Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 14
Borgaði ekkert n Lofið að þessu sinni fær Bílaspítal- inn í Hafnarfirði en viðskiptavinur spítalans vildi koma á framfæri hve ánægður hann var með þjónustuna þar. „Ég vil benda á að ég fékk frábæra þjónustu hjá Bílaspítalanum en þang- að fór ég með bílinn í bilanagrein- ingu. Þeir gátu því miður ekki fundið hvað var að bílnum en bentu mér kurteislega á hvert ég gæti snúið mér. Þrátt fyrir að hafa eytt tíma í að skoða bílinn rukkuðu þeir ekkert fyrir því það fannst ekkert að bíln- um.“ Klikka alltaf á pöntuninni n Lastið fær Stöðin við Miklubraut en viðskiptavinur er ósáttur við þjón- ustuna. „Ég hef farið þangað 6 eða 7 sinnum og hef aldrei fengið það sem ég pantaði. Síðast fór ég með vinum mínum og við pöntuðum 4 mis- munandi hamborgara og meðlæti. Við ætluðum að borða á staðnum en fengum þá innpakkaða til að taka með og þeir voru ekki merktir. Þegar við spurðum, tók af- greiðslumaðurinn af sér hanskana og þreif- aði á þeim til að gá hver var hvað. Ekki góð þjónusta þar.“ 14 | Neytendur 3. október 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 232,6 kr. 232,6 kr. Algengt verð 232,4 kr. 232,4 kr. Höfuðborgarsv. 232,3 kr. 232,3 kr. Algengt verð 232,6 kr. 232,6 kr. Algengt verð 235,0 kr. 233,2 kr. Melabraut 232,4 kr. 232,4 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Púðursykur innkallaður Kötlu púðursykur hefur verið inn- kallaður úr búðum vegna fram- leiðslugalla. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvæla- stofnunar en þar segir að möguleiki sé á að varan gerjist við geymslu og lyktarmyndun verði samfara henni. Innköllunin nær til vörunnar sem er merkt „best fyrir dagsetningu“ 11. 20.12 og áætluð dreifing hennar er matvöruverslanir um land allt. Framleiðandi vörunnar er Eðal ehf. Þeir neytendur sem eiga Kötlu púð- ursykur sem er merkt með þessari dagsetningu eða fyrr eru beðnir um að skila honum til framleiðanda. Tími haustverka runninn upp n Frágangur á garði og gróðursetning lauka H austið er gengið í garð og kom- inn tími til að huga að haust- verkum í garðinum. Það er ým- islegt sem þarf að hafa í huga þegar gengið er frá garðinum fyrir vet- urinn. Á blomaval.is segir að haust- verkin felist aðallega í því að ganga frá hlutum sem hafa verið í notkun yfir sumarið. Gott sé að setja verk- færi í þurra geymslu og að ganga frá garðhúsgögnum á þann hátt að þau fjúki ekki. Eins þurfi að tæma blóma- ker sem þola ekki frost og setja þau á hvolf þar sem lítið mæðir á þeim. Laufin á grasflötinni eigi að raka sam- an og grafa þau í holur í beðunum eða blanda þeim í moltubinginn. Ekki sé ráðlagt að láta þau liggja á grasflöt- inni því grasið gæti kafnað og dáið þar sem mikið lauf liggur. Ekki þurfi þó að fjarlægja visna stöngla og blöð af fjöl- ærum plöntum fyrr en á vorin því það skýlir plöntum yfir veturinn. Hafi fólk hugsað sér að setja nið- ur haustlauka þá er rétti tíminn núna áður en fer að frysta. Á síðunni segir að gaman sé að setja niður lauka af ýmsu tegundum svo þeir spretti upp með lit- ríku blómskrúði næsta vor. Krókusa, stjörnuliljur og snæliljur má setja í litl- ar þyrpingar í beð eða jafnvel í jaðrana á grasflötinni.  Stærri lauka  eins og túlípana og páskaliljur fari best að setja saman í myndarlega hópa með 10 til 50 lauk- um og hafa á áberandi stöðum þar sem þeirra verður best notið. Þumalfingursregla  með gróður- setningardýpt og millibil sé að setja laukana 3 sinnum hæð sína djúpt í moldina og að hafa millibilið 2 sinnum hæðina á lauknum. gunnhildur@dv.is Haustlaufin Eitt af haustverkunum er að raka saman laufum og koma þeim í beðin. K önnunin sýnir að þetta er eitthvað sem við þurfum að gefa meiri gaum og gefur okkur tilefni til að ætla að efla þurfi eftirlitið og hafa það markvissara,“ segir Tryggvi Ax- elsson, forstjóri Neytendastofu, um könnun sem stofnunin framkvæmdi á forpökkuðum matvælum en sífellt meira er um slíkar vörur á markaði, vörur sem eru ekki vigtaðar í viðurvist neytenda. Könnun, sem náði yfir vörur frá sjö framleiðendum, leiddi í ljós að fjögur fyrirtæki nota ekki svokallað e-merki. Um 50 prósent af vörum þeirra reynd- ust léttari en stóð á pakkningunum. Mest