Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport 17. ágúst 2011 Miðvikudagur S pænski landsliðsmað- urinn Cesc Fabregas er loksins orðinn leik- maður Spánarmeistara Barcelona. Kaupin hafa legið í loftinu lengi, en fyrst var greint frá áhuga Barcelona á Fabregas sumarið 2009. Síð- an þá hafa forráðamenn Arse- nal keppst við að kveða sögu- sagnirnar niður. Segja má að Fabregas sé kominn aftur heim, en hann ólst upp í herbúðum Barcelona en fór til Arsenal þegar hann var sextán ára. Á mánudag gengu félaga- skiptin loks í gegn eftir að Arse- nal samþykkti tilboð Barcelona í leikmanninn. Barcelona mun greiða 29 milljónir evra, eða 4,7 milljarða króna, strax en svo gætu fimm milljónir evra bæst við kaupverðið nái Fabregas að spila ákveðinn leikjafjölda með Barcelona. Reyndi að forðast Barcelona Cesc Fabregas, sem heitir fullu nafni Francesc Fabregas i Sol- er, fæddist í bænum Vilassar de Mar í Katalóníu þann 4. maí árið 1987. Faðir hans er fast- eignasali en móðir hans rekur lítið bakarí í Katalóníu. Hæfi- leikar Fabregas á knattspyrnu- vellinum komu snemma fram. Hann æfði fyrst með smálið- inu CE Mataró en útsendar- ar Barcelona fengu fljótlega veður af hæfileikum hans og fengu hann í akademíu liðsins árið 1997, þegar Fabregas var tíu ára. Þjálfari Mataró hugs- aði vel um snáðann og ákvað að láta hann ekki spila þegar útsendarar Barcelona mættu á svæðið. Hann gat hins vegar ekki forðast Barcelona lengi og svo fór að forráðamenn Mat- aró leyfðu Fabregas að æfa með unglingaakademíu Barcelona einn dag í viku. Á haustmán- uðum 1997 gekk Fabregas hins vegar í raðir Börsunga þar sem hann æfði með ungum strák- um á borð við Gerard Pique og Lionel Messi sem í dag eru lykilmenn í liði Spánar- og Evr- ópumeistaranna. Fabregas lék allajafna sem djúpur miðju- maður með unglingaliðum Barcelona, en skoraði þrátt fyrir það fjölda marka. Níu mánaða á Camp Nou Þrátt fyrir að hafa verið í hópi efnilegustu leikmanna Barce- lona í upphafi 21. aldarinn- ar skynjaði Fabregas að hann myndi eiga erfitt með að brjót- ast inn í aðallið Barcelona; enda voru leikmenn á borð við Xavi og Andres Iniesta fram- ar í goggunarröðinni. Það var svo haustið 2003, þegar Fabre- gas var sextán ára, að kallið frá Arsenal kom. „Ég hef alltaf verið stuðn- ingsmaður Barcelona. Ég fór fyrst á leik á Camp Nou þeg- ar ég var níu mánaða með afa mínum. Jafnvel þótt þú skiptir um félag þá skiptirðu ekki um tilfinningar eða langanir. En Arsenal gaf mér tækifæri. Þetta var eins og að standa á járn- brautarstöð og það kemur lest sem þú bara verður að taka,“ sagði Fabregas í viðtali við breska blaðið The Independent árið 2005 um þá ákvörðun sína að fara frá Barcelona. Fabregas átti erfitt með að aðlagast lífinu í Lundúnum fyrst um sinn en fékk hjálp frá hinum spænskumælandi Phi- lippe Senderos sem hjálpaði Fabregas mikið. Arsene Wen- ger hafði mikla trú á stráknum og aðeins mánuði eftir komuna frá Barcelona lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal. Það var í deildarbikarleik gegn Rotherham og varð Fabregas fyrir vikið yngsti leikmaður í sögu Arsenal til að spila aðal- liðsleik. Arsenal fór taplaust í gegnum tímabilið og vann að lokum titilinn. Fabregas fékk hins vegar ekki medalíu þar sem hann náði ekki tilskildum leikjafjölda. Enginn lagt upp fleiri mörk Tímabilið 2004–05 fékk Fabre- gas fleiri tækifæri með Arsenal. Hann lék fjóra fyrstu leikina fyr- ir Arsenal og hlaut mikið lof fyr- ir frammistöðuna. Hann skor- aði í 3–0 sigri gegn Blackburn og varð fyrir vikið yngsti marka- skorari Arsenal frá upphafi. Söguna eftir þetta þekkja flest- ir; Fabregas hélt áfram að vaxa og dafna undir stjórn Wengers og varð fljótlega ómissandi leikmaður á miðjunni þrátt fyr- ir ungan aldur. Á síðustu fimm árum hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni lagt upp fleiri mörk en Fabregas og þá hefur hann einnig verið iðinn við markaskorun eins og sést á töflunni hér að