Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 16
16 | Umræða 3. október 2011 Mánudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar Bókstaflega Náhirðin skelfur n Bók Jóhanns Haukssonar blaða­ manns um spillingu og orsakir hrunsins er komin í verslanir. Það er bókaútgáf­ an Veröld sem gefur hana út. Jóhann gjör­ þekkir umhverfi íslenskrar spill­ ingar og hefur í gegnum tíðina velgt mönnum undir uggum með skrifum sínum og umfjöll­ unum í DV, Fréttablaðinu og á Útvarpi Sögu. Þeim sem tilheyra náhirð Davíðs Oddssonar er sérlega í nöp við Jóhann vegna óvæginna skrifa. Hermt er að þar á bæ séu menn með nokkurn skjálfta. Áhugamál Þórs n Þór Sigfússon, fyrrverandi for­ stjóri Sjóvár, er talinn vera einn af aðalmönnunum á bak við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og er sagð­ ur hvetja hana óspart til for­ mannsfram­ boðs. Þór hefur nægan tíma til að vinna að mál­ inu en hann er atvinnulaus og bíður þess hvort sérstakur sak­ sóknari láti til skarar skríða gegn honum vegna Sjóvár og bótasjóðs­ ins. Í framlínu stuðningsmanna Hönnu Birnu eru líka Kjartan Gunn- arsson, fyrrverandi framkvæmda­ stjóri Sjálfstæðisflokksins, og Björn Bjarnason eftirlaunaþegi. Hanna og tíminn n Vaxandi titringur er innan Sjálf­ stæðisflokksins vegna yfirvofandi formannskjörs. Bjarni Benediktsson formaður virðist óðum vera að ná vopnum sín­ um. Þar skiptir nokkru að harð­ línumenn hafa fylkt sér að baki Bjarna eftir að hann snéri baki við ESB. Þá þykir það vera veikleiki hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa að taka ekki ákvörðun um framboð eða ekki. Eftir því sem tíminn líður minnka möguleikar hennar á sigri. Dylgjað um ölfant n Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, er duglegur við að vekja upp harðar umræður um vímuvandann og lausnir við honum. Hann hefur verið iðinn við að leggja til að áfengissalar verði skattlagð­ ir til að standa undir kostn­ aði við ógæfu og löggæslu. Þetta fer mjög fyrir brjóst manna á hatursvefnum amx.is. Friðbjörn Orri Ketilsson, eigandi amx, dylgjar um fortíð Gunnars Smára og vill að hann verði skattlagður fremur en ölfantar nútímans. Sandkorn H araldur Johannessen ríkis­ lögreglustjóri er drengur góður og ættstór. Hann hefur á ferli sínum sem embættismaður unnið sig markvisst upp metorðastigann án þess þó að hafa þurft að klifra mikið sjálfur. Það er gæfa Haraldar að vera maður einkaframtaksins og í sveit þeirra manna sem komu Ís­ landi á núverandi stað. Haraldur er barn Sjálfstæðisflokksins. Og hann var líka barn Morgunblaðsins í þá daga þegar ríkisskáldið mikla, Matt­ hías Johannessen, stýrði blaðinu. Haraldur litli var gullfallegt barn og ólst upp í skjóli föður síns og flokks. þegar embætti fangelsismálastjóra losnaði var hinn ungi Haraldur ráðinn vegna verðleika sinna. En þá hófust líka ofsóknirnar á hendur drengnum. S á illvígi Hrafn Jökulsson, rit­ höfundur og ritstjóri, fjallaði af ósvífni um að fangelsis­ málastjórinn ræki ekki betr­ unarhús heldur þvert á móti. Haraldur var af fullkominni ósvífni uppnefndur sem glæpamannafram­ leiðandi ríkisins. Þetta var hinum unga embættismanni svo þungbært að hann stefndi ritstjóranum fyrir dóm til þess að ómerkja hroðann. Það er til marks um brenglað dóms­ kerfi að Hrafn var sýknaður en sonur flokks og Mogga var stimplaður með afgerandi hætti sem framleiðandi glæpamanna. Það var grátið víða í flokknum. Jafnframt var mörkuð sú stefna að flokkurinn myndi þar eftir skipa sína menn til að sitja í dóm­ stólum. Þeim einum væri treystandi fyrir réttlætinu. D ómsmálið um glæpa­ mannaframleiðandann varð ekki til þess að stöðva frama Haraldar. Þegar emb­ ætti ríkislögreglustjóra var stofnað hreppti hann hnossið. Auð­ vitað var ástæðan fyrir skipum hans ekki sú að faðirinn stýrði Moggan­ um og flokkurinn landinu. Verðleik­ ar Haraldar réðu því að honum var treyst fyrir löggunni í landinu. Og eins og allir vita á löggan alls ekki að framleiða glæpamenn heldur þvert á móti að fækka þeim. Þarna kom því staðfesting þess að Har­ aldur var saklaus af áburði Hrafns ritstjóra. Sýknudómarnir voru því afsprengi samsæris dómara og vondra manna um að klekkja á þessum syni Íslands. O fsóknirnar gegn Haraldi hættu ekki þótt hann hefði tekið á sig þá byrði að vera stjórnandi lögreglunnar. Næsta árás átti sér stað á Vínbarnum þegar heildasali vatt sér að Haraldi og kallaði hann Sigurð. Vitni lýstu því að ríkislögreglustjóri hefði reiðst mjög árásinni og skvett úr vínglasi framan í ruddann. Síðan hefði hann í reiði sinni hótað góðlát­ lega að drepa heildsalann. Einhverj­ ir vitleysingar tóku sig saman um að hringja á lögregluna. Það var eins og þeir vissu ekki að lögreglan var einmitt á staðnum. Síðan tók stein­ inn úr þegar lögreglumenn komu og tóku skýrslur af öllum. Þegar Harald­ ur mætti í vinnuna eftir helgina var augljóst að málið allt var eitt rugl. Góðir samstarfsmenn hans tóku að sér að láta skýrsluna af Vínbarnum hverfa. En svartir sauðir innan lögg­ unnar sýndu af sér þann skepnu­ skap að afrita gögnin og lauma á fjölmiðla. Þetta var gróf aðför að Haraldi sem vildi ekki láta heildsala uppnefna sig. Og það tókst að svæfa málið. H araldur hefur staðið allt þetta af sér. Og þegar menn héldu að hann hefði verið nógu lengi í stormi sinnar tíðar hófst enn ein atlagan. Haraldur hafði gaukað viðskipt­ um að kunningjum innan lögregl­ unnar. Þetta var dót eins og pipar­ úði og fleira sem þurfti að útvega í snarhasti vegna byltingarástands í landinu. Auð vitað var enginn tími til að bjóða dótið út og Haraldur samdi við næstu menn innan lögg­ unnar. Ríkisendurskoðandi komst í málið og áminnti æðsta mann lögg­ unnar fyrir lögbrot. Illgjarnir fjöl­ miðlar endurómuðu úrskurðinum út í samfélagið. „Fróðlegt er að sjá hvernig fjölmiðlar gamla Baugs­ veldisins hafa blásið upp „frétt“ um kaup embættis ríkislögreglustjóra á sérhæfðum búnaði sem ekki er hægt að vera án við öryggisgæslu á upp­ lausnartímum,“ skrifaði leiðarahöf­ undur Morgunblaðsins af þessu til­ efni. Það sjá það auðvitað allir að Haraldur hefur rétt fyrir sér. Það eru lögin sem eru vit­ laus. Sonur ÍSlandS „Fær fólkið ekki örugglega lýsi?“n Dorrit Moussaieff forsetafrú spyr Ásgerði jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar íslands, þegar hún heimsótti Fjölskylduhjálpina. – DV „Í tilfelli okkar beggja var um að ræða eitt- hvað sem verið hafði til staðar frá fæðingu.“ n Þórunn Erna Clausen ræddi um lífsreynslu sína við nemendur Mennta- skólans í kópavogi og Seljaskóla en eiginmaður Þórunnar ernu lést af völdum heilablóðfalls. Þórunn erna hafði sjálf fengið blóðtappa í heila en var ein af þeim heppnu þar sem tappinn losnaði sjálfur. – DV.is „En skiljanlega lenda fyrstu árin svo mikið á konunni, maður getur ekki mjólkað brjóstin á sér.“ n tónlistarmaðurinn Mugison semur við konuna um frekari barneignir. – DV „Það er svo margt í þessu starfi sem bitnar á okkur fjölskldununum, konunum og börnunum. Ég er eigni- lega bara búin að fá nóg.“ n Lovísa Guðmundsdóttir, eiginkona lögreglumanns, um álagið á fjölskyldur lögreglumanna. – DV „Ef að við HÆTT- UM að borga af verðtryggðu lánunum okkar þá skapast mikill ótti hjá bönkunum.“ n Skrifaði söngkonan Ellen Kristjáns- dóttir á samskiptasíðuna Facebook um liðna helgi og hvatti til samstöðu gegn fjármálaöflunum. Svarthöfði Hér varð aldrei bylting A lþingi hefur glatað virðingu sinni. Það hefur sjaldan verið eins skýrt og á laugar­ daginn þegar þing var sett. Sundrungin var algjör. Allir eru á móti öllum, alltaf.  Forseti Íslands deildi á þingið í ræðu sinni, sagði að brestir væri komnir í það traust sem fólk ber til Alþingis. Hörð mótmæli í fyrra og á þessum morgni sendu þinginu ákveðin skilaboð, þúsundir andófs­ manna væru hættumerki sem bæri að taka alvarlega.  