Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 14
Þ að skiptir minni börnin mestu máli að hafa töskuna ekki of stóra. Hún á að ná frá öxl og niður að mjaðm- abeini. Það skiptir mjög miklu máli að taskan sitji rétt á bak- inu,“ segir Björg Jónína Gunnarsdóttir iðjuþjálfi. Hún situr í stjórn fræðslu- og kynningarnefndar Iðjuþjálfafélags Íslands. Björg segir alltof algengt að sjá börn með skólatöskur sem passi þeim alls ekki. Þær séu oft alltof stór- ar og sláist þá á rassinn á börnunum í stað þess að sitja kyrrar við bakið. „Svo eru algengar þessar linu töskur sem hanga bara á pakinu eins og pok- ar. Töskur sem hafa hvorki hart bak né harðan botn veita engan stuðning við bakið. Það er mjög slæmt,“ segir hún. Björg hvetur foreldra til að taka börnin með í verslanir þegar velja á skólatösku. Mikilvægt sé að máta töskurnar og prófa þær gaumgæfilega áður en þær eru keyptar. „Það þarf að prófa allar ólar og sjá hvort hún situr eðlilega á bakinu. Taskan á ekki að sveiflast til á bakinu,“ segir hún. Börn með bakverki Á heimsíðu Iðjuþjálfafélags Íslands, idju.sigl.is, er að finna greinargóðar leiðbeiningar um það hvernig best sé að velja skólatöskur fyrir barn. Hluta þeirra upplýsinga má finna hér á síðunni. Björg segist hafa heyrt um mörg dæmi þess að börn glími við stoðkerfisvandamál, til dæmis bakverki, sem rekja megi til þess að þau beri of þungar skólatöskur eða sitji vitlaust í stólunum í skólunum. „Þetta er erfiðara við að eiga eftir því sem börnin eldast því þá fer útlitið að skipta meira máli. Það þykir til dæm- is mjög flott að bera bakpoka á ann- arri öxlinni, þó það sé ekki það sem við iðjuþjálfar mælum með,“ segir hún. Til að sporna við þessu og kenna börnum og foreldrum að vera með- vituð um þessa hluti hefur Iðju- þjálfafélag Íslands undanfarin ár staðið fyrir svokölluðum Skólatösku- dögum um allt land. Þá fara iðju- þjálfar í skólana og ræða við börnin um líkamsbeitingu og praktísk atriði eins og skólatöskur. Björg bendir á að Skólatöskudagarnir í ár fari fram 26. til 30. september og reynt verði að heimsækja flesta skóla. Skólataska var 8 kíló Eins og áður segir þekkir Björg mörg dæmi þess að krakkar beri töskur sem séu allt of þungar eða passi þeim ekki. Iðjuþjálfar hafa gert þyngdarmælingar á börnum og töskum á skóladögum en þær mæl- ingar hafa leitt í ljós að töskurnar séu í mörgum tilvikum of þungar. Þumalputtareglan er sú að þyngd á skólatösku á ekki að vera meiri en 10 prósent af þyngd barns miðað við BMI stuðul barnanna.* Burðar- getan er með öðrum orðum reiknuð miðað við að barnið sé í kjörþyngd. Þannig á skólataska barns í kjör- þyngd sem er 30 kíló ekki að vega meira en 3 kíló. Mælingar iðjuþjálf- anna í fyrra, hjá nemendum í 10. bekk leiddi í ljós að léttasta taskan var 3 kíló en sú þyngsta 8 kíló. Björg segir allt of algengt að börn í efri bekkjum grunnskóla hafi alltaf all- ar skólabækurnar í töskunni, jafnvel þótt þeirra gerist ekki þörf nema fáa daga í viku. Í fyrstu bekkjum grunn- skóla séu flest námsgögnin geymd í skólanum, sem betur fer. Hún hvet- ur foreldra til að veita unglingun- um aðhald þegar kemur að þessum málum. Þurfa ekki að kosta mikið Skólatöskur eru til í öllum stærð- um og gerðum. Eins og athugun DV leiddi í ljós er verðið á þeim mjög misjafnt. Björg segist sjálf hafa kom- ist að því að hægt sé að fá góðar töskur, sem styðja vel við bakið, á mjög hagstæðu verði. Verð og gæði fari ekki endilega saman. Þannig hafi hún til dæmis rekist á ódýrar en góðar töskur í Office1 og Bón- us. „Fólk hefur misjafnlega mikið á milli handanna en þegar ein skóla- taska er farin að kosta 12 til 15 þús- und þá er það algjört rugl,“ segir hún og bætir við að margir eigi tvö eða þrjú börn. Þá fari kostnaðurinn fram úr hófi. Spurð hvernig best sé að bera sig að við val á tösku segir Björg: „Eitt af því sem maður þarf að passa er að velja tösku með axlaböndum sem eru bæði breið og vel bólstruð. Í öxlunum og hálsinum eru mikil- vægar taugar og æðar sem þarf að gæta að. Svo er mjög mikilvægt að geta smellt ól yfir mittið. Það veit- ir svo mikinn stuðning,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að mikilvægt sé að máta töskurnar vel áður en þær eru keyptar. Of algengt sé að of stór- ar töskur verði fyrir valinu. Spurð hvort henni finnist fræðsla í verslunum sem selja skólatöskur vera fullnægjandi segir Björg að svo sé alls ekki. „En ég veit að til dæm- is Penninn hefur auglýst að þeir hafi iðjuþjálfa í vinnu til að