Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 3. október 2011 Mánudagur Heimilisiðnaðarfélag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn Prjón, hekl, þjóðbúningasaumur, baldýring, útsaumur, orkering, knipl, jurtalitun, tóvinna, fatasaumur, vefnaður, leðursaumur o.m.fl. Verslun Mikið úrval af íslensku prjónabandi og lopa, prjónum, prjónabókum og blöðum. Efni og tillegg fyrir þjóðbúningasaum og jurtalitun. Gjafakort. Opið alla virka daga kl. 12–18 Verið velkomin. Nethyl 2e 110 Reykjavík Símar 551 7800/551 5500 hfi@heimilisiðnaður.is skoli@heimilisidnadur.is www.heimilisidnadur.is Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamað- ur og nýkjörinn formaður Borgara- hreyfingarinnar, segir að nýja stjórnin sé reiðubúin að grafa allar stríðsaxir. Hörð átök hafa verið innan flokksins undanfarna mánuði en Friðrik seg- ir að átökin hafi þétt hópinn og fært nýjum leiðtogum hans skýrari fram- tíðasýn. Draumurinn sé að hverfa aft- ur til þess starfs sem hreyfingin stóð í þegar hún var stofnuð en Friðrik segist vilja samstarf með öllum þremur þing- mönnum Hreyfingarinnar, sem kosnir voru á þing fyrir Borgarahreyfinguna í síðustu þingkosningum. „Mér líst vel á þetta en þetta var ekki það sem ég átti von á,“ segir Friðrik um hvernig honum lítist á framtíðina sem formaður. „Þetta er áskorun og ég tek henni.“ Í Borgarahreyfingunni er for- maður ekki kjörinn sérstaklega held- ur verður sá aðili sem fær flest atkvæði til stjórnarsetu sjálfkrafa formaður. „Framtíðin horfir þannig frá sjónar- horni nýs formanns að hér eftir verði málefnin látin ráða för og leitast við að settla allar persónulegar væringar. Við ætlum að leita á ný mið samstarfs og sátta við öll þau öfl sem eiga samleið með Borgarahreyfingunni,“ segir hann aðspurður um hvernig framtíð flokks- ins blasi við honum. „Ég myndi nú kannski ekki orða það þannig að við endurheimtum eitt eða neitt. Að minnsta kosti til að byrja með viljum við að það náist sáttir og samstarf. Það er enginn að tala um sameiningu á þessum tímapunkti,“ segir hann. En vill Friðrik fá gömlu þingmennina aftur til liðs við flokkinn? „Já, mig langar það – og fleirum,“ segir hann og bætir við: „En það er löngunin en með áherslu á að það geti bara gerst ef allir eru viljugir til þess og viljugir til að grafa allar stríðsaxir.“ adalsteinn@dv.is Borgarahreyfingin vill vinna með Hreyfingunni: Vill grafa stíðsaxir S teinn Logi Björnsson, for- stjóri Skipta móðurfélags Skjás Eins, segir að miklar hagræðingaraðgerðir hjá fé- laginu muni ekki hafa áhrif á framtíð Skjás Eins. Skipti tilkynntu í síðustu viku um að 55 manns hefði verið sagt upp hjá félaginu og dótt- urfélögum þess. Botnlaust tap hefur verið á rekstri Skjás Eins undanfarin ár. Sjónvarpsstöðin er alfarið í eigu Skjámiðla ehf. sem er dótturfélag Skipta. Steinn Logi vill ekki upplýsa um rekstrarafkomu ársins 2010, en hvorki hefur verið skilað ársreikn- ingi fyrir Skjá Einn né Skipti til árs- reikningaskrár. Spurður um hversu mikið tap hafi verið á rekstri Skjás Eins á síðasta ári segir Steinn Logi: „Það liggur fyrir. Ég hélt reyndar að við værum búnir að skila ársreikn- ingnum inn til fyrirtækjaskrár og ég ætla ekki að tjá um það frekar. Það er í reikningnum og verður opinbert.“ Gríðarlegt tap Tap Skjás Eins hefur verið gríðarlega mikið undanfarin ár. Árið 2006 tap- aði Skjárinn 153 milljónum króna. Árið 2007 tapaði félagið 339 milljón- um og árið 2008 nam tapið 575 millj- ónum króna. Samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir 2009 tapaði félagið 375 milljónum króna. Tap Skjás Eins á fjórum árum nemur því 1,4 millj- örðum króna. Það gerir tap upp á milljón á dag, hvern einasta dag árs- ins, fjögur ár í röð. Þrátt fyrir mikið tap og samdrátt hjá móðurfélaginu segir Steinn Logi að Skjár Einn muni lifa af. „Þetta út af fyrir sig hefur engin áhrif á rekst- ur Skjás Eins. Við höfum verið með miklar hagræðingaraðgerðir þar líka.