Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 21
Sport | 21Mánudagur 3. október 2011 Úrslit Pepsi-deildin Breiðablik - Stjarnan 4-3 1-0 Arnar Már Björgvinsson (39.), 2-0 Andri Rafn Yeoman (42.), 2-1 Baldvin Sturluson (54.), 3-1 Arnar Már Björgvinsson (66.), 3-2 Halldór Orri Björnsson (76.), 3-3 Aron Grétar Jafetsson (78.), 4-3 Guðmundur Pétursson (91.). Fylkir - FH 3-5 1-0 Davíð Þór Ásbjörnsson (.10), 1-1 Matthías Vilhjálmsson (38.), 1-2 Atli Viðar Björnsson (41.), 1-3 Björn Daníel Sverrisson (43.), 2-3 Albert Brynjar Ingason (45.), 2-4 Atli Viðar Björnsson (52.), 2-5 Ólafur Páll Snorrason (63.), 3-5 Jóhann Þórhallsson (73.). ÍBV - Grindavík 0-2 0-1 Ólafur Örn Bjarnason (80.), 0-2 Magnús Björgvinsson (84.). Fram - Víkingur 2-1 1-0 Steve Lennon (4.), 1-1 Björgólfur Takefusa (38.), 2-1 Arnar Gunnlaugsson (62. víti). Keflavík - Þór 2-1 1-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (14.), 2-0 Jóhann Birnir Guðmundsson (16.), 2-1 Sveinn Elías Jónsson (18.). Valur - KR 0-0 Lokastaðan Lið L U J T Skor Stig 1 KR  22 13 8 1 44:22 47 2 FH 22 13 5 4 48:31 44 3 ÍBV 22 12 4 6 37:27 40 4 Stjarnan 22 10 7 5 51:35 37 5 Valur 22 10 6 6 28:23 36 6 Breiðablik 22 7 6 9 34:42 27 7 Fylkir 22 7 4 11 34:44 25 8 Keflavík 22 7 3 12 27:32 24 9 Fram 22 6 6 10 20:28 24 10 Grindavík 22 5 8 9 26:37 23 11 Þór Akureyri  22 6 3 13 28:41 21 12 Víkingur  22 3 6 13 24:39 15 Enska úrvalsdeildin Everton - Liverpool 0-2 0-1 Andy Carroll (71.), 0-2 Luis Suárez (82.). n Jack Rodwell (23.) Aston Villa - Wigan 2-0 1-0 Gabriel Agbonlahor (36.), 2-0 Darren Bent (62.). Blackburn - Man. City 0-4 0-1 Adam Johnson (56.), 0-2 Mario Balotelli (60.), 0-3 Samir Nasri (73.),0-4 Stefan Savic (87.). Man. United - Norwich 2-0 1-0 Anderson (68.), 2-0 Danny Welbeck (87.). Sunderland - WBA 2-2 0-1 James Morrison (4.), 0-2 Shane Long (6.), 1-2 Nicklas Bendtner (24.), 2-2 Ahmed Elmohamady (26.). Úlfarnir - Newcastle 1-2 0-1 Demba Ba (17.), 0-2 Jonas Gutierrez (38.), 1-2 Steven Fletcher (88.). Bolton - Chelsea 1-5 0-1 Daniel Sturridge (‘2), 0-2 Frank Lampard (‘15), 0-3 Daniel Sturridge (‘25), 0-4 Frank Lampard (‘27), 1-4 Dedrick Boyata (‘46), 1-5 Frank Lampard (‘58) Fulham - QPR 6-0 1-0 Andy Johnson (2.), 2-0 Danny Murphy (20. víti), 3-0 Andy Johnson (38.), 4-0 Andy Johnson (60.), 5-0 Clint Dempsey (65.), 6-0 Bobby Zamora (74.). Swansea - Stoke 2-0 1-0 Scott Sinclair (9. víti), 2-0 Danny Graham (85.). Tottenham - Arsenal 2-1 1-0 Rafael Van der Vaart (40.), 1-1 Aaron Ramsey (50.), 2-1 Kyle Walker (73.). Staðan Lið L U J T Skor Stig 1 Man. Utd 7 6 1 0 24:5 19 2 Man. City 7 6 1 0 23:5 19 3 Chelsea 7 5 1 1 17:8 16 4 Newcastle 7 4 3 0 9:4 15 5 Liverpool 7 4 1 2 10:8 13 6 Tottenham 6 4 0 2 11:10 12 7 Aston Villa 7 2 5 0 9:5 11 8 Stoke 7 2 3 2 4:8 9 9 Norwich 7 2 2 3 7:10 8 10 Swansea 7 2 2 3 6:9 8 11 QPR 7 2 2 3 5:13 8 12 Fulham 7 1 4 2 10:7 7 13 Everton 6 2 1 3 6:8 7 14 Wolves 7 2 1 4 6:10 7 15 Arsenal 7 2 1 4 10:16 7 16 Sunderland 7 1 3 3 9:8 6 17 WBA 7 1 2 4 5:10 5 18 Wigan 7 1 2 4 5:11 5 19 Blackburn 7 1 1 5 8:17 4 20 Bolton 7 1 0 6 9:21 3 Kaupa 1.000 mínútur frið? n Manuel Neuer hataður af stuðningsmönnum en ver allt Þ ýski landsliðsmark- vörðurinn Manuel Neuer hefur farið væg- ast sagt frábærlega af stað með sínu nýja liði, FC Bayern. Eftir að hafa fengið á sig klaufalegt mark í fyrsta deildarleiknum hefur hann nú haldið hreinu í tíu leikj- um í röð eða samtals 1.018 mínútur. Nú síðast hélt Neu- er hreinu gegn Gylfa Sigurðs- syni og félögum hans í Hof- fenheim um helgina er liðin gerðu markalaust jafntefli. Neuer hefur allt frá fyrstu sekúndu eftir að hann skrif- aði undir hjá Bayern verið hataður af harðkjarna stuðn- ingsmanna liðsins sem kalla sig „Bayern Ultras“. Í fyrsta æfingarleik kappans hengdu þeir upp fána sem á stóð „Þú getur varið öll skot en við munum aldrei sætta okkur við þig í Bayern-treyjunni.