Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 3. október 2011 Mánudagur Á kæruvaldið hefur farið fram á að dómurinn yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni verði þyngd­ ur. Þorvarður var dæmd­ ur í 14 ára fangelsi í héraðs­ dómi fyrir að hafa ráðist á föður sinn, Ólaf Tryggva Þórðarson. Horft er til tveggja atriða þegar metið er hvort um hafi verið að ræða tilraun til manndráps eða einfaldlega líkams­ árás. Atriðin eru árásin sem slík ann­ arsvegar og afleiðingar hennar hins­ vegar. Þorvarður hefur sjálfur neitað að hafa ætlað að bana föður sínum í árásinni. Hann viðurkennir hins veg­ ar árásina í öllum meginatriðum og játar að hafa veitt föður sínum áverk­ ana. Þetta kom fram í Hæstarétti á föstudag þar sem málið var tekið fyrir. Myndir notaðar í blóðferlarannsókn „Brotaþoli svaraði ekki áliti en hann andaði,“ sagði settur saksóknari þeg­ ar hún talaði um afleiðingar árásar­ innar og benti dómurum á myndir af Ólafi þar sem hann lá í blóði sínu eft­ ir árásina. Myndirnar voru teknar af rannsóknardeild lögreglunnar. Þess­ ar myndir voru notaðar við blóð­ ferlarannsókn á vettvangi. Niðurstaða blóðferlarannsóknar­ innar leiddi í ljós að Ólafur hafði orð­ ið fyrir árás á tveimur mismunandi stöðum. Annars vegar við vestur­ enda borðstofuborðsins, við hliðina á ísskápnum, og hins vegar við arin­ stæðið þar sem Ólafur fannst í blóði sínu. Blóðferlarannsóknirnar leiddu einnig í ljós að Ólafur hafi verið sleg­ inn af miklu afli og fengið í sig spörk af miklu afli. Réðst á föður sinn vegna lyga Anna Nicole Grayson, vinkona Þor­ varðar, laug því að honum að Ólaf­ ur hefði misnotað hana frá átta ára aldri. Þetta sagði hún honum nokkr­ um klukkustundum áður en Þor­ varður réðst á föður sinn. Voru þá Anna Nicole og Þorvarður saman að neyta fíkniefna. Eftir að hafa heyrt það mun Þorvarður hafa ákveðið að fara að á fund föður síns. „Þá missi ég stjórn á mér og ræðst á hann,“ sagði Þorvarður fyrir héraðsdómi en vitn­ að var í orð hans fyrir Hæstarétti. Hann mætti ekki sjálfur í réttarsal­ inn. Til marks um það hversu ofsa­ fengin árásin var benti settur sak­ sóknari á fyrsta framburð Þorvarðar Davíðs fyrir lögreglunni. „Ég spark­ aði í hausinn á honum – held ég – aftur og aftur,“ var haft eftir Þorvarði úr yfirheyrslum lögreglunnar fyrir dómnum. Í yfirheyrslu hjá lögregl­ unni sagðist hann einnig muna að­ eins eftir sumum atvikum en þau sem hann myndi eftir væru ógeðs­ leg. Því var veitt sérstök athygli að Þorvarður Davíð notaði hnúajárn í árásinni. „Atlagan eins og í þessu máli var ekki bara sérstaklega hættu­ leg heldur lífshættuleg,“ sagði settur saksóknari. Reyndi að hylja slóð sína Þorvarður Davíð viðurkenndi fyrir lögreglumönnum að hafa reynt að hylja slóð sína. Hann reyndi að þrífa blóð á vettvangi til að afmá skóför sín. Þeg­ ar hann kom heim til sín eftir árásina setti hann svo föt sín og skó í þvottavél. Fyr­ ir dómi sagðist hann hins vegar ekki vita af hverju hann hefði reynt að þrífa blóðið. „Ástand Ólafs hef­ ur ekki breyst und­ anfarna mánuði,“ las settur saksóknari upp úr skýrslu lækna Ólafs fyrir dómnum. „Þar sem bati er enginn hefur verið sótt um varanlega vist­ un á hjúkrunarheimili.“ Ólafur hef­ ur verið færður til aðhlynningar á endurhæfingardeild Landspítalans á Grensási en hann hefur enn ekki komist til meðvitundar. Bara líkamsárás „Það kann að vera erfitt að sýna fram á huglæga afstöðu,“ sagði lögmaður Þorvarðar Davíðs en hann benti á að það þýddi ekki að ekki þyrfti að sanna að hann hafi ætlað að ráða föður sínum bana. Einnig gerði lög­ maðurinn athugasemdir við orðalag í dómi héraðsdóms þar sem vikið er að ástæðu þess að Þorvarður Davíð lét af árásinni á föður sinn. Í dómn­ um segir að Þorvarður hafi hætt og farið eftir að hafa runnið til í blóði. „Ekki hafi verið sýnt fram á ásetn­ ing um að bana brotaþola,“ sagði lögmaðurinn og bætti við að ekki væri sannað að slíkur ásetning­ ur hafi myndast á meðan að árás­ inni stóð. Er það lagt til grundvallar þess að Þorvarður verði dæmdur fyrir líkamsárás en ekki fyrir tilraun til manndráps. Hnúajárnið hefur ekki fundist „Það liggur fyrir að um hafi verið að ræða tvö högg í höfuð og svo 10 spörk,“ sagði lögmaður Þorvarðar. „Hann bankaði upp hjá brotaþola,“ sagði lögmaðurinn og taldi hann það merki um að Þorvarður hafi ekki komið til föður síns til að veita hon­ um skaða. Þá sagði lögmaðurinn að ekki benti neitt til þess að Þorvarður hafi notað vopn eða hluti í árásinni – að undanskildu hnúajárni sem ekki hefur fundist. „Þá styður það einnig málatil­ búnað ákærða að hann heyrir andar­ drátt þegar hann yfirgefur brotaþola og hann hefur lýst því að hann hafi ekki gert sér grein fyrir þeim alvar­ legum afleiðingum sem af atvikinu hlutust,“ sagði lögmaðurinn. Hann sagði einnig að Þorvarður hafi hætt árásinni þegar honum hafi runnið reiðin en ekki út af því að hann hafi runnið til í blóði eins og kemur fram í dómi héraðsdóms. „Það er of mikil einföldun á sannleikanum.