Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 3. október 2011 Mánudagur Klárar samninginn í Garðabænum n Gullskóhafinn Garðar Jóhannsson stefnir ekki aftur í atvinnumennsku Þ að var frekar svekkj- andi að ná þessu ekki og eiga ekki betri leik fyrst tækifærið gafst,“ segir markahæsti leikmaður Pepsi- deildarinnar, Garðar Jóhanns- son, um tapið gegn Breiðabliki í lokaumferðinni. Með sigri hefði Stjarnan getað stolið Evr- ópusætinu af ÍBV sem tapaði nokkuð óvænt fyrir Grindavík í Eyjum. Blikarnir launuðu því ekki gestrisnina frá því í fyrra þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á teppinu í Garða- bænum og það dugði Blikum til síns fyrsta Íslandsmeistara- titils. „Þeir hefðu getað gefið okk- ur eitt mark í stað þess að stela sigrinum sjálfir,“ segir Garðar léttur en hann er tiltölulega sáttur við fjórða sætið í deild- inni. „Þetta var fínt. Við erum svona sirka á pari. Ég vildi ná Evrópusæti en það tókst ekki. Þetta er samt ásættanlegt. Það er samt gaman að hafa sýnt að liðið er ekki eins lélegt og menn héldu fyrir tímabil- ið,“ segir Garðar sem skoraði fimmtán mörk í deildinni og fær að launum gullskóinn sem markahæsti leikmaðurinn. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar. Það er gam- an að ná svona árangri og fá þennan skó. Þetta fór hægt af stað hjá mér en þegar leið á tímabilið fór ég að komast í betra form og læra betur inn á leikmennina í liðinu. Þetta var náttúrulega bara fyrsta tíma- bilið,“ segir Garðar sem stefnir ekki aftur út í atvinnumennsku þrátt fyrir gott tímabil hér heima. „Ég er ekkert að spá í það. Ég er samningsbundinn Stjörnunni í eitt ár í viðbót og ég reikna með að klára árið. Ég fer ekkert aftur út nema eitt- hvað stórkostlegt komi upp á,“ segir Garðar Jóhannsson. tomas@dv.is Stefnir á minnst tíu mörk Brasilíumaðurinn Anderson hjá Manchester United skoraði sitt annað mark í ensku úrvals- deildinni um helgina þegar liðið lagði Norwich, 2–0. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að markaskorun hefur reynst Anderson afar erfið. Það tók hann 78 leiki að skora sitt fyrsta mark og eftir það skoraði hann eitt á sautján mánuðum. Hann virðist þó vera að finna net- möskvana núna. „Eitt af mark- miðum mínum er að skora að minnsta kosti tíu mörk. Ég mun reyna hvað ég get til að skora fleiri mörk,“ segir hinn síkáti Anderson. Í bann fyrir lífstíð Óþekktur serbneskur tenni- skappi, David Savic, sem er númer 659 á styrkleikalistan- um hefur verið dæmdur í lífs- tíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst að hann væri að hagræða úrslitum leikja. Einnig var hann sektaður um 100.000 dollara fyrir að ger- ast sekur um brot á þremur reglum Alþjóða tennissam- bandsins sem varða spillingu. Bannið hefst samstundis og spilar hann því aldrei tennis framar. Savic er annar maður- inn í sögunni sem er dæmdur í lífstíðarbann frá tennis en Austurríkismaðurinn Daniel Koellerer var sá fyrsti en hann varð einnig uppvís að því að hagræða úrslitum leikja. Gullskórinn Garðar var marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Mynd Fótbolti.net Lausnin að láta hann spila Manchester City opinberaði um helgina að Champions- hip-liðið West Ham vildi fá Carlos Tevez að láni frá félaginu en bóninni var hafnað. Að- spurður um málið um helgina játti stóri Sam Allardyce, stjóri West Ham, því að hann vildi fá Tevez. „Ef hann vildi koma og stjórnin vildi borga myndi ég auðvitað vilja fá hann,“ sagði stóri Sam, en hvað með öll vandamálin sem honum fylgja? „Ég hef verið með erfiðari leikmenn en Tevez. Lausnin er bara að láta hann spila. Það er svarið,“ sagði stóri Sam. S kagamaðurinn og naglinn Ólafur Þórð- arson var tilkynntur sem nýr þjálfari Vík- ings á lokahófi félags- ins á laugardagskvöldið. Batt tilkynningin enda á sögusagnir sem höfðu farið að stað eftir að Ólafur sagði