Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 3. október 2011 Mánudagur Aðeins níu af þeim körlum sem voru að selja sig skráðu sig inn sem tvíkynhneigða eða samkynhneigða en mun fleiri orðuðu auglýsinguna líkt og þeir væru það. Sumir hvöttu gagn- kynhneigða karlmenn til að vera ófeimnir við að prófa: „straight karlmenn, ekki vera feimnir.“ Enn aðrir sögðust aldrei hafa verið með karlmanni áður en ætluðu að prófa þetta þar sem þeir væru í sárri peningaþörf. Eins og þessi: „Hæ. Er alveg stra- ight kk en er svolítið desperate fyrir $$. ... Hef aldrei verið með kk en er til í hvað sem er fyrri smá aðstoð.“ Nokkrir reyndu að beina við- skiptunum inn á aðra miðla, svo sem netföng eða MSN. Einn óskaði eftir því að fá tölvupóst og lofaði því þá að senda lista, líklega yfir þá þjónustu sem var í boði. Einn sem sagðist vera „ungur kk sem er að leita eftir kk sem vilja leika við líkamann á mér gegn $$,“ bauð afslátt fyrir tvo í einu. Annar lofaði að púla fyrir hverri krónu. Æsandi að fá pening Fimm konur sögðust vera til- búnar til að taka á móti pör- um eða konum og tvær þeirra reyndu aðeins að höfða til kvenna. Aðrar beindu orðum sínum að körlum. Í átta tilfellum sögðust kon- urnar vinna tvær saman. Í einu tilfelli var um par að ræða, tví- tuga stelpu og 23 ára strák, sem var til í að stunda kynlíf fyrir framan kúnna. Sumar sögðust fíla að gera það fyrir greiðslu. „Er heit gella sem finnst æsandi að gera skemmtilega hluti fyrir $$$,“ sagði 23 ára kona sem kunni að meta eldri menn og pör. Hún vildi ekki menn sem eru yngri en 29 ára. Önnur „fílaði“ karl- menn mjög mikið og var tilbú- in að gera eitthvað fyrir þá gegn greiðslu. „Geri skemmtilega hluti fyrir $$$,“ sagði sú þriðja. „Ég þarf hjálp, hvað þarft þú?“ „Hæ hæ, ég er ung og hress í leit að fjárhagslega sjálfstæð- um manni sem vill $kemmta sér með mér ;),“ sagði 23 ára kona. „Greiði gegn greiða, það er ekkert frítt í þessum heimi  :) $$$$$$,“ sagði önnur 22 ára, ný- rökuð og með DD sílikonbrjóst. Fleiri tala um greiða gegn greiða. Það gerði til dæmis tví- tug stúlka sem var til í margt og marga og hét 100% trúnaði. „Ég þarf hjálp, hvað þarft þú?“ spurði 22 ára stúlka sem lofaði að bíta ekki, allavega ekki fast. Einstæða móður vantaði aur og bauð kynlíf í staðinn. Sagð- ist vera ljóshærð, sæt og hress og að hún hefði gaman af góðu kynlífi. Útlitslýsingar fylgdu stund- um. Ein var 32 ára, dökkhærð með strípur, blá augu, flott brjóst, smá bústin en myndar- leg. „Er 33 ára kona, þybbin en myndarleg,“ sagði önnur. Enn ein kona var fit og flott, stundaði ræktina reglulega og var ekki í neinu rugli. Fleiri stunda ræktina, eins og þessi sem var þrítug, stundaði líkams- rækt reglulega, var í góðu formi og spurði hvort menn væru til í gott kynlíf, $ mjá? „Er latino-stelpa, flott gella,“ sagði ein sem bauð upp á tott og kynlíf gegn greiðslu. Hún var ekki með aðstöðu svo hún gerði þetta í bíl. Þær voru reyndar þó nokkrar sem voru ekki með að- stöðu. „Get verið hvað sem þú vilt“ Margar lögðu áherslu á að þær væru ungar, stinnar, heit- ar, blautar og graðar. Í raun væru þær alveg sjúkar í kynlíf og fengju aldrei nóg af því. „Er svaka gröð. Gæti riðið allan dag- inn. Er líka flott, sexý og allt sem þú vilt,“ segir 27 ára kona. Önn- ur sagði að allt væri í boði: „Get verið hvað $em þú vilt.