Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 17. ágúst 2011 Miðvikudagur Eigandi Langa Manga: Ekki ölvuð á bak við barinn „Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá vita allir hvar Langi Mangi er núna,“ segir Karen Elísabet Sæ- rún Ingadóttir, eigandi skemmti- staðarins Langa Manga á Ísafirði. Fyrir um viku fékk staðurinn þó nokkra athygli eftir að honum var lokað vegna ölvunar starfs- fólks, að sögn lögreglu. Karen segir fréttaflutn- ing hafa verið nokkuð einhliða og vill fá að skýra sína hlið málsins en hún segir af og frá að ástæða hafi verið til þess að loka staðnum. „Mér finnst skrítið að lögreglan haldi því fram að starfsfólk hafi verið ölvað þegar þeir létu starfs- fólk ekki einu sinni blása í áfengis- mæla,“ segir Karen. Hún vill meina að þar sem lögreglan hafi ekki gert neitt til að staðfesta grun sinn um ölvun standi einfaldlega orð gegn orði. Óeinkennisklæddir lögreglu- menn heimsóttu Langa Manga um klukkan hálf þrjú aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst og lokuðu staðnum í kjölfarið vegna meintrar ölvunar starfsmanna. „Þetta hljómar ógeðslega illa, eins og starfsfólkið hafi verið blind- fullt við störf, en þannig var það ekki,“ segir Karen. Hún segist hafa verið að halda upp á 26 ára afmæli sitt fyrr um kvöldið og því hafi stað- urinn verið lokaður vegna einka- partís. Um tólfleytið var staðurinn svo opnaður en tvær vinkonur Kar- enar sáu um afgreiðslu við barinn. Hún segir að þær hafi einungis ver- ið búnar að drekka eilítið af hvítvíni og því hafi þær alls ekki verið ölv- aðar. Hún er ósátt við viðbrögð lög- reglunnar. „Mér finnst voðalega leiðin- legt að daginn eftir var komin frétt í öllum fjölmiðlun um að Langa Manga hefði verið lokað vegna ölv- unar starfsfólks,“ segir Karen og bætir við: „Ég vil bara segja við fólk sem þekkir mig ekki að ég er mjög ábyrg og ég er ekki þekkt fyrir að vera ölvuð á bak við barinn.“ Hún segir vini og kunningja einfaldlega hafa hlegið að þessu en hún viti ekki hvernig þeir sem þekki hana ekki taki þessu. Hún tekur fram að Langa Manga hafi aldrei áður verið lokað vegna slíkra mála. Karen segist sjálf hafa verið á Langa Manga allt kvöldið en hún hafi ekki komið nálægt afgreiðsl- unni. „Þegar lögreglan sagði að það þyrfti að rýma staðinn hjálpaði ég þeim að henda út og var mjög liðleg. Ég var miður mín og sagði þeim að þetta myndi ekki koma fyrir aftur.“ Karen sagði gestum staðarins sem voru fáir á þessum tímapunkti að hún ætlaði að loka staðnum þar sem tölvan væri biluð og því ekki hægt að spila neina tón- list. Hún segir engan hafa vitað af raunverulegu ástæðunni þar sem lögreglumennirnir hafi verið óein- kennisklæddir. Langi Mangi mun leggjast í vetr- ardvala eftir rúmlega þrjár vikur og verður lokaður í vetur, þar sem Kar- en er á leið til Danmerkur. Hún seg- ir ástæðu lokunarinnar einnig vera þá að hún vilji taka tillit til gamals fólks sem búi í nágrenninu. jonbjarki@dv.is Karen Elísabet Eigandi Langa Manga. T ollstjórinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Jóni Ólafssyni, athafna- manni og eiganda vatns- fyrirtækisins Icelandic Glacial í Ölfusi, í maí á þessu ári. Þetta kemur fram í endurriti úr gerðarbók sýslumannsins í Reykja- vík sem DV hefur undir höndum. Fjárnámið var gert vegna tæplega 33 milljóna króna skuldar Jóns við tollstjóraembættið. Lánardrottn- ar Jóns, meðal annars Landsbank- inn, munu þar af leiðandi geta ósk- að eftir því að bú Jóns verði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem hann á ekki eignir til að greiða útistand- andi lán sín þar sem fjárnámið var árangurslaust. Fjárnámið er eitt af þeim atrið- um sem skipta máli í dómsmáli sem Landsbankinn hefur höfðað gegn Jóni vegna tæplega 420 millj- óna króna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélagsins Jervistone Limited sem skráð er á Bresku Jóm- frúaeyjum. Stefnan í málinu gegn Jóni var þingfest þann 16. júní síð- astliðinn og verður málið rekið fyrir dómstólum. Orðrétt segir í endurritinu úr gerðarbók sýslumanns að Jón eigi engar eignir á Íslandi. „Talsmanni gerðarbeiðanda er ekki kunnugt um að gerðarþoli eigi eignir hér á landi. Með vísan til framanritaðs krefst talsmaður gerðarbeiðanda þess að gerðinni verði lokið án ár- angurs.“ Tollstjóraembættið gat því ekki gengið að eignarhlut Jóns í vatnsfyrirtækinu í Ölfusi. Titlaður „fjárfestingarráðgjafi“ Líkt og DV hefur greint frá veitti Sparisjóðurinn í Keflavík lánið til Jervistone Limited árið 2006. Ástæð- an fyrir því að það er Landsbankinn sem stefnir Jóni í málinu er sú að í mars tók Landsbankinn yfir rekstur Sparsjóðsins í Keflavík og varð sjóð- urinn hluti af bankanum í kjölfarið. Jón var titlaður „fjárfestingarráð- gjafi“ Tortólafélagsins, að því er seg- ir í stefnunni. Lánið var notað til að fjárfesta í erlendum hlutabréfum, líkt og segir í stefnu, en Sparisjóðurinn bjó ekki yfir upplýsingum um hvaða hluta- bréf voru keypt fyrir lánið. Um þetta segir í stefnunni: „Lánsfénu yrði öllu varið til kaupa á erlendum hluta- bréfum, skráðum í Bretlandi og skyldu hlutabréfin standa til trygg- ingar láninu.“ Staða sparisjóðsins í viðskiptunum var því ekki mjög góð. Látinn gangast í ábyrgð Sparisjóðurinn í Keflavík krafðist þess hins vegar áður en lánið var veitt til Tortólafélagsins að Jón gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir því þar sem veðið fyrir láninu var ekki mjög traust. Jón gerði það á endan- um en upphaflega vildi hann ekki gangast í slíka ábyrgð. Um þetta segir í stefnunni: „Lánssamningur var því undirritaður þann 11. apríl 2006 og nam fjárhæð hans 2.250.000 sterlingspundum. Sama dag undir- ritaði stefndi yfirlýsingu um sjálf- skuldarábyrgð, þar sem hann gekkst í sjálfskuldarábyrgð til tryggingar á skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum, afleiðusamning- um og öðrum skuldbindingum sem Jervistone Ltd. gengst undir gagn- vart Sparisjóðnum í Keflavík…“ Eftir að fyrir lá að Jón ætlaði sér ekki að greiða lánið var honum stefnt vegna ábyrgðarinnar. Út frá fjárnámi toll- stjóra að dæma er ljóst að Lands- bankinn mun ekki fá mikið upp í kröfur sínar á hendur Jóni. Húsið í eigu skuldsetts eignarhaldsfélags Ein af ástæðunum fyrir því af hverju fjárnám tollstjóra var árangurslaust er sú að Jón er ekki skráður pers- ónulega fyrir miklum eignum hér á landi. Til að mynda er einbýlis- hús á Baldursgötu 33 sem hann hef- ur búið í skráð á börn hans en ekki hann sjálfan. Húsið er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Joco ehf., sem aftur er í eigu barna Jóns. Joco ehf. er tæknilega gjaldþrota eignarhaldsfélag sem stundar fast- eignaviðskipti, verðbréfaviðskipti og tengdan rekstur, samkvæmt síð- asta birta ársreikningi félagsins frá árinu 2009. Eina fasteign félagsins er umrætt hús á Baldursgötu. Joco er með neikvætt eigið fé upp á rúm- an milljarð króna en heildarskuldir félagsins nema rúmum 1.700 millj- ónum króna. Á húsinu hvíla veð frá Íslandsbanka og erlendum sjóði upp á rúmlega 330 