Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 22
22 | Viðtal 17. ágúst 2011 Miðvikudagur
M
ér fannst ég bara
vera frjáls þegar ég
var komin út á sjó.
Sjórinn er minn
uppáhaldsstaður
og mér líður hvergi betur,“ seg-
ir Matthildur Hafsteinsdótt-
ir, kokkur á frystitogaranum
Frera. Hún er 62 ára, þriggja
barna móðir og amma ell-
efu barna. Hún var komin yfir
sextugt þegar hún réð sig til
starfa á frystitogara og veigr-
ar sér ekki við því að vera á
sjó í allt upp undir 40 daga í
senn, enda segir hún að sér
líði hvergi betur en á sjónum.
Sjómennskuna segir hún vera
sér í blóð borna. Hún hafi allt-
af haft sterkar taugar til hafs-
ins þrátt fyrir að hún hafi horft
á eftir föður sínum í hafið, en
hann drukknaði þegar hún var
aðeins 12 ára gömul. „Pabbi
minn var alltaf á sjó og mað-
urinn minn vann lengi vel á
sjó. Ég fékk oft að fara með
pabba á sjóinn og fannst það
alltaf jafn gaman. Ég fann það
fljótt þegar ég fékk að fara
með pabba hvað ég hafði mik-
inn áhuga. Ég var aldrei sjó-
veik eða neitt slíkt heldur leið
bara vel á sjónum,“ segir Matt-
hildur og horfir út á sjóinn út
um gluggann á Kaffivagnin-
um við höfnina. Hún valdi að
hitta blaðamann á þeim stað
því henni líður einkar vel við
sjóinn. Í viðtalið fylgdi henni
sambýlismaður hennar, Hauk-
ur Harðarson, sem hlustar af
athygli á frásögn Matthildar.
Réð sig á frystitogara
komin yfir sextugt
En aftur að sjónum. Áður en
hún réð sig á frystitogara hafði
hún lítið unnið á sjónum fyrir
utan eitt sumar á ísfrystitog-
ara fyrir um 20 árum. „Ég var
á Gylli frá Flateyri í kringum
1990. Þá var maðurinn minn
sálugi líka um borð. Mér líkaði
það rosalega vel, fór oft með
þeim í siglingar. Ég var ein-
hvern veginn bara svo tengd
sjónum.“
Eftir það vann hún ýmis
störf, yfirleitt sem matselja
hjá hinum ýmsu fyrirtækjum
í landi, en sjórinn togaði allt-
af í hana og hana langaði aft-
ur á sjóinn. Hún var því him-
inlifandi þegar henni bauðst
starf kokks á frystitogara fyrr
á þessu ári. Henni fannst það
lítið mál að skella sér á sjó-
inn þrátt fyrir að vera orðin
62 ára gömul. „Ég hef alltaf
haft áhuga á sjó og greip þetta
bara fegins hendi þegar það
bauðst. Ég var búin að stinga
því að kokknum á Frera að ef
það vantaði kokk þá væri ég til.
Það var nýbúið að loka mötu-
neytinu sem ég vann í og ég
var svona milli vinna.“
Hún hitti fyrir tilviljun
kokkinn á Frera á Kanaríeyj-
um. Hún kannaðist lítillega
við hann og stakk því að hon-
um að hóa í sig ef það vantaði
kokk. „Ég spurði hann að því
hvort hann myndi vilja hafa
mig í huga ef það vantaði að-
stoðarkokk.“ Henni bauðst
fljótlega að leysa af eftir það og
hefur farið í einn túr nú þegar
og hlakkar til að fá boð um að
fara í þann næsta.
Núverandi sambýlismaður
hennar, Haukur S. Harðarson,
vinnur einnig á Frera og kynnti
hana fyrir kokknum.
Dó í fanginu á henni
Nokkrum árum fyrr hefði hana
þó ekki órað fyrir því að hún
færi að vinna á sjó þó að vissu-
lega hafi hana alltaf langað.