ofan. Fabregas tók við fyrirliða- bandinu af William Gallas haustið 2008 og þótti það vera til marks um vilja Wengers til að halda honum hjá félaginu. Þó að Fabregas lýsti ávallt yfir ánægju sinni með að leika fyr- ir Arsenal togaði heimalandið í hann og eftir tveggja ára vanga- veltur varð það loksins ljóst fyr- ir helgina að Fabregas færi til Barcelona. Þar mun hann hitta fyrir átrúnaðargoð sitt, stjórann Josep Guardiola, en Fabregas hefur lýst því yfir að hann hafi litið upp til Guardiola þegar hann lék með Barcelona á tí- unda áratug síðustu aldar. „Kominn aftur heim“ „Þetta er einstakur dagur „Ég hef alltaf verið stuðn- ingsmaður Barce- lona. Ég fór fyrst á Camp Nou þegar ég var níu mánaða með afa mínum. Heima er best n Sögunni endalausu um Cesc Fabregas og Barcelona er lokið n Gekk í raðir Barcelona tíu ára en fór til Arsenal sextán ára n Formaður Arsenal-klúbbsins bjartsýnn Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Fótbolti fyrir mig. Ég er kominn aft- ur heim,“ sagði Fabregas eft- ir að hann skrifaði undir fimm ára samning við Barce- lona á mánudag. Hann þakk- aði aðdáendum Arsenal fyrir stuðninginn í gegnum árin og færði fyrrverandi stjóra sín- um, Arsene Wenger, sérstakar þakkir. „Ég veit að stuðnings- menn Arsenal eru vonsvikn- ir, en þetta er stærsta áskor- un lífs míns. Ég mun aldrei gleyma Arsene Wenger. Ég get ekki fundið nógu mörg orð til að þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig,“ sagði Fabregas og bætti við að hann væri klár í slaginn. „Ég er tilbúinn en það er ekki undir mér komið hvenær ég spila minn fyrsta leik. Ég mun leggja allt á mig til að gera fé- lagið betra.“ Arsene Wenger þakkaði Fabregas einnig fyrir árin. „Við óskum honum góðs gengis. Hann er frábær leikmaður, einn sá besti í heimi. En lífið heldur áfram.“ „Þetta hefur legið eins og mara á liðinu og það eru margir sem halda því fram að það hafi háð Arsenal að hafa ekki verið búið að taka þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Enoksson, formaður Arsenal- klúbbsins á Íslandi, um félagaskipti Fabregas. Sigurður segir að orðrómurinn um hugsanlega brottför fyrirliðans hafi haft slæm áhrif á Arsenal-liðið. Þess vegna sé ágætt að málinu sé lokið þó að Fabregas hafi verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Hann segist engu að síður vera bjartsýnn á framhaldið. „Ég vona að þetta hafi jákvæð áhrif á Arsenal-liðið, en menn verða líka að gera sér grein fyrir því hvað hann hefur gert fyrir liðið. Hann hefur skapað ógrynni af færum og það hefur enginn leikmaður lagt upp jafn mikið af mörkum og Fabregas undan- farin fimm ár.“ En hvernig mun Fabregas standa sig hjá Barcelona? „Þetta er frábært fótboltalið og maður sér ekki alveg plássið sem Fabregas ætlar að ná sér í. Ég er ekkert á því að hann muni spila einhvern helling í vetur því hann er búinn að vera mikið meiddur á undanförnum misserum.“ Sigurður segir að nú reyni á Arsenal-liðið að finna taktinn eftir brotthvarf Fabregas. Arsenal-liðið sé fullt af ungum og efnilegum leikmönnum en betur megi ef duga skal. Það þurfi karlmenn í verkefnið. „Við þurfum að fara að fá titla í hús og það eru margir sem segja að það þurfi karlmenn í liðið. Það vantar alla hörku og ég sagði það fyrir leikinn gegn Newcastle um helgina að það vantaði Joey Barton í liðið. Hann er kolbilaður í kollinum en mér finnst hann góður fótboltamaður. En það er einmitt hugarfar eins og hann hefur sem vantar í Arsenal-liðið. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Arsenal og auðvitað vona ég að við munum koma á óvart.“ Gott að málinu sé lokiðFullt nafn: Francesc Fàbregas i Soler Fæddur: 4. maí 1987 Tölfræði með Arsenal Leikjafjöldi: 238 Mörk: 58 Stoðsendingar: 94 Spænska landsliðið: 58 leikir, 6 mörk og 10 stoðsendingar Tölurnar tala sínu máli Aftur heim Cesc Fabregas er kominn aftur heim eftir átta ára dvöl hjá Arsenal. MyNd REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.