Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 18
18 | Menning 3. október 2011 Mánudagur n Tónleikar Mugison í Fríkirkjunni n Gleymdi texta í miðju lagi n Þurfti aðstoð tónleikagests til að flytja lagið T ónleikar Mugison í Frí­ kirkjunni voru haldnir fyrir fullu húsi. Mug­ ison söng lög af nýút­ kominni plötu sinni, Hagléli. Tónleikagestir héldu vart vatni yfir góðum tónleik­ um. „Þetta var mikil og pers­ ónuleg upplifun,“ sagði einn tónleikagestur. „Mér verður hlýtt í allan vetur,“ sagði annar gestur. „Loksins syngur hann á íslensku,“ sagði enn einn gest­ ur sem sagðist alltaf hafa óskað sér þess. „Þetta er besta platan hans,“ sagði kona sem var kom­ in alla leið að vestan til að hlýða á hann þótt að hann leggi leið sína vestur seinna í vetur. „Það er svo fallegt hérna í Fríkirkjunni og góður hljóm­ ur,“ útskýrði hún. Gleymdi textanum Mugison og sambýliskona hans Rúna sungu saman á tónleikunum og gestum þótti einnig mikið til koma um kröftugt ljósaspil sem gaf lög­ unum aukna dýpt. Gestir fyr­ irgáfu honum og hlógu með honum þegar hann þurfti að hætta í miðju erindi. Hann mundi ekki textann og einn hjálpsamur tónleikagestur stökk fram á sviðið og lánaði honum textabókina sína sem fylgdi diskinum. Fjallabræður á svið með Mugison Í lok tónleikanna stigu svo Fjallabræður á svið með Mug­ ison og sungu með honum og klapp gesta eftir tónleikana var linnulaust. Mugison seg­ ist lengi hafa ætlað sér að gera plötu í líkingu við Haglél. „Það var lengi búinn að vera draum­ ur hjá mér að gera plötu sem er eins týpulaus og mögulegt er. Ég veit ekki hvort mér tókst það. Ég er líka með svo litla at­ hyglisgáfu að mér tekst aldrei að halda út einhverja eina stemningu á einni plötu. Ef ég geri eitthvað of lengi í einu þá fæ ég svo mikinn leiða. Mér fannst líka eftirsóknarvert að hafa hana tímalausa. Á henni er einhver þjóðlagabragur hef ég heyrt. Mig langaði til að gera klassísk, íslensk dægur­ lög í anda sjöunda og áttunda áratugar. Á þau á alltaf að vera hægt að hlusta, þau falla aldrei úr gildi. Mig langaði líka að gera plötu sem bæði mamma og amma gætu hlustað á. Sum lög hlustar amma náttúrlega ekki á,“ segir hann og kímir. „Ég hef spilað lög fyrir ömmu þar sem ég er að öskra og með orð­ bragð og svona. Þá lækkar hún bara í laginu og býður mér upp á meira kaffi.“ „Hlýtt í allan vetur“ Horfir til himna Mugison sló í gegn í Fríkirkjunni. Fullt út úr dyrum Það komust færri að en vildu á tónleika Mugison. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Tónleikar N ý bók eftir Jónínu Leósdóttur er væntanleg á Íslandi, að henn­ ar sögn fjörug og spennandi unglingabók sem fjallar meðal annars um þunglyndi og önnur við­ kvæm mál sem mikilvægt er að ung­ lingar þekki til. Bókin fjallar um há­ alvarlegt málefni, um nokkra unglinga sem komast að því að einhver í vina­ hópnum glímir við mikla vanlíðan. Þau reyna að komast að því hver félaginn er og finnst þau vera í kappi við tímann. Hvað ef félaganum líður svo illa að hann sviptir sig lífi? Jónína er á leiðinni á bókamessu í Frankfurt þar sem skáld­ saga hennar, Allt fínt … en þú?, er komin út í Þýskalandi og ber þýska titilinn Am liebsten gut. Þýðandi er Tina Flecken og for­ lagið Kiepenheuer & Witsch gefur bókina út. Jónína Leósdóttir: Skrifar um unglinga og þunglyndi Kokkteilar og hársprei Þ óra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, fagn­ aði útgáfu fyrsta eintaksins í hennar ritstjórn. Hún bauð vinum og sam­ starfsfólki í kokkteilboð á 1919 bar í mið­ bænum. Gestum var boðið upp á bleika kokkteila, snittur og gjafapoka sem í voru sjampó og hár­ sprei. Á forsíðu nýja tímaritsins er Lilja Pálma­ dóttir sem segir í viðtali af uppvextinum og bú­ setu sinni á Hofi í Skagafirði þar sem hún rekur hestabúgarð. Í blaðinu er enn fremur að finna umfjöllun um konur og líkamsvöxt og ritstjór­ inn nefnir í leiðara að hún hafi viljað þroskaðar konur til að sitja fyrir í einum tískuþætti blaðsins. Fyrir valinu urðu Erla Tryggvadóttir og Helga Kristjánsdóttir sem eru báðar um þrítugt og stór­ glæsilegar konur. Fjölmennt var í boði Þóru, fullt út úr dyrum eins og stundum er sagt. kristjana@dv.is n Útgáfuteiti nýs ritstjóra Nýs Lífs Ritstjórinn Þóra Tómasdóttir er tekin við Nýju Lífi og fagnaði fyrsta tímaritinu. Fjör Auglýsingastjórinn Atli Bergmann ánægður með nýja blaðið sem og Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt. Styður systur sína Sóley Tómas- dóttir mætti að sjálfsögðu í teitið. Hressar Þóra og félagar hennar í góðu stuði. R IFF, Reykjavík Int­ ernational Film Festival, lauk á sunnudaginn en hátíðin hefur verið hald­ in á ári hverju frá árinu 2005. Sýndar eru myndir úr alls kyns áhugaverð­ um flokkum. Einnig eru sýndar heimildamyndir og tónlistarmyndir svo eitthvað sé nefnt. Hátíðin var í þetta sinn haldin frá 22. september og lauk á sunnudagskvöldið með stórri bíósýningu í Eldborgarsal Hörpu. Á hverju ári er veittur fjöldi verðlauna fyrir kvikmyndirnar sem sýndar eru en ein aðalverðlaunin eru Gyllti lundinn sem leikstjóri getur fengið fyrir sína fyrstu eða aðra mynd. Í ár var það hin rússneska Angelina Nikonova sem vann fyrir myndina Twilight Portrait en dómnefndin sem skipuð var þremur er­ lendum fagmönnum vildi einnig benda sérstaklega á tvær aðrar myndir;  Shun Lie and the poet eftir Andreu Segre og Osló, 31. ágúst eftir Joachim Trier. Íslenska myndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson, sem jafn­ framt er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, vann verðlaun í tveimur flokkum. Hún fékk Fipresci­verðlaunin sem veitt eru af Alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda og kvikmynda­ verðlaun kirkjunnar en í dómnefnd hennar eru þrír prestar. Eldfjall hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og var á meðal þeirra mynda sem kepptu á kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Samhliða öllum verðlaununum eru veitt peningaverðlaun úr nýstofnuðum minningarsjóði sem var settur á laggirnar af RIFF og Félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna til að minnast Thors Vilhjálmssonar. Verðlaunin eru 200.000 króna innistæða hjá Ice­ land Express og 150.000 króna innistæða hjá Eymundsson.  Eldfjall sigraði í tveimur flokkum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.