Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 17. ágúst 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. ráðvilltur Bjarni Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar Bókstaflega Halli leiðtogi n Rokkarinn Haraldur Freyr Gíslason hefur þótt sýna sjaldséða leiðtoga- hæfni þann stutta tíma sem hann hefur verið í stöðu formanns Félags leik- skólakennara. Halli hefur verið fastur fyrir og stefnir á fyrsta verkfallið í sögu Félags leikskóla- kennara, fjórum mánuðum eftir að hann tók við for- mennsku, fái hann ekki fram 11% launahækkun. Honum hefur tek- ist að setja kröfur leikskólakenn- ara í það skiljanlega samhengi að hækkunin dugir rétt fyrir einni ferð í Bónus. Sumir eru jafnvel farnir að spá honum framtíð í pólitík. Elítufélagið KR n KR hlýtur að vera umdeildasta knattspyrnulið Íslands, ekki síst vegna hinnar sérstöku óvildar sem liðið fær frá minni liðum. KR nýtur mikils stuðnings meðal íslensku menningar- og stjórnmálaelítunn- ar, þar sem óvenjumargir úr þeim hluta samfélagsins búa í Vestur- bænum. Sem dæmi um gallharða stuðningsmenn úr ólíkum áttum má nefna Bubba Morthens og Björg- ólf Guðmundsson. Meðal þeirra sem fögnuðu með KR-ingum eftir sigur- inn í úrslitum bikarsins um helgina var Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra. Samkvæmt Press- unni bauluðu hins vegar margir KR-ingar á Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherrann að norðan, þegar hann afhenti liðinu bikarinn. Ólaf Ragnar vantar bryta n Forsetaembættið auglýsir eftir staðarhaldara á Bessastöðum. Sá sem hreppir hnossið mun vinna við matseld, móttöku og þrif og ráða undir- menn sér til að- stoðar. Einnig mun hann hafa umsjón með viðburðum á forsetasetrinu. Gert er ráð fyrir að brytinn búi frítt á Bessastöðum. Starfið er krefjandi og óreglulegt og bindingin mikil, enda er gjarnan fjörugt og gestkvæmt hjá Ólafi Ragn- ari Grímssyni og Dorrit Moussaieff á Bessastöðum. Vinsæll á Mogganum n Hólaræða Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar framsóknarformanns, um hættulegan tíðarandann á Ís- landi, vakti svo mikla lukku á Morg- unblaðinu að hið fáheyrða gerðist að stærstur hluti leiðara blaðsins var lagður undir beina tilvitnun í kafla ræðunnar, um að nú ætti ekki að endurskoða stjórnarskrána. Vel- vildin gagnvart Sigmundi á Morg- unblaðinu er talin til marks um að Bjarni Benediktsson fái blessun Dav- íðs Oddssonar, þegar að því kemur að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn gangi í hjóna- band að nýju við fall núverandi stjórnar. Sandkorn F yrir tveimur árum hélt Stein- grímur J. Sigfússon hina ár- legu Hólaræðu á Hólahátíð kirkjunnar. Þar sagði hann að biðja ætti þjóðina afsökunar á mis- tökum stjórnvalda. Um helgina hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræðuna. Þar var tónninn annar, líkt og almúginn ætti að biðja yfirstétt- ina afsökunar. Hann dró upp dökka mynd af þjóðinni og lýsti ókristileg- um skrílslátum hennar á okkar síð- ustu og verstu tímum, eins og pre- dikari í amerískri sjónvarpssöfnun. Á standið hefur verið notað til að réttlæta hegðun sem annars væri ekki ásættan- leg – hvort sem það er að grýta opinberar byggingar, ráðast að heimilum fólks eða beita sam- borgarana ofbeldi,“ sagði Sigmund- ur. Hann var ekki að tala um Gaza- svæðið, heldur Ísland. Á Íslandi hefur líkamsárásum hins vegar fækkað nú á milli ára. Enda leiðrétt- ir Sigmundur: „Ofbeldið fer reyndar að mestu leyti fram í ræðu og riti.