“ Það gat 22 ára stelpa líka, en hún leit- aði að leikfélaga sem vildi fara í dúkkuleik með hana, klukku- tíma í senn. Ein kallaði sig „litlugröð“ og sagðist vera að leita sér að fjár- hagslega sterkum mönnum. „Er ljóshærð, vel vaxin og ung. Verðhugmyndin er ekki há $$$.“ Önnur spurði hvort það væri draumurinn að vera með einni sem er „$exý, ljóshærð, með $ítt hár, góð í rúminu og ung?“ Hún var 25 ára. „Langar í leik með þér,“ seg- ir enn önnur sem var til í staka karla og pör. „Traust og falleg fyrir þig $æti,“ sagði hún svo. „Mér finnst gott að láta ríða mér,“ sagði enn önnur. Hún var 21 árs, „big, beautiful woman“ sem notaði alltaf smokk, líka við munnmök og setti karla í póst- númerinu 111 í forgang. Önnur sagðist vera vond stelpa sem þyrfti að láta siða sig til. Hún var tvítug Reykjavíkur- mær, meðalhá og þétt stelpa sem vildi bara eldri menn sem hún gæti farið í pabbaleiki með. „Ég vil láta ríða mér á allavegu,“ sagði hún og bætti því síðan við að þess vegna væri hún „alltaf til í meira.“ En hún gerði „ekki neitt fyrir neinn $em gerir ekki neitt fyrir neinn.“ Hún tók það fram að hún setti það ekki fyrir sig að þeir væru giftir. Aðrar vilja bara gifta menn eða menn í sambúð. „Ekkert rugl, vesen eða ofbeldi“ Mjög fáar gerðu einhverjar kröf- ur, þá helst varðandi aldur. Mjög misjafnt var hvort þær vilja eldri eða yngri menn, ein $var- ar engum yngri en 46 og önnur vill enga eldri en 50 ára. Örfá- ar sögðu smokkinn vera skil- yrði, ein sagði að „anal“ og að „rimma“ kæmi ekki til greina og önnur veitti ekki munnmök. Nokkrar sögðu hreinlæti vera skilyrði og ein sagðist ekki hika við að kæra. „Ekkert rugl, vesen eða ofbeldi (kæri hiklaust ef eitt- hvað er! En veit ég þarf ekki að standa í því, þið eruð svo miklar elskur ;)“ Sumar voru aðeins við á dag- inn og báðu um að ekki væri hringt á næturnar. „Verður farið út eftir klukkutíma“ Engilbert Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri D3 sem heldur úti einkamal.is, kom af fjöll- um þegar DV ræddi við hann. „Eru einhverjar vændisauglýs- ingar þarna inni núna?“ spurði hann hissa. „Ég kem alveg af fjöllum. Þetta er eitt af því sem á að henda út en ég er ekki for- ritari og kann ekki skýringu á því af hverju þetta hefur farið fram hjá okkur. Vanalega er tekið til á vefnum tvisvar til þrisvar á dag. Þetta er bannað.“ Engilbert segir að stikkorð séu notuð til að finna þessar auglýsingar og að dollaramerk- in séu á meðal þess fyrsta sem farið var að leita eftir. „Dollara- merkin eiga ekki að detta inn og ég mun ræða við forritarann strax í kvöld. Reyndar tökum við auglýsingar ekki út ef það eru dollaramerki í þeim en ekk- ert annað sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt sé á seyði. En það er alveg ljóst að það fyrsta sem ég mun gera í kvöld er að láta forritarann keyra út þess- ar færslur og henda út öllum prófílum með dollaramerkjum. Þetta verður væntanlega farið út eftir klukkutíma. Ég er ekki ánægður með þetta, þetta á ekki að vera þarna inni.