Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 17. ágúst 2011 Þær vinsælustu á um 15 þúsund n Í Griffli er verð á skólatöskum á bilinu 199 til 18.000 krónur n Ódýrustu töskurnar líka með stuðningi en ekki eins sterkar J eva-taskan er landsþekkt og sú taska sem hefur verið vin- sælust hérna á Íslandi í yfir 20 ár. Jeva eru hágæðatöskur frá Danmörku sem eru hannað- ar til að styðja við mjóbakið,“ segir Haukur Olavsson, verslunarstjóri í Griffli, þegar hann er spurður hvaða skólatöskur séu vinsælastar. Í Griffli er hægt að fá töskur sem kosta minna en þúsund krónur en dýrustu tösk- urnar eru margfalt dýrari; kosta á bilinu 15 til 18 þúsund krónur. Jeva og Beckman fyrir þau yngstu Haukur segir að einkenni góðrar skólatösku séu að hún styðji vel við bakið, sé sterkbyggð og búin breið- um axlarólum. Þá sé mikilvægt að hafa mittisól til þess að taskan sitji föst á réttum stað á baki barnsins. Hann segir Jeva-töskurnar vinsæl- astar hjá börnum í fyrstu bekkjum grunnskóla. Þeim fylgir nestisbox, leikfimitaska og nestisbrúsi. Haukur segir að töskur frá Beck- man séu líka mjög vinsælar. Þær séu álíka vandaðar og Jeva. „Þetta snýst líka um það hversu lengi töskurnar endast; frágangur og styrkleiki ræð- ur þar mestu,“ segir Haukur. Hann segir að verð á Jeva-töskunum og Beckman séu þau sömu og í fyrra. „Ég ákvað að hafa þetta allt á 14.888 krónur,“ segir hann. Haukur segir að eitt einkenni góðrar skólatösku sé að auðvelt sé að stilla þær. Barnið geti sjálft togað í og strekkt á böndunum þegar taskan er komin á bakið. Þannig setjist taskan á réttan stað á bakið. Breið bönd og stuðningur við bakið Eins og sjá má á myndunum er úr- valið mikið af skólatöskum. Verðið er, eins og áður segir, mjög misjafnt. Haukur segir að hjá eldri börnum, þeim sem eru í 6. bekk og upp úr, séu töskur frá Eastpack vinsælast- ar. Í þeim sé til dæmis gert ráð fyrir fartölvu og þær séu stærri en Jeva og Beckman. Böndin yfir axlirnar séu breið en það gildi raunar um lang- flestar töskur sem framleiddar eru í dag, líka þær ódýrustu. Flestar tösk- ur séu einnig með mittisól en mis- munandi sé hversu stuðningurinn við bakið sé mikill. Eastpack-tösk- urnar kosta á bilinu 10 til 18 þúsund krónur. Ágætar, ódýrar töskur Auðvelt er að finna töskur sem kosta minna en 10 þúsund krónur. Í Griffli, eins og víðar, er hægt að velja um fjölmargar töskur sem kosta fjögur til sex þúsund krónur og þá er tölu- vert úrval af töskum sem kosta 2 þús- und eða jafnvel minna en 1 þúsund krónur. Þannig var, þegar DV leit við, hægt að fá nokkur eintök af Hanna Montana töskum á 199 krónur. Ódýr- ustu töskurnar eru eðlilega ekki eins sterkar og hinar dýrustu en eiga það þó flestar sammerkt að hafa svolít- inn stuðning við bakið og breið bönd yfir axlirnar. Sumar hafa þó einnig mittisólar. Mikil fjárútlát eru því ekki nauðsynleg þegar kemur að kaupum á skólatöskum. baldur@dv.is Úr nægu að velja Mikilvægt er að velja tösku sem passar barninu. Hún þarf ekki að vera dýr. Hanna Montana Þessi gæti verið fyrir ungar stúlkur og kostar aðeins 199 kr. Monster Jam Þessi taska gæti passað fyrir unga drengi og kostar 1.990 kr. Southwest Bound Mikið úrval er af töskum sem kosta um 4.000 kr. Þessi er vinsæl að sögn Hauks. Beckman Töskur frá þessum framleiðanda eru afar vandaðar en þær kosta 14.888 kr. Eastpak Töskur fyrir unglinga með hólfi fyrir fartölfu. Verð frá 10.000 til 18.000 kr. Jeva Þessar dönsku töskur eru þær vinsælustu og bestu, að sögn Hauks. Kosta 14.888 kr. en þeim fylgir leikfimitaska og nestisbox.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.