“ T íðarandinn er orð yfir hugar- ástand þjóðarinnar, ef svo má segja. Sigmundur seg- ir að hættan af tíðarandanum sé meiri en hættan af efnahags- hruninu sjálfu. „Hann er óvæginn og hættulegur. Hann stuðlar að, og þrífst á, tortryggni, andúð, heift, rógburði og gremju og hann vegur að grunn- stoðum samfélagsins.“ Aðrir hafa lýst gróskunni sem hér hefur orðið í umræðu eftir hrun, til að mynda með þjóðfundum um gildi og endurskoðun stjórnarskrár, en Sigmundi þykir truflaður tíðarand- inn meðal þjóðarinnar fyr- irbyggja að rétt sé að endurskoða stjórnarskrána. S igmundur bætist í hóp þeirra sem líkja heldri borgurum Íslands við ofsótta gyðinga. „Heilu stéttirnar eru upp- nefndar með hætti sem ekki hefur tíðkast síðan á millistríðsárunum.“ Sú starfsstétt sem hefur mest verið uppnefnd er útrásarvíkingar. Það var einu sinni eitt mesta hrós Íslands að vera útrásarvíkingur, en þeir sem báru nafnbótina sáu um það sjálfir að breyta merkingu hennar. H ólaræða Sigmundar er í stuttri og þýddri útgáfu þann- ig, að þjóðin sé svo vanstillt að henni sé ekki treystandi til að láta endurskoða stjórnarskrána, að fólk sem gagnrýni útrásarvík- inga sé eins og nasistar í Þriðja ríkinu og að ráðist sé að grunn- stoðum réttarríkisins sjálfs! En hvað hefur í raun gerst? Fólk mótmælti réttilega eftir hrun- ið nánast án nokkurs ofbeld- is, einn maður sletti málningu á hús nokkurra útrásarvíkinga og umræðan hefur orðið gagn- rýnni, fjölbreyttari og útbreidd- ari með Facebook og bloggi. Hinn valkosturinn væri geldur og dofinn almenningur, sem kipp- ir sér ekki upp við efnahagshrun og lærir ekki neitt. Líkt og húsdýr í garði bóndans í stað hugsandi fólks. S já má tíðaranda þjóðarinn- ar á mismunandi hátt. Heldri borgarar í yfirstétt sjá valda- tilfærsluna til almennings í öðru ljósi en meðaljón. Útsýnið er annað þegar horft er niður á fólk. B jarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er ráð- villtur varðandi skoðanir sínar um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Formaðurinn lýsti því yfir í útvarpsþætti á sunnu- dag að hann teldi að slíta ætti aðild- arviðræðum við Evrópusambandið og draga umsóknina til baka. Bjarni lýsti einnig þeirri skoðun sinni að þar af leiðandi ætti ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um samninginn um aðild að sambandinu. Þessar skoðanir Bjarna um aðildar- viðræður Íslands að Evrópusamband- inu ganga þvert á þau viðhorf sem hann setti fram ásamt Illuga Gunn- arssyni í grein í Fréttablaðinu í lok árs 2008. Þar sögðu Bjarni og Illugi meðal annars að Ísland ætti að hefja aðildar- viðræður við Evrópusambandið og að bera ætti samninginn undir þjóðina í kjölfarið. Ein veigamestu rök þeirra fyrir aðildarviðræðum Íslands voru að íslenska krónan myndi reynast Ís- lendingum fjötur um fót. Í viðtalinu á sunnudaginn sagði Bjarni hins vegar að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af krónunni. Skoðanir Bjarna á þessum þremur atriðum hafa því gerbreyst frá því hann skrifaði greinina með Illuga. Nú er vel réttlætanlegt að skipta um skoðun í tilteknum málum ef for- sendurnar fyrir þessum skoðunum breytast. Rök Bjarna fyrir breyttum skoðunum sínum á Evrópusamband- inu eru aftur á móti ekki mjög trúverð- ug og sannfærandi þótt hann reyni að klæða þau í málefnalegan búning. Þessi rök Bjarna hljóma frekar eins og tylliástæður formannsins til að rétt- læta breytta opinbera afstöðu sína til Evrópusambandsins. Líklegra er að sinnaskipti Bjarna séu tilkomin vegna þess að hann vilji styrkja stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins fyr- ir komandi landsfund með því að friða þann arm flokksins sem er algjörlega mótfallinn inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið. Bjarna er líklega enn í fersku minni hvernig hæðst var að honum í leiður- um og slúðurmolum í Morgunblaðinu eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar í upphafi ársins. Leiðarahöfundurinn, líklega Davíð Oddsson, kallaði hann þá „vikapilt Steingríms J.