“ Eru ekki löggan Samkvæmt skilmálum sem birt- ir eru á einkamal.is er strang- lega bannað að bjóða vöru eða þjónustu sem íslensk löggjöf bannar, svo sem vændi, ólög- leg vímuefni eða ólöglegt klám- efni. Einkamál áskilur sér rétt til að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana ef orðalag auglýsingar not- anda þykir óviðeigandi. Prófílar fólks eru þó ekki skoðaðir nema þeir séu mjög grunsamlegir. „Upplýsingarnar sem fólk setur þarna inn eru mjög persónuleg- ar þannig að við erum ekkert að gramsa í prófílum fólks. Við lít- um ekki svo á að við séum lögg- an og lesum persónuleg skila- boð frá fólki.“ Afleiðingarnar eru þó ekki mjög alvarlegar ef fólk verður uppvíst að því að brjóta regl- urnar og auðvelt er að komast inn aftur með því að skipta um netfang. „Ef við sjáum eitthvað vafasamt tökum við það út og bönnum netfangið. Aftur á móti getum við ekki lokað á IP-tölur þar sem ein IP-tala getur átt við marga og við gætum því verið að loka á aðra sem eru þarna í rétt- um erindagjörðum í leiðinni,“ segir Engilbert og bætir því við að þeir sem standi að vefnum séu í mjög góðu samstarfi við lögregluna. Ef upp koma lög- reglumál í tengslum við mis- notkun vefjarins, t.d. vegna ólöglegrar þjónustu eða sölu áskilur Einkamál sér fullan rétt til að aðstoða yfirvöld. „Ef lög- reglan biður um gögn afhend- um við þau strax í stað þess að fara fram á dómsúrskurð eða eitthvað þess háttar. Fólk verð- ur bara að taka afleiðingunum af því. Við erum mjög taktískt að reyna að vinna gegn þessu, því þetta er akkúrat það sem við vilj- um ekki sjá þarna.“ „Þær eru svolítið lúmskar“ Engilbert segir að ákveðnar síð- ur eigi að virka þannig að þegar viss orð séu notuð í auglýsing- um sé tekið á því. „Sá grunnur er alltaf að stækka en það er nú leiðinlegt að segja það að þær eru ansi fljótar að finna eitthvað nýtt. Þær eru svolítið lúmskar og setja stundum dollaramerkið inn, GSM-númer eða MSN-net- fang því þær vilja helst fá menn á aðrar síður því þær vita að við lokum á allt slíkt hjá okkur.“ Að því sögðu bætir hann því við að samfélagið á einkamal. is sé samt svo stórt að erfitt sé að fylgjast með öllu sem þar fer fram. „Um 100.000 manns eru skráðir þarna inni og þú getur rétt ímyndað þér að þar þrífast auðvitað hlutir sem við erum ekki hrifin af og leggjum kapp á að losna við. Við erum að reyna að berjast gegn þessu og breyta ímyndinni sem blaðamenn virðast hafa af vefnum, því margt gott hefur gerst þar, fólk hefur kynnst á heilbrigðan hátt, við bjóðum upp á dansnámskeið, bíóferðir og annað slíkt. Þetta er svo lítið brot af öllu sem fram fer þarna. Vefurinn er ellefu ára og hefur gengið vel, langflestir eru þarna inni á réttum forsendum og mér finnst synd að eyðileggja fyrir þessu fólki.“ „Hvernig veit maður hvað er nudd?