Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 17
G reinilegt var að æðri mátt- arvöld voru mótmælendum hliðholl við þingsetningu helgarinnar. Veðurguðirnir skutu sólarglætu inn á milli skúranna og rokið breyttist í hressi- legan andvara. Einn þessara guða, sá sem við þekkjum best, skaut að vanda skjólshúsi yfir þingmenn en þeir guðlausu áttu einnig sinn sama- stað í nafni Siðmenntar. Allir þing- menn gátu því undirbúið sig undir komandi eggjakast. Að slíkt sé orð- ið að viðtekinni venju er hinsvegar verðugt umhugsunarefni: Af hverju er fólki svona uppsigað við þingið? Vissulega voru meira en 300 þús- und íslendingar annars staðar en á Austurvelli umræddan laugardags- morgun. Sá stóri hópur er að auki eflaust klofinn í afstöðu sinni til Al- þingis. Mæting tvö þúsund Íslend- inga er samt teikn sem alþingis- menn ættu að taka alvarlega. Hverfa inn í flokksþokuna En hverju er verið að mótmæla? Ríkisstjórninni og verkum hennar eða stjórnarandstöðunni og verkum hennar? Alþingi sem stofnun, fjór- flokkakerfinu, jafnvel útrásarvíking- unum? Eða er þjóðin að reyna að afsanna eigið getuleysi? Hver er eig- inlega munurinn á fólkinu sem gekk inn í þinghúsið og hinu sem horfði á? Myndu mannaskipti hafa ein- hver áhrif til batnaðar eða yrði nýtt fólk samdauna? Reynslan ýtir undir þetta síðastnefnda, nýir þingmenn hafa ekki verið boðberar þeirra breytinga sem samfélagið þarfnast. Flestir hafa horfið inn í flokksþok- una og týnst þar. Það litla nýjabrum sem finnst í störfum Alþingis hefur fylgt nýjum hreyfingum, hreyfing- um sem vegna smæðar sinnar ráða engu. En hvers vegna er flokkakerfið að bregðast? Í síðustu kosningum tók hrein vinstri stjórn við stjórnar- taumunum og gat gert það sem fyr- ir lá. Hún gat þokað því sem henni sýndist. En í hverju málinu á fætur öðru er hún gerð afturreka og það held ég vera grunntóninn í mót- mælum dagsins. Ekki væntingar til stjórnarandstöðunnar eða krafa um kosningar heldur að ríkisstjórnin gangi í þau verk sem hún lofaði. Fjórflokkurinn getur ekki Fólk veltir eflaust fyrir sér hvers vegna afskriftakökunni er svona misskipt, hvers vegna heimilin séu ekki í forgangi, hvers vegna fyrning- arleiðin var ekki farin, hvers vegna handfæraveiðar séu ekki orðnar frjálsar, hvers vegna allt þetta fum varðandi nýja stjórnarskrá og hvers vegna öll orka þessa ríkisstjórnar- samstarfs fer í ESB og utanríkismál en ekki okkar eigin innanríkismál. Að mínum dómi er svarið þetta: Fjórflokkurinn megnar ekki að ganga gegn þeim hagsmunaaðil- um sem hér stjórna, stjórnsýslunni sjálfri, samtökum atvinnulífsins og bönkunum. Allar stjórnvaldsað- gerðir fara leynt og ljóst í gegnum þeirra síur og því er niðurstaðan sú að snobbverkefni eins og tónlistar- hús og háskólasjúkrahús eru upp- hafin, kvótakerfinu hrósað sem því besta í heimi, ný stjórnarskrá rökk- uð niður sem óþurft, allt í nafni hag- ræðingar. Þessa hagræðingu þekkja því miður aðeins 500 fjölskyldur í landinu og þess vegna þurfa alþing- ismenn að sæta þessari árlegu nið- urlægingu. Samantekið er því aðeins eitt ráð til gagngerra breytinga sem er að kjósa ekki eina litla hreyfingu á þing heldur stóra og helst risastóra. Þá held ég eggjakastinu muni linna nema þá ef áðurnefndar 500 fjöl- skyldur tækju sig til. Umræða | 17Mánudagur 3. október 2011 Tókst þú þátt í mótmælunum á laugardaginn? „Nei, ég gerði það ekki.