Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 17. ágúst 2011 Miðvikudagur A ð mínu mati hefur endur- reisn bankakerfisins á Ís- landi gengið of hægt. Ég skil vel að slíkt taki tíma en það hefur ekki gengið nægilega vel að koma á fjármálastöðugleika með samstarfi Seðlabankans, Fjár- málaeftirlitsins (FME) og ráðuneyta. Þetta er þó ekki einungis vandamál á Íslandi heldur einnig víða annars staðar í Evrópu þar sem menn glíma nú við erfiðleika í efnahagsmálum,“ segir Finninn Kaarlo Jännäri í sam- tali við DV. Skiptar skoðanir séu um það hvernig samstarfi eftirlits og seðlabanka eigi að vera háttað. Að hans mati á það að vera frekar náið. Kaarlo Jännäri var meðal ann- ars forstjóri finnska fjármálaeftir- litsins í ellefu ár. Samkvæmt sam- komulagi sem íslensk stjórnvöld gerðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember árið 2008 var hann feng- inn til að vinna matsskýrslu fyrir ís- lensk stjórnvöld. Í lok mars árið 2009 kynnti hann á blaðamannafundi átta tillögur að því hvernig bæta mætti fjármálakerfið og regluverk á fjár- málamarkaði. Skiptar skoðanir hafa verið um það hversu hratt íslenskum stjórnvöldum hafi tekist að koma til- lögum hans í framkvæmd. „Það hefur verið farið eftir hluta af þeim átta ráðleggingum sem ég gaf íslenskum stjórnvöldum en þó hef- ur þeim öllum ekki enn verið kom- ið í framkvæmd. Það tekur tíma að breyta regluverkinu en þessum hlut- um ætti að koma sem fyrst í fram- kvæmd til þess að auka trúverðug- leika íslenska efnahagskerfisins sem og stjórnvalda á erlendri grundu,“ segir Jännäri. Óstöðugleiki í stjórnmálum Seinagang stjórnvalda má þó líklega að stórum hluta rekja til óstöðug- leika í stjórnmálum en Jännäri segist ekki geta tjáð sig um það. Ástandið mun þó líklega síst batna á komandi þingi þar sem stjórnarflokkar Sam- fylkingar og Vinstri-grænna eru ein- ungis með eins þingmanns meiri- hluta. Það veldur seinagangi í allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin mun því væntanlega verða í miklum vandræðum með að koma erfiðum málum í gegnum þingið, líkt og um- mæli Þráins Bertelssonar um Kvik- myndaskóla Íslands vegna komandi fjárlagafrumvarps sýndu. Klára uppgjörið sem fyrst „Það er bagalegt fyrir Íslendinga að ekki sé enn búið að leysa úr Icesave- deilunni en það er vonandi, ykkar vegna, að eignir þrotabús Lands- bankans dugi fyrir skuldinni,“ segir Jännäri. Best væri fyrir Íslendinga að sérstakur saksóknari gæti lokið störf- um sínum sem fyrst þannig að við gætum farið að horfa fram á veginn í stað þess að halda stöðugt áfram að líta í baksýnisspegilinn. „Ég held að Ísland hafi lært af mistökum sínum varðandi banka- starfsemi en helsta áhyggjuefnið er þó líklega eignarhald á þrem- ur stærstu bönkunum til framtíð- ar. Þetta atriði þarf að ræða af kost- gæfni. Að mínu mati væri best að hafa áfram þrjá stóra banka því það kemur í veg fyrir einokun sem tveir bankar gætu skapað. Líklega væri þó betra að einn þeirra væri í eigu er- lends banka því þannig gætuð þið komið á alþjóðlegum skilyrðum á sviði bankastarfsemi,“ segir hann. Jännäri hefur ekki unnið neitt frekar með íslenskum stjórnvöldum eftir að hann skilaði skýrslu sinni í lok mars árið 2009. Íslensk stjórn- völd hafa ekki leitað til hans frá þeim tíma. Hann segist ekki dómbær á það hvort íslensk stjórnvöld hafi gert of lítið af því að leita ráða hjá erlend- um sérfræðingum eftir bankahrun- ið. Þess skal getið að lítið hefur farið fyrir erlendum sérfræðingum frá því að Kaarlo Jännäri og Mats Josefsson skiluðu skýrslum sínum árið 2009. Þó má nefna að lögmaðurinn Lee C. Buchheit var fenginn til að leiða Ice- save-samninganefndina í fyrra en hann bauðst til þess þegar í lok árs 2008 að gæta hagsmuna Íslendinga í málinu. Evru fyrir Ísland Jännäri telur að Íslendingum væri betur borgið með evruna sem gjald- miðil í stað íslensku krónunnar. Skoð- un hans hafi ekki breyst frá árinu 2009. „Um efnahagsumhverfið á Ís- landi í framtíðinni er erfitt að spá en ég tel miklar líkur á að Ísland muni ganga í ESB og taka upp evru á næstu fimm árum eða svo. Það myndi leysa það vandamál sem lítill og óstöðugur gjaldmiðill er. Áður en að því kemur verður þó að takast á við verðtrygg- inguna og hlutverk Íbúðalánasjóðs,“ sagði Jännäri á fundi með blaða- mönnum í lok mars árið 2009. Afstaða hans hefur ekki breyst. „Íslenska krónan er svo lítill gjald- miðill að til langframa verðið þið að finna ykkur annan gjaldmiðil. Núna eru gjaldeyrishöft á Íslandi sem leiða til þess að þið getið haldið genginu nokkuð háu. Ólíklegt er að það gengi myndi haldast ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin. Ég