Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 3. október 2011 Mánudagur „Venjuleg húsmóðir á í erfiðleikum með leiguna“ Á heimasíðu einkamal.is kemur fram að vefurinn sé stærsti stefnumóta- vefur landsins og einn vinsælasti gagnvirki vef- ur landsins, með 109.204 not- endur. Vefurinn er öllum opinn og aðgengilegur á heimasíðu Fréttablaðsins, vísir.is, en til þess að geta fullnýtt sér þjón- ustu einkamal.is þarf notandi að vera áskrifandi að vefnum og greiða fyrir það. Samkvæmt heimasíðunni lítur einkamal.is á það sem hlutverk sitt að auðvelda fólki að kynnast með nýjustu tækni en ánægja notenda, auglýs- enda og samstarfsaðila er höfð að leiðarljósi. „Um leið lítum við á það sem ábyrgð okkar að tryggja eftir fremsta megni að vefurinn sé ekki notaður sem vettvangur fyrir ólöglegt at- hæfi.“ Engu að síður er fjölda vændisauglýsinga að finna inni á einkamal.is, nokkrar svona: „umm oh oh $“ og sumar hverj- ar ansi berorðar, eins og þessi: „$$$$$ Ég er til í að borga fyrir kynlíf $$$$. Er samt alveg flott- ur gaur og massaður, langar bara að ríða flottri gellu og ekk- ert sambandsvesen ... Og hey, kvenréttindabaráttudruslur, hættið þessu væli í mér! ... Þetta er einfalt. ... Allar konur eru hórur. ... Sumar vilja láta bjóða sér út að borða, aðrar vilja bara láta bjóða sér í glas. ... Sumar vilja eiga karl sem kaupir handa þeim allt sem þeim langar í. ... Aðrar vilja karl sem er alltaf að segja eitthvað sem lætur þeim líða vel með sjálfa sig. .. Þær enda allar undir einhverjum gaur og fá eitthvað í staðinn fyr- ir það. ... Konur eru bara hórur. ... Það er staðreynd. Er ekki ein- hver hérna sem áttar sig á því og vill bara peninginn í staðinn fyrir þetta vesen?“ Það er 32 ára karlmaður á höfuðborgarsvæðinu sem talar. „Það er best að fara þangað“ Íslensk kona sem var um árabil í vændi lýsti reynslu sinni í DV á miðvikudaginn en þegar hún byrjaði í vændi setti hún aug- lýsinguna: „Venjuleg húsmóð- ir á í erfiðleikum með leiguna“ inn á einkamal.is. „Aðalmarkaðurinn er á einkamal.is,“ sagði hún. „Það er best að fara þangað. Ég leit- aði líka að kúnnum þar og fann þá með því að setja inn ákveðin leitarskilyrði eins og dollaramerki, ríkur, pening- ar eða þess háttar. Þá finnur maður menn sem vilja kaupa vændi. Síðan sendi ég þeim póst og spurði hvort þá vantaði þjónustu.“ Þessir menn eru enn inni á Einkamálum. Hún kíkir reglu- lega á það. Sér að sumir hafa skipt um „nikk“ en aðrir eru enn með sama prófíl. „Mér finnst hrikalegt að hugsa til þess. Það er ótrúlegt að þetta fái að lifa. Það á að setja þessa menn sem eiga þetta í fangelsi því þeir eru að græða á þessu. Karlmenn þurfa að greiða fyrir aðganginn. Eins er Purple Rabbit ekkert annað en vændissala. Sá sem rekur það fær fimmtán pró- sent af ágóðanum af öllu og er þar með orðinn þriðji aðili sem græðir á þeim sem selja sig.