“ Annað vandamál sem einka- mal.is stendur frammi fyrir að mati Engilberts eru auglýsing- arnar á vefnum. „Menn sem eru með ólöglega starfsemi á sínu vefsvæði hafa verið að setja upp auglýsingar hjá okkur og biðja fólk um að koma yfir til sín. Við reynum að koma í veg fyrir það líka. En það er svo sem ekkert nýtt í þessu. Allir heilvita menn vita að vændi þrífst í þjóðfélaginu og að það er auglýst, það er úti um allt á netinu og í þessum smá- auglýsingum. Hvernig veit mað- ur hvað er „nudd“ og hvað er nudd? Fólk finnur alltaf sínar leiðir, við vitum hvernig samfé- lagið er, það er talað um að þetta sé elsta atvinnugreinin í heim- inum og mun sennilega vera um ókomna tíð. Það eina sem ég get sagt er að við erum að berjast gegn þessu, við viljum ekki hafa þetta þarna inni en þetta er endalaust stríð. En við munum ekki gefast upp.“ Rétt er að taka fram að það eru tvær vikur síðan DV ræddi við Engilbert en auglýsingarn- ar eru enn inni á einkamal.is og koma upp þegar dollaramerki er notað sem leitarorð. n 2003 n 2 auglýsingar frá karlmönnum að kaupa vændi. 2006 n 1 auglýsing frá karlmanni að kaupa vændi. 2007 n 7 auglýsingar frá karlmönnum að kaupa vændi, 3 frá konum að selja sig og 3 frá körlum að selja sig. 2008 n 22 auglýsingar frá karlmönnum að kaupa vændi, 6 frá konum að selja sig, 45 frá körlum að selja sig. 2009 n 24 auglýsingar frá karlmönnum að kaupa vændi, 21 frá konum að selja sig, 11 frá körlum að selja sig. 2010 n 13 auglýsingar frá karlmönnum að kaupa vændi, 83 frá konum að selja sig og 8 frá körlum að selja sig. 2011 n 7 auglýsingar frá karlmönnum að kaupa vændi, 40 auglýsingar frá konum að selja sig, 1 frá karli að selja sig. Á hvaða aldri voru konur að selja sig? < 20 ára 9 20–24 ára 61 25–29 ára 34 30–34 ára 41 35–39 ára 7 50–54 ára 2 n Flestar sögðust vera 29, 30 og 31 árs. Eins voru margar 21, 22 og 23. Á hvaða aldri voru karlar að selja sig? < 20 ára 2 20–24 ára 9 25–29 ára 8 30–34 ára 8 35–39 ára 8 40–45 ára 0 45–50 ára 1 n Flestir sögðust vera 31 árs. Eins voru margir 20 ára. Á hvaða aldri voru karlar að kaupa vændi? < 20 ára 2 20–24 ára 11 25–29 ára 12 30–34 ára 21 35–39 ára 13 40–44 ára 7 45–49 ára 5 50–54 ára 5 55–59 ára 1 n Flestir sögðust voru 32 og 33 ára. Vændi á einkamal.is BJ: Tott. Anal: Endaþarmsmök. Sænskt: Nudd með höndum á kynfærum. Franskt, enskfranskt, parísar- franskt, súperfranskt: Munn- mök og sáðlát í munn. Spænskt: Fróun milli brjósta. Grískt: Samfarir í endaþarm. Svartur koss, rimming: Sleikt í kringum endaþarm. Fistfucking: Fingur, hendi eða handleggur upp í einkastaði. Toiletsex: Þvag og/eða hægðir í tengslum við kynlíf. Hvað þýða auglýsingarnar? SV IÐ SE T T M Y N D E Y Þ Ó R Á R N A S O N „Einkamál ber ábyrgð með því að loka al- gjörlega augunum fyrir því sem er að gerast þar inni. Við sjáum að þar eru auglýsingar frá karl- mönnum, sem hafa verið þar í tvö til þrjú ár, sem óska eftir því að kaupa vændi. Karen Linda Eiríksdóttir ráðgjafi á Stígamótum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.