Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2011, Blaðsíða 9
Fréttir | 9Mánudagur 3. október 2011 „Venjuleg húsmóðir á í erfiðleikum með leiguna“ n Blússandi vændismarkaður á einkamal.is n Fyrir allra augum og aðgengilegt af vísir.is n „Allar konur eru hórur,“ segir karl sem vill kaupa vændi n „Ég fæ fjör og þú færð $$$.“ n „Þetta verður væntanlega farið út eftir klukkutíma,“ sagði framkvæmdastjórinn fyrir tveimur vikum lofar hann. Það gerir líka 58 ára karl sem vantar fútt í kyn- lífið og lofar bæði $$$$ og 100% trúnaði. Einn er „alveg til í unga og óreynda.“ Hann er 49 ára og alveg til í „að karl sé milli- göngumaður.“ Annar er að leita að „konum sem kunna til verka og vilja hittast.“ Þær þurfa að vera á aldrinum 18– 28 ára, hafa áhuga á kynlífi og $$. Nokkrir taka það fram að þeir séu bara að leita að skyndikynnum (– stundum $kyndikynnum), eða eins og einn orðar það „just looking for sex $$“. Einn hefur alltaf langað að borga fyrir kynlíf. Hann er 29 ára og gerir þá kröfu að konan sé vel vaxin og falleg. „Snyrti- mennska og hreinlæti skil- yrði.“ Annar væri líka til í að fá að prófa BDSM eða að fá að taka konu í „anal“. Hann væri líka til í að hitta „shemale“ eða „trönsu“. Vill fá konu núna Tveir vilja hitta konur sem má mynda gegn greiðslu. Margir vilja hitta konu núna. Stund- um af því að þeir verða bara í bænum eða á landinu í smá tíma, eins og þessi sem vinnur mikið úti á landi og hefur því „ekki mikinn tíma til að fara á pöbbinn.“ Aðrir eru bara grað- ir. „Vantar kvk núna. Nóg $ í boði,“ segir 21 árs strákur. „Er flottur, graður og velstæður. Vill fá konu núna ... $$$,“ segir annar 26 ára. Sumir taka fram að þeir séu í sambandi. Eins og 47 ára karl sem „vill hitta vel vaxna og vilj- uga konu eða konur $$$$$. Er giftur.“ Og 38 ára karl sem vill bara kynlíf, er myndarlegur og í góðu formi. Æfir fimm sinn- um í viku, er í sambúð og fjár- hagslega góðum málum. Hann vill konur frá 18 til 50 ára. Aðrir lýsa yfir ágæti sínu, eins og 38 ára maður sem seg- ist vera snyrtilegur, afslappað- ur og þægilegur maður sem vill kynnast stelpum frá 18–28 ára, fara með þeim í bíltúr og kela og kannski eitthvað meir. „Ég fæ fjör og þú færð $$$.“ Ann- ar segist bara vera venjulegur, myndarlegur maður sem vill ekkert rugl. Lofar peningum og segist ekki vera „þessi perri eins og margir hér.“ Þetta tónar vel við upplýs- ingar Stígamóta um vændis- kaupendur, að þeir séu fyrst og fremst karlar, ungir og gamlir, giftir og ógiftir, úr öllum stétt- um, með alls kyns menntun og bakgrunn. Nánast allir á höfuðborgarsvæðinu Alls buðu 182 auglýsendur vændi til sölu, þar af 154 kon- ur og 28 karlar. Elsta auglýs- ingin var frá 31. janúar árið 2007, en það ár birtu þrjár konur og þrír karlar vænd- isauglýsingar sem enn standa inni á einkamal.is. Víða var búið að fjarlægja netföng eða símanúmer úr auglýsingun- um. Í nánast öllum tilfellum var fólkið statt á höfuðborg- arsvæðinu, einn karl reyndi að selja vændi á Suðurnesj- um og þar reyndu tveir að kaupa það. Það gerði einnig einn karlmaður á Suðurlandi. Á Suðurnesjum var ein kona sem reyndi að selja vændi og ein á Norðurlandi. Aðrir voru á höfuðborgarsvæðinu. Aldursdreifing þeirra sem auglýstu kaup og sölu á vændi var ansi mikil. Karlar sem vildu kaupa vændi voru allt frá 19 ára og upp í 58 ára, karl- ar sem voru að selja sig voru ívið yngri eða á aldrinum 18 til 45 ára og konurnar voru á aldrinum 18 og upp í 54 ára. Flestir reyndu að höfða til karla Sömuleiðis reyndu langflest- ir að höfða til karlkyns kaup- enda. Af þeim karlmönnum sem voru að falbjóða vændi voru aðeins tveir sem beindu orðum sínum að konum, ann- ar þeirra undir netfanginu er- tilsölu@gmail en hinn kallar sig kreppupung. Sex reyndu að höfða til beggja kynja. Í tveim- ur tilvikum var óljóst að hvoru kyninu þeir beindu sjónum sínum. Sumir virtust þurfa á pen- ingi að halda og það núna. Átj- án ára strákur sem sagðist vera „grannur og flottur, allt rakað,“ sagði til dæmis að hann „sár- lega vantar smá $$ svo þeir sem eru til í það þá er ég til í það, til í það í kvöld. Er til í allt sem þið viljið.“ Hann ætlaði þó ekki að hitta fleiri en einn eða tvo, hæstbjóðendur. n Hver sem greiðir fyrir kyn- lífsþjónustu af nokkru tagi skal sæta fangelsi allt að 2 árum. n Hver sem hefur milligöngu um vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum. n Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn, yngra en 18 ára, til þess að stunda vændi eða aðra kynlífs- þjónustu. n Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðis- mök gegn greiðslu eða hefur tekjur af kynlífsþjónustu sem aðrir veita, svo sem með útleigu húsnæðis eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru. Lög um vændi „Er ekki einhver hérna sem áttar sig á því og vill bara peninginn í staðinn fyrir þetta vesen? SV IÐ SE T T M Y N D E Y Þ Ó R Á R N A S O N n Enginn veit hversu umfangs- mikill vændismarkaðurinn er á Íslandi. n Til Stígamóta leita 30 konur og nokkrir karlar á hverju ári vegna vændis og kláms. n Tveir karlmenn hafa verið dæmdir fyrir vændiskaup. Annar fékk 80.000 króna sekt fyrir að kaupa vændi á 15.000 krónur. Hinn fékk 40.000 króna sekt fyrir tilraun til að kaupa vændi fyrir 20.000 krónur. Hámarks- refsing fyrir vændiskaup er eins árs fangelsi. n Stjórnvöld hafa fengist við tæpan tug mála er tengjast mansali þótt aðeins hafi fallið einn dómur í slíku máli. n „Við búum við þegjandi sam- þykki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmda- stýra athvarfs fyrir konur á leið úr vændi og mansali. „Vændi og klám er fyrir augunum á okkur á hverjum degi en lítið er aðhafst.“ Vændi á Íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.