“ „Einkamál ber ábyrgð“ Undir þetta tekur Karen Linda Eiríksdóttir, ráðgjafi á Stíga- mótum, en hún hefur ekki að- eins verið með fólk, konur og karla, í viðtölum vegna af- leiðinga kynferðisofbeldis og vændis heldur hefur hún einn- ig lagst í ítarlega úttekt á vænd- ismarkaðnum hér á landi á síð- ustu vikum. Eitt af því sem sló hana var hversu mikil eftirspurnin er og hversu auðvelt það er að finna vændi, til að mynda á einka- mal.is. „Það er ein gátt sem er greinilega vinsæl og mikið notuð. Hún fær að standa. Þetta er opinn vefur sem liggur fyrir augunum á okkur þannig að þeir sem það vilja geta farið þar inn og séð hvað er að gerast. „Einkamál ber ábyrgð,“ segir Karen og heldur áfram; „ með því að loka algjörlega augun- um fyrir því sem er að gerast þar inni. Við sjáum að þar eru auglýsingar frá karlmönnum, sem hafa verið þar í tvö til þrjú ár, sem óska eftir því að kaupa vændi. Þeir sem standa á bak við vefinn gætu lokað fyrir þetta ef einhver vilji væri fyrir hendi. Svo virðist sem það sé frekar lokað á þær sem eru að selja vændi en kaupendurna. Samt er það þannig að í hvert ein- asta sinn sem ég hef sett inn auglýsingu fær hún að standa í einhvern tíma. Sumar hafa verið teknar út en aðrar ekki.“ Karen setti inn mismunandi auglýsingar á mismunandi tímum. Allar eiga það þó sam- eiginlegt að vændi er auglýst til sölu og það með nokkuð afdráttarlausum hætti. Sum- ar voru teknar út á fyrsta sóla- hringnum en aðrar eru enn inni á einkamal.is. Nudddálkarnir Nudddálkarnir á Vísi og í Frétta- blaðinu eru annað áhyggjuefni. „Þar er líka blússandi vænd- ismarkaður. Við hringdum í nokkrar konur sem auglýstu í nudddálki Fréttablaðsins en þær vildu ekki tala við konur og ýmist skelltu á eða sögðust ekki nudda konur. Svo ég fékk manninn minn til að hringja í eitt númerið og sækja upp- lýsingar. Hann fékk þau svör að hægt væri að fá nudd með „happy ending“ fyrir 25 þús- und krónur. Svo lýsti stúlkan sér og sagðist vera mjög vinsæl. Hann átti að hringja hálftíma fyrir mætingu og fá staðsetn- inguna þá.“ Sjötíu „missed calls“ Sjálf sendi hún inn auglýsingu í nudddálk í Fréttablaðinu en auglýsingin lá í viku á vísir.is. „Eftirspurnin var svakaleg og síminn hringdi nánast stöðugt í heila viku,“ segir Karen og tek- ur dæmi. „Við skildum símann eftir uppi á Stígamótum yfir helgi og þegar við komum aftur til vinnu á mánudegi voru sjö- tíu „missed calls“ á símanum og hann orðinn rafmagnslaus. Sum númerin voru óskráð en önnur ekki og eyddum við dá- góðri stund í að skoða fjöl- skyldu- og brúðkaupsmynd- ir þessara manna á Facebook. Þeir eru enn að hringja svo það er greinilegt að þeir vista núm- erin og nota þau aftur og aftur. Vændi fer líka fram í undir- heimunum. Þetta virðist vera alls staðar. Það er bara spurn- ing hvað hægt er að gera til að spyrna gegn því að þetta fái að grassera svona alls staðar,“ seg- ir Karen. „Ef það væri lagður einhver metnaður í að vinna gegn þessu væri það hægt. Það er alltaf sagt að það sé spurning um forgangsröðun en það má líka spyrja hver ákveður hvað á að setja í forgang. Sumt af því sem ég hef séð þarna inni er grafalvarlegt, eins og það hversu mikil eftirspurn er eftir því að kaupa vændi af ólögráða einstaklingum.