“ Í ljósi þess að Skipti eru að draga saman seglin má búast við að fram- lög móðurfélagsins til Skjás Eins muni í kjölfarið snarminnka. Steinn Logi segir svo ekki vera. „Nei, mark- mið okkar er ekki að tapa á Skjá Ein- um. Það er ekki þannig að við ætlum bara að halda áfram að tapa á Skjá Einum og að það sé bara lögmál, alls ekki. Við höfum farið bæði í miklar hagræðingaraðgerðir og svo höfum við verið að breyta rekstrinum tölu- vert og það var tekið mjög stórt skref 2010, sem var að fara með þetta úr ókeypis dreifingu í áskriftarsjón- varp. Það var mjög stórt og drama- tískt skref og það má segja að það hafi verið ögurstund fyrir fyrirtækið. Það hefur tekist mjög vel og við erum búnir að bæta reksturinn mjög mik- ið.“ Hann segir að Skjár Einn hafi einnig bætt dagskrá sína mikið og það hafi skilað sér í mjög góðum við- brögðum í áskriftarsölu. „Við vorum klárlega með verulega betri afkomu í fyrra og við stefnum að því að snúa þessu upp í hagnað á næsta ári. Það höfum við sett okkur sem markmið.“ „Búnir að hagræða á Skjá Einum“ Steinn Logi fullyrðir að Skjár Einn sé á mikilli uppleið og það sé hvetjandi fyrir sjónvarpsstöðina. „Það er al- veg ljóst að það verður eitthvert tap 2011 en miklu minna en 2010 og við stefnum á að ná hagnaði 2012. Ég er mjög bjartsýnn á að það takist miðað við það sem við erum að sjá.“ Hann segir að ekki megi búast við frekari hagræðingaraðgerðum eða samdrætti hjá Skjá Einum. „Við erum búnir að hagræða á Skjá Einum og munum ekki endilega gera neitt meira af því. Við erum sáttir og telj- um að við séum búnir að finna form- úluna. Maður veit aldrei hvað gerist en þetta lofar góðu og við erum bjart- sýnir.“ Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is n Botnlaust tap hjá Skjá Einum og samdráttur hjá Skiptum n Skjár Einn lifir samt n Forstjórinn segist bjartsýnn n Tjáir sig ekki um tap síðasta árs 2010 Ekki skilað ársreikningi 2009 375 milljónir 2008 575 milljónir 2007 339 milljónir 2006 153 milljónir Tap Skjás Eins Tapaði milljón á dag í fjögur ár „Það er ekki þannig að við ætlum bara að halda áfram að tapa á Skjá Einum og að það sé bara lögmál, alls ekki. Steinn Logi Björnsson „Þetta út af fyrir sig hefur engin áhrif á rekstur Skjás Eins. Við höfum verið með miklar hagræðingarað- gerðir þar líka.“ Skjár Einn Þrátt fyrir risatap og niðurskurð lifir Skjár Einn áfram. Erill hjá lögreglu Ekið var á tvo gangandi vegfarend- ur í Lækjargötu í Reykjavík aðfara- nótt sunnudags. Fólkið – karl og kona – var flutt slasað á slysadeild. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf fjögur um nóttina. Ökumaður- inn sem ók á fólkið er ekki grun- aður um að hafa gerst brotlegur við lög en hann er sautján ára. Myrkur og rigning á slysstað mun hafa gert honum erfitt fyrir að sjá hvað var fyrir framan hann. Slysið átti sér stað fyrir framan húsnæði Íslands- banka í Lækjargötu. Þá var ekið á gangandi vegfar- anda á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, um klukk- an hálf sex á sunnudagsmorgun. Ökumaðurinn ók af vettvangi. Fórnarlambið er talið hafa verið ölvað. Mikið var að gera hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu að- faranótt sunnudags vegna ýmissa verkefna. Nýr formaður ungra VG Ellefta reglulega landsfundi Ungra vinstri grænna sem haldinn var á Suðureyri lauk á sunnudagskvöld. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir var kjörin formaður hreyfingarinnar, en fráfarandi formaður, Snæ- rós Sindradóttir, gaf ekki kost á sér aftur. Bjarni Þóroddsson var kjörinn varaformaður og Una Hildardóttir ritari. Meðstjórnend- ur voru kjörnir: Daníel Haukur Arnarson, Eva Hrund Hlynsdóttir, Helgi Hrafn Ólafsson, Sindri Geir Óskarsson og Tinna Ingólfsdóttir. Fundurinn samþykkti ályktun um kynjaða ríkisstjórn sem felur í sér að flokksforystan hafi ekki staðið sig sem skyldi í jafnréttismálum. „Það er hlutverk flokks sem kennir sig við jafnrétti að tryggja að jafnt kynjahlutfall sé í ríkisstjórn sem og öllum skipuðum nefndum stjórn- arinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.