er því enn þeirrar skoðunar að fyrir lítið land eins og Ísland yrði evran betri kostur en ís- lenska krónan,“ segir hann. Í því sam- bandi nefnir hann að Eistland hafi tekið upp evru á þessu ári og það séu því ekki allir að reyna að losna við gjaldmiðilinn þó umræðan um evr- una að undanförnu sé á þann veg. Evran muni auka stöðugleika í gengismálum á Íslandi og henti vel þar sem stærstur hluti útflutnings Ís- lands fari til landa innan Evrópu- sambandsins. „Evran skapar líka aga fyrir fjármálastefnu stjórnvalda inn- anlands þó að lönd eins og Grikkland, Portúgal og fleiri hafi lent í erfiðleik- um. Lærdómurinn af því er þó sá að ef þú vilt vera á sameiginlegu gjaldmið- ilssvæði verður þú að hafa mjög ag- aða fjármálastefnu. Slíkt skilyrði þyrfti Ísland líka að uppfylla,“ segir Jänn- äri. Þetta sé afstaða hans eftir að hafa starfað innan seðlabanka, fjármála- eftirlits og í bankastarfsemi í meira en 30 ár. Betra sé að hafa strangara aðhald en veikara varðandi fjármála- stefnu. Munum komast út úr kreppunni Jännäri hefur komið þrisvar til Ís- lands á síðustu tveimur árum. Tvisvar á þessu ári og svo ferðaðist hann um landið í heilan mánuð síðasta sum- ar ásamt eiginkonu sinni en þau eru bæði komin á eftirlaun. Að mati Jänn- äri ætti Ísland ekki að eiga í erfiðleik- um með að vinna sig út úr kreppunni á næstu árum. Landið sé í ríkt af verð- mætum náttúruauðlindum. Honum og eiginkonu hans hafi ekki fundist að stóriðjuframkvæmdir hefðu valdið of miklum skaða á náttúru landsins þegar þau ferðuðust hringinn í kring- um landið síðasta sumar. „Það er hægt að nota náttúruauðlindir landsins og þið ættuð að nýta ykkur það. Þið hafið enn mikið af tækifærum á því sviði þó að staðir eins og Gullfoss og Þingvellir ættu að fá að vera í friði,“ segir hann að lokum. Gengið of hægt að reisa bankakerfið n Finninn Kaarlo Jännäri telur að endurreisn bankakerfisins á Íslandi gangi of hægt n Kaarlo Jännäri telur að Íslendingar eigi að taka upp evru líkt og hann sagði 2009 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Klára uppgjörið sem fyrst Að mati Kaarlos Jännäri ættu Íslendingar að reyna að klára uppgjörið við bankahrunið haustið 2008 sem fyrst. Þannig verði hægt að fara að horfa fram á veginn í stað þess að horfa endalaust í baksýnisspegilinn. Mynd: Fréttablaðið. Hver er Kaarlo Jännäri? Kaarlo Jännari var forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins í 11 ár og einn af yfirmönnum finnska seðlabankans um tíma. Hann hefur meðal annars verið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til ráðgjafar og sinnt nefndar- og stjórnarstörfum fyrir OECD og evrópska seðlabankann. Hann hefur einnig reynslu af rekstri einkabanka eftir að hafa verið stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Skopbank á árunum 1991 til 1993 þegar bankakreppan var hvað dýpst í Finnlandi. Þar hófust björgunaraðgerðir stjórnvalda um haustið 1991 þegar ríkið aðstoðaði Skopbank. Jännäri var gerður að stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Skopbank á meðan finnska fjármálakreppan reið yfir. Fasteignir og eignarhlutir í fyrirtækjum voru færðir yfir í sérstaka sjóði. Stofnaður var ábyrgðarsjóður ríkisins í apríl 1992 og í febrúar 1993 var sjóðurinn endurskipulagður og þingið samþykkti að stjórnvöld myndu ábyrgjast greiðslur finnskra banka. Jännäri gerði skýrslu fyrir forsætisráðuneytið um reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Var skýrslan hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lilja Mósesdóttir, þingmaður: Ekki hægagangur á Alþingi „Ég tel ekki að hægagangur þingsins við lagasetningu sé meginástæða þess að lítið virðist hafa breyst í fjármálageiranum,“ segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður og doktor í hagfræði. Í tíð hennar sem formanns viðskiptanefndar hafi sem dæmi verið samþykkt lög sem kollvörpuðu fyrri lögum um fjármálafyrirtæki og vátryggingarstarfsemi. Þau lög hafi meðal annars verið unnin í samræmi við tillögur Karlos Jännäri. „Hins vegar hefur gengið hægt að fá lagafrumvarp sem tekur á eftirlitsstofnunum eins og Fjármálaeftir- litinu og Seðlabankanum sem hafa sætt gagnrýni fyrir að geta ekki starfað saman. Auk þess bólar ekkert á frumvarpi um starfsemi sparisjóða og um starfsemi endurskoðenda sem framkvæmdavaldið hefur marglofað að komi inn í þingið,“ segir hún. Að hennar mati hefur vandamálið varðandi endurreisn fjármálakerfisins á nýjum grunni falist í því að framkvæmdavaldið sé ekki tilbúið að beita lagaheimildum þannig að þær leiði til gjörbreytinga á kerfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.