ráðleggja fólki við val á skólatöskum. Það er til fyrirmyndar,“ segir hún og hvet- ur foreldra til að lesa sér til um þessi mál áður en taska sé valin. Mikil- vægt sé að sækja þá fræðslu sem í boði sé, til dæmis á vef iðjuþjálfa. *BMI eða líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila þyngd einstaklings- ins með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi. Gott verð á mat- seðli dagsins n Lofið fær veitingastaðurinn Geysir fyrir gott verð á matseðli dagsins. Við- skiptavinir fóru saman í hádeginu og fengu sér fiskrétt dagsins sem bragð- aðist prýðilega. Bragðgóð sveppasúpa fylgdi með á undan og kaffi eða te á eftir. Þeir borguðu hvor um sig 1.695 krónur sem verð- ur að teljast vel sloppið á þess- um síðustu og verstu. Þjónustan var góð og afgreiðslan á matnum hröð, þó reyndar væri ekki mikið að gera. Ónýtt blómkál n Viðskiptavinur Kvosarinnar, við Ing- ólfstorg, keypti sér tilbúinn græn- metisbakka á rúmlega 400 krónur á þriðjudaginn. Uppistaðan í bakk- anum var spergilkál og blómkál en í honum voru einnig tómatar og radísur. Viðskiptavinurinn borðaði síðarnefnda grænmetið fyrst en tók svo eftir því að blómkálið var gamalt og ónýtt og hafði greinilega smitað aðeins út frá sér í hitt grænmetið. „Ég fékk í magann eftir að hafa borðað þetta og ég hef grænmetisbakkann grunaðan um að hafa valdið því,“ sagði viðskiptavin- urinn sem sá eftir því að hafa ekki skilað bakkanum. 14 | Neytendur 17. ágúst 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 232,7 kr. 232,7 kr. Algengt verð 235,5 kr. 235,5 kr. Höfuðborgarsv. 235,4 kr. 235,4 kr. Algengt verð 235,7 kr. 235,7 kr. Algengt verð 237,5 kr. 235,8 kr. Melabraut 235,5 kr. 235,5 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Proderm- sólarvörn Í umfjöllun um sólarvörn í mánu- dagsblaði DV var Proderm-sólarvörn með styrkleikann 20 lýst á þannig veg að um væri að ræða miðlungs sterka vörn sem væri vatnsheld og án ilm- efna. Framkvæmdastjóri Celsus ehf., umboðsaðila Proderm, vildi koma því á framfæri að Proderm framleiðir sól- arvörn með mismunandi strykleika og fyrir mismunandi gerðir húðar. Á heimasíðunni celsus.is kemur fram að hægt sé að fá Proderm-sólarvörn frá styrkleikanum 6 til 30 auk „After Sun“. Að raða í skólatösku n Ekki er æskilegt að barn beri tösku sem vegur meira en 10% af líkams- þyngd. Það þýðir að ef barnið þitt vegur 40 kíló á það alls ekki að bera tösku þyngri en 4 kíló. n Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins (við bak skólatöskunnar). n Raðið í töskuna þannig að hlutir séu stöðugir og renni ekki til í töskunni. n Farið daglega yfir það sem barnið ber með sér í skólann og hvað það ber heim. Gætið þess að barnið beri einungis þá hluti sem nauðsynlegir eru þann daginn. n Þá daga sem skólataskan er yfir- hlaðin getur barnið t.d. borið bækur eða íþróttatöskuna í fanginu – það minnkar álagið á bakið. n Ef skólataskan er of þung, íhugið að nota tösku á hjólum ef barnið sam- þykkir. n Veljið rétta stærð af skólatösku fyrir bak barnsins sem hefur nægjanlegt pláss fyrir nauðsynleg skólagögn. Af vef Iðjuþjálfafélags Íslands Veldu rétta skólatösku n Lykilatriði að taskan nái ekki niður á rass og barnið máti hana n Iðjuþjálfi segir of stórar og of þungar skólatöskur algengar Stilla þarf skólatöskur n Ávallt skal nota báðar axlarólarnar. Að bera skólatöskuna á annarri öxlinni getur valdið því að hryggsúlan sveigist sem getur haft sársauka og óþægindi í för með sér. n Veljið tösku með vel bólstruðum axlarólum. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessi svæði getur það valdið sársauka og dofa í hálsi, handleggjum og höndum. n Stillið axlarólarnar þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins, án þess þó að valda því óþægindum. n Notið mittisólina ef taskan hefur slíka. Mittisólin dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. n Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið. Taskan á aldrei að ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. n Skólataskan ætti ekki að vera breiðari en efri hluti baks til að hindra ekki eðlilegar hreyfingar handleggja. Af vef Iðjuþjálfafélags Íslands Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þyngd tösku á ekki að vera meiri en 10 prósent af þyngd barns. Björg Jónína Gunnarsdóttir Hvetur foreldra til að leita sér fræðslu og vanda valið á skólatöskum. Passar taskan barninu? Börn fá síður bakverki ef töskurnar passa þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.