“ Þarft að viðurkenna vandamálið Hún segir að þegar þurfi að stofna athvarf fyrir einstak- linga sem eru að reyna að komast út úr vændi hljóti öll- um að verða ljóst hversu al- varlegt þetta er. „Þessi heimur virðist vera þannig að þegar þú ert einu sinni kominn þar inn er mjög erfitt að komast þaðan aftur. Það getur tekið mörg ár og kostað heljarinnar átak að slíta sig lausan, og þá virðist engu skipta hvort við- komandi hefur byrjað sjálf- viljugur í vændi eða ekki. Okkar reynsla er sú að af- leiðingarnar af vændi eru þær sömu og af kynferðisofbeldi, bara ýktari. Skömmin og sekt- arkenndin er meiri. Þetta er svo alvarlegt að það er ekki hægt að ýta þessu til hliðar sem einhverju auka- atriði. Við þurfum að viður- kenna að þetta sé raunveru- legt vandamál og takast á við það þannig.“ Aðgerðaleysi er það sama og samþykki Eftirspurnin drífur markað- inn áfram og þótt Karen Linda starfi í þessum geira segir hún að það hafi verið sláandi að sjá hversu mikil hún var í raun og veru. „Ég fæst við kynferðisofbeldi daginn út og inn, og þar sem ég hef rætt við fólk sem hefur verið að selja sig grunaði mig að þetta væri slæmt. En að sjá hvernig þetta er var eins og að fá kjaftshögg. Nú vil ég kasta boltanum yfir til lögreglunnar því þetta er glæpur samkvæmt lögum og það er undir lögreglunni að gera eitthvað í þessu. Við get- um það ekki. Aðgerðaleysi er það sama og samþykki, þann- ig að það virðist vera þegjandi samþykki fyrir þessu. Ef þú skoðar umræðuna um vændi þá virðist heldur aldrei mega koma nálægt þessu, eftir- spurninni og kaupendunum. Við ræðum um vændiskonur og einstaklinga sem selja sig en það stoppar allt þegar það kemur að því að skoða eftir- spurnina. Þar liggur vandinn.“ Orðaleikur í auglýsingum Hún segir jafnframt frá því að þegar Stígamótakonur fóru til Danmerkur í vor til að kynna sér athvörf fyrir konur í vændi hafi þær fengið gagnlegar upplýsingar sem munu nýt- ast vel hér heima. „Þar kynnt- umst við til dæmis þessum helstu frösum sem eru not- aðir í vændisauglýsingum og farið er að bera á í auglýsing- um hér heima líka. Ég sá til dæmis auglýsingu í Frétta- blaðinu um daginn undir fyr- irsögninni „the new Spanish“, sem er frasi yfir fróun á milli brjósta. Það stemmir við það sem þeir sem hafa verið að selja sig segja. Þeir tala um að þetta sé orðaleikur, þar sem það er ólöglegt að auglýsa vændi eru gjarna notuð leyniorð um við- skiptin. Dollaramerkið er eitt af því. Auðvitað er aldrei hægt að staðhæfa að dollaramerkið þýði vændi en mér finnst það alveg augljóst og af svörum manna að dæma virðist þeim þykja það líka. Þetta er sölu- merki, hvað annað gæti þetta staðið fyrir en vændi?“ Hátt í þrjúhundruð vændisauglýsingar Þegar dollaramerktar auglýs- ingar á einkamal.is eru skoð- aðar kemur í ljós að 257 aug- lýsingar virðast varða vændi með það afgerandi hætti að varla leikur nokkur vafi á. Þá eru ótaldar þær auglýsingar sem varða vændi en eru ekki dollaramerktar. 27 auglýsingar voru frá virkum notendum, sem þýð- ir að þeir hafa skráð sig inn á vefinn á síðasta mánuði. Elsta auglýsingin frá notendum úr þeim hópi var frá árinu 2000 en 39 ára karlmaður óskaði eftir því að „hitta sæta stelpu sem hefur meiri áhuga á kyn- lífi en að þrífa klósett. 100% trúnaður. $.