Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 17. ágúst 2011 Miðvikudagur
Þ
rír frambjóðendur eru taldir
líklegastir til að hljóta útnefn-
ingu Repúblikanaflokksins
nú þegar nokkrir mánuðir eru
til fyrstu forkosninga í Iowa.
Michelle Bachmann hefur tekið for-
ystu í nýjustu skoðanakönnunum og
mælist með allt að 13 prósenta for-
ystu á Mitt Romney, helsta keppinaut
hennar hingað til. Rick Perry, ríkis-
stjóri Texas, er þó ekki með í skoðana-
könnunum en hann tilkynnti formlega
um framboð sitt um helgina.
Nú um helgina fóru fram óform-
legar kosningar á milli frambjóðenda
sem haldnar voru í Iowa og eiga þær
að varpa ljósi á stöðuna fyrir forkosn-
ingarnar.
Bachmann hlaut þar flest atkvæði
en skammt á eftir henni kom Ron Paul
sem hingað til hefur ekki verið hátt
skrifaður í kosningabaráttunni. Tim
Pawlenty varð þriðji í röðinni en dró
framboð sitt til baka í kjölfarið og lýsti
því yfir að hann væri ekki maðurinn
sem repúblikanar leituðu að í augna-
blikinu.
Frambjóðendur streymdu marg-
ir til Iowa, þeirra á meðal Sarah Palin
sem enn hefur þó ekki lýst yfir fram-
boði. Ekki er enn vitað hvað Palin
hyggst gera.
„Myndarlegur þrjótur“
Rick Perry lýsti yfir framboði sínu á
laugardaginn í ræðu sem hann hélt í
Charleston í Suður-Karólínu á sama
tíma og flestir aðrir frambjóðendur
héldu til Iowa. Í ræðunni fékk Obama
sinn skammt af gagnrýni vegna efna-
hagsvandans. „Herra forseti, þú get-
ur ekki unnið framtíðina með því að
selja hana erlendum lánardrottnum,“
sagði Perry í ræðunni. Perry hefur að
undanförnu státað af góðum árangri í
efnahagsmálum í Texas þar sem hann
hefur lækkað skatta sem leiddi til þess
að fleiri störf hafa skapast. Bill Clinton
er þó ekki sérlega hrifinn af honum
og kallaði hann „myndarlegan þrjót“.
Perry hefur setið lengst allra sem ríkis-
stjóri Texas en hann tók við embættinu
af George W. Bush.
Perry hefur orð á sér fyrir að vera
öflugur í fjáröflunum sem er mikilvægt
í langri kosningabaráttu. Hann þykir
höfða bæði til Teboðshreyfingarinn-
ar og einnig hófsamari repúblikana.
Hann hefur stillt sér upp sem mótvægi
við Romney. Báðir hafi þeir stjórnað
stóru ríki með ágætum árangri, eink-
um í efnahagsmálum en hafi þó litla
reynslu á landsvísu. Hins vegar er ljóst
að hann mun einnig þurfa að keppa
við Bachmann um fylgi stuðnings-
manna Teboðshreyfingarinnar ætli
hann sér að hljóta útnefningu.
Romney hækkaði skatta
Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri
Massachusetts, vakti athygli á dögun-
um þegar myndband af honum gekk
um veraldarvefninn. Í myndbandinu
sást Romney eiga í orðaskiptum við
óbreyttan borgara sem spurði hann
hvernig hann ætlaði að reka gott vel-
ferðarkerfi án þess að skera niður. „Ég
mun ekki hækka skatta, það er svar
mitt,“ sagði Romney við borgarann.
Vefmiðillinn Politico gróf þó upp
svolítið sem stangast á við þessa full-
yrðingu Romneys. Hann stærði sig
nýlega af því að lánshæfismat Massa-
chusetts hefði hækkað árið 2004 í ríkis-
stjóratíð hans, annað en lánshæfismat
Bandaríkjanna í tíð Obama. Til að fá
lánshæfismatið hækkað stóð Massa-
chusetts fyrir kynningu á aðgerðum
sínum gagnvart efnahagsvanda sem
steðjaði að ríkinu á þeim tíma. Þær fól-
ust í blandaðri leið niðurskurðar, sem
repúblikanar vilja sjá sem mest af, og
aukinnar skattlagningar, sem er re-
públikönum þyrnir í augum. Aðgerða-
pakkinn var í raun af svipuðu tagi og
sá sem lagður var fyrir Bandaríkjaþing
en var hafnað af repúblikunum, vegna
aukinnar skattlagningar.
