Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Mánudagur 3. október 2011 Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Ökum undir bleikum merkjum enn á n‡ í október og nóvember Vinstrigrænir í borgarstjórn leggja til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að smíða reglur um hvernig bregðast skuli við aðstæðum þegar kallað verð- ur eftir atkvæðagreiðslu um af- mörkuð viðfangsefni borgarstjórn- ar. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í borgarráði Reykjavíkur, fór fram á þetta á fundi borgarráðs á fimmtu- daginn. Sóley lét bóka á fundin- um: „Nýsamþykkt lög um íbúa- kosningar og íbúafundi eru mikið framfaraskref fyrir lýðræði í sveit- arfélögum, þar sem kveðið er á um að íbúar geti kallað eftir at- kvæðagreiðslum og íbúafundum. Þar er þó ekki kveðið á um hvort atkvæðagreiðslur skuli vera ráð- gefandi eða bindandi og sveitar- stjórnir geta ákveðið hvort undir- skriftir frá fimmtungi eða þriðjungi íbúa nægi til að knýja slíkt fram. Þar sem lýðræðið virkar best með skýrum og fyrirfram ákveðnum reglum, samþykkir borgarráð að stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að smíða regl- ur um hvernig bregðast skuli við, verði kallað eftir atkvæðagreiðslu um afmörkuð viðfangsefni borgar- stjórnar. Þar verði skilgreint hlut- fall íbúa sem nægir til að kalla fram atkvæðagreiðslur og hvaða þýðingu þær hafa. Hópurinn skil- greini einnig ramma og fyrirkomu- lag íbúafunda og hvernig niður- stöður þeirra verði nýttar.“ Tillaga Sóleyjar er í takt við hug- myndir Ögmundar Jónassonar sem vildi láta ganga lengra í fram- kvæmd íbúakosninga en Alþingi samþykkti. valgeir@dv.is Sóley Tómasdóttir vill að borgin smíði reglur um atkvæðagreiðslur: Skýrari reglur um íbúakosningar Sóley Tómasdóttir „Þar verði skilgreint hlutfall íbúa sem nægir til að kalla fram atkvæðagreiðslur og hvaða þýðingu þær hafa,“ segir í bókun Sóleyjar. Ábending um kynferðislega misnotkun: Engin nauðgun átt sér stað Margrét Frímannsdóttir, fangelsis- stýra á Litla-Hrauni, segir frétta- flutning af nauðgun á Litla-Hrauni ekki eiga við rök að styðjast. „Það hefur aldrei verið lögð fram kæra um nauðgun. Það var hins leitað til lög- reglu vegna ábendinga um kynferð- islega misnotkun sem að reyndist síðan þannig að það hefur aldrei verið neitt staðfest í þeim efnum.“ Margrét segir það vera skyldu for- stöðumanna fangelsisins að bregð- ast strax við slíkum ábendingum og það sé gert með því að tilkynna þær til lögreglu sem rannsakar málið og grípa til viðeigandi ráðstafana. Slíkar ráðstafanir geti verið að flytja fanga á milli deilda, milli húsa eða inn á öryggisgang. Jafnvel geti reynst nauðsynlegt að flytja fanga á milli fangelsa. Hún nefnir einnig að fang- ar hafi góðan aðgang að fagfólki sem hefur unnið með föngum ef slík mál hafi komið upp. „Ég tel að starfsfólk innan fangelsiskerfisins sé að taka mjög vel á svona málum. Bæði sál- fræðingar fangelsismálastofnunar- innar, sem eru sérmenntaðir á þessu sviði, sem og hinn almenni starfs- maður. En vel að merkja, það hefur ekkert komið út úr rannsókn lög- reglunnar sem bendir til þess að sú ábending sem kom á sínum tíma eigi við rök að styðjast.“ Árni Hrafn Ásbjörnsson, for- maður Afstöðu, félags fanga á Litla- Hrauni, segir fanga ekki óttast um öryggi sitt innan fangelsismúranna og að aðstandendur fanga þurfi ekki að óttast um öryggi ástvina sinna sem þar dvelja. Í yfirlýsingu sem Afstaða sendi frá sér í kjölfar fjöl- miðlaumfjöllunar stendur að félagið vilji vekja sérstaka athygli á því að að hinar meintu ásakanir, sem voru til umfjöllunar í fréttatíma Sjónvarps- ins á fimmtudaginn, heyra til al- gjörrar undantekningar, ef ekki eins- dæmi. Þar segir enn fremur að stjórn Afstöðu harmi að forstjóri fangelsis- málastofnunar skuli nota sér tilefni þetta og vettvang til að kalla eftir nýju fangelsi. „Að öðru leyti þykir stjórn Afstöðu ekki við hæfi að tjá sig um meint brot einstaklinga innan fangelsa, einkum og sér í lagi þegar þau eru á rannsóknarstigi.“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa misnotað samfanga sinn afplánar nú fjórtán ára dóm sam- kvæmt fréttastofu RÚV. Hann er grunaður um að hafa byrlað sam- fanga sínum lyf og komið fram vilja sínum. Maðurinn var fluttur í fang- elsið á Akureyri fimm mánuðum eftir að grunur vaknaði en fangels- ismálastjóri segir erfitt að færa til fanga vegna plássleysis. Í frétt RÚV um málið kom fram að hann hefur tvisvar áður verið grunaður um að hafa misnotað samfanga sína. Reynt var að leysa úr málinu inn- andyra á Litla-Hrauni, en það gekk ekki og var maðurinn því fluttur í fangelsið á Akureyri. Það fangelsi er þó ekki ætlað föngum í langtímaafplánun. hanna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.