starfi sínu lausu hjá Fylki fyrir lokaumferðina en í henni tapaði Árbæjarliðið fyrir FH, 5–3. Ólafur fylgir því Víkingum niður í 1. deild en Fossvogsstrákarnir féllu úr Pepsi-deildinni í sumar. Er þetta í fyrsta skipti sem Ólafur stýrir liði í næstefstu deild síð- an hann vann yfirburðasigur í henni með Fylki árið 1999. Síð- an þá hefur hann þjálfað ÍA, Fram og Fylki í efstu deild nán- ast samfellt fyrir utan tímabil- ið 2008 þegar hann var án liðs. Helgi Sigurðsson verður spil- andi aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Víkingi en Helgi, sem lék al- gjört lykilhlutverk í að koma liðinu upp um deild árið 2010, gat lítið verið með í Pepsi- deildinni í ár vegna meiðsla. Spennandi í Víkinni „Þetta leggst mjög vel í mig. Aðstæður eru flottar og Vík- ingur er stór klúbbur þó skort hafi árangur undanfarið. Þetta er klúbbur með mikla og góða sögu,“ segir Ólafur í viðtali við DV en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Vík- ing. Aðdragandann segir Ólaf- ur einfaldan. „Þeir höfðu bara samband við mig. Ég þurfti vissulega að hugsa mig um en eftir góða umhugsun ákvað ég að láta slag standa,“ segir hann. En hvað lokkaði hann í Vík- ina? „Mér finnst spennandi hvað Víkingar ætla að gera. Þeir ætla sér strax upp aftur og hafa vilja og metnað til að spila aftur á meðal þeirra bestu. Metnaður Víkings hentar því minni hugmyndafræði,“ seg- ir Ólafur sem reiknar með að hitta leikmannahópinn í vik- unni. „Ætli ég hitti ekki hóp- inn í vikunni og fer þá yfir stöð- una,“ segir hann. Mitt mál að koma á friði og ró Víkingur hefur verið mikið í umræðunni í sumar og oft í neikvæðu ljósi vegna háleitra markmiða, þjálfararáðninga og nú síðast agavandamála sem fráfarandi þjálfari, Bjarn- ólfur Lárusson, hefur sagst vera taka á. Ólafur segir þetta ekki hafa hindrað hann í að skrifa undir og agamál eru eitt- hvað sem hann mun sjálfur passa rækilega upp á. „Nei, nei, þetta er ekkert vandamál. Það verður núna mitt mál að koma á friði og ró þarna og að því stefni ég. Það er alveg á hreinu að ég mun taka agamál föstum tökum,“ segir hann. „Ég er spenntur fyrir þessu og það er hugur í mér,“ bætir Ólafur við. „Það eru efnileg- ir strákar þarna en ég hef svo sem ekkert skoðað það ofan í kjölinn. Ég fæ samt tíma til þess núna. Það er nú allur vet- urinn framundan,“ segir Ólaf- ur og hlær við, en hefur hann eitthvað fylgst með 1. deildinni undanfarið? „Já. Ég hef farið reglulega á leiki til dæmis með Skaga- mönnum þannig ég þekki þetta umhverfi alveg.“ erfið staða hjá Fylki Ólafur kveður nú Fylki en hann hefur stýrt Árbæingum frá því 2009. Hann náði sínum besta árangri strax á fyrsta ári er liðið endaði í þriðja sæti en níunda sætið varð niðurstaðan í fyrra og það sjöunda í ár. Hann horf- ir glaður í bragði til baka á tím- ana í lautinni. „Þetta voru mjög góð ár. Það voru samt svolít- ið erfiðir tíma á köflum. En ég tók við Fylki í erfiðri stöðu og við gerðum vel saman. Þetta er búinn að vera fínn tími og fullt af ungum strákum sem hafa fengið dýrmæta reynslu. Þetta gæti orðið dýrmætt fyrir félagið til lengri tíma litið,“ segir Ólaf- ur sem þurfti að horfa á eftir góðum leikmönnum yfirgefa Fylkisliðið og hann fékk lítið í staðinn. „Það var ekki bara það að við misstum leikmenn. Það komu fáir inn. Þegar hópurinn var farinn að þynnast svo mik- ið var staðan orðin erfið,“ seg- ir Ólafur Þórðarson, nýráðinn þjálfari Víkings. Ólafur fer niður með Víkingum n naglinn af Skaganum gerir þriggja ára samning n yfirgefur Pepsi-deildina fyrir 1. deild n Metnaður Víkings hentar því minni hugmyndafræði, segir ólafur n Átti góð ár hjá Fylki Aðstoðarmaðurinn Helgi Sigurðsson verður spilandi aðstoðar- þjálfari. Myndir toMASz KolodzieJSKi Kveður Fylki Ólafur stýrir Víkingum í næstefstu deild að ári. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.