Þá var hún gift sjómanni. Þau
bjuggu flest sín hjúskaparár
á Flateyri þar sem hann var
til sjós. Árið 1992 fluttu þau í
bæinn því hún var einmana
eftir að börnin voru flogin úr
hreiðrinu og var orðin leið á
snjónum. „Ég var orðin svolít-
ið einangruð. Börnin voru flutt
og ég var mikið ein og langaði
að breyta til. Ég var líka kom-
in með leið á snjónum,“ seg-
ir hún en bætir hlæjandi við:
„Það hefur samt varla snjóað
þarna síðan við fluttum.“ Hún
á þó enn sumarbústað fyrir
vestan og reynir að fara þang-
að reglulega.
Maðurinn hennar vann
lengst af á sjó og var mjög
hraustur að hennar sögn.
Hann lést hins vegar skyndi-
lega fyrir sjö árum síðan. „Við
kynntumst þegar við vorum 15
og 17 ára og fengum 35 ynd-
isleg ár saman. Hann dó svo
í fanginu á mér á Læknavakt-
inni í Kópavogi á föstudaginn
langa árið 2004.“
Maðurinn hennar hafði
ekki sýnt nein merki þess að
vera veikur en hafði þó verið
slappur þennan dag. „Hann
var eitthvað svo slappur en
vildi ekki hringja á sjúkra-
bíl því að við vorum með tvö
barnabörn hjá okkur. Við ætl-
uðum bara að byrja þar en
hann komst ekki einu sinni
inn til læknisins. Hann dó eig-
inlega í fanginu á mér á bið-
stofunni. Fékk hjartastopp,“
segir hún alvarleg í bragði.
„Þetta var alveg rosalega erf-
itt.“
Hafði farið í skoðun
mánuði áður
Matthildur segir það hafa
verið afar sára lífsreynslu að
missa eiginmann sinn svo
skyndilega. Þau höfðu verið
saman frá því þau voru ung-
lingar og hlökkuðu til efri ár-
anna saman. Hún er ekki sátt
við samtökin Hjartavernd þar
sem hann hafði farið í skoð-
un þar, aðeins mánuði áður
en hann dó. „Þar gáfu þeir
honum bara græna passann
út í lífið, sögðu að hann væri
hraustur og ekkert að honum.
Þeir sendu hann ekki í alls-
herjar tékk heldur tóku bara
af honum hjartalínurit og ein-
hverjar sjö blóðprufur sem
voru sendar til framhalds-
rannsóknar í Ameríku. Hann
var ekki sendur í áreynslu-
próf eða neitt slíkt. Þeir sögðu
bara við hann að hann ætti að
losa sig við 20 kíló eða eitthvað
þannig. Hann dó svo mánuði
seinna úr hjartastoppi. Fékk
kransæðastíflu. Það er eitt-
hvað sem hefði sést um leið
ef hann hefði farið í áreynslu-
próf. Ef hann hefði verið
sendur í framhaldsrannsókn
frá Hjartavernd hefði hann
kannski verið þræddur eða
allavega hefði eitthvað verið
gert.“
Það er greinilegt að hún
er sár yfir vinnubrögðunum.
„Hann var bara 55 ára þegar
hann dó. Það er rosalega erf-
itt þegar hraustir menn fara
svona. Hann átti eftir að gera
svo margt. Það má eiginlega
segja að þetta sé það eina sem
ég er ekki sátt við í dag, það er
Hjartavernd. Við deyjum öll og
það gerist á mismunandi tíma
en ég hef aldrei sæst við þetta.“
Spítalinn brást henni
En þetta var því miður ekki
eina áfallið sem Matthild-
ur varð fyrir þennan daginn.
Buguð af sorg vegna skyndi-
legs fráfalls eiginmanns síns
var hún keyrð upp á spítala þar
sem hún átti að fá áfallahjálp.
