Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 17. ágúst 2011 Miðvikudagur
Þ
etta skip mun hafa geysilega
mikla þýðingu fyrir land og
þjóð,“ segir Georg Kr. Lárus-
son, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, um varðskipið Þór.
Skipið hefur verið í smíðum í hátt á
fjórða ár, en smíðin hófst um miðjan
október árið 2007 og hefur að öllu leyti
farið fram í Síle. Vinna við skipið hef-
ur gengið vel frá því að smíðin hófst að
nýju eftir jarðskjálftann sem varð í Síle
í febrúar 2010 og olli mikilli eyðilegg-
ingu á svæðinu. Nú standa yfir sjó- og
togprófanir og síðan hallaprófanir sem
eru síðasti verkþáttur í smíðaáætlun
skipsins sem áætlað er að afhenda 1.
september næstkomandi. Stefnt er að
því að Þór komi til Reykjavíkur 1. októ-
ber og sér því loks fyrir endann á ferl-
inu sem hófst fyrir fjórum árum.
Nýtt umhverfi kallar
á fullkomnara skip
„Við erum í þeirri stöðu að það er að
verða gjörbreyting á okkar umhverfi.
Mikil aukning er á umferð vegna ís-
bráðnunar og opnunar norðaust-
ur-siglingaleiðarinnar. Þetta skip
gerir okkur kleift að taka þátt í þess-
um breytingum og sinna mikilvæg-
ari verkefnum í tengslum við gæslu á
þessari miklu umferð.“
Georg bendir á að nýja skipið sé
mun öflugra en varðskipin sem fyrir
eru, Baldur, Týr og Ægir. Þau séu auk
þess komin til ára sinna. „Þetta skip er
miklu öflugra en skipin sem við höfum
fyrir og verður mikilvægasti hlekkur-
inn í björgunarkeðju okkar. Skipin okk-
ar eru 30 til 40 ára og nú eru aðrir tímar
í siglingum. Nú þurfum við að geta átt
við stór og þung skip sem gömlu skipin
ráða einfaldlega ekki við.“
„Erum í slæmri stöðu“
Þrátt fyrir komu nýja skipsins segir Ge-
org Landhelgisgæsluna í raun vera í
slæmri stöðu. Í sumar var varðskipið
Ægir til að mynda í Miðjarðarhafi að
vinna fyrir Frontex, landamærastofn-
un Evrópusambandsins, og var því í
raun skortur á tækjabúnaði gæslunnar
á meðan. „Það verður að viðurkennast
að við erum í slæmri stöðu. Við höf-
um ekki getað verið með nægilegan
aðbúnað hvað varðar skip, þyrlur eða
flugvélar. Þetta er í raun ekki ásættan-
legt en það er von um að þetta kunni
að breytast. Það verður í öllu falli mikil
breyting til hins betra með þessu nýja
skipi.“
Fór ekki fram úr fjárhagsáætlun
Eins og áður segir þá var nýja varð-
skipið smíðað í Síle, en þar fara nú
fram síðustu prófanir áður en hægt er
að sigla skipinu til Íslands. Aðspurð-
ur segir Georg að það hafi verið far-
sæl ákvörðun að láta smíða skipið þar
syðra. „Það kom auðvitað til vegna
þess að þetta var ódýrasta tilboðið. En
það ríkir ánægja með smíðina og svo
virðist sem það hafi verið mjög fag-
mannlega að öllu staðið. Það var auð-
vitað ákveðið áfall þegar jarðskjálftinn
reið yfir í fyrra. Þó má segja að hann
hafi komið okkur ágætlega. Þar með
fengum við meiri tíma til að standa við
afborganir, en að lokum tókst okkur að
standa við þær allar á réttum tíma.“
Varðskipið Þór kostaði alls 30 millj-
ónir evra, eða hátt í fimm milljarða ís-
lenskra króna. Ljóst er að það er tals-
vert hærri upphæð en reiknað var með
í fyrstu, enda hefur krónan hrunið í
verði frá því að samningar voru gerð-
ir. Þegar smíði skipsins hófst í október
árið 2007, kostaði ein evra rétt rúmar
90 krónur.
Þór er fjölnota hátækniskip með full-
kominn fjarskipta- og siglingatækjabún-
að. Getur varðskipið t.d. verið færanleg
stjórnstöð í almannavarnaástandi.
Á meðal tæknibúnaðar er
n Þyrlueldsneytisbúnaður sem getur
gefið þyrlum á flugi eldsneyti.
n Fjölgeislamælir sem notaður er við
dýptarmælinga, neðansjávarleit af
ýmsu tagi t.d. í öryggisskyni, vegna skip-
skaðarannsókna, neðansjávarskoðunar
á siglingaleiðum og fleira.
n Öflugur mengunarvarnabúnaður.
n Samhæfður búnaður stjórntækja,
vélbúnaðar og staðsetningartækja sem
veitir aukna nákvæmni í stjórn skipsins
við erfiðar aðstæður. Þannig er hægt
að láta skipið sjálft halda kyrru fyrir í
ákveðinni stöðu á sama stað með mikilli
nákvæmni. Þetta eykur hæfni skipsins
til að nálgast t.d.strandað skip og koma
dráttarbúnaði milli skipanna. Þá gefur
þessi búnaður aukna möguleika á að
stjórna skipinu við þröngar aðstæður
þar sem snúa má því á alla kanta þó það
hafi annað skip á síðunni.
n Varðskipið hefur alla eiginleika drátt-
arskips. Snúningspunktur dráttarvírs
er fyrir framan stýri og skrúfur og því
auðvelt að breyta stefnu þó svo að verið
sé að draga miklu stærra og þyngra skip.