undirvigt mældist hjá Norð- lenska matborðinu en einnig mæld- ust frávik hjá Sláturfélagi Suðurlands og Kjarnafæði. Athygli vekur að und- irvigtin mældist oftast í pulsum. Má ekki hlunnfara neytendur Í könnuninni kom einnig fram að sumar vörur mældust í yfirvigt og í einu tilfelli reyndust allir pakkar sem vigtaðir voru vera með um 40 prósent meira magni af áleggi en uppgefið var á umbúðunum. Í frétt Neytendastofu segir að samkvæmt reglum um þyngd á forpökkuðum vörum megi pökkun- araðilar hafa innihald þyngra en upp- gefið er þannig að neytendur njóti góðs af en þeir megi ekki hlunnfara neytendur. Geta beitt viðurlögum Tryggvi segir að könnunin sé sú fyrsta sem Neytendastofa framkvæm- ir á forpökkuðum vörum en mark- miðið sé að hafa eftirlit með þessum markaði og gera úrtakspróf eins og gert sé ráð fyrir. Eins hafi stofnunin heimildir til að beita viðurlögum við slíkum brotum. „Við sendum öllum aðilum niðurstöðurnar úr þessari könnun eins og vanalega er gert. Við byrjum þar og munum að sjálfsögðu beita viðurlögum ef þess þarf. Þetta er svipað og með verðmerkingaeftirlit- ið, við getum ekki sektað á staðnum,“ segir Tryggvi. Fyrirtæki noti löggilta vog Aðspurður hvort fyrirtækin séu þar með markvisst að svindla á neytendum segist Tryggvi ekki geta tekið undir þá fullyrðingu. „Það þarf að beina kastljósinu okkar að fram- leiðsluferlinu en fyrirtækin eða pökk- unaraðila verða að nota löggilta vog. Það er búið að færa vigtunarstaði þangað sem við sjáum það ekki, hvort sem pökkunin fer fram í öðru her- bergi eða í öðrum landshluta. Vogin sem notuð er þarf því að vera löggilt og mæla rétt,“ segir hann. Það verði því að vera tryggt að framleiðsluferli hjá viðkomandi fyrirtæki sé á þann hátt að alltaf sé rétt mælt. Það sé á ábyrgð framleiðandans, hann lofi ákveðnu magni á umbúðum og hann verði að standa við það því öll verð- lagning sé reiknuð út frá þeim upp- lýsingum. Eftirlit fyrir neytendur Tryggvi segir að starfsmenn Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is Matvæli Svindlað á pylSum n Neytendastofa kannaði vigt á forpökkuðum matvælum n 3 af 7 framleiðendum með e-merkingar n Undirvigt mældist í allt að 50 prósentum tilvika n Neytendur eru hvattir til að líta eftir e-merkinu n Á töflunni má sjá að mesta undirvigtin mældist á vörum sem pakkað er hjá Norð- lenska matborðinu ehf. bæði í Goða- og Krónupulsum og í brauðskinku. Einnig komu upp frávik hjá Sláturfélagi Suðurlands í 10 stk. pylsum og í pylsum frá Kjarnafæði. Fimm af vörutegundum sem voru kannaðar voru e-merktar hjá þremur aðilum og reyndist þyngd þeirra miðað við uppgefna þyngd á umbúðunum vera innan skekkjumarka. Það voru því fjórir framleiðendur sem merkja ekki vörur sínar með e-merkinu og af 12 vörutegundum frá þessum aðilum sem vigtaðar voru reyndist helmingur þeirra í undirvigt. Krónan pylsur 10 stk. Norðlenska matborðið ehf 20 18 Nei Goða pylsur 5 stk. Norðlenska matborðið ehf 19 14 Nei Vínarpylsur 10 stk. Sláturfélag Suðurlands 20 4 Nei Brauðskinka Norðlenska matborðið ehf 20 3 Nei Heimilispylsa Kjarnafæði 17 2 Nei Hunangsskinka Sláturfélag Suðurlands 20 0 Nei Beikonskinka Sláturfélag Suðurlands 20 0 Nei Brauðskinka Sláturfélag Suðurlands 20 0 Nei Vínarpylsur 5 stk Sláturfélag Suðurlands 37 0 Nei Bónus reykt brauðskinka Síld og fiskur ehf 20 0 Já Gæðagrís Brauðskinka Síld og fiskur ehf 20 0 Já Skinka Síld og fiskur ehf 20 0 Já Brauðskinka – tilboð Ferskar kjötvörur ehf 20 0 Nei Kjúklinga grillpylsur Reykjagarður hf 20 0 Já Ölpylsa Wolf í Þýskalandi 20 0 Já Skinka Kjarnafæði 19 0 Nei Vörutegund Fyrirtæki Fjöldi sýna Fjöldi undir leyfilegu fráviki E-merkt Helmingur mældist í undirvigt Áhrif skekkju upp á 1 gramm neytendum í óhag í krónum og tölum. Dæmi 1 Vara kostar 3.200 kr./kg.* í staðlaðri 500 gr. pakkningu. Ef miðað er við 800 pakka á dag með 1 gr. skekkju gerir það 650.000 krónur á ári. *Algengt verð á áleggi Dæmi 2 Vara kostar 800 kr./kg. í staðlaðri 500 gr. pakkningu. Ef miðað er við 800 pakka á dag með 1 gr. skekkju gerir það 165.000 krónur á ári. Við borgum of mikið Forstjóri Neytendastofu Tryggvi Axelsson segir e-merkið ákveðna tryggingu fyrir neytendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.