Notaði hann einnig tækifærið til þess að hvetja þingið til að fullgilda breytingartillögur stjórnlagaráðs á stjórnarskránni. En breytingarnar túlkar hann þannig að vald forset­ ans muni aukast og vægi stjórn­ málaflokka og flokksforingja muni minnka. Í kjölfarið var þeirri túlkun mótmælt í fjölmiðlum af dósent í stjórnmálafræði og fulltrúa í stjórn­ lagaráði.  Þrír þingmenn gerðu uppreisn gegn forsetanum, tveir með þeirri ákvörðun að sitja ekki undir ræðu hans og einn með því að rísa ekki úr sæti er forsetinn gekk í þingsalinn. Sá hinn sami notaði ræðustól Alþing­ is um daginn til að kalla forsetann „forsetaræfil“. Forsætisráðherra hef­ ur einnig deilt á forsetann og kvartað undan ómaklegri gagnrýni.  Forseti Alþingis tók svo til máls og lýsti yfir vonbrigðum sínum. Von­ brigðin fólust í því að þingflokkarnir gátu ekki skipt með sér formennsku í nefndum þegar ný þingskapar­ lög tóku gildi. Enda er Alþingi varla starfshæft vegna stöðugra átaka sem virðast einna helst ganga út á það að þingmenn upphefji sig á kostnað annarra þingmanna. Nú þegar mest á reynir tekst þing­ mönnum ekki að hefja sig upp yfir flokkadrætti, vinna saman, halda uppi málefnalegri umræðu og kom­ ast að niðurstöðu sem er þjóðinni í hag. Þingmenn haldast ekki einu sinni innan þeirra flokka sem þeir voru kjörnir fyrir inn á þing heldur ganga þeir í raðir annarra, sitja óháð­ ir eða vinna að stofnun nýrra flokka. Fólkið sem stóð frostbitið fyrir framan Alþingi í svokallaðri búsá­ haldabyltingu og öskraði „vanhæf ríkisstjórn“ í takt við dúndrandi trommuslátt bað ekki um þetta. Það bað um mannlegri stjórnmálaum­ ræðu, heiðarleika og heilindi gagn­ vart þjóðinni. Að hagsmunir fólks yrðu settir í forgang en ekki kerfið, kapítalisminn og auðvaldið. Út með spillingu og inn með samstöðu. En hér varð aldrei bylting.  Og mótmælin halda áfram. Enda er ekki að sjá að rödd fólksins hafi náð eyrum ráðamanna. Nú verða þeir að staldra við og íhuga á hvaða vegferð þeir eru ef þeir ætla að end­ urheimta virðingu sína, trúverðug­ leika og traust. Stjórnmálamenning­ in verður að breytast.  Eggjum var grýtt, þingmað­ ur vankaðist og myndatökumað­ ur blóðgaðist. Það er ekki í lagi. Hin friðelskandi íslenska þjóð er greini­ lega komin í verulegan vanda. Þeir voru ekki margir þingmennirnir sem gengu að mótmælendum og spurðu hvers vegna þeir stæðu þarna og bauluðu. Og enginn gekk á milli þeirra nema forsetafrúin sem sýndi samkennd og reyndi að brúa bilið á milli þings og þjóðar.  Þingmennirnir notuðu lögregl­ una aftur sem varnarskjöld. Lög­ reglu sem er auðvitað í uppreisn líka vegna óánægju með kjarasamninga. Fannst það óþolandi að menn væru skikkaðir til vinnu og þeim stillt varn­ arlausum upp gegn mótmælendum. Þeir vildu vera á meðal fólksins, því þeir eru jú líka fólk og eiga skuldir, heimili og fjölskyldu sem þeir þurfa að sjá fyrir.  Hverju var verið að mótmæla er ansi óljóst, það virtist ekki einu sinni vera samstaða á meðal mótmæl­ enda. Formaður Sjálfstæðisflokksins túlkaði mótmælin auðvitað sér í hag. Formaður Vinstri grænna sagði þau aftur á móti snúast um reiði gagnvart því sem gerðist á meðan Sjálfstæðis­ flokkurinn var við völd. Sagði síðan að endurreisnin væri strembin og það ætti ekki að tala niður það sem hefði þó áunnist.   Í lok dagsins var auðvelt að fyllast vonleysi. Þar til Mugison steig á svið í Fríkirkjunni seinna um kvöldið og fyllti áhorfendur af innblæstri, feg­ urð og von. Yfir því að hér er enn fólk sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera, hefur hæfileika, er einlægt og nýtur þess að gefa af sér. Bara til þess að gera lífið betra.  Þá er gott að vera til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.