“ og sagði að sjálfstæðismenn væru „agndofa“ yfir afstöðu hans í Icesave-málinu. Bjarni var einlægur í þeirri afstöðu sinni og var hann látinn líða fyrir að vera mál- efnalegur. Ekki væri þægilegt fyrir Bjarna að verða aftur fyrir viðlíka árás- um úr þessari átt fyrir landsfundinn. Eindregin afstaða Bjarna gegn Evr- ópusambandinu er líklegri til að skapa sátt um það innan Sjálfstæðisflokks- ins að hann verði áfram formaður og að ekkert mótframboð komi gegn honum. Ef hörðustu andstæðingar Evrópusambandsins innan Sjálfstæð- isflokksins myndu brýna einhvern til mótframboðs gegn Bjarna er ekki ólík- legt að hægt yrði að fella formanninn. Bjarni var heldur ekki lengi að fá klapp á bakið fyrir orð sín á sunnudaginn frá leiðarahöfundi Morgunblaðsins. Sá sagði á þriðjudaginn að umræðan um ummæli Bjarna væri ekki frétt þar sem flokkur hans hefði ályktað með afdrátt- arlausum hætti um málið og að Bjarni væri eingöngu að fylgja þeirri niður- stöðu. Hörð afstaða Bjarna í Evrópusam- bandsmálinu er klók út frá flokkspóli- tískum forsendum en spyrja má um heilindi formannsins og hverjar séu hans eigin raunverulegu skoðanir. Bjarni virðist vera veikburða og ósjálf- stæður formaður sem virðist nú stjórn- ast af öðrum og annarlegri ástæðum en sinni ígrunduðu sýn á hvað hann telji skynsamlegt og rétt. Þetta er synd því Bjarni hefur sýnt að hann getur bæði verið sjálfstæður og málefnaleg- ur í ákvörðunum sínum. Ósáttur í yfirstétt Svarthöfði „Ég held að í hvert skipti sem Carmelo Anthony leggur sig og nær ágætum nætursvefni þá sé hann að fá sem samsvarar mánaðarlaunum forsæt- isráðherra.“ n Svali Björgvinsson, sérfræðingur um NBa-deildina, um launadeilur í deildinni. – DV „Samfylkingin mun ekki eiga annarra kosta völ en að klappa upp Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann.“ n Egill Helgason spáir í spilin fyrir landsfundi stjórnmálaflokkanna. – eyjan.is „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ n Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er boðaður í prufu fyrir tökur á sjónvarps- þættinum game of thrones. – Fréttablaðið ,,Íslensk íþróttaumfjöllun hefur oft verið óvönduð og hlutdræg en hún náði víst nýjum hæðum í gærkvöldi!“ n Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður kr, er ósáttur við umfjöllun Stöðvar 2 Sport um liðið. – Twitter „Mér finnst þetta allt stórkostlegt og mér finnst viðburðurinn í sjálfu sér magnaður.“ n Jón Gnarr borgarstjóri um Menningar- nótt sem verður haldin í reykjavík um helgina. – mbl.is Er sumarið á bak og burt? „Ha, var það byrjað?! Hefur verið eitt- hvert sumar fyrir norðaustan nema dag og dag? Nei, nei, sumarið er fjarri því að vera búið, við eigum enn eftir góða daga, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Norðlendingar voru bara óheppnir, svona eins og í boltanum,“ segir Siggi stormur, veðurfræðingur. Napurt hefur verið upp á síðkastið og menn hafa velt vöngum yfir því hvort sumarið sé nú búið og haustið gengið í garð. Spurningin „Skoðanir Bjarna á þessum atriðum hafa því gerbreyst frá því hann skrifaði greinina með Illuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.