“ Maðurinn var síðast tengdur inn á einka- mal.is þann 8. september en auglýsingin hefur verið skoð- uð 1.338 sinnum. Og þó að það sé ólöglegt að kaupa vændi voru engu að síður 75 menn sem óskuðu eftir kaupum á vændi á einka- mal.is. Elstu auglýsingarnar eru frá árinu 2003, eða tvær, en síðan er ekkert fram til árs- ins 2006. „Til í unga og óreynda“ Sumir eru ansi berorðir en aðrir fara fínna í þetta. Eins og 51 árs karlmaður sem segist vera fjárhagslega sjálfstæður og laumar dollaramerki inn í staðinn fyrir s-i í einu orðinu. Það fer þó ekkert á milli mála eftir hverju hann er að leita. „Hef áhuga á skyndikynn- um. Er viðkunnanlegur, fjár- hagslega sjálfstæður náungi í sæmilegu formi. Endilega $endið línu.“ Og 41 árs karl- maður óskar eftir „erótí$ku nuddi“ eða konum sem vilja tilbreytingu. Tekur það um leið fram að hann sé „mjög góður í rúminu og vel vaxinn.“ Fjárhaglega sjálfstæður 32 ára karlmaður leitar að konu til að fullnægja sér og 31 árs karl langar að fá sér að ríða. Hann fílar „grannar $telpur sem eru vel snyrtar“, það er þó ekki skilyrði. „Greiði fyrir greiða með fullum trúnaði,“ n Blússandi vændismarkaður á einkamal.is n Fyrir allra augum og aðgengilegt af vísir.is n „Allar konur eru hórur,“ segir karl sem vill kaupa vændi n „Ég fæ fjör og þú færð $$$.“ n „Þetta verður væntanlega farið út eftir klukkutíma,“ sagði framkvæmdastjórinn fyrir tveimur vikum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Úttekt Uppgefið verð er á bilinu 15 til 30 þúsund fyrir dráttinn. Algengasta verðið virðist þó vera 25 þúsund krónur, án þess að það sé alltaf til- greint hvað er innifalið í verðinu. n „Sælir. Verðið er 15 þúsund fyrir drátt.“ n „Umm já ohoh $. Er svakaflott og vel vaxin og er að taka 20 fyrir dráttinn, sem sagt góðan drátt.“ n „20 þúsund fyrir munngælur og drátt fyrir yngri 30 ára og yngri. En 20 og 25 fyrir 40 ára og eldri. Öll aðstaða til fyrirmyndar, inn og út, ekkert vesen. Kveðja, litlagröð.“ n „Umm já $ kostar 25 þús. Tott og samfarir.“ n „Góð kynlífsþjónusta, hitt- ingurinn (tott og samfarir) kostar 25 þús. Er aðallega við á daginn ekki á næturnar svo ekki hringja þá. Og já, gleymdi að segja að ég er grönn og vel vaxin, stunda ræktina reglulega.“ n „Til í allt $. 25 þús. hittingurinn.“ n „$ 25 þús. gott kynlíf.“ n „Er flott stelpa að leita að smáaukapen$. Ég tek 25 þús. fyrir sexið.“ n „Umm til? $ Er mjög falleg og vel vaxinn og gef hann góðan. Ég tek 25 þús. fyrir hittinginn.“ n „Umm já $ ég tek 25 þús. fyrir gott kynlíf. Ath! Ég er ekki við á næturna.“ n „Umm $ common sex4money. 25 þús.“ n „Umm já $$ kynlífsþjónusta. 25 þúsund drátturinn.“ n „Mjá viltu ríða $. Tek 25 þús. fyrir. Gef hann góðan.“ n „Sex4money 25 þús.“ n „Ég tek 25 þús. fyrir hittinginn.“ n „Ég tek 25 þús. fyrir sexið.“ n „Ójá $. Góðir kk sem eruð til í að borga fyrir kynlíf með mér hringið. Tek 25 þús. fyrir og er með aðstöðu. Er vel vaxin og falleg ung kona og ekki í neinu rugli.“ n „Kynlífsþjónusta $. 30 þús. drátturinn.“ n „30. þús. dráttur aldarinnar.“ Hvað kostar vændi?„Nú vil ég kasta boltanum yfir til lögreglunnar því þetta er glæpur sam- kvæmt lögum og það er undir lögreglunni að gera eitthvað í þessu. Við getum það ekki. Karen Linda Eiríksdóttir ráðgjafi á Stígamótum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.