en hvað um hina, kannski kom- ast þeir ekki svona vel út úr slysunum. Lífið er stutt, ekki koma þér eða öðrum í hættu að óþörfu. Það eina sem þú þarft að gera er að hægja á þér, fylgjast vel með öllu í kringum þig og vera alltaf með bílbelti, það bjargar.“ Yndisleg stelpa „Við systir mín vorum mjög nánar, ég hugsa um hana á hverjum degi og sakna henn- ar mjög mikið,“ segir Jónína. „Við vorum nánast alltaf límdar saman og ég myndi vita ef hún hefði áður stund- að kappakstur. Ég er alveg viss um að hún stundaði það ekki að jafnaði. Fyrst eftir slysið áttum við erfitt með að trúa að það hefði orðið af völdum hraðaksturs og að hún hefði verið í kappakstri. Það var ekki henni líkt, en hún hafði áhuga á fallegum bílum og vissi sennilega aðeins meira um bíla en flestar 18 ára stelpur. Í dag finnst mér erfitt að heyra af slysum og sér- staklega þeim sem verða af völdum hraðaksturs. Þau eiga ekki að þurfa að gerast.“ Gott að muna og rifja upp Jónína Bríet segir að dauði systur sinnar hafi mikil áhrif á hvernig hún keyri og hegði sér í umferðinni. „Þetta hefur haft áhrif á alla í kringum okkur. Við Guðrún erum aldar upp í Garðabænum og Garðabær er mjög náið samfélag. Ég sá og fann fyrir því að krakkarnir sem voru komnir með bílpróf í kringum okkur hættu að vera í bíla- leikjum á planinu og keyra glannalega. En svo fer fólk að gleyma og þá byrjar þetta aft- ur. En það er gott að muna og rifja upp. Og ekki gleyma að festa bílbeltin, fylgjast betur með í kringum okkur, hætta að aka eins og það sé enginn annar í umferðinni en þú.“ „Ég sakna hennar mikið“ n Lést 18 ára eftir kappakstur n Systir hennar brýnir fyrir fólki að aka varlega Syrgir ástvin Jónína Bríet Jónsdóttir, systir Guðrúnar, segir lát systur sinnar hafa haft mikil áhrif á sig og fjölskyldu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.