„Spítalinn brást mér. Það var
farið með mig upp á Borgar-
spítala þar sem ég átti að fá
áfallahjálp. Mér var fylgt inn í
aðstandendaherbergi og þar
sat ég alein og enginn kom. Ég
beið og beið en enginn kom til
mín.“
Matthildur beið dágóða
stund í öngum sínum, nýbúin
að verða fyrir mesta áfalli lífs
síns og var alein. „Mér var ekki
farið að standa á sama, það
kom ekki einu sinni prestur til
mín og ég ákvað þess vegna að
fara fram og leita að einhverj-
um. Ég labbaði út úr aðstand-
endaherberginu og opnaði
næstu dyr. Þá voru það dyrnar
að kapellunni og þar lá mað-
urinn minn. Þar lá hann dá-
inn,“ segir hún og augljóst er
að upprifjunin reynist henni
erfið. „Þá var mér nóg boð-
ið, lokaði dyrunum og fór inn
og hringdi alein í börnin mín
og sagði þeim að pabbi þeirra
væri dáinn.“
Tær skelfing
Hún segir þetta hafa tekið
á. „Þetta var öll áfallahjálp-
in sem ég fékk. Það var eng-
inn hjá mér, enginn sem hélt í
höndina á mér. Ekki neitt. Ég
hringdi í börnin mín og sagði
þeim að pabbi þeirra væri dá-
inn.“ Hún segir það hafa verið
erfitt en einhver óútskýran-
legur styrkur hafi rekið hana
áfram. „Þetta var tær skelfing.
Ég bara varð að gera þetta og
gerði þetta. Maður fer í ein-
hvern gír þegar maður þarf að
gera hlutina. Sérstaklega und-
ir svona kringumstæðum.“
Yngri dóttir hennar var
ólétt að sínum seinni tvíbur-
um og hafði sagt pabba sín-
um frá því daginn áður. Hún
óttaðist viðbrögð hennar við
fréttunum. „Yngsta dóttir mín
var komin svo stutt á leið og
ég var svo hrædd um hana að
ég sagði henni þetta ekki strax.
Ég lét manninn hennar fara og
segja henni þetta.“
Enginn á að þurfa að upp-
lifa svona hrylling
Hún segir prestinn svo hafa
birst að lokum. „Þetta var um
páska og sjálfsagt undirmann-
að á spítalanum vegna þess.
Presturinn kom svo á endan-
um. Þá hafði hún farið í messu
hjá manninum sínum sem
er líka prestur, klukkan átta á
föstudaginn langa.“ Hún er sár
yfir aðgerðaleysinu. „Hún var
á vakt og átti auðvitað að vera
á staðnum. Það var enginn
annar þarna sem gat hjálpað
mér.“
Matthildur ákvað að kæra
þetta til að koma í veg fyrir að
svona nokkuð myndi gerast
aftur. „Það var geðhjúkrunar-
fræðingur sem kærði þetta
fyrir mig. Ég gat ekki hugsað
mér að nokkur maður þyrfti að
ganga í gegnum þetta sama.
Svona hrylling á fólk ekki að
þurfa að upplifa ofan á það að
missa maka sinn.“
Kynntist ástinni á ný
Matthildur lét þó ekki deig-
an síga og hélt lífi sínu áfram.
Hún segir fyrstu árin eftir and-
lát eiginmannsins hafa verið
mjög erfið. Bæði tilfinninga-
lega og svo líka fjárhagslega,
enda búin að missa fyrirvinnu
heimilisins. Hún gafst þó
ekki upp enda á hún börn og
barnabörn sem hún lifir fyrir.
„Þau eru öll yndisleg og ótrú-
lega vel heppnuð,“ segir hún
og hlær einlægt.
Ástin bankaði líka upp á
hjá henni á ný. Fyrir um ári
kynntist hún núverandi sam-
býlismanni sínum, Hauki S.
