Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 12
12 | Erlent 3. október 2011 Mánudagur „Pútín er vinsælli en ég“ n Dmitry Medvedev lætur af embætti vegna vinsælda Vladimirs Pútín D mitry Medvedev, forseti Rússlands, segir að ástæðan fyrir því að hann ætli ekki að bjóða sig aftur fram til forseta sé sú að Vladimir Pútín er vinsælli en hann. Pútín, sem gegndi emb- ætti forseta Rússlands árin 2000 til 2008, mun líklega taka við embætt- inu aftur á næsta ári þegar kosn- ingar fara fram. Hann varð að láta af embætti þar sem lög gerðu ekki ráð fyrir því að forseti landsins sitji lengur en í átta ár í senn. Nú hefur lögunum verið breytt og getur Pút- ín setið sem forseti til ársins 2024 verði hann kjörinn forseti eins og flest bendir til. Medvedev mun ekki hverfa af sjónarsviðinu þótt hann láti af embætti forseta því forsætis- ráðherrastóllinn bíður hans. „Pútín forsætisráðherra er án nokkurs vafa valdamesti og vin- sælasti embættismaður landsins,“ sagði Medvedev fyrir helgi í fyrsta viðtalinu eftir að tilkynnt var að þeir myndu hafa sætaskipti. Í við- talinu viðurkenndi hann einnig að það hafi verið ákveðið „fyrir mörg- um árum“ að Pútín myndi aftur taka við forsetaembættinu en hann hafi haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig aftur fram sem forseta ef hann yrði farsæll. Stjórnarand- stæðingar í Rússlandi hafa gagnrýnt þessa tilhögun harðlega og segja að spillingin í rússnesku stjórnkerfi sé yfirþyrmandi. Medvedev svar- ar þeim ásökunum þannig að það sé undir rússnesku þjóðinni komið hver stjórnar landinu. „Fólkið tekur ákvarðanirnar. Það eru ekki innan- tóm orð að halda því fram.“ Annar pappír, sama innihald Götusali sýnir ljósmyndara táknræna Matryoshku-dúkku í Pétursborg. MynD ReuteRs Ótrúlegur samhugur Ung bandarísk stúlka, Rachel Beck- with, stofnaði söfnunarreikning ásamt móður sinni skömmu fyrir níu ára afmælisdaginn sinn fyrr á árinu. Tilgangurinn með reikningn- um var að safna 300 dölum, rúmum 30 þúsund krónum, til að veita fleiri Afríkubúum aðgang að hreinu vatni. Sá hörmulegi atburður átti sér stað í sumar að Beckwith lést í hræðilegu umferðarslysi. Fjölskylda hennar ákvað að halda reikningnum opnum og nú, rúmum tveimur mánuðum síðar, hafa 1,3 milljónir dala safnast. Það jafngildir um 150 milljónum króna. Borðaði lauf- blöð og lifði af Eldri borgari frá Kaliforníu þykir heppinn að vera á lífi en bifreið hans steyptist niður gljúfur á dögunum eftir að hafa lent í árekstri við aðra bifreið. Maðurinn, sem heitir David Lavau og er 67 ára, slapp við alvarleg meiðsl en var þó of máttfarinn til að geta geta gengið upp á veginn aftur. „Við leituðum alls staðar, hrópuðum og kölluðum og loks heyrðum við neyðarópin í honum,“ segir dóttir Davids í samtali við AP-fréttastof- una, en hann hafðist við í gljúfrinu í sex daga. Lavau borðaði meðal annars laufblöð og drakk rigningar- vatn til að halda lífi. Lavau var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og er hann á góðum batavegi. Á botni gljúfursins fannst önnur bifreið og er talið að það sé bifreiðin sem lenti í árekstri við bifreið Davids. Ökumaður henn- ar var látinn þegar að var komið. T rump Taj Mahal-spilavítið í Atlantic City áformar að gefa 25.000 dollara, tæplega þriggja milljóna króna, inn- eign fyrir lýtaaðgerðir í sig- urlaun á spilamóti. Sigurvegarinn „heppni“ getur notað inneignina í alls konar aðgerðir, svo sem fitusog á maga, andlitslyftingu, brjóstaað- gerð og fleira. „Við vildum breyta ímynd týpískra spilavítamóta og það erum við sannarlega að gera,“ seg- ir Kath leen McSweeny, aðtoðarfor- stjóri Trump Entertainment Resorts, við AP-fréttastofuna. Eins og nafn- ið gefur til kynna er spilavítið í eigu glaumgosans og milljarðamærings- ins Donalds Trump. Mjög umdeilt „Margir vilja breyta einhverju í út- liti sínu, fá sér strekkingu hér og upplyftingu þar, en þessar aðgerðir geta verið býsna kostnaðarsamar,“ segir McSweeny. „Sigurvegarinn mun eiga möguleika á því að láta breyta sér að vild, fyrir að hámarki 25.000 dollara.