“ Halldóra Hrund Guðmundsdóttir 29 ára dýralæknir í fæðingarorlofi „Nei, því ég var að vinna.“ Stefán Birgir Guðmundsson 45 ára framkvæmdastjóri „Nei.“ Gestur Jónasson 30 ára nemi „Nei, því mér fannst óljóst hverju var verið að mótmæla.“ Hjördís Jóhannesdóttir 29 ára bankastarfsmaður „Nei, ég er mjög ánægður með þessa ríkis- stjórn.“ Jóhannes Þorvarðarson 50 ára sjómaður 1 Ellen: „Hættum að borga“Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir sagði það eiga eftir að skapa ótta hjá bönkunum ef fólk hættir að borga af verðtryggðu lánunum. 2 Dorrit rökræddi við mótmælandaForsetafrúin rökræddi við mót- mælanda sem taldi hana vera með uppgerð í mótmælunum. 3 Sautján ára keyrði á gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í Lækjargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. 4 Segir lögreglu reka „hatur-skenndan þjóðernispopúlisma“ Bloggaranum Hilmari Magnússyni ofbauð fréttatilkynning Landssam- bands lögreglumanna. 5 Mótmælin breiðast út um Bandaríkin Lögreglan handtók 700 manns sem mótmæltu á Brooklyn-brúnni í New York á laugardag. 6 Átökin á AusturvelliDV birti myndir af mómælunum á Austurvelli. Mest lesið á dv.is Myndin Austurvöllur Það var nóg við að vera á Austurvelli á laugardagsmorgun þegar forsetafrúin hafði snarað sér yfir varnarvegg lögreglunnar og tók alþýðuna tali. Á meðan hlýddu þingmenn á guðsþjónustu. Mynd SiGtryGGur Ari Maður dagsins Horfir upp til Vigdísar forseta Helga Hausner Helga Hausner er formaður Róta, félags áhugafólks um menningarfjölbreytni. Félagið stendur fyrir kvikmyndahátíð á Ísafirði í vikunni í samvinnu við RIFF en sjálf er Helga spenntust fyrir kvik- myndunum Historias og The Hunter. Hvar ertu alin upp? „Ég er alin upp í Berlín.“ Af hverju ertu á Ísafirði? „Vestfirðir voru fyrsti aðkomustaðurinn minn hér. Mér finnst skemmtilegt að búa á litlum stað, sem er þó ekki of lítill.“ Áhugamál? „Leikhús, dans, útivist og garðurinn.“ Áttu þér fyrirmynd? „Fyrrverandi forseti okkar, frú Vigdís Finnbogadóttir, er flott fyrirmynd. Mér finnst hún alltaf til staðar og svo veitir hún kvennamálum samstöðu.“ uppáhaldskvikmynd? „Engin uppáhalds en þær eru margar góðar.“ Af hvaða mynd á kvikmyndahá- tíðinni ætlar þú ekki að missa? „Mig langar mest að sjá myndirnar Historias og The Hunter.“ Eru Vestfirðingar duglegir að taka þátt í hátíðinni? „Við vonum það á hverju ári. Það mæta ekki margir og þetta er oftast sama fólkið en við erum heppin því við fáum yfirleitt heilan árgang úr grunnskólanum.“ Fyrir hvað stendur félagið rætur? „Við viljum tengja saman fólk af mismun- andi uppruna, íslenskt og fólk af erlendu bergi brotið. Fá fólk til að hittast og komast í kynni við aðra.“ Hvað er fram undan? „Hjá félaginu er næst ráðstefna um framtíð Róta en okkur vantar nýtt fólk í stjórnina. Við erum hluti af stofnendum Fjölmenn- ingarsetursins sem hefur gert hér góða hluti og svo er margt annað spennandi fram undan.“ Eggjakast á Austurvelli Dómstóll götunnar „Fjórflokkurinn megnar ekki að ganga gegn þeim hags- munaaðilum sem hér stjórna, stjórnsýslunni sjálfri, samtökum atvinnu- lífsins og bönkunum. Lýður Árnason Læknir og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs Aðsent M y n d S iG tr y G G u r A r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.