Harðarsyni. „Við höfðum vit-
að af hvort öðru gegnum árin,“
segir Matthildur og horfir ást-
úðlega á Hauk sem situr hin-
um megin við borðið. „Við
hittumst fyrst árið 2005 en
síðan var það ekki fyrr en fyr-
ir um það bil ári að við enduð-
um saman.“ Þau hittust á balli.
„Það var á Kringlukránni,“
segir hún hlæjandi. „Gott ef
það var ekki bara Geirmund-
ur að spila. Ég ætlaði nú ekk-
ert að nenna en dreif mig. Ég
er ánægð með það í dag,“ segir
hún og skellir upp úr og Hauk-
ur brosir til hennar.
Jafnrétti um borð
Haukur starfar líka á Frera og
þau eru ánægð að geta unnið
saman. „Þannig á það að vera.
Vinna saman og búa saman,
það er alveg frábært. Í stað-
inn fyrir að hanga ein heima í
mánuð og bíða eftir að hann
komi heim. Svona á þetta að
vera.“
Þeim líkar báðum vel um
borð og segja móralinn vera
góðan. „Mér finnst svo gott að
vinna með karlmönnum, mér
finnst það eiginlega betra. Þeir
eru svo þakklátir,“ segir Matt-
hildur og tekur fram að all-
ir séu jafnir á sjónum. „Kven-
menn eru ekki á lægri launum.
Allir eru jafnir úti á sjó og fá
jöfn laun. Konur vinna sömu
vinnu og fá þess vegna sömu
laun. Alveg eins og það á að
vera en það er líklega ekki
hægt að segja að það sé svona
jafnrétti á mörgum stöðum. Á
sjónum er enginn launamun-
ur milli kynjanna.“
Fiskast „assgoti“ vel á
kvenmennina
Hún segir skipverjana vera
ánægða með að fá hana um
borð og Haukur staðfestir það.
„Þeir voru að tala um að þeir
væru svo glaðir að hafa kon-
ur um borð því það fiskaðist
svo „assgoti“ vel á þær,“ segir
Matthildur hlæjandi og bætir
brosandi við: „Ég er víst eng-
in undantekning þar á því
að þetta var stærsti túrinn á
árinu. Ég sagði líka á móti að
það væri eðlilegt því að alltaf
þegar pabbi minn fór á sjó og
hann dreymdi mig þá fiskaði
hann,“ segir hún brosandi.
Matthildur segist tengjast
sjónum órjúfanlegum bönd-
um og munu líklega gera um
ókomna tíð. „Mér líður best ef
ég sé sjóinn. Í dag bý ég þannig
að ég horfi út á sjóinn og finnst
það alveg yndislegt.“
viktoria@dv.is
Matthildur Hafsteinsdóttir var að-
eins 12 ára þegar sjórinn tók föður hennar
frá henni. Þrátt fyrir það hefur hún alltaf
elskað hafið bláa og líður hvergi betur
en einmitt úti á sjó. Hún giftist sjómanni,
eignaðist með honum börn og varð sjó-
mannskona. Sjómaðurinn hennar dó
seinna í örmum hennar langt fyrir aldur
fram og spítalinn brást henni, syrgjandi
ekkjunni. Hún gafst ekki upp heldur stóð á
sínu og fann ástina á ný og réð sig svo til
starfa á frystitogara. Hún sagði Viktoríu
Hermannsdóttur sögu sína yfir kaffi-
bolla í Kaffvagninum við Höfnina. „Hann dó svo í
fanginu á mér
á Læknavaktinni í
Kópavogi á föstudag-
inn langa árið 2004.
„Mér finnst svo
gott að vinna
með karlmönnum,
mér finnst það eigin-
lega betra. Þeir eru
svo þakklátir.
Amma á frystitogara
Tengd sjónum Matthildur segir að hún hafi
alltaf borið sterkar tilfinningar til hafsins og
sér líði hvergi betur. Jafnvel þótt hún hafi misst
föður sinn í djúpið bláa. MynD GunnaR GunnaRSSon