“ Þetta útspil spilavítisins er langt í frá að vera óumdeilt, eins og við mátti búast. Gagnrýnt hefur ver- ið að með þessu sé spilavítið að blanda saman tveimur hættulegum tegundum þráhyggju – útlitsdýrkun og spilafíkn. Eda Gorbis, prófessor í geð- lækningum við UCLA-háskólann, bendir á að hún hafi horft upp á fólk sem glímir við bæði fíkn í lýta- aðgerðir og fjárhættuspil. Hún hef- ur áhyggjur af því að þetta tvennt tengist. „Það er öruggt að þetta get- ur ýtt undir hvort annað. Þetta eru hvort tveggja fíknir og þetta eru hættulegar fíknir.“ Virtur sálfræðingur, Vivian Diller sem hefur skrifað bækur um útlitsdýrkun, segir að spilavítið sé að setja „hættulegt fordæmi“ með þessari umdeildu keppni. „Þetta á sérstaklega við um kon- ur. Bæði konur og karlar geta verið mjög áhrifagjörn og látið auðveld- lega undan þrýstingi um að taka þátt í svona hlutum sem eru ekki úthugsaðir. Lýtaaðgerðir eru flókið ferli og með því að bjóða þær í verð- laun er vera að gera þetta ferli of einfalt.“ Hægt að fara í margar aðgerðir Samkvæmt heimasíðunni infoplas- ticsurgery.com, sem spilavítið vísar til í kynningarherferð fyrir spilamót- ið, kemur fram að aðgerð til að fjar- lægja fitu af upphandleggjum geti kostað um 600 þúsund krónur. Bó- tox-meðferð getur kostað á bilinu 25 til 50 þúsund krónur á hverjum lík- amshluta. Brjóstaaðgerðir geta kost- að tæpa milljón, fitusog getur kost- að frá 240 þúsundum og upp í 1.200 þúsund krónur. Þá kostar andlitslyft- ing um milljón, nefaðgerð um 600 þúsund og svo mætti lengi telja. Sig- urvegarinn mun því geta látið fram- kvæma nokkrar lýtaaðgerðir á sér. McSweeny hjá Trump-spilavít- inu er hins vegar á allt öðru máli en gagnrýnendur mótsins. „Fólk vill oft fara í svona aðgerðir en það er tví- stígandi þar sem þær eru of kostn- aðarsamar. Þetta er tækifærið til að fara í aðgerð. Margir kjósa frekar að eyða peningum í að borga fyrir skóla- göngu barna sinna eða leggja fyrir til að eiga á efri árum.“ Kjósi sigurvegarinn hins vegar að fara ekki í lýtaaðgerðirnar getur hann fengið sömu upphæð greidda út í reiðufé. Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Bandaríkin „Fólk vill oft fara í svona aðgerðir en það er tvístígandi þar sem þær eru of kostnað- arsamar. Þetta er tæki- færið til að fara í aðgerð. n Mjög umdeilt mót í spilavíti Donalds trump n sigurvegarinn getur farið í fleiri en eina lýtaaðgerð n Geðlæknir varar við þessari hugmynd Lýtaaðgerðir í fyrstu verðlaun Donald trump Spilavítið hans stendur fyrir mjög umdeildu móti sem getur sett hættulegt fordæmi að mati sálfræðings. Vill herja á dóp- ista í Mexíkó „Ég tel að við þurfum að notast við allar mögulegar lögreglusveitir, þar á meðal herinn,“ sagði Rick Perry, rík- isstjóri í Texas, í samtali við MSNBC fyrir helgi. Perry sem sækist eftir út- nefningu Repúblikanaflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni íhuga að senda hermenn til Mexíkó til að berjast við fíkniefnaglæpamenn verði hann kjörinn forseti. Perry sagði þetta á kosningafundi í New Hampshire. Sagðist hann vilja kalla herinn til aðgerða til þess að útrýma „þessum fíkniefnahringj- um og halda þeim frá landamærum okkar.“ Bandaríkin hafa verið í sam- starfi við stjórnvöld í Mexíkó þegar kemur að stríðinu gegn fíkniefnum en hugmyndir um hernaðaraðgerðir líkar þeim sem Perry íhugar eru al- gjörlega nýjar af nálinni. Ummæli Perrys eru ekki talin vekja miklar vinsældir hjá stjórn- völdum í Mexíkó sem sæta þegar mikilli gagnrýni fyrir stríðið gegn fíkniefnum sem hefur litlu skilað þrátt fyrir áratugalanga baráttu. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.