“ Í engu ástandi til að gefa skýrslu „Hann er í miklum ranghugmynd­ um og er í geðrofsástandi,“ sagði lögmaðurinn um ástand Þorvarðs þegar Þorvarður var yfirheyrður hjá lögreglu. Sagði lögmaðurinn að Þorvarður hafi ekki verið í neinu ástandi til að gefa skýrslu og lýsa málsatvikum. „Ástand hans var þetta geðrofsein­ kenni sem hefur í eðli sínu ranghugmyndir, ofsókn­ aræði,“ sagði lögmaðurinn. „Ákærði hefur við þetta at­ hæfi sitt misst fjölskyldu sína. Þetta er fjölskyldu­ harmleikur.“ Lögmaðurinn segir að Þorvarður Davíð sýni mikla iðrun og vanlíðan vegna árásarinnar. Hann hefur undanfarna mánuði fengið lyfjameðferð við geðrofi og hefur náð geðheilsu sinni aftur að mestu leyti. Þorvarður Davíð segist iðrast n Réttað yfir syni Ólafs Þórðarsonar n Segist iðrast gjörða sinna n Tekist á um hvort um var að ræða líkamsárás eða manndrápstilraun„Ástand Ólafs hefur ekki breyst undanfarna mánuði. Líðan Ólafs óbreytt Þorvarður Davíð viðurkenndi fyrir lögreglumönnum að hafa reynt að hylja slóð sína. Mynd STefán KaRLSSon alvarleg árás „Það liggur fyrir að um hafi verið að ræða tvö högg í höfuð og svo 10 spörk,“ sagði lögmaður Þorvarðar. Þorvarður mætti ekki fyrir dóminn. Mynd GunnaR GunnaRSSon 17. nóvember 2010 Umfjöllun DV um árás Þorvarðar Davíðs á föður sinn. fundaði með borgarstjóra: Fórnarlamb ofbeldis hitti Jón Gnarr Sautján ára drengur sem steig fram í DV og sagði frá grófu ofbeldi af hálfu föður síns átti tæplega tveggja klukkustunda langan fund með Jóni Gnarr borgarstjóra. „Við vorum bara að tala saman um hvernig mín hlið og upplifun var á kerfinu þegar ég var lítill,“ segir drengurinn í samtali við DV um fundinn. „Hann var mjög almennilegur og mjög gott að tala við hann,“ segir hann. „Það var samt engin sérstök niðurstaða.“ Mál drengsins vakti mikla athygli þegar bréf hans birtist á samskipta­ síðunni Facebook í ágúst síðastliðn­ um. Í bréfinu sagði hann meðal ann­ ars: „Maður heldur þessu leyndu fyrir öllum og kemur bara fram með „fake“ bros svo fólk heldur að manni líði vel. En trúið mér, innst inni er maður að deyja.“ Drengurinn steig eins og áður segir fram í DV og ræddi þar opin­ skátt um ofbeldið. „Ég fann fyrst fyrir vilja til að segja frá þessu eftir að ég las bókina Grafarþögn í íslensku. Ég sá bara fyrir mér fjölskylduna mína. Það vakti upp svo margar minn­ ingar að ég gat bara ekki meir. Ég gat ekki einu sinni klárað bókina – mér fannst þetta bara eins og heima hjá okkur,“ sagði hann í lok ágúst. Hann lýsti því hvernig faðir hans hafði haldið heimilislífinu í heljar­ greipum í mörg ár og hvernig hann hefur haldið því áfram eftir skilnað foreldranna. adalsteinn@dv.is Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vann 5,4 milljónir Heppinn viðskiptavinur sem keypti sér lottó­miða í Shellskál­ anum á Egilsstöðum var með allar tölurnar réttar og hlýtur hann því rúmlega 5,4 milljónir króna í vinn­ ing. Einn hlaut vinning fyrir fjórar réttar tölur og bónustölu og fær því 238.030 krónur. Sá keypti miðann í Select við Vesturlandsveg í Reykja­ vík. Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fær hver vinningshafi um sig 100 þúsund krónur í vinning. Einn vinningshafanna er í áskrift en hinir miðarnir voru keyptir í Samkaupum­Úrval á Selfossi og Olís á Siglufirði. Minnisvarði um Súluna Á laugardag var reistur minnisvarði um eitt frægasta fiskiskip Íslendinga, Súluna EA 300. Afkomendur Sverris Leóssonar, útgerðarmanns, létu reisa varðann í minningu Sverris og færðu Akureyrarhöfn listaverkið að gjöf. Súlan EA 300 var í heila öld gerð út frá Akureyri. „Hún var stolt Akureyringa, enda eitt fengsælasta veiðiskip íslenska flotans. Í landlegum lá hún gjarnan við Torfunefið nýmáluð og tilbúin til átaka á næstu vertíð, rétt eins og hvert annað kennileiti á Akureyri. Þar var minnisvarðinn reistur Útgerð Súlunnar frá Akureyri stóð í heila öld og það er fátítt ef ekki einstakt, að bak við aldarlanga útgerðarsögu standa eingöngu tvö skip,“ segir í fréttatilkynningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.