Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 3. október 2011 Mánudagur Ofurhagnaður kröfuhafanna n Félög kröfuhafa Arion banka og Íslandsbanka skila tugmilljarða hagnaði n ISB Holding og Kaupskil högnuðust um 65 milljarða króna árið 2010 n Stærsti hluti hagnaðarins úr landi „Umræddur hagn- aður mun því lík- lega að litlu leyti skila sér út í íslenska hagkerfið. F élögin sem halda utan um eignarhlut kröfuhafa í Arion banka og Íslandsbanka skil- uðu 65 milljarða króna hagn- aði árið 2010. Líklega geta fá íslensk fyrirtæki státað sig af því að hafa skilað jafn miklum hagnaði árið 2010 nema þá helst stóru bankarnir sjálfir, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn. Um er að ræða fé- lögin ISB Holding og Kaupskil sem að stærstum hluta eru í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Því mun umræddur hagnaður að mestu fara úr landi. ISB Holding græddi 44 milljarða á Íslandsbanka Félagið ISB Holding ehf. skilaði 44 milljarða króna hagnaði árið 2010. Félagið fer með 95 prósenta hlut í Ís- landsbanka. Er það í eigu kröfuhafa Glitnis sem langflestir eru erlendir og á meðal þeirra er fjöldi svokallaðra vogunarsjóða. Umræddur hagnaður mun því líklega að litlu leyti skila sér út í íslenska hagkerfið. Hagnaður ISB Holding skýrist nær alfarið af því að eign ISB Holding í Íslandsbanka er að hækka á milli ára. Í upphafi árs 2010 mat ISB Holding hlut sinn í Íslands- banka á 72 milljarða króna en 12 mán- uðum síðar hafði hluturinn aukist í 115 milljarða króna eða um 60 prósent á einu ári. Markaðsvirðið tvöfaldast Líklega geta fá félög á Íslandi státað sig af því að hafa skilað meiri hagnaði en ISB Holding árið 2010 enda sjaldgæft að eignir fyrirtækja aukist um 60 pró- sent á milli ára. Til þess að skýra þetta nánar þá má segja að ástæðan fyrir þessari hækkun liggi í því að eigið fé Íslandsbanka hefur verið að aukast gríðarlega eftir að hann tók til starfa í október 2008. Á 32 mánuðum hefur eigið fé bankans aukist úr 67 milljörð- um króna í 130 milljarða króna eða um meira 90 prósent. Bönkunum er þó ekki enn heimilt að greiða út arð og því færist meirihlutinn af hagnaði þeirra í aukningu eigin fjár. Það eykur mark- aðsvirði bankanna til muna. 90 pró- senta hækkun á eigin fé þýðir í raun að markaðsvirði bankans hafi næstum tvöfaldast frá því í október 2008. Kaupskil græddi 20 milljarða á Arion banka Kaupskil ehf., sem fer með 87 pró- senta hlut í Arion banka, skilaði síðan 20 milljarða króna hagnaði árið 2010. Líkt og hjá ISB Holding skýrist það al- farið af hækkun á hlut félagsins í Arion banka. Þannig hækkar bókfært virði Kaupskila í Arion banka úr 66,1 millj- örðum króna í upphafi árs 2010 í 87 milljarða króna 12 mánuðum síðar. Þannig hækkar eignarhlutur Kaup- skila í Arion banka um 30 prósent á einu ári. Arion banki hefur skilað 40 milljarða króna hagnaði frá stofnun í október 2008. Þar af leiðandi hefur eigið fé bankans hækkað um meira en helming eða úr 77 milljörðum króna í 117 milljarða króna. Þannig þýðir helmingshækkun eigin fjár að markaðsverðmæti Arion banka hefur hækkað um meira en 50 prósent frá stofnun. Kröfuhafar með skotleyfi á heimilin Ólafur Arnarson hagfræðingur hef- ur fjallað nokkuð ítarlega um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að færa Arion banka og Íslandsbanka í hendur erlendra kröfuhafa í pistla- skrifum sínum á Pressunni. Þar kom meðal annars fram að eftir að ríkis- stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum í upphafi árs 2009 hafi orðið töluverð breyting á áherslum stjórnvalda. Þegar ríkis- stjórn Geirs H. Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, sat við völd var gert ráð fyrir að út frá þeirri stefnu sem mörk- uð var með neyðarlögunum myndu nýju bankarnir gefa út skuldabréf til gömlu bankanna þar sem alfarið væri gengið frá greiðslum á þeim. Svimandi hagnaður Eftir að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við var ákveð- ið að ganga að samningaborðinu við kröfuhafa gömlu bankanna. Lauk þeirri vinnu haustið 2009 þegar ISB Holding ehf., félag kröfuhafa Glitnis, eignaðist 95 prósenta hlut í Íslands- banka, og Kaupskil ehf., félag kröfu- hafa Kaupþings eignaðist 87 prósenta hlut í Arion banka. Líkt og komið hef- ur fram í pistlum Ólafs Arnarsonar þá opnaði þessi ákvörðun leið fyrir skila- nefndirnar til þess að láta endurmeta útlán nýju bankanna til hækkunar á verðmæti þeirra. Þannig má segja að stór hluti af þeim 163 milljarða króna hagnaði sem Arion banki, Íslands- banki og Landsbankinn hafa skil- að eftir að þeir voru stofnaðir í októ- ber 2008 renni til kröfuhafa. Sést það svart á hvítu á svimandi háum hagn- aði ISB Holding og Kaupskila árið 2010 sem hljóðaði upp á litla 65 millj- arða króna. n York Capital n TPG Investments LLC n Anchorage Capital Partners n Cyrus Capital Partners n Arrowgrass Capital Partners n Centerbrigde n Davidson Kempner n Fortelus Management n Tiger Management n Vertition Group LLC Þessir sjóðir eiga í bönkunum DV090428895_0018_2.jpg Segir erlenda kröfuhafa hafa skotleyfi á íslensk heimili. Mynd: DV „Þetta er fullkomið ódæðisverk. Annars vegar að láta erlenda vogunarsjóði eignast bankana og hins vegar að gefa þetta beina skotleyfi á að innheimta lán til fulls,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur um þá staðreynd að langmestur hluti hagn- aðar bankanna renni til erlendra kröfuhafa. Hann hefur áður sagt að með þessu hafi stjórnvöld gefið erlendum kröfuhöfum skotleyfi á íslensk heimili með því að færa kröfuhöfum bankana árið 2009. Nú sé hlutverk bankanna að vera handrukkarar fyrir vogunarsjóðina. Þegar eignir voru fluttar yfir í nýju bankana þá var það gert með miklum afslætti og Ólafur segir að þá hafi myndast svigrúm sem hefði átt að nýta í að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja og til að koma atvinnulífinu í gang á ný. Það hafi ekki verið gert. „Nú er verið að taka hækkun lána, bæði gengislána og verð- tryggðra lána, og flytja hana úr landi. Það rennur ekkert til okkar og þetta er gert að frumkvæði ríkisstjórnarinnar.“ Aðspurður hvort til sé lausn á málinu segir hann að líklega sé ekki hægt að snúa við öllum þeim skaða sem nú þegar hefur orðið. „Vitanlega eru til einhverjar lausnir. Til dæmis er hægt að setja þau lög að bankarnir verði að ljúka skuldauppgjöri sínu við heimili og fyrirtæki fyrir áramót. Ef ekki, verða óafgreiddar skuldir í bankakerfinu dregnar frá eigin fé bankans sem jafnvel leiddi til gjaldþrots hans. Ég set fram þá spurningu hvort það sé einhver skaði ef bankarnir verða gjaldþrota. Ég geri ekki lítið úr þýðingu heilbrigðs bankakerfis. Við erum hins vegar ekki með heilbrigt bankakerfi. Þeir eru bara handrukkarar vogunarsjóðanna.“ Hann bendir á að vogunarsjóðir sé verstu mögulegu eigendur bankanna þar sem hagsmunir sjóðanna séu allt aðrir en bankanna. „Vogunarsjóðir hafa skammtíma hagsmuni en bankarnir langtíma. Þessir hagsmunir rekast mjög illa á.“ „Við skulum einnig átta okkur á því hverjir þessir kröfuhafar eru. Þetta eru ekki virðulegir bankar eins og Deutsche Bank. Þeir eru búnir að selja kröfur sínar á brot af nafnvirði til vogunarsjóða á Wall Street og það eru þeir sem eru núna að fá peningana okkar,“ segir hann. Hlutverk íslensku bankanna sé því að verða eins konar innheimtustofur eða hand- rukkarar fyrir erlenda vogunarsjóði. gunnhildur@dv.is Hagfræðingur um íslensku bankanna: Handrukkarar fyrir erlenda vogunarsjóði Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Ólafur Arnarson Tveir sem græða James G. Dinan hjá York Capital og Stephen Friedheim hjá Cyrus Capital Partners Var stærsti vogunarsjóður í heimi Vogunarsjóður Julians Robertson, Tiger Management, var einn stærsti vogunarsjóðurinn í heim- inum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Tiger er sagður vera einn af eigendum skuldabréfa Glitnis og Kaupþings. Fyrrverandi starfsmenn Deutsche Bank Einn af vogunarsjóðunum sem sagðir eru hafa fjárfest í skuldabréfum íslensku bankanna er Arrowgrass. Á myndinni sjást fimm starfs- menn Arrowgrass-sjóðsins sem allir störfuðu áður hjá Deutsche Bank. Frá vinstri: Michael Chung, Nick Niell, Henry Kenner, Andrew Billett og James Barty.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.