“ Eftir fund með stuðnings- mönnum lofuðu þeir að láta hann í friði á meðan hann færi eftir reglum eins og að kyssa aldrei Bayern-merkið. Stuðningsmennirnir hafa haft yfir afar litlu að kvarta, nákvæmlega engu í raun og veru, í undanförnum tíu leikj- um. Hann mun þó fá á sig mark aftur, svo mikið er víst, og verður þá spennandi að sjá hvort þessi byrjun hafi keypt honum frið. Þjálfari Bayern, Jypp Hynckes, og markvarð- argoðsögnin, Oliver Khan, hafa látið stuðningsmenn- ina heyra það og benda á frá- bæra frammistöðu Neuers til þessa. Hann eigi meira skilið. Aðstaðan er erfið fyrir Neuer sem er einnig hat- aður af stuðningsmönnum Schalke en þaðan kom hann til Bayern. Þýski landsliðs- markvörðurinn hefur þó ekki látið neitt af þessu á sig fá og er nú búinn að halda hreinu í tíu leikjum í röð. tomas@dv.is Vill frið Neuer ver og ver en fær enga viðurkenningu. MyNd ReuteRs A rsenal er aðeins tveim- ur stigum frá fallsæti eftir tap í slagnum um Norður-Lundúnir gegn erkifjendunum í Tot- tenham, 2–1, á White Hart Lane. Rafael Van der Vaart kom Tot- tenham yfir undir lok fyrri hálf- leiks en Aaron Ramsey jafn- aði metin í upphafi þess síðari. Það var síðan hinn 21 árs Kyle Walker sem skoraði sigurmark- ið fyrir Tottenham á 73. mín- útu með föstu skoti. Szczesny í marki Arsenal hefði þó átt að gera betur þó skotið hafi ver- ið fast. Liverpool hafði sigur í hinum nágrannaslagnum um helgina þegar Everton og Liver- pool börðust um bítlaborgina. Þar skoruðu framherjarnir Andy Carroll og Luis Suarez mörkin. Mætir ekki á Laugardalsvöllinn „Arsenal var mikið með bolt- ann og ég var farinn að spá í að þétta okkur meira í hálfleiknum. Þeir skoruðu síðan þetta mark en við bættum bara í og unnum sanngjarnan sigur. Okkar færi voru þau bestu í leiknum,“ sagði hæstánægður knattspyrnustjóri Tottenham, Harry Redknapp, eftir leikinn. Með sigrinum komst Tottenham upp í sjötta sætið en liðið hefur nú innbyrt tólf stig í sex leikjum og á leik til góða gegn QPR. Með sigri þar kemst Liverpool upp í Meistara- deildarsæti. Íslenskir stuðningsmenn Tottenham eru óheppnir því Kyle Walker mætir ekki á Laug- ardalsvöllinn á fimmtudag eins og til stóð. Hann var í enska U21 árs landsliðshópnum sem mæt- ir Íslandi í undankeppni EM en var á síðustu stundu valinn í A- lið Englands. Hann var þó eðli- lega kampakátur eftir leik. „Lífið verður ekki mikið betra en þetta. Ég fékk bara boltann og hugs- aði með mér: Af hverju ekki að skjóta? Arsenal er lið sem held- ur boltanum og það reyndist okkur erfitt en við börðumst vel og náðum úrslitunum sem við þurftum,“ sagði Kyle Walker eftir leikinn. Rauða spjaldið breytti leiknum Liverpool vann sinn annan sig- ur í röð í deildinni þegar liðið lagði Everton, 2–1, í slagnum um bítlaborgina. Andy Carroll og Luis Suarez skoruðu mörk- in í seinni hálfleik en það sem breytti leiknum var rautt spjald sem dómarinn Martin Atkin- son gaf Jack Rodwell, leikmanni Everton, fyrir brot á Luis Suarez, sem var rangur dómur. Léku Everton-menn því einum færri í 68 mínútur. „Þetta eyðilagði leikinn,“ sagði David Moyes, knatt- spyrnustjóri Everton, sem fannst brotið ekki einu sinni verðskulda að á það yrði dæmd aukaspyrna. „Ég hefði verið vonsvikinn ef hann hefði dæmt aukaspyrnu og ég hefði spurt hann á hvað, og enn svekktari hefði ég verið með gult spjald. Ég held að engum í heimin- um hafi fundist þetta vera rautt spjald en þetta er bara ranglæti sem maður þarf bara að sætta sig við,“ sagði sársvekktur David Moyes. Walker hetjan í Lundúnaslagnum n Kyle Walker með sigurmark tottenham í Lundúnaslagnum n spilar með enska u21 árs liðinu gegn Íslandi á fimmtudaginn n Rautt spjald breytti nágrannaslagnum í bítlaborginni Breytti leiknum Rangur dómur Martin Atkinson breytti nágranna- slagnum í Liverpool. MyNdiR ReuteRs Hetjan Kyle Walker (í miðjunni) skoraði sigurmarkið gegn Arsenal. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.