Ekki hefur þó fengist staðfest að
Romney hafi komið að kynningunni
og þá hafa aðstoðarmenn hans hafn-
að því alfarið að hann hafi sem ríkis-
stjóri hækkað skatta. Þvert á móti hafi
hann lækkað skatta en afnumið ýmsa
skattaafslætti. Ekki fallast þó allir á þær
skýringar. Gagnrýnendur halda því til
dæmis fram að repúblikanar kalli all-
ar skattahækkanir á fyrirtæki afnám
skattaafsláttar.
Bachmann með forystu
Michelle Bachmann hefur enn og aft-
ur sýnt fram á það að hún er frambjóð-
andi sem ekki ber að vanmeta. Hún
hefur verið hvað mest áberandi í fjöl-
miðlum, þá ekki síst vegna skrautlegra
ummæla. Áður hefur verið varað við
því að hún styrkist með hlátri hverjum
enda eru margir íbúar sem finna sér
samsvörun í henni. Nú er svo komið
að í skoðannakönnunum í Iowa hef-
ur hún að meðaltali fjögurra prósenta
forskot á Romney.
Auk þess að hafa vakið gífurlega at-
hygli fyrir ýmis skrautleg ummæli stát-
ar hún sig af því að vera einn harðasti
andstæðingur Obama, ekki síst þegar
kemur að efnahagsmálum. Aðspurð
hvort tregða hennar við málamynda-
nir setti hana ekki út á jaðar banda-
rískra stjórnmála sagði hún: „Guð
minn góður. Nei, klárlega ekki.“
Samkynhneigður á meðal
frambjóðenda
Þó að samkynhneigð þyki ekki væn-
leg til árangurs innan raða repúblik-
anaflokksins má finna einn sam-
kynhneigðan karlmann á meðal
frambjóðenda. Sá heitir Fred Karger
og hefur lifað viðburðaríku lífi. Kar-
ger er gyðingur og ólst upp í Chicago
en fluttist ungur að árum til Kaliforníu
sem hann heillaðist svo af. Hann hóf
afskipti af stjórnmálum fjórtán ára
þegar hann tók þátt í kosningabaráttu
auðmannsins Nelsons Rockefeller árið
1964. Síðan þá hefur hann oft og mörg-
um sinnum tekið þátt í kosningabar-
áttu. Hann átti til dæmis þátt í að gera
út um möguleika Michaels Dukakis,
þáverandi ríkisstjóra Massachusetts, á
að verða forseti Bandaríkjanna þegar
hann vakti athygli á máli Willies Hor-
ton. Hortorn sat þá inni fyrir morð og
fékk helgarleyfi úr fangelsinu, sem þá
var hægt í Massachusetts. Hann sneri
hins vegar ekki til baka úr leyfinu og
nauðgaði konu á meðan hann var laus.
Karger kom út úr skápnum opin-
berlega árið 2006 eftir að foreldrar
hans létust. Að vísu höfðu foreldrar
fengið að vita um kynhneigð hans 15
árum áður eftir að vinur hans lést úr
alnæmi. Síðan hann kom út úr skápn-
um hefur hann verið ötull talsmað-
ur réttinda samkynhneigðra og barð-
ist meðal annars gegn því að lög sem
banna hjónabönd samkynhneigðra
yrðu samþykkt. Í þeirri baráttu af-
hjúpaði hann leynilega fjáröflun Mor-
mónakirkjunnar til stuðnings lögun-
um. Hann er því ekki í miklu áliti hjá
Romney sem er mormóni.
Að koma út úr skápnum var mikil
frelsun fyrir hann. „Mig langaði allt-
af til að bjóða mig fram en ég vissi að
ég gæti það aldrei, rétt eins og ég gæti
aldrei stofnað fjölskyldu. Þegar maður
er hommi í skápnum kemst maður að
því að það er margt sem maður getur
ekki gert,“ segir Karger.
Mörgum finnst það fjarstæðukennt
að ímynda sér samkynhneigðan gyð-
ing úr röðum repúblikana sem næsta
forseta Bandaríkjanna. Karger gerir
sér fulla grein fyrir að það sé ansi lang-
sóttur möguleiki. „Ég lifi ekki í sjálfs-
blekkingu,“ segir Karger sem vill senda
þau skilaboð að það sé allt í lagi fyrir
samkynhneigða að stefna hátt.
„Þegar maður er
hommi í skápnum
kemst maður að því að
það er margt sem maður
getur ekki gert.
n Bachmann leiðir í skoðanakönnunum n Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, fetar í fótspor
George W. Bush n Samkynhneigður frambjóðandi gerir sér grein fyrir stöðu sinni
Ríkisstjóri Texas
vill verða forseti
Björn Reynir Halldórsson
bjornreynir@dv.is
Bandaríkin
Frambjóðendur í kappræðum Meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðum nýlega eru Bachmann og Romney sem eru talin sigurstrangleg.
Hellir sér í slaginn Rick Perry, ríkisstjóri
Texas, lýsti yfir framboði um helgina.
MyndiR ReuTeRS