milljónir króna. Fasteignamat hússins er hins veg- ar ekki nema rúmlega 76 milljón- ir króna. Húsið er því yfirveðsett en þar sem það er ekki skráð á Jón persónulega munu lánardrottnar hans, meðal annars Landsbankinn ef dæmt verður honum í hag í mál- inu, ekki geta leyst húsið til sín upp í skuldir hans. n Landsbankinn stefndi Jóni vegna 400 milljóna sjálfskuldarábyrgðar n Hús sem Jón býr í er í eigu félags sem skuldar 1.600 milljónir „Lánsfénu yrði öllu varið til kaupa á erlendum hlutabréfum, skráðum í Bretlandi og skyldu hlutabréfin standa til tryggingar láninu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 1.600 milljóna króna skuld Einbýlishús á Baldursgötu sem Jón býr í er í eigu eignar- haldsfélagsins Joco sem skuldar 1.600 milljónir. Joco er í eigu barna Jóns. Tollstjóri gat því ekki gert fjárnám í húsinu. Fyrir dómi Jóni Ólafssyni hefur verið stefnt vegna 420 milljóna króna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í vegna lánveitingar frá Sparisjóðnum í Keflavík árið 2006. Árangurslaust fjárnám hjá Jóni Ólafssyni Tilboð hefur borist í eignir þrotabús fiskvinnslunnar Eyrarodda á Flateyri að sögn skiptastjórans Friðbjörns E. Garðarssonar. „Samningaviðræður hafa gengið vel og niðurstaða verð- ur kynnt fljótlega,“ segir Friðbjörn en segist ekki geta greint frá því hver hafi gert tilboð í þrotabúið. „Tilboðs- gjafi hefur óskað eftir trúnaði og því er ekki unnt að upplýsa um hvern ræðir að svo stöddu,“ segir Friðbjörn. Hann segir um samstarfsverkefni Íslend- inga og erlendra aðila að ræða þeg- ar hann er spurður hvaðan tilboðið komi. Byggðastofnun tók umráð yfir eignum þrotabús Eyrarodda sem voru veðsettar stofnuninni. Um er að ræða tólf eignir með mismun- andi fastanúmerum. Byggðastofnun kemur til með að eignast aðalfisk- vinnsluhús Eyrarodda innan skamms að sögn Hjalta Árnasonar, forstöðu- manns lögfræðisviðs Byggðastofnun- ar. Hjalti á von á að kröfuhafar muni funda með skiptastjóra um umrætt tilboð fyrir helgi og verði tíðinda að vænta innan skamms um hvort um- ræddu tilboði verði tekið. Hjalti segir það vera markmið stofnunarinnar að taka tilboði að- ila sem vilja koma fiskvinnslu á fót á Flateyri. „Aðalmarkmiðið er að þetta sé aðili sem geti komið vinnslu af stað og muni reyna það,“ segir Hjalti og bætir við að Byggðastofnun geti ekki sett kvaðir á tilboðsgjafann um að hann starfræki fiskvinnslu á svæðinu. Þegar hann er spurður hvort til- boðið sé komið frá Íslendingum og erlendum aðilum sem eiga í samstarfi segist hann ekki hafa fregnir af slíku. Þegar hann er spurður hvort stofnun- in myndi setja það fyrir sig að erlendir aðilar keyptu eignir þrotabús Eyrar- odda segir hann: „Það gilda lög um það hvort útlendingar geti átt sjávar- útvegsfyrirtæki á Íslandi, það þarf að vera í samræmi við þau.“ Lögin um eignarhald erlendra aðila í sjávarút- vegsfyrirtækjum kveða á um að beint og óbeint erlent eignarhald megi vera allt að 49 prósent. Ef samningar nást lýkur langri og strangri bið Flateyringa eftir lausn á málum þrotabús Eyrarodda. Eyrar- oddi var stofnaður eftir að fiskvinnsl- an Kambur var lögð niður á vor- dögum árið 2007. Haustið 2007 hóf Eyraroddi vinnslu en fyrirtækið varð gjaldþrota um miðjan janúar síðast- liðinn. birgir@dv.is Tilboðið frá Íslendingum og erlendum aðilum sem eru í samstarfi: Skoða tilboð í Eyrarodda Lausn í sjónmáli Flateyringar gætu átt von á lausn á málum þrotabús Eyrarodda eftir langa bið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.