Togkraftur er um 120 tonn.
Hátækniskip
n Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir nýtt varðskip bylta starfseminni
n Hafa búið við of lítinn aðbúnað um árabil n Fimm milljarða kostnaður
Bylting í
Björgun
og g slu
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Varðskipið Þór Nú er verið að prófa skipið í
Síle en það á að koma til Íslands þann 1.
október.
Glæsileg brú Mikið er um tæknibúnað sem
hefur ekki áður sést í íslenskum varðskipum.
Georg Kr. Lárusson
„Það virðist sem það hafi verið mjög
fagmannlega að öllu staðið.“
11 milljarða
gjaldþrot
Tvö félög athafnamannsins Sigurðar
Bollasonar hafa verið lýst gjald-
þrota. Ekkert fékkst upp í kröfur
þrotabúanna sem hljóðuðu upp á
rúmlega ellefu milljarða króna.
Félagið S.Á. Bollason ehf. sem
síðar varð Dot ehf. skilur eftir sig sex
milljarða króna gjaldþrot en félagið
keypti hlutabréf í Glitni árið 2008
fyrir um fjóra milljarða króna. Ekk-
ert fékkst upp í skuld félagsins en
Glitnir var bæði söluaðili hlutabréf-
anna sem og lánveitandi.
Félagið Sigurður Bollason ehf.
sem síðar varð BSU ehf. skilur eftir
sig fimm milljarða króna gjald-
þrot. Umrætt félag keypti 1,4 pró-
senta hlut í Landsbankanum í júlí
og ágúst árið 2008. Var um að ræða
kaup upp á 3,5 milljarða króna sem
Landsbankinn veitti lán fyrir. Ekkert
fékkst upp í fimm milljarða króna
skuldir félagsins.
Exeter lýst
gjaldþrota
Einkahlutafélagið Exeter Hold-
ings hefur verið lýst gjaldþrota.
Engar eignir fundust upp í kröfur
þrotabúsins sem námu nærri 1.600
milljónum króna.
Exeter Holdings fékk lán upp
á 1.400 milljónir króna sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi hjá Byr
þann 19. desember árið 2008. Var
lánið notað til að kaupa stofn-
fjárbréf í Byr og var eina trygging
bankans veð í bréfunum sjálfum
sem urðu verðlaus við fall Byrs.
Eigandi Exeter og framkvæmda-
stjóri þegar félagið fékk lán frá Byr
var Ágúst Sindri Karlsson, fyrrver-
andi stjórnarmaður í MP Banka, og
einn stofnenda bankans.
Exeter Holdings hefur verið
mikið í fréttum eftir bankahrun-
ið. Félagið var notað til að kaupa
stofnfjárbréf stjórnarmanna Byrs í
sparisjóðnum, meðal annars bréf
stjórnarformannsins Jóns Þor-
steins Jónssonar og Birgis Ómars
Haraldssonar á yfirverði sem og
bréf sem MP Banki hafði leyst til
sín með veðköllum frá starfsmönn-
um Byrs.
Fjármálaeftirlitið kærði lán Byrs
til Exeter Holding til sérstaks sak-
sóknara í október árið 2009. Þeir
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi
stjórnarformaður í Byr, Ragnar Z.
Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri
Byrs, og Styrmir Þór Bragason,
fyrrverandi forstjóri MP Banka,
voru nýlega sýknaðir af ákæru um
umboðssvik í Héraðsdómi Reykja-
víkur.
Formaður Félags leikskólakennara segist ekki svartsýnn:
Verkfall bitnar á foreldrum og börnum
„Verkfall okkar bitnar fyrst og
fremst á saklausum foreldrum og
börnum. Okkur þykir mjög miður
að þurfa að beita þessu vopni en
við höfum bara mætt svo litlum
skilningi að það verður ekki við
unað. Ég held að fólk átti sig alveg
á mikilvægi leikskólanna og starfs-
fólki þeirra en ég held að fólk átti
sig kannski ekki á hvað við höfum
mikil áhrif í samfélaginu, ef við
erum ekki til,“ segir Haraldur Freyr
Gíslason formaður Félags leik-
skólakennara. Ef af verkfalli leik-
skólakennara verður í næstu viku
mun það hafa áhrif á fjórtán þús-
und fjölskyldur og sextán þúsund
börn. Enginn sáttafundur hefur
verið boðaður og eins og staðan er
í samningaviðræðum bendir allt til
þess að verkfall leikskólakennara
hefjist eftir viku.
Krafan sem um ræðir, og deilan
snýst um, er 11 prósenta leiðrétting
á launum. Til að setja þá prósentu-
tölu í samhengi út frá launum leik-
skólakennara, þá er um að ræða 15
þúsund króna hækkun eftir skatta
og launatengd gjöld. Þessi tala
virðist standa í fulltrúum sveitar-
félaga og afleiðingin er sú að leik-
skólakennarar fari í verkfall í fyrsta
skipti í sögu félagsins. Afleiðing-
arnar yrðu að margra mati skelfi-
legar. Í krónum er hækkunin, sem
leikskólakennarar fara fram á, 30
þúsund, eftir að skattar og launa-
tengd gjöld hafa verið dregin frá. Sú
hækkun verður til á þremur árum.
„Ég er ekki búinn að gefa upp
alla von. Ég bind bara vonir við það
að sveitarfélögin átti sig á sann-
girni okkar kröfu og mæti henni
bara,“ segir Haraldur Freyr.
Haraldur Freyr Gíslason „Ég er ekki búinn að gefa upp alla von. Ég bind bara vonir við
það að sveitarfélögin átti sig